Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 15
Sunnuctagur 24. nóv. 1957 VOKCVNfíT 4 ÐIÐ 15 isl SKÁK 111 Falleg vinningsskák Friðriks úr 10. umferð. Hvítt: Lindblom. Svart: Friðrik Ólafsson. Sykileyjarvörn. 1. e2-e4 c7 c5 2. Rgl-f3 Rb8-c6 3. d2-d3 g7-g6 4 g2-g3 Bf8-g7 5. Bfl-g2 e7-e5 6. 0-0 Rg8-e7 7. Rbl-d2 0-0 8. Hfl-el — Betra var a4. Annars má segja að þetta lokaða afbrigði sem hvít ur teflir sé fremur óhagstætt og trufli lítið liðskipan svarts. 8. — d7 d6 9. a2-a4 h7-h6 10. Rd2-c4 Bc8-e6 11. h2-h3 — Veikir að óþörfu kóngsstöðu hvíts. 11. — Dd8-d7 12. Kglh2 Í7-Í5 13. e4xf5 — Eftir þetta fær svartur að fullu tögl og hagldir á horðinu. 13. — g6xf5 14. c2-c3 Re7 g6 15. Ddl-e2 Ha8-e8 16. Bcl-d2 d6-d5 17. Rc4a3 e5-e4 A8 stöðunni til má nú segja að hvítur sé yfirbugaður. 18. Rf3-gl Rc6-e5 19. d3xe4 f5xe4 20. Hel-fl Re5-f3f Mjög sterkur leikur. 21. Bg2xRf3 e4xf3 32. De2-b5 Dd7-c8 23. Bd2 e3 d5-d4 Upphaf lokasóknar. 24. c3xd4 c5xd4 25. Be3xd4 Hf8-f5 Og ekki BxB vegna 26. Dd3 og hvítur vinnur mann aftur, án þess að mikið verði eftir af sókn svarts. 26. Db5-b4 Hf5 h5 Með ógnvekjandi hótunum. 27. Hfl-el Be6xh3 28. HelxHe8f — Sýnist næg vörn, en nú kemur mjög glæsilegt mótbragð. 28. Kg8-h7 Ef hvítur þiggur drottningar- fórnina verður mát í 3. leik með Bg2f. 29. He8-e4 Bh3-g2t Hvítur gafst upp. Eftir 30. Hh4 kemur HxHf og síðan Dc7 og mát verður ekki umflúið. Baldur Möller. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Kolarof (Búlgaría). Spánski leikurinn. 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, Rf6. 5. 0—0, Be7. (Þátta- skil í spánska leiknum. Einnig getur svartur leikið hér 5.----- Rxe4, og kemur þá upp „opna afbrigðið", sem var notað mjög mikið af eldri meisturum þess- arar aldar t.d. notar Dr. Euwe það eingöngu, en nú í seinni tíð hefur það orðið að þoka fyrir nýjum leiðum í Morfy afbrigð- inu). 6. De 2. (Hér eru vitaskuld margar leiðir sem hægt er að fara, t.d. Hel, Rc3, d3, d4, en leik urinn sem Friðrik velur hefur verið notaður mikið af Keres og Spaasky að undanförnu með góð- um árangri). 6.------B5. 7. Bb3, 0—0. (Oftar leika menn hér 7.-----d6 8. a4, Bg4. (hótar Rd4) 9. c3, 0—0 ef nú 10. axb5, axb5. 11. Hxa8, Dxa8. 12. Dxb5, þá Ra7! og svartur hefur góða mögu- leika.) 8. c3, d6. 9. d3. (Hægfara leið, sem ekki veldur svörtum miklum byrjunarörðugleikum. Venjulegra er Hdl, eða a4.) 9. ----Bb7. (Ég er þeirrar skoð- unar að a5 sé heþpilegt fyrir þá sem vilja flækja stöðuna og auka spennuna.) 10. Rbd2, Rcb8, 11. Hfdl, Rbd7. 12. Rfl, He8. 13. Rg3. (Auðvitað lætur hvítur ekki freistast af hinum viðvanings- lega leik Rg5, sem svarað yrði með d5!) 13.------Rc5. 14. Bc2, Bf9 (Svartur stefnir að því að hvítur geti ekki leikið d4.) 15. b4, Rcd7. 16. Bb3. (Teljast verður vafasamt hvort þetta sé bezta leið in fyrir hvítan. T.d. virðist koma til álita að leika 16. Bb2 og svara a5 með a3 og leika við fyrsta tækifæri d3—d4. Eftir hinn gerða leik fær svartur tækifæri til að sprengja á miðborðinu.) 16.-----h6. 17. Rh4. (Þessi leik- ur missir að mestu leyti marks þar sem svartur er á undan með sóknina á d-væng. Til athugunar var 17. a4.) 17.-----a5. 18. a3, axb4. 19. cxb4, c5. 20. Be3, d5- (Kolarof hefur fylgt dyggilega forskrift Nimzovic, og hafið sókn á miðborðinu gegn sókn á armi. Friðrik leggur samt sem áður út í peðsfórn og reynir að skapa andstæðing sínum ný og ný vandamál að glíma við.) 21. bxc5, Rxc5. 22. Bxc5, Bxc5. 23. Rhf5.) (Hér gat Friðrik vitaskuld leikið 23. a4 og jafntefli yrði sennileg- ustu úrslitin, en hann kýs held- ur að fórna peði og tefla þannig á tæpasta vað.) 23. — — Bxa3. 24. Df3, Bf8. 25. Hxa8, Bxa8. 26. exd5, Bxd5. 27. Bxd5, Rxd5. (Ekki er mögulegt að leika hér 27. — — Dxd5 vegna Rxh6f!) 28. Re4, Heð. 29. d4! (Eini mögu- leikinn til að auka svigrúm hvítu mannanna). 29.------exd4. 30. Hxd4, Da5. 31. g3, Rc7. (Ef 31. ----Re7. Þá 32. Rfd6 og svartur verður að veikja varnir kóngs- ins.) 32. Kg2, (Báðir keppendur eru sennilega komnir í tíma- þröng, enda ber síðasti leikur Friðriks þess glöggt vitni. Hann vill láta andstæðing sinn taka á- kvörðun, því sennilegt er að hann tefli til vinnings með peði meira) 32.-----Da8. 33. Dd3, h6 (Tap ar peði). 34. Rxh6f! Kg7. (Ekki 34.-----Bxh6. vegna Hd8f). 35. Rg4, Re8. (Sjálfsmorð væri 35. ----f5 vegna 36. Hd7f He7. 37. Dd4f og vinnur). 36. f3, Da2f 37. Kh3, f5. (Sennilega hefur Kola- rof verið með þessa stöðu í huga þegar hann lék h6 og álitið að hvítur mætti ekki taka peðið vegna „gaffalsins" á f5, sé svo, þá hefir honum yfirsézt hversu við sjárverð kóngsstaða hans er.) — 38. Hd7fKg8. (Hvítur vinnur auð veldlega eftir 38. He7. 39. Dd4f). 39. Rg5, fxg4t 40. fxg4, Hc6. Hér Norræn tíðindi NORRÆNA FÉLAGIÐ hefur sent meðlimum sínum Norræn tíðindi fyrir árið 1957. Hefur ritið m.a. að geyma myndskreyttar greinar um heimsóknir sænsku konungs- hjónanna og finnsku forsetahjón- anna eftir þá Bjarna Guðmunds- son og Karl ísfeld. Gunnar Thor- oddsen ritar inngangsorð um „Norrænar heimsóknir" Magnús Gíslason skrifar um „Merkisár". Þá eru frásagnir af vinafundi norrænna höfuðborga og fulltrúa fundi Norrænu félaganna 1956. Ennfremur eru frásagnir af starf- semi Norræna félagsins og félags deildanna úti á landi og ýmis- legt fleira. Ritið er 28 síður og hið vandaðasta að öllum frágangi. Ritinu fylgir gjafabók ársins, sem að þessu sinni er „Nordens Landsbygd", safn fagurra ljós- mynda frá Norðurlöndunum öll- um. í bókinni eru 16 myndir írá íslandi teknar af Þorsteini Jósefs syni ásamt stuttum inngangi eft- ir Magnús Gíslason. Bókin er 96 blaðsíður, prentuð í Kaupmanna- I höfn. lék Friðrik biðleik og mun að öll- um líkindum hafa leikið 41. De4, sem hótar bæði að vinna Re8 og Hc6. —T . d. 41. — Hd6. 42. Dxe8, Hxd7. 43. Dxd7 hótar Dh 7 mát. 43. - Bg7. 44. De8f. Bf8. 45. Dxg6t og vinnur. Svartur getur vita- skuld ekki leikið 41. — Hc8, vegna 42. Dxg6 og mát á h7. ÍRJóh. Ágætur síldarafli hjá Akranesbátum AKRANESI, 22. nóv. — Reknetja- bátarnir hér fengu ágætan síaldar afla í dag, um 1750 tunnur alls eða rúmlega 100 tunnur á bát til jafnaðar. Aflahæstir voru: Svan- ur (210 tunnur), Keilir og Sigur- von (um 200 tunnur hvor) Minnsti afli var 30 tunnur á bát. 1100 tunnur komu til Haralds Böðvarssonar & Co. — Síldin er ljómandi falleg. Hún er jöfnum höndum söltuð og fryst. — Oddur. Felldu skæruliða RABAT 22. nóv. — Franskir fall- hlífarmenn í Alsír eru sagðir hafa fellt 40 alsírska uppreisnar- menn í Sahara-eyðimörkinni. Uppreisnarmennirnir voru úr flokki þeim, er fyrir skemmstu felldi 7 franksa olíuleitarsérfræð- inga og 9 hermenn á eyðimörk- "inni. ðneri við AMMAN, 22. név. — Egypzku stjórnarvöldin synjuðu jórd- anskri farþegaflugvél á leið frá Amman til Kairó um lendingar- leyfi í Egyptalandi. Varð flug- vélin að snúa aftur til Jórdaníu — Jórdanska stjórnin rannsakar nú atburð þennan. * LESBÓK BARNANNA Strúlurinn R \ S M U S Inni í maganum á hvaln nm stóðu negraltóngurinn og Sam á þilfari skipsins. Þeir biðu eftirvæntingar- fullir þess, sem næst mundi gerast. Upp úr reykliáfnum þyrlaðist þétt ur reykiur og þeir óttuð- ust að gufan myndi sprengja katlana. Þeir voru viðbúnir að setja á fulla ferð áfram. „Það Negrakónginum datt ráð í hug. „Sam komdu hing- að“, sagði hann. „Gerðu svo vel, hérna færðu stór- an pakka af biöðrutyggi- gúmmíi. Vertu nú fljótur að tyggja það“. Rasmus, hljóp.aftur og fram á baki hvalsins og nú leit helzt ætlar að dragast, að Ras- mus komi nokkru til leið- ar með þessum fiskum“, sagði negrakóngurinn. — Hann var að missa móð- inn. En þá------húrra! Þeg- ar hvalurinn sá fiskana, sem Rasmus setti í sjóinn rétt við munninn á hon- um, hugsaði hann með sér: En hvað ég fæ fallega út fyrir að hvalurinn ætl- aði að fá sér sundsprett | í kafi. „Flýttu þér, tyggðu, tyggðu“, hrópaði negra- kóngiurinn til Sams með- an hann virti hvalinn fyr- ir sér í sjónauka. Nú var hvalurinn að stinga sér og Rasmus varð að klífa upp fiska til miðdegisverðar, og svo opnaði hann munn inn til að gleypa þá. — í sömu andránni sigldi skip negrakonungsins út úr honum á fullri ferð. Nú höfðu þeir allir bjarg- azt. En-----nei, einn var eftir —, Rasmus var einn og yfirgefinn á baki hvals ins. á sporðinn. Skipinu var siglt á fullri ferð að hvaln um og Sam biés út ógur- lega stóra blöðru úr tyggigúmmíinu. „Fljótur nú“, hrópaði negrakóng- urinn, „nú er hvalurinn að hverfa niður í djúp- verið skemmtilegar, en byrjendur í frímerkja- söfnun ættu ekki sérstak lega að leggja stund á þær. Skrítla „Hvers vegna sveik unnustinn þig? Kom ykk- ur ekki saman?“, spurði Kata skozka vinkonu sina. „Það var ekki það“. svaraði Molly, „en hann kynntist stúlku, sem atti afmæli á jóladag". I. árg .titstjóri: Kristján J. Gunnarsson 24. nóv. 1957 Pétur gefur hlómvönd PÉTUR var í sólskins- skapi. Það var heldur ekki að furða, því sólin skein í heiði og meðfram veginum til skólans uxu hin fegurstu blóm, sem hægt var að hugsa sér. Þau voru svo felleg og ilmuðu svo yndislega, að Pétur gat ekki stillt sig um að tína af þeim blóm- vönd, handa ungfrú Þankastriki, en hún átti að hafa fyrsta tímann í bekknum. Pétri féll mjög vel við ungfrú Þankastrik, og hann vildi gjarnan, að blómvöndurinn, sem hún fengi, væri fallegur. Þegar Pétur var kom- ir.n í sæti sitt í kennslu- stofunni og hafði gengið frá bókum sínum á borð- inu og hengt skólatösk- una á sinn stað, kom ung- frú Þankastrik inn. Pétur stóð þegar upp, gekk til hennar og færði henni blómvöndinn. Hún brosti undurblítt og stakk langa, mjóa nef- inu ofan í blómin til að anda að sér hinum dá- samlega ilmi. En það hefði hún ekki átt að gera, því að niðri í blóm- unum sat stór og feit bý- fluga, sem kærði sig ekk- ert um, að ungfrú Þanka- strik væri með nefið of- an í sér. Býflugan varð afskaplega reið og stakk af öllum kröftum beint framan í nefbroddinn. Pétur fékk nú að kenna á því, að laun heimsins eru vanþakklæti, því ung- frú Þankastrik varð næst- um eins reið og býflugan. Það fannst Pétri ekki rétt látt, því ekki gat hann að því gert, að býflugan hafði hreiðrað um sig í blómvendinum hans. Nú blés nefið á ungfrú Þankastriki upp, svo að nefbroddurinn varð á að líta einna áþekkastur stór um bolta. Þetta var þó ekki það versta, heldur hitt, að það var eins og allur ilmur- inn úr blómunum hefði safnast fyrir í nefinu á ungfrúinni, og hvar sem hún fór, blés hún honum frá sér. Skólinn angaði eins og ilmvatnsbúð og allir fengu óstöðvandi hnerra. Að lokum fékk Pétur að reyna, að góðverkin borga sig alltaf —, þrátt fyrir allt —, því þrjá síð- ustu tímana fékk allur bekkurinn frí. Og allt var þetta blóm- vendinum hans Péturs að þakka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.