Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 1
24 siður Ríkisstjórnin reynir i Nato - samskotin Öskaði aðstoðar aðalframkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins Staðreyndirnar um lánstilboð Dr. Adenauer til Ólats Thors og stjórnar hans AUÐSÆTT er nú orðið að ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að dul- búa eftir fremsta megni lánasamskot þau, sem hún óskaði að efnt yrði til fyrir ísland meðal þjóða Atlantshafsbandalagsins. Fyrst rftir að Mbl. skýrði frá þessum óvenjulegu lántökuaðferðum af hálfu vinstri stjórnarinnar, sem hafði lofað að reka allar varnar- sveitir Nato burt af fslandi, neituðu stjórnarblöðin því alls ekki að þessi aðferð hefði verið um hönd höfð. En í gær er Alþýðublaðið búið að sækja nægilega í sig veðrið til þess að þverneita því, að um nokkur samskot sé um að ræða á vegum Natoþjóða fyrir fslend- inga. — Leitað til aðalframkvæmda- stjóra NATO Mbl. er hins vegar kunnugt um það, að ríkisstjórnin leit- aði hreinlega til Spaak aðal- framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins vegna fyrir- greiðslu um lántöku hjá þjóð- um þess. Var það tekið fram af hálfu íslenzku stjórnarinn- ar, að ef ríki Atlantshafsbanda lagsins ekki treystust til þess að lána henni, ætti hún ekki annarra kosta völ heldur en að þiggja lán, sem Rússar væru fúsir til þess að veita. Mun þar hafa verið um að ræða stórlán þau, sem „Þjóð viljinn", blað stærsta flokks vinstri stjórnarinnar, hefur sí- fellt verið að segja frá að kostur væri á. Á grundvelli þessara rök semda voru lánsfjárvandamál íslands rædd við ráðamenn NATO. Niðurlægjandi Kanossaganga Sannleikurinn er þá sá, að vinstri stjórnin, sem hóf göngu sína með því að heita því með miklum hreystiyfirlýsingum, að Nato-hersveitirnar á Islandi skyldu tafarlaust reknar burtu, kemur að liðnum tveimur miss- erum til Atlantshafsbandalags- ins og biður það að skjóta sam- an í lán handa sérH Jafnniður- lægjandi Kanossaganga hefur aldrei verið farin af íslenzkum stjórnarvöldum. Þessar staðreyndir verða ekki duldar með því, að það verða einstakar þjóðir At- lantshafsbandalagsins, sem formlega munu veita íslandi lán. Hefur „Þjóðviljinn“ upp- lýst, að „smærri lán“ (heldur en Rússar vilja veita) séu fá- anleg hjá Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi. — Fleiri^ Nato-þjóðir muni að sinni ekki hafa verið tilbúnar að taka undir samskotabeiðni vinstri stjórnarinnar. Fráleitur samanburður t örvinglun sinni gerir Tím- inn í forystugrein sinni í gær samanburð á lánaumleitunum ríkisstjórnarinnar nú og lánstil- boði dr. Adenauers til Ólafs Thors og stjórnar hans. Segir Tíminn að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi notað það, sem kosningabeitu í síðustu alþingis- kosningum. Auðvitað éru það hrein ósannindi. Sannleikurinn í málinu er sá, að Ólafur Thors mæltist aldrei til neins láns hjá Þjóðverjum, m. a. af því, að hann taldi það óviðeigandi að þegar dr. Adenauer, einn mesti stjórn- málaleiðtogi nútímans, bauð honum til Þýzkalands, að hafa þá uppi lánbeiðnir í Ieiðinni. Það er ekki fyrr en þrem vik- um eftir Þýzkalandsför Ólafs Thors, 4. júní árið 1956, að ráðuneytisstjóri kanslarans, dr. Janz, í ræðu, sem hann flutti hér heima, í ráðherra- bústaðnum, flytur Ólafi Thors þáverandi forsætisráðherra kveðju dr. Adenauers, með Framh. á bls. 23. Heykal spurði, hvort Rússar vonuðust til þess að komast fljót- lega til tunglsins, og svaraði Krúsjeff því til, að hann vissi það ekki nákvæmlega, en vonað- ist til, að vandamálin á jörðinni yrði leyst, áður en „við komumst til tunglsins.". — ★ — Þegar Heykal bauð sig fram til að verða fyrsti blaðamaðurinn til ORÐIN, sem birt er mynd af hér að ofan, eru á síðu 23 í október- hefti — 40 — 1957 vikuritsins New Times, sem gefið er út af Trud í Moskvu. Á íslenzku hljóða ummælin svo: „Með því að nota sér efnahags- örðugleika íslands fengu Banda- ríkin í nóvember 1956 Alþingis- að dulbúa Fyrsti leiðangurinn þvert yfir Suðurskauts landið LUNDÚNUM, 23. nóv. — Ef veð- ur leyfir, hefst leiðangur Breta yfir Suðurheimskautslandið á morgun. Leiðin liggur um suður- pólinn, og vegalengdin er 2 þús. mílur. Leiðtogi brezku vísinda- mannanna, dr. Fuchs, skýrði frá þessu í dag. Unnið er að því að hlaða sleða, og flugvélarnar tvær, sem leiðangursmenn hafa til um- ráða, eru í bækistöðinni í Shack- leton og munu flytja leiðangurs- mönnum birgðir, þar til þeir eru komnir á suðurpólinn. Að svo búnu heldur önnur flugvélin til Scotch Bay, sem er hinum megin á Suðurskautslandinu, til aðstoð- ar við Sir Edmund Hillary og menn hans, sem ætla að fara 1700 mílur að pólnum til móts við hina leiðangursmennina. Er þetta fyrsti leiðangurinn, sem farinn er yfir Antarktis á landi, WASHINGT-ON, 23. nóv. — Franski utanríkisráðherrann Pineau, sem nú er staddur í Washington, hefir hafnað boði Bourguiba, forsætisráðherra Tún is»*og konungsins í Marokkó um að miðla málum milli Frakka og þjóðernissinna í Alsír. að taka þátt í geimferð, svaraði Krúsjeff: — Ekki með fyrstu eldflauginni. Það skuluð þér eft- irláta þeim mönnum, sem eru vonlausir. Þeir eru margir, sem ættu að fara á undan yður. Heykal spurði þá, hvort Dull- es væri meðal þeirra. Og Krú- sjeff svaraði: „Þetta var góð hugmynd. Getið þér talið hann á það?“ ályktuninni um brottför ame- ríska herliðsins frestað. Til end- urgjalds var íslandi veitt 4 millj. dollara lán — „greiðsla fyrir hernám“ má nefna það. Sama tilgangi var þjónað með amerísk- um lánum sem á eftir komu — í apríl (2.785.000 dollarar) og í maí (5.000.000 dollarar)“. Greinin, sem ummælin eru í, Or. Adenauer — Bandaríkjamenn eiga ekki a'ð bera byrðarnar einir. Áróðursgildi eldflaug- anna ekkert AMSTERDAM, 23. nóv. — Rúss- um hefur ekki tekizt að spilla vináttu vestrænna þjóða eða veikja samstarf þeirra með á- róðrinum í sambandi við hinar miklu eldflaugar sínar, sagði dr. Konrad Adenauer á fundi Menn- ingarstofnunar Evrópu, sem sett- ur var £ Amsterdam í dag. 1 þess- ari sömu ræðu kom það fram, að Adenauer teldi óeðlilegt, ao Banda ríkjamen.i bæru svo að segja ein- ir þær f járhagslegu byrðar, sem varnarmálin leggja lýðræðisþjóð- unum á herðar. Hvert i’íki yrði að leggja fram eins mikið og það gæti. LONDON 23. nóvember. — Það er nú upplýst hvaða tólf ríki það eru, sem undirrituðu hina sam- eiginlegu yfirlýsingu að loknum fundinum í Kreml á dögunum. Þau eru Ráðstjórnarríkin, Alban- nefnist „Iceland Today“ (ísland í dag), og er eftir Tamara Versho- va, sem var ein meðal fulltrúa í kvennanefnd frá Rússlandi, sem nýlega var hér á ferð, og mjög var hampað af kommúnistum hér lendis. Af greininni í heild er auðséð, að höfundur hennar hef- ur fengið fræðslu um íslenzk málefni frá stjórnarliðinu, og túlk ar hún þau mjög á þann veg, sem stjórnarliðar tala í sinn hóp. Þar er því ekki farið dult með kaupin, sem gerð voru í sam- bandi við framlengingu varnar- samningsins í fyrra, þótt sum stjórnarblaðanna standist ekki reiðari en þegar sagt er opinber- lega frá því, sem þá gerðist. Jórdanska bóndanum bjargað AMMAN og Tel Aviv, 23. nóv. — ísraelsstjój^n hefir lýst yfir því, að í dag verði jórdanski bóndinn, sem gripinn var af ísraelskum varðflokki s.l. fimmtudag, send- ur aftur til Jórdaníu. Fréttir frá Amman herma, að ísraelsstjórn hafi gert þessa ráðstöfun, eftir að vopnahlésnefndin hafði fordæmt tiltæki varðflokksins, en nefndin rannsakaði málið samkvæmt beiðni Jórdaníu. Jórdanska stjórnin lýsir enn reiði sinni yfir ísrael og heldur því fram, að þeir brjóti sífellt vopnahléssáttmálanna. Varnar- málaráðherra Jórdaníu sagði, að flutningalestir ísraelsmanna yrðu stöðvaðar, svo lengi sem þær flyttu benzín. ★ ★ ★ í Tel Aviv var tilkynnt, að Jór- danir hefðu gert ítrekaðar til- raunir til mannrána í dag á landa mærunum, en ísraelsmenn hefðu afstýrt þeim. KAIRÓ, 23. nóv. — UNESCO tekur þátt í tækniráðstefnu, sem hófst í dag í Kaíró. Rætt verð- ur þar um leiðir til að bæta tækni lega menntun meðal Arabaþjóða. Ráðstefnan er á vegum Araba- þjóða.. I gær var flugvél, sem flutti fulltrúa frá Jórdaníu til Kairó, neitað um lendingarleyfi i Eg- yptalandi, en var leyft að lenda þar í dag. ía, Búlgaría, Ungverjaland, N,- Vietnam, A-Þýzkaland, Kína, N- Kórea, Mongólía, Fólland, Rúm- enía og Tékkóslóvakía. Sem kunn ugt er vakti það athygli, að Jú- góslavar, sem þó eru taldir hafa setið fundinn, undirrituðu ekki yfirlýsinguna. Það mun hafa ráð- ið, að Júgóslvar óttast nú mjög vaxandi áhrif stalinista í Kreml og jafnframt að Rússar herði tökin á leppríkjunum. Einnig munu þeir ógjarnan vilja styggja Bandaríkjamenn um of vegna hinnar geysimiklu efnahagsað- stoðar, er þeir hljóta að vestan. Það, sem þó vekur nú einna mesta athygli í sambandi við þessa yfirlýsingu eru þau ráð, sem Rússar gefa kommúnistum Vesturlanda til þess að brjótast til valda og yfirbuga lýðræðis- öflin. í yfirlýsingunni eru deildir kommúnistaflokksins í lýðræðis- ríkjunum beinlínis hvattir til þess að leita samstarfs við jafn- aðarmenn og mynda eins konar alþýðubandalag. Á þann hátt — með pólitísku samstarfi við stjórn málaflokka og félög — eiga kom múnistar að komast í meiri háttar valdastöður, ná yfirráðum yfir framleiðslutækjum og efnahags- lífi viðkomandi ríkja og síðan Framh. á bls. 23 Krúsjeff enn stórorður: Cóð hugmynd að senda Dulles til tunglsins! KAÍRÓ. — Ráðstjórnarríkin eru reiðubúin til að sýna og sanna, að þau hafa undir höndum eldflaugar, sem hægt er að senda milli heimsálfa, ef einhver skyldi draga það í efa, sagði Krúsjeff í við- tali við egypzka blaðið „A1 Ahram" í fyrradag. Aðalritstjóri blaðs- ms, Hassanein Heykal, ræðir við aðalritarann, sem lætur ýmislegt fjúka. —. Vitnisburður rússneskrar konu um frásögn stjórnarliða á íslandi .v.v.-.v ... ......v...... ... •......... •••. . Taking advaniage ol leeknd’s ccoaoinic diLlctátíes,tbs Uniísd Sísíes succeeded !n November 1958 Jm having ihe : Áifhlng áecIsTon on fhe wlfhdrawal of Amcrlcán iroops : postponed, In reiurn, iceiand was grsnied a loan oí $4 itnlipöa—“páytnent for oceupatioft,’< m to speak. The seme purpose was Wved hy subsequeni Ataericas loíms—in Áprit <Í2jaS,(iW) and in May ($5,000,000), Mor can ít be^ Foringjarnir í Kreml gefa línuna: Leitið samstarfs jafnaðar- manna og myndið al- þýðubandalag Þarmig skal ná yfirráðum yfir fram- leiðslutækjum og efnahagslífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.