Morgunblaðið - 16.10.1957, Síða 15

Morgunblaðið - 16.10.1957, Síða 15
Miðvikudagur 16. okt. 1957 MORGVNBLAÐIÐ 15 Samþykktir F jó r ð u n g s þ i n g s Vestfjarða: Landhelgislínan verSi fœrð úf - hcetf- ar flugsamgöngur og símasamband Fagnað framkvæmdum i raforkumálum FJÓRÐUNGSÞING Vestfjarða fyrir árið 1957 *var sett að Bjark- arlundi hinn 31. ágúst sl. Stóð það í tvo daga. Sturla Jónsson odd- viti á Suðureyri setti þingið, en forsetar þess voru kjörnir þeir Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður og Ari Kristinsson sýslumaður. Ritarar þingsins voru þeir Páil Pálsson í Þúfum og Jóhannes Davíðsson í Hjarð- ardal. Á fundinum voru mætt- ir 18 fulltrúar og tveir af þing- mönnum Vestfjarða, þeir Kjart- an J. Jóhannsson og Sigurvin Einarsson. Margar tillögur samþykktar Margar tillögur voru sam- þykktar á þinginu, m.a. þessar: Fjórðungsþingið lýsti yfir á- nægju sinni með samþykkt Al- þingis í handritamálinu og sam- þykkti að leggja fram á þessu ári kr. 2.800 til væntanlegrar hús- byggingar yfir Árnasafn. Samþykkt var að skora á fé- lagsmálaráðuneytið að hlutast til um, að fé það, sem greitt er til atvinnuleysistrygginga, verði geymt og ávaxtað í lánastofnun- um viðkomandi bæjar- eða sveit- arfélags. Þá var samþykkt óskorun til Alþingis um að auka fjárveit- ingar til nýrra þjóðvega á Vest- fjörðum. f því sambandi var lögð áherzla á að lokið verði á næsta ári lagningu Arnarfjarðarvegar, sem tengir Vestfirði við Barða- strandarveg, að lokið verði á næsta ári lagningu Vatnsfjarðar- og Ögurvegar, að fullgerður verði sem allra fyrst vegur frá Kalda- lóni út að Mýri á Snæfjallaströnd. Og ennfremur beindi þingið því til vegamálastjórnarinnar, að hún láti fara fram athugun á vegar- stæði úr Háttardal í Súðavíkur- hreppi, um Skötufjarðarheiði nið lir í Húsadal í Mjóafirði. Fjármál sveitafélaga Fjórðungsþingið samþykkti að leggja til að ríkissjóður taki að sér greiðslur bæja- og sveita- félaga til atvinnuleysistrygginga- sjóðs að fullu, að ríkissjóður greiði halla á sjúkrahúsum og sjúkraskýlum, sem bæja- og sveitafélög reka, — og að lagt verði landsútsvar á áfengisverzl- un, tóbakseinkasölu og verzlun- ar- og viðskiptafyrirtæki, sem að allverulegu leyti hafa tekjur sín- ar af þjónustu við landsbyggð- ina, sem verði tekjustofn bæja- og sveitafélaga. Þá fagnaði Fjórðungsþingið því, sem áunnizt hefir í raforku- málum Vestfirðinga og leggur ríka áherzlu á að veita rafmagni hið fyrsta til þeirra kauptúna og sveitafélaga, sem fyrirhugað er að fái rafmagn frá þeim raforku- verum, sern reist hafa verið, og að 10 ára áætlun raforkumálastjórn arinnar verði framfyigt. Landhelgislínan verði færð út Fjórðungsþingið ítrekaði fyrri samþykktir sínar í landhelgismál- inu og gerði þá kröfu til Alþing- is og ríkisstjórnar, að landhelgis- línan verði færð út og friðuð verði hefðbundin fiskimið línu- báta úti fyrir Vestfjörðum og á Húnaflóa. Verði öflugri gæzlu haldið uppi á hinum friðlýstu svæðum. Þá var samþykkt að skora á Alþingi og símamálastjórn að bæta hið fyrsta ástandið í síma- málum Vestfjarða, bæði innan héraða og við aðra landshluta. Enn fremur skoraði þingið á síma málastjórnina að setja sem fyrst upp sjálfvirka símstöð fyrir ísa- fjörð og nágrannakauptúnin. Bættar flugsamgöngur Fjórðungsþingið skoraði ein- dregið á flugmálastjórnina að hefja hið allra fyrsta flugvallargerð á Skipeyri við Skutulsfjörð. Enn fremur skor- aði þingið á flugmálastjórnina að láta fara fram rannsókn á flug- vallarstæðum víða á Vestfjörðum eftir því, sem henta þykir til þess að tryggja viðunandi flugsam- göngur. Samþykkt var að leggja fram 3000 kr. til minnisvarða Jóns Sigurðssonar á ísafirði. Stjórnarkosning f stjórn Fjórðungssambandsins voru kosnir Ari Kristinsson sýslu maður Barðstrendinga, Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumað- ur Strandamanna og Sturla Jóns- son oddviti á Suðureyri. Vara- menn voru kjörnir Sigurður Elías son, Jóhann Gunnar Ólafsson og Hjörtur Hjálmarsson. WíLLIT - plata 1 cm. á þykkt einangrar jafnt og: 1,2 cm asfalteraður korkur 2,7 cm tréullarplata 5.4 cm gjallull 5.5 cm tré 24 cm tígulsteinn 30 cm steinsteypa WELLIT þolir raka og fúnar ekki. WELLIT plötur erumjög léttar og auðveldar í meðferð. Brigðir fyrirliggjandi. IVIcirz Trading Co. Klapparstíg 20 — Sími 17373 Verð: 4 cm. þykkt kr. 30.50 ferm. 5 cm þykkt kr. 35.70 ferm. Eruð þér skemmtilegur Viljið þér reyna hæfni yðar sem skemmtikraftur? Ef þér getið sungið dægurlög, dansað, sýnt sjónhverf- ingar, dáleitt, sagt fyndnar sögur, eða gert eitthvað ný- stárlegt — þá fáið þér nú tækifæri til að reyna yður sem skemmtikraftur. Viðtalstími kl. 6—8 e. h. í Breiðfirðingabúð (uppi) í dag). Diversion. íbúð óskast Óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 19611. Til sölu er allt bókaupplag bókaútgáfanna Hrímfells ©g Snæfells, ef viðunandi boð fæst: Bækurnar eru þessar: Helvegir hafsins Undraheimar undirdjúpanna Sjö ár í þjónustu friðarins Frumskóga Rutsi Læknishen dur í leit að Paradís Tímaritið S.O.S. Forlagsverk bókanna nemur um kr. 650.000.00. Þeir, sem kynnu að vilja kaupa bókaupplagið, sendi tilboð fyrir 1. nóvember nk. til undirritaðs, er gefur allar nánari upplýsingar. Skiptaráðandinn í Vestmannaeyjum, 9. október 1957.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.