Morgunblaðið - 16.11.1957, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1957, Page 3
I/augardagur 16. nóv. 1957 MORGJJTSBl4 ÐÍÐ 3 111 S K ÁK 1S1 Jósafat Arngrímsson svorar rangfærslum „Þjóðviljnns“ Svart: B. Ivkov (Júgósl.) Hvítt: Friðrik Ólafsson Enski leikurinn 1. c4 Bf6 2. Rc3 e5 3. g3 c6 Eðlilegasti leikur svarts er hér 3. — d5, en hvítur lendir þá í Sikileyjarvörri með skiptum lit- um, og heldur örlitlum þrýsting á svörtu stöðuna. 4. Rf3 — Lakara væri 4. Bg2 vegna — d5, og svartur |ær að festa rætur á miðborðinu. 4. — e4 5. Rd4 d5 6. cxd5 cxd5 7. d3 — Hvítur verður að vinna ötullega gegn miðborðspeðum svarts. 7. — Bc5 8. Rb3 Bb4 9. Rb3 Bb4 10. dxe4 — Þessi sama staða kom nokkrum sinnum upp í keppninni U.S.S.R. —Júgóslafía 1957. 10. — Rxe4 11. Bd2 Db6 Mun betra virðist mér að leika 11. — Rxd2, 12. Dxd2 o-o, 13. Bg2 Be6, 14. o-o Rc6 og svartur er. kominn inn á slóðir Tarrach varnarinnar, þar sem hann hefur biskupaparið til þess að vega upp á móti „veikleikanum“ á d5. 12. Rxe4 dxe4 13. Bxb4 — Ekki 13. Bg2 vegna e3! 14. fxe3 o-o og svartur hefur góða mögu- leika fyrir peðið. 13. — Dxb4f 14. Dd2 Rc6 Svartur hafnar hér betri mögu- leika að því er virðist 14. — De7 15. Bg2 o-o og peðið á e4 getur orðið hvítum þrándur í götu. 15. Bg2 Dxd2f 16. Kxd2! — Betra en 16. Rxd2 því þá getur svartur reynt e3 og Rb4. 16. — Bf5 17. Hacl Rb4? Svartur vill reyna að hindra hvíta kónginn í að komast til e3, en sú áætlun er ákaflega hæpin, því erfitt yrði fyrir hvítan mikinn usla eftir 17. — Hc4 He8. 18. Hc4 Hd8f 19. Kcl Ra6 20. Bxe4 Be6 21.Hc3 Rb4 22. Kbl o-o(?) Svartur gefur annað peð í von um að ná sókn, en sú tilraun mis- Bókmenntakynii- ing stúdenta á afmæli Jónasar Hallgrímssonar EINS og áður hefur verið frá skýrt, efnir Stúdentaráð Háskóla íslands til bókmenntakynningar í dag, laugardag. Verður bókmenntakynningin haldin í hátíðasal háskólans og hefst stundvíslega kl. 5 síðdegis. Að þessu sinni verða kynnt verk Jónasar Hallgrímssonar, en 16. nóvember er 150 ára afmæli hans. Dagskrá bókmenntakynningar- innar verður sem hér segir: For- maður stúdentaráðs setur sam- komuna. Þá flytur dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor erindi um kveðskap Jónasar. Loks verður lesið úr verkum skáldsins, og gera það Herdís Þorvaldsdóttir leikkona, Ása Jónsdóttir stud. philol., Lárus Pálsson leikari, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari og Sveinn Skorri Höskuldsson stud. mag. Aðgangur að bókmenntakynn- ingunni er öllum heimill og ókeyp is, en rétt er að ítreka það, að hún hefst kl. 5 stundvíslega. heppnast. Betra var 22. — Bd5 23. Bxb7 Hb8 24. Bf3 — ABCDEFGH A B C D E F G H 24. — Hfe8(?) Sjálfsagt var 24. — Rxa2!, 25. Kxa2 Hxb3!, 26. Hxb3 Hb8. 25. e4 a5 26. Rcl Í5 27. a3 fxe4 28. Bxd4 Rd5 29. Hc5 Rf6 30. Bc2 Ha8 31. f3 — Leikið til að fyrirbyggja að ridd- arinn komist til g4. Einnig er þetta kurteisleg ábending um að tími sé kominn til uppgjafar fyrir svartan, sem sagt „ég mun ekki fara óvarlega." 31. — Bd5 Hvítur-fær nú tækifæri til stór- felldra uppskipta, en svartur á enga viðunandi vörn. 32. Hxd5! Rxd5 33. Bb3 Had8 34. Hhdl He5 35. f4 Hf5 36. Re2 a4 37. Bc4 Kf8 38. g4 — Nú er kominn tími til að hirða sitt. 38. — Rc3f 39. Rxc3 Hxdlf 40. Rxdl Hxf4 41. Be2 He4 42. Rc3 Hf4 43. h4 — Hér fór skákin í bið, en Ivkov gaf án frekari taflmennsku. SUÐUREYRI, Súgandafirði, 14. nóv. — Nýlega er lokið við hafn- argarðinn hér, en vinna við hann hefur staðið yfir frá því 1 fyrra vor. Geta nú stór skip eða yfir 3000 lestir lagzt að hafnargarð- inum en þessi stóru skip hafa ekki komizt að bryggju hér fyrr. —Óskar. ÞAR sem 258. tölublað „Þjóðvilj- ans“ þann 15. nóvember, 1957, hefur í stórri rammagrein á for- síðu, eignað mér ummæli þau er hér fara á eftir: „En hitt vil ég segja fundar- mönnum", sagði Jósafat, „að við Sjálfstæðismenn erum á móti styrkjum til útgerðarmanna og bænda og þess vegna viljum við efla þann eina atvinnurekstur á íslandi, sem rekinn er styrkja- og hallalaus, en það er atvinnan fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli", vil ég taka eftirfar- andi fram: 1. Að einu ummæli mín um varnarliðið voru orðrétt sem hér segir: „Varðandi þau ummæli Inga R. Helgasonar að vinna fyrir varnarliðið, eða herinn eins og hann orðaði það, væri „óarð- bær“, en seinna í ræðu sinni tal- aði hann hins vegar um að það yrði stórkostleg lífsskerðing fyr- ir almenning ef varnarliðið færi, vegna þess gjaldeyristaps sem það hefði í för með sér, vil ég benda ræðumanni á að fram- kvæmdir á Keflavikurflugvelli og tekjur flugfélaganna, er sú eina styrkjalausa gjaldeyrisöflun sem fram fer í dag hjá íslenzku þjóðinni. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvað sé heppilegt fyrir þjóðfélagið, en það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Þó Ingi R. Helgason kalli þetta „óarðbæra" atvinnu, eru þetta engu að síður óneitan- legar staðreyndir, hvort sem hon um líkar betur eða ver“. 2. Að ég hafi sagt: „Að við Með þessari yfirskrift birtist í maí-hefti tímaritsins „Þýzka söngsambandið“ (Deutsche Sángerschaft) í Bremen eftir- farandi grein: NÚTÍMA-tónsmíðar Norðurlanda þjóðanna eru enn lítið útbreidd- ar á meginlandi Evrópu. Það eru aðeins fá nöfn, auk Sibeliusar, Kilpinens og Atterbergs, sem öðl- azt hafa álit, eftir að Grieg og Sinding leið. Nýlega blaðaði ég í miklu sam- safni skandinavískra einsöngs- laga. Varð ég forviða að rekast þar á ellimáðan „salón-stíl“, sem einkenndi flest lögin. Hins vegar eru líka til ungir höfundar, sem fylgjast með svipmóti samtíðar- Sjálfstæðismenn erum á móti styrkjum til útgerðarmanna og bænda. ... “ og svo framvegis, éru ekki mín orð. Virðast komm- únistar þar feta dyggilega í fót- spor lærifeðra sinna með sögu- fölsun og ummælalygar. 3. Þess má geta í þessu sam- bandi að Lúðvík Jósefsson talaði um óarðbæra vinnu „svo sem smáiðnað og húsasmíðar", en forðaðist að nefna Keflavíkur- flugvöll á nafn, og virðast vera skiptar skoðanir með þeim lags- bræðrum. 4. Það er skiljanlegt að sá stjórnmálaflokkur, sem vill hrærast og hugsa í trássi við þjóðfélagslegar staðreyndir, og leggur alla áherzlu á blekkingar, upphrópanir og gífuryrði sem grundvöll að skoðunum sínum, eigi erfitt með að fara með rétt mál, en þó mega þeir minnast að „eigi veit hvar óskytja ör geig- ar“, og ef þeir ætla að halda áfram með upplogin ummæli í minn garð, mega þeir búast við að verja hluta af „happdrættis- ágóða“ sínum til Menningarsjóðs. 5. „Þjóðviljinn" ætti að sjá sóma sinn í að segja sem minnst um þennan fund, því vits er þörf í vangæfu. 6. Til greinarhöfundar: „Þú hefur snemma lært að ljúga lært þinn innri mann að dylja. Jafnvel lært að látast trúa og lífsins þyngstu gátur skilja“. . Ytri-Njarðvík, 15. nóv., 1957 Jósafat Arngrímsson. innar. Má þar nefna Sparre Ol- sen, Harald Sæverud, Fartein Valen, Klaus Egge, Moses Perga- ment, Hermann Koppel og hug- mjóðfæramúsík, sönglég og kórverk Tónleikar á vegum FéL íslenzkra organleikara " AÐALFUNDUR Félags ísl. organ leikara var haldinn 14. okt. sl. Auk venjulegra félagsmála var rætt um tónleikaflokk félagsins, „Musica sacra“ og útgáfu tónlist- artímarits. „Musica sacra“ Þrennir tónleikar voru ákveðn ir á þessu ári og auk þess ráðgert framhald á þeim síðarihluta vetr ar. Tónlistartímarit. Félagið hefir lengi haft hug á útgáfu tónlistartímarits, sem birti almennt tónlistarefni auk þess að vera málgagn organleik- ara. Ráðgert er, að blaðið komi út 3—4 sinnum á ári og að hverju hefti fylgi eitt sérprentað lag. Ritstjórn annast stjórn félagsins, en hana skipa: dr. Páll ísólfsson, formaður, Páll Kr. Pálsson ritari og Páll Halldórsson, gjaldkeri. Buxtehude-tónleikar Tvennir þeirra tónleika, sem áður eru nefndir, verða helgaðir Dietrich Buxtehude, en á þessu ári er 250. ártíð hans. Hinir fyrri verða n.k. mánudagskvöld, 18. þ. m. í Hafnarfjarðarkirkju. Flutt verða eingöngu verk eftir meist- arann. Páll Kr. Pálsson leikur orgelverk og Kristinn Hallsson syngur einsöngskantötu með að stoð strengjahljóðfæra og orgels. Á úndan tónleikunum minnist dr. Páll ísólfsson tónskáldsins í stuttu erindi. Hinir síðari Buxtehude-tónleik ar verða um næstu mánaðamót í Kristskirkju, og mun dr. Victor Urbancic annast þá. Þriðju tónleikarnir, sem á- kveðnir eru, áttu raunar að vera hinir fyrstu í röðinni og fara fram í október sl., en vegna in- flúenzufaraldurs og annarra or- saka varð að fresta þeim, og eru þeir væntanlegir í þessum mán- uði. Þessir tónleikar fara fram í dómkirkjunni, og annast dr. Páll ísólfsson þá. Honum til aðstoðar verða: Þorsteinn Hannesson, söngvari og Einar Vigfússon, cellóleikari. Flutt verður gömul kirkjutónlist. Hallgrímur Helgason Bentzon. Þeir bíða þó enn allir almennrar viðurkenningar. Hallgrími Helgasyni hafði ég enn ekki kynnzt. Með hliðsjón af fyrirliggjandi verkum, gefur hann ungri norrænni músík mik- ið og gott fyrirheit. Handbragð hans sýnir fullkomið vald á kór- bálki fornmeistaranna, sem hann að nútíðar-hætti auðgar að sam- seim (mixtúr-korðum) og sér- kennilegum samstígum tónbila- röðum. Hann uppfyllir kröfur nú tímans í lýrískum sönglögum og þó öllu áþreifanlegar í hljóðfæra- tónsmíðum sínum. Það sést greini lega í mjög sjálfstæðu orgelverki hans og einna bezt í píanóverk- unum. Hér spennist boginn frá þjóðlagafræðingnum Bela Bartók til þjóðlagafræðingsins H. Helga- sonar. En Bartók fléttaði þekk- ingu sína og skilning á tónrænu eðli ungverskrar ættjarðar inn í hljóðfæra-tónsmíðar sínar og gaf þeim þannig sérstætt inni- hald. Hliðstætt eðli íslands birtist í „Rondo Islanda" og „íslenzkum dansi“, svo að ekki verður um villzt. Hjá Hallgrími Helgasyni er tvímælalaust að verki sterkur personuleiki, fullur hugkvæmni og þroska í svipmiklum tónsmíða st»l. Karl Riebe. STAKSTEINAR Vélar og ræktun. Engum, sem eitthvað þekkir til landbúnaðarmála, dylst aí meginástæða hinnar stóraukim ræktunar í sveitum landsins «C bættrar afkomu sveitafólksins, er hagnýting vélaaflsins við rækt- unina. Á þessu grundvallaratriði, þýðingu tækninnar fyrir búnað- arframfarirnar, hafði Pétur heit- inn Magnússon glöggan skilning, þegar hann tók við stjórn bún- aðarmálanna i nýsköpunarstjórn- inni á morgni lýðveldisins. Þegar Pétmr Magnússon hvatti bændur til þess að afla sér véla til þess að hefja með landnám hins nýja tíma, tóku Tímamenn því með fullum fjandskap. Þeir reyndu að draga sem mest úr þátttöku bænda í nýsköpun at- vinnulífsins. En sem betur fór var sveitafólkið framsýnna en Tímaliðið. Það hófst handa um hagnýtingu vélaaflsins. Ráð margra manna. Pétur Magnússon var ekki sjálf ur bóndi, þegar hann var land- búnaðarráðherra. Eri hann var kominn af merkum bændaættum og gjörþekkti hagsmuni bænda- stéttarinnar og sveitafólksins. Hann hafði ráð margra manna um framkvæmdir sínar í þágu landbúnaðarins. Hann var í nánu sambandi við bændur í öllum landshlutum og hafði ágæta sam- vinnu við ýmsa af merkustu ráðu nautum bænda. T.d. var þáver- andi búnaðarmálastjóri Stein- grímur Steinþórsson, skipaður í nýbyggingarráð. Þannig var Bún aðarfélagi íslands gefinn kostur á því að hafa áhrif á nýsköpunar- starfið á sviði landbúnaðarins. Meðal þeirra manna, sem Pétur Magnússon leitaði ráða til um nýsköpun landbúnaðarins, voru tveir af reyndustu búnað- armálafrömuðum landsins, þeir Árni G. Eylands og Guðmundur Jónsson, núverandi skólastjóri á Hvanneyri. Þessa menn, sem unnið hafa bændum af heiluim liug, dugnaði og viti allt sitt líf, leggur Tím- inn sérstaka áherzlu á að sví- virða og rógbera. Seinast í gær kemst hann að orði á þessa leið í forystugrein sinni: „Það þarf meiri karla en Árna Eylands og Guðmund á Hvann- eyri til að gera peningakónga íhaldsins að búnaðarfrömuðum". Óttinn við bændaráðstefnuna. Það er óttinn við bændaráð- stefnu Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, sem gefur Tíman- um tilefni til þess að ráðast með fúkyrðum að Árna Eylands og Guðmundi skólastjóra á Hvann- eyri. Þeir fluttu þar fróðleg og merkileg erindi um hugðarefni ungra bænda og sveitafólksins. Ætla mætti að „bændablaði", eins og Tíminn þykist vera, þætti fengur að því að ungir bændur úr öllum landshlutum væru kvadd- ir saman til þess að ræða hags- munamál stéttar sinnar og atvinnu greinar. En svo er þó ekki. Allt frá því að þessi ráðstefna var haldin, fyrir frumkvæði þáver- andi formanns Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Ásgeirs Péturs sonar, hefur Tíminn ekki getað tekið á heilum sér. Hann hefur reynt að hártoga hinar skyn- samlegu tillögnir ráðstefnunnar og afflytja hina ungu bændur, sem hana sóttu, á alla lund. Tíminn er hræddur við sveita- æskuna. Þess vegna er hann liræddur við bændaráðstefnn Sambands ungra Sjálfstæðis- manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.