Morgunblaðið - 16.10.1957, Side 14

Morgunblaðið - 16.10.1957, Side 14
14 Moncinsnj 4»1Ð Miðvíkudagur 16. okt. 1957 Kvennadeild Salarrann- sóknafélags * Islands Fundur að Garðastræti 8 nk. fimmtudag 17. október kl. 8,30. Stjórnin. Skandinavisk Boldklub Badminton træningen bliver i vinter pá onsdage mellem kl. 21,20 og 22,10 söndage mellem kl. 18,00 og 18,50 i K. R. húsið. Gamle og nye medlemmer bedes möde i aíten for tilmeldelse. Adgang til træning er áben for islændinge. Badminton afdelingen. BíSaviðgerðarmaÖur helzt mefstari, óskast á verkstæði sem fyrst. Húsnæði fylgir, ef þarf. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Bílaviðgerðir —3016“. Lögtok Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h. bæj- arsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum útsvörum til bæjarsjóðs fyrir árið 1957, er lögð voru á við aðalniðurjöfnun og fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi eigi greidd að fullu innan þess tíma. Borgarfógetinn í Reykjavík, 16. október 1957. Kr. Kristjánsson. Bergsteinn í Bergsteinsson fiskmafsstjóri fimmtugur I DAG er Bergsteinn A. Berg- steinsson fiskmatsstjóri fimmtug ur. Hann er fæddur 16. október 1907 að Tjörnum undir Eyjafjöll- um. Foreldrar hans voru Berg- steinn bóndi á Tjörnum Berg- steinssonar bónda Fitjarmýri Ein arssonar, hreppstjóra á Selja- landi, ísleifssonar merkisbónda, er bjó á Seljalandi í nærfellt 40 ár og var annar gildasti bóndi undir Eyjafjöllum á sinni tíð. Var hann hinn mesti sæmdarmaður sem langfeðgar hans Dalverjar og Höfðabrekkumenn. Kona Berg- steins bónda á Tjörnum og móðir Bergsteins fiskmatsstjóra, var Sigríður Tómasdóttir, ættuð und an Austur-Eyjafjöllum. Föður sinn missti Eergsteinn ungur, er hann fórst með „Is- lendingnum“ í fiskiróðri við Vest- mannaeyjar 1912, en hann var for maður á honum. Bergsteinn ólst upp undir Eyjafjöllum til ferm- ingaraldurs, en þá fór hann til Vestmannaeyja og dvaldist þar að mestu til tvítugsaldurs. Gekk hann þar að almennum störfum til sjós og lands, réri m.a. á vetr- arvertíðum. Bergsteinn byrjaði að starfa hjá Fiskimálanefnd 1935, en nefndin keypti um það leyti hrað- frystistöð þá, er Ingólfur Espolín hafði látið gera, þar sem Fiskhöll- in er nú til húsa við Norðurstíg, og rekið um nokkurt skeið. Reið Ingólfur Espólin þarna á vaðið með fiskfrystingu eins og hún gerist nú hér á landi, þ.e. á flök- um frystum milli tveggja platna. Flökin voru síðan sett í umbúðir á sama hátt og nú. Var þessi fryst ing eftir brezkri og amerískri fyr- irmynd Bird Eye, sem Englend- ingar voru þá fyrir nokkru byrj- aðir á. En fiskfrysting hér á landi var fyrst framkvæmd af Sæ'nska frystihúsinu um 1930 og páver- andi forstjóra þess H. Gustavson. Var það frysting á heilum fiski og flökum í pækli eftir svonefndri Ottesens aðferð. Eftir að Fiskimálanefnd keypti þessa tilraunastöð af Ingólfi Es- pólín, réði hún hann sem forstöðu mann stöðvarinnar og til að ferð- ast erlendis og kynna framleiðsl- una. Bergsteinn hafði þarna á Norð- urstígnum þann starfa að búa út sýnihorn eftir fyrirsögn Espólins. Fyrst var þetta ekki stærra en það, að hann gerði allt: flakaði, frysti og pakkaði fiskinn jafn- framt því sem hann gætti vél- anna. Þessi starfsemi var ekki þarna á Norðurstígnum nema um eins árs skeið, eftir að Fiskimálanefnd keypti stöðina. Um það leyti tók- ust samningar við Breta um kaup á frosnum fiskflökum í öskjum og pergamentspappír. Var það undirstaðan að því, sem siðar kom. Fiskimálastjórnin leigði nú fs- Vekií etóraukna aðdáun Mjallhvítur fatnaðúr mun vekja aðdáun, bæði á börnum yðar og þvotti yðar. Að vísu hreinsa algeng þvottaefni þvottinn, en einungis hið bláa Omo gerir hvítan fatnað skjallhvítan. Hvíti þvotturhan, og líka sá misliti, mun verða hvítari en nokkru sinni fyrr, og hversu grómtekin sem fötinu eru, hreinsar OMO hvern blett. Athugið mun- inn, þegar þér notið ilmandi hið bláa OMO. HIÐ BLÁJl OMO SKILAR YÐUR neimim msmm pv&mí björninn við Tjörnina, sem í upp- hafi var nokkurs konar móður- skip fyrir frystihúsin, sem risu nú upp eitt á fætur öðru. Og Bret- ar keyptu frystu flökin svo að segja einir fyrstu 10 árin, en þar af voru 5 stríðsárin, en þá fleygði þessum iðnaði mjög fram. Fiskimálanefnd annaðist söl- una á fiskinum fyrstu árin, þar til félagssamtök frystihúsanna sjáfra Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samband ísl. samvinnufélaga, tóku hana í sínar hendur um 1942. Bergsteinn Á. Bergsteinsson var ráðinn fyrsti verkstjóri þarna í ísbirninum og starfaði hjá Fiski málanefnd þar til 1940. Þegar Bretar fóru að kaupa hér frosinn fisk, sendu þeir tvo Breta til að kenna íslendingum verkunina eins og þeir vildu hafa hana. Þessir menn voru Mr. Clary Norgan og Mr. Jack Car- nett. Voru þeir hér árum saman við þetta leiðbeiningarstarf, og ferðuðust um allt land. Seinna fór Bergsteinn að fara í slíkar ferðir, og menn komu í ísbjöm- inn til þess að kynna sér þessa vinnu. Þegar Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hóf starfsemi sína, réðist Bergsteinn fljótlega til hennar sem leiðbeinandi og starfaði þar, þangað til hann var skipaður yfir fiskmatsmaður á freðfiski árið 1944, en þá hófst vísir að opin- beru mati á þessari vöru. Arið eftir, 1945, er hann skipaður mats stjóri á freðfiski, og árið 1949 er harm skipaður fiskimatsstjóri og þar með yfirmaður all fiskmats í landinu. Nú starfa hjá Fiskmati ríkisins 9 yfirfiskmatsmenn og yfir 100 fiskmatsmenn í frysti- húsum víðs vegar um land auk saltfisks- og skreiðarmatsmanna. Jafnframt gæðamati hefur Fisk mat ríkisins gengizt fyrir nám- skeiðum um fiskmat og fiskfram- leiðslu síðan 1947, og hefur fisk- matsstjóri veitt þeim forstöðu og kennt þar ásamt öðrum kunnáttu- mönnum. Bergsteinn hefur farið fjölda ferða til markaðslandanna til að kynna sér kröfur kaupenda og neytenda og verkunaraðferðir keppinauta íslendinga á maikað- inum. Frá því fiskmat var sett á fót hér á landi, hefur alltaf staðið nokkur styr um þá menn, sem valizt hafa til að gegna þessu vandasama starfi, enda skiljan- legt þar eð hér er um mikið hags munamál að ræða fyrir viðkom- komandi aðila bæði innlenda og erlenda. Þeim mönnum, sem hér eru að verki, er einatt miktll vandi á höndum, og ekki sízt manninum, sem hefur yfirstjórn þessara mála og kemur til kasta að skera úr, þegar ágreiningur verður. En þrátt fyrir ýmis óhjá- kvæmileg misklíðarefni, sent upp hljóta að koma í slíku starfi, verð ur ekki annað sagt, en að Berg- steini Á. Bergsteinssyni hafi tek- izt að synda hér milli skers og báru. Hefur hann oft þurft á festu sinni og stjómsemi én þó lægni að halda, Bergsteinn er kvæntur ágætri konu, Sesselju Sigurðardóttur, Daníelssonar gullsmiðs frá Eyrar bakka, og eiga þau f jögur mann- vænleg börn. Bergsteinn dvelst nú erlendis. Á þessum merku tímamótum ævi þinnar vil ég árna þér allra heilla Bergsteinn, og þakka þér þann ríka þátt, sem þú hefur átt í því að skipuleggja gæðamat á mestum hluta útflutningsvöru okkar og þitt mikla starf til auk- innar vöruvöndunar. Einar Sigurðsson. Fataskápur nýr og fallegur til sölu, með góðum kjörum, i Sigluvogi 10, uppi. — Bfc’ZT AÐ AUGLfSA í MORGUNBLABUSU «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.