Morgunblaðið - 16.10.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.10.1957, Qupperneq 16
16 MORCVTSBLÁÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1957 Cherrv davis hopes fritz WILL GO THRCUGH HIS PERFORWANCE WITHOUT BIHGO, BUT THE COLT BALKS AND THE CROWD ROARS V/ITH DERISIVE LAUGHTER Edens eftii John Steinbeck „Mér hefur bara verið falið það sem hvert armað verk. Ég þéna hundrað d jllara og þú tuttugu og fimm — er það samþykkt?“ „Þarftu að hafa einhverjar sannanir — dánarvottorð eða eitt- hvað því líkt?“ „Nei, ekki nauðsynlega. Auðvit að væri gott að hafa það en ekki óhjákvæmilegt". „Já, hún kom hingað og vildi að ég réði hana til mín. En hún var ekki til nokkurs nýt. Ég fékk ekki einu simni tuttugu og fimm dollara á viku fyrir hana. Ég hefði senni- lega ekkert vitað hvað um hana varð, ef Bill Primus hefði ekki' einu sinni séð hana héma hjá okk ur. Svo þegar þeir fundu hana, kom hann hingað, til þess að spyrj ast fyrir um hana. Prýðilegasti náungi, þessi Bill. Við þurfum sannarlega ekki að kvarta yfir lögreglunni hérna. Ethel var ekki slæm manneskja. Hún var löt og sóðaleg, en hún var hjartagóð. Hún þráði upphefð og virðingu. Hún var ekki skynsöm og ekki lagleg, vegna þessara tveggja galla, ekki sérlega heppin. Það myndi hafa sært Ethel, ef hún hefði vitað, að þegar þeir grófu hana upp úr sandinum, þar sem bylgjurnar höfðu skolað henni á land, voru pilsin í einum göndli ofan við mittið á henni. Hún hefði kosið meiri virðuleika". Hal sagði: — „Við höfum héma nokkra bandvitlausa dagoa á sard- inubátunum. Ef þeir bragða á- fengi verða þeir óðir. Mér þykir sennilegast að einn af þessum þokkapiltum hafi farið með hana út í bátiim sinn og svo hent henni útbyrðis á eftir. Ég veit ekki hvernig hún hefði annars átt að lenda í sjóinn". „Hún hefur kannske kastað sér út af bryggjunni". „Hún?“ sagði Hal með munninn fullan af frönskum kartöflum. — „Kemur ekki til nokkurra mála. Hún var alltof löt til þess að fremja sjálfsmorð. Viltu fá stað- festingu lögreglunnar?" „Ef þú segir að það hafi verið hún, þá hefur það verið hún“, sagði Joe og ýtti einum tuttugu dollara seðli og einum fimm doll ara yfir borðið. Hal vafði seðlunum saman, eins og vindlingi og stakk þeim svo í vestisvasann. Hann skar sér stór- ann steikarbita og tróð honum upp í sig. — „Það var hún“, sagði hann svo. „Viltu fá búðing á eft- ir?“ Joe hafði hugsað sér að sofa langt fram á dag, en hann vaknaði klukkan sjö og lá vakandi í rúm- inu nokkra stund. Hann ákvað að leggja ekki af stað til Salinas aft- ur fyrr en eftir miðnætti. Hann varð að gefa sér nægan tíma til að hugsa. Þegar hann reis loks úr rekkju, gekk hann að speglinum og athug- aði svipinn, sem hann hafði hugs- að sér að setja upp. Hann ætlaði að líta út, eins og hann hefði orð- ið fyrir miklum vonbrigðum, en samt ekki of miklum. Kate var svo fjandi athugul og skarpskyggn Bezt að láta hana spila út. Maður varð bara að gegna lit. En það var ekki neinn leikur að skilja hana. Joe varð að viðurkenna að hann var dauðhræddur vió hana. Varkárnin sagði við hann: — „Segðu henni bara satt og rétt frá öllu og vertu ánægður með þessa fimm hundruð dollara þína“. Og hann svaraði rödd varkárn- innar grimmdarlega: — „Hérna kemur loks tækifærið upp í hend- urnar á mér. Hversu mörg tæki- færi hafa mér boðizt um dagana? Ef ég gríp það ekki núna, þá á ég aldrei skilið að fá neitt tækifæri framar. Langar mig til að verða sami ræfillinn alla ævi? Nei, og aftur nei. Nú ríður á að spila vel úr spilunum. Látum hana segja það sem segja þarf. Það getur þó ekki verið hættulegt. Ég get allt- ai snúið v.ið blaðinu, ef útlitið fer að versna“. „Hún getur komið þér í tugthús ið áður en þú veizt af“. „Ekki á meðan hún þarfnast mín. Og þó svo væri — hef ég þá nokkru að tapa? Og nú býðst mér hið gullna tækifæri". 4. Kate leið betur. Nýja meðalið virtist hafa góð áhrif. Kvalirnar í höndunum fóru heldur rénandi og henni sýndust fingurnir rétt- ari og minni bólga í hnúunum. —■ Hún svaf vel í fyrsta skipti um langan tíma og henni leið vel, var jafnvel í góðu skapi. Hún fór fram úr rúminu, brá sér í þunn- an morgunslopp og sótti handspeg- il. Er hún var aftur lögst út af skoðaði hún andlit sitt í speglinum, mjög nákvæmlega. Hvíldin hafði gert kraftaverk. Kvalir koma manni til að bíta sam an tönnunum, augun þenjast út af hræðslu og vöðvarnir ofan við gagnaugun og í kinnunum, jafn- vel hinir linu, fíngerðu vöðvar hjá nefinu, harðna og strengja á húðinni. Og þetta eru mei'ki um sjúkdóm og mótstöðu gegn þján- mgum. Hvíldin og svefninn höfðu valdið mikilli breytingu á andliti henn- ar. Hún leit út fyrir að hafa yngzt um tíu ár. Hún opnaði munninn og aðgætti tennurnar. Það var víst kominn tími til þess að láta tannlækninn hreinsa þær. — Hún hirti vel tennur sínar. Gull hafði verið steypt í skarðið þar sem jaxlana vantaði — annars voru allar tennurnar heilar og ó- skemmdar. Það var alveg furðu- legt hve ungleg hún var — hugs- aði Kate með sér. Hún þarfnaðist bara góðs einnar nætur svefns og þá var henni óhætt. Það var líka eitt af því sem hún blekkti heima- fólk sitt með. Það hélt að hún væri taugaveikluð, þreklaus og lingerð. Hún gat ekki varizt brosi — lingerð og þróttlaus eins og ailltvarpiö Miðvikudagur 16. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—-14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af niötum. 19,05 Þingfrétt ir. 19,40 Lög úr óperum (plötur). 20,30 Erindi: Hið nýja landnám Hollendinga (Ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Samtalsþáttur: Eð vald B. Malmquist ræðir við fram- kvæmdastjórana Jóhann Jónasson og Þorvald Þorsteinsson um upp- skeru garðávaxta. 21,35 Einsöng- ur: Peter Pears syngur brezk þjóðlög (plötur). 21,50 Upplestur: „Haust“, órímað Ijóð eftir Jóhann Jónsson (Höskuldur Skagfjörð leikari). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XXIV. (Elías Mar les). 22,30 Létt lög: Norrie Paramor og hljómsveit hans leika og syngja (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. 3) — En nú sé ég, að þú hefðir varið tíma þínum betur með því að rækta gluggablóm. Fimmtudagur 17. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Sjöfn Sigurbjörns- dóttir). 19,05 Þingfréttir. 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Er- indi: Starfsemi Blindravinafélags íslands (Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri og Helgi Tryggvason kennari). 20,55 Tónleikar (plöt- ur. 21,30 Útvarpssagan: „Bar- bara“ eftir Jörgen-Frantz Jacob- sen; XIII. (Jóhannes úr Kötlum). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XXV. (Elías Mar les). — 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). —• 23,05 Dagskrárlok. „Þú heyrðir hvað ég sagði, Wilson og ég get ósköp vel endur- tekið það. — Ég veit það ekki sjálfur. Ég er sendur í erindagerð um fyrir annan". „Jæja, ég get þá víst ekki gert neitt meira fyrir þig. Ef ég man rétt þá á að vera samkoma eða eitthvað þess háttar í Santa Cruz þessa dagana. En ég man ekki hvort hún sagðist ætla að fara þangað, eða hvort það er bara eitt hvað sem ég hef ímyndað mér. En einhvern veginn hef ég það á til- finningunni að hún sé þar. Þú ættir a. m. k. að skreppa til Santa Cruz og sjá hvernig landið liggur. Þekkirðu nokkurn þar?“ „Það er nú varla hægt að segja það“, svaraði Joe — „en ég kann ast við nokkra menn þar, svona af afspurn“. „Farðu og talaðu við H. V. Ma- hler. Hal Mahler. Það er hann sem á Hals-billiardstofuna. Það er spilavíti þar". „Þakka þér fyrir upplýsingarn- ar“, sagði Joe. „Nei — Joe. Ég vil ekkert hafa með peninga frá þér“. „Þeir eru ekki frá mér — kauptu þér bara vindil“, sagði Joe glottandi. Hann fór út úr vagninum skammt frá Hals billiardstofunni. Klukkan var ekki nema sjö, en pókerspliið var samt í fullum gangi. Það leið heil klukkustund áður en Hal reis á fætur og gekk út úr stofunni og þá fyrst gat Joe stigið í veg fyrir hann. Hal starði á Joe með stórum, ljósgrá- um augum, sem virtust enn stærri vegna hinna þykku gleraugna. — Hann slétti úr lamavoðarermun- um og lagaði grænu augnahlífina á enni sér. — „Staldraðu hérna við, svo að við getum talað betur saman, þegar spilinu er Iokið“, sagði hann. — „Kannske þig langi til að verá með í því?“ „Hvað spila margir fyrir þig, Hal ?“ „Bara einn“. „Ég skal spila fyrir þig“. „Fimm dollarar um tímann". „Og tíu prósentur ef ég vinn?“ „Jæja, við segjum það þá. Þetta er Williams, þessi með Ijósrauða hái'ið. Hann spilar fyrir húsið“. Klukkan eitt um nóttina gengu þeir Hal og Joe yfir í Barlows Grill. — „Rifjasteik handa tveim ur, með frönskum kartöflum. — Viltu súpu?“ sagði Hal. „Nei“, sagði Joe. — „Og ég vil ekki heldur franskar kartöflur. Mér verður illt í maganum af þeim“. „Það verður mér nú líka“, sagði Hal. — „En ég borða þær samt“. Hal var þögull og fálátur mað- ur, nema þegar hann snæddi. Það var sjaldgæft að hann mælti orð af vörum, þegar hann hafði ekki mat í munninum: — „Hvers vegna ertu að leita að henni?“ spurði hann, meðan hann tuggði. MAEKÚS Eftír Ed Dodd 1) Sirrí vonar, að Freyfaxi leiki listir sínar þrátt fyrir fjar- veru Bangsa, en folinn er rarnm- staður. Við það fara áhorfendurnir að hlæja. 2) — Jaeja Sirrí, ég sem hafði heyrt að þú værir leikin í að temja hesta. nú — auvirðilegur dyravörður og útkastari í hóruhúsi, meðan aðrir áttu hús og heimili og bifreiðir. Þeir voru öruggir og hamingju- samir og á kvöldin sátu þeir inn- an við niðurdregin gluggatjöld, á meðan Joe reikaði einn og yfirgef inn í myrkrinu fyrir utan. Hann grét hljóðlega, þar til hann sofn- aði. — Joe fór á fætur klukkan tíu og borðaði vel útilátinn morgunverð hjá Pop Ernst. Um klukkan tvö siðdegis, fór hann með almennings vagni til Watsonville og spilaði billiard við kunningja sinn, sem hann hafði hringt í og mælt sér mót við. Joe vann síðasta leikinn og lagði frá sér „kjöðann". Hann gaf kunningjanum tvo tíu dollara seðla. Q-------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □-------------------□ „Hvað meinarðu með þessu?“ sagði kunninginn. — „Ég á ekki neina peninga hjá þér“. „Taktu við þeim“, sagði Joe. „Ég hef ekki hjálpað þér neitt“. „Ég hef fengið að vita nákvæm- lega það sem ég þurfti að fá vitneskju um. Þegar þú segir að hún sé ekki hér, þá þarf ég ekki að leita lengur hér í borginni". „Geturðu ekki sagt mér, hvers vegna þú þarft endilega að finna hana?“ X WELL, MISS OAVIS, I'VE ALWAYS HEARD VOU WERE llmurinn er indœll og hragðið eftir því O. Johnson & Kaaber hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.