Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 16
16 MORClllSBJ.AÐIÐ Sunnudagur 24. nóv. 1957 f»orsteinn BJarnason Hnrðarbaki áttræðar EINN af h-elztu búhöldum Borg- arfjarðar, Þorsteinn Bjarnason á Hurðarbaki, er áttræður á morg- un. Hann er borinn og barnfædd- ur að Hurðarbaki í Reykholtsdal og þar hefur verið heimili hans. Þar bjó faðir hans og föðurfaðir Bjarni, faðir Þorsteins, var son ur Þorsteins Þíðrekssonar. Var ætt sú úr uppsveitum Borgar- fjarðar. Móðir Bjarna var Stein- unn Ásmundsdóttir frá Elínar- höfða á Akranesi, hin fjölmenna Elínarhöfðaætt. Sextán voru þau Hurðarbakssystkinin og þrettán náðu fullorðinsaldri, allt tápfólk; kunnastur þeirra var Þórður á Leirá, afburða dugnaðar- og framkvæmdamaður. Bjarni á Hurðarbaki var mesti dugnaðar- bóndi, jarðræktar- og húsagerð- armaður. Steinhúsið á Hurðar- baki er eitt hið allra elzta stein- hús í Borgarfirði (frá árinu 1891) Vilborg kona Bjarna og móðir Þorsteins var Þórðardóttir frá Litla-kroppi, Oddssonar, ágæt- iskona. Þorsteinn ólst upp með foreldr um sínum við algenga sveita- vinnu. Faðir hans var mjög heilsuveill og oft rúmliggjandi siðari árin; hvarf þá forsögn öll utanhúss undir Þorstein og þeg- ar faðir hans andaðist tók hann við búsforráðum með móður sinni. Árið 1904 kvæntist hann Guð- rúnu Sveinbjarnardóttur frá Sig mundarstöðum í Hólasveit, Þor- bjarnarsonar. Móðir hennar var Soffía Árnadóttir frá Kalmans- tungu. Guðrún var hin mesta myndar- og búsýslukona. Þau áttu fjögur börn er upp komust: Bjarna bónda á Hurðarbaki, Sveinbjörn kennara í Reykjavík | og Soffíu skrifstofumær í Vest- mannaeyjum, en Vilborg andað- ist sl. ár. Fyrir 12 árum lét Þor- steinn af búskap og seldi búið í hendur Bjarna syni sínum og tengdadóttur, Sigríði Sigurjóns- dóttur frá Álafossi. Var Guðrún þá þrotin að heilsu. Dvöldu þau hjónin síðan hjá syni og tengda- dóttur í bezta yfirlæti og um- hyggju. Guðrún andaðist 13. des. 1955. Hurðabak var áður talin sæmi leg jörð, einkum góð hestaganga en nú er þar mörgu breytt og allt til batnaðar. Öll hús hefir Þor- steinn endurreist nema gamla steinhúsið, en byggt við það. Tún ið er nú rennislétt og töðufall á annað þúsund hestar. Hverir eru þar allmiklir og hefir hveravatn ið verið leitt í íbúðarhúsið svo og gróðurhús er Sveinbjörn sonur Þorsteins hefir gert hjá hverun- um. Má segja að Hurðarbak sé nú með beztu og fegurstu býlum Borgarfjarðar. Tók Bjarni þar við er Þorsteinn hætti og hefir gert þar margs konar umbætur. Hefir Þorsteinn látið sér mjög umhugað um jörðina og viljað gera veg hennar sem mestan. Þar hefir hann dvalið alla ævi og mun varla hafa verið utan heim- ilisins lengur en vikutíma í einu. Þótt Þorsteinn sé heimaalinn, hefir hann fylgzt vel með í al- mennum málum, einkum þeim er horfðu til framfara í landbún- aðarmálum og kunni þar að velja hið nytsama. Á Hurðarbaki var sá gamli og góði siður að þar var ávallt gnægð heyja og ann- arra gæða er heimilið þurfti og hjálpaði þeim er bjargvana voru. Var þar hin mesta greiðásemi. Þangað mátti leita ef í raunir rak. Reyndist þar oft nokkurs konar forðabúr nágrennisins. Þorsteinn er maður gestrisinn og jafnan glaður og reifur. Hófs- maður um hvern hlut. Hestamað- ur ágætur og hefur átt margan góðhestinn. Greiðamaður er hann og vinsæll, vinfastur og vill vin- um sínum flest vel gera. Fjár- málamaður hygginn, og hélt búi sínu í því horfi að það mátti fyr- irmynd heita. Þegar hann brá búi lét hann allt sauðfé og kýr af höndum, en varla hefir hann gengið svo nærri hrossaeign sinni að hann hafi þurft að biðja um lánshest til næsta bæjar. Hann er maður ákveðinn og einarður í skoðunum og enginn veifiskati er hann í stjórnmál- um. Við, sem höfum kynnzt hon- um lengi, áttum það ávallt víst, þar sem hann var, að hitta trygglynda vininn og' góða drenginn er hressti aðra með glað lyndi sínu og fjöri. Þessa dagana dvelst hann hér í Reykjavík hjá Sveinbirni syni sínum, Skálholtsstíg 2. Við frænd ur þínir og vinir þökkum þér fyr- ir allt og allt, árnum þér heilsu og langrar ævi. Biðjum þess að blika sú er skyggir á hamingju- sól þína greiðist frá og ævikvöld þitt verði sólbjart. Þorst. Þorsteinsson. Stefán Þoibe’sson, Blöndnásl Minningmorð SUNNUDAGINN 6. október sl. andaðist Stefán Þorkelsson, tré- smiður á Blönduósi. Hann var fæddur 17. 4. 1893 á Hnausum í Þingi. Foreldrar hans voru þau hjónin, Þorkell Helgason og Þórunn Þorláksdótt- ir. Þau hjónin voru dugleg og vel metin, og minnist ég þeirra með hlýhug. Bjuggu þau um skeið á Vöglum í Vatnsdal og víð- ar. Stefán var í foreldrahúsum til 11 ára aldurs, en þá fór hann til vandalausra. Fyrst að Marðar- núpi í Vatnsdal til þeirra góðu hjóna Þorbjargar Helgadóttur og Björns Guðmundssonar, og siðar að Holti í Svínadal til þeirra mætu hjóna Bjargar Magnúsdótt- ur og Guðmundar Þorsteinssonar og víðar var hann í Húnaþingi til fullorðinsára. Árið 1920, 27. 9. giftist Stefán eftirlifandi konu sinni, Ágústu Jósefsdóttur, hinni ágætustu konu, sem hefur reynzt manni sínum ágætur lífsförunautur og hjúkrað honum vel í veikindum hans. Ágústa er dóítir Sigríðar Frímanndóttur frá Helgavatni og Jósefs Jóhannssonar, er Húnvetn- ingar þekktu vel. Er gifting þeirra hjóna, Stef- áns og Ágústu, mér, sem þessar línur rita, vel minnisstæð, því hún var ein með þeim síðustu, er faðir minn framkvæmdi í Steinnesi. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur og þar dvöldu þau í 2 ár, en fóru norður aftur og stofnsettu heimili á Blönduósi. Stefán var góður og mikill verkamaður og' stundaði alla vinnu, sem fyrir hendi var, en lagði þó mest stund á trésmíðar. Stefán var greindur maður og athugull, góður í viðræðum og sanngjarn. Hann var glaður í við- móti og gamansamur, er því var að skipta. Stefán Þorkelsson var ung- mennafélagi og starfaði talsvert á vegum þess félagsskapar. Þá vann hann nokkuð að verkalýðs- máiurn. Stefán varð fyrir þeirri mæðu, að missa heilsuna fyrir 12—14 árum og gat ekki stundað vinnu eftir það. Var það mikið áfall fyrir hann, sem í eðli sínu var fjölhæfur starfsmaður og vinnufús, að verða að leggja ár- ar í bát. Sjúkleika sinn bar Stef- án sál. með mikilli stillingu og breki. Aldrei heyrðist æðruorð frá hans munni. Þarf mikið sálar- þrek hjá hinum sjúka og trúartraust, til þess að geta borið meira en tug ára þungan og erfiðan sjúkdóm og mega aldrei leggja hjálparhönd að nauðsyn- legu og hugðnæmu starfi. Það er guðsgjöf að eiga mikla sálarró og andlegt þrek, er veikindi ber að garði. Þessi fáu og fátæklegu orð min verða ekki lengri. En þau eru hugsuð og ætluð til að vera þakk- lætisvottur til hins látna sam- verkamanns míns,— lítil minn- ing — nú, er hann horfinn héðan af þessu jarðríki til æðri heima. Þá vildi ég senda þér frænka mín huggunarorð í þinni sorg, sem ég geri í anda. Blessuð sé minning hans. Ólafur Bjarnason. t LESBOK BARNAh rA T ESBÓK barnanna 9 Kæra Lesbók. Mig langar til að segja þér frá ferðalagi mínu í sumar. Ég fór austur undir Eyjafjöll, til þess að skoða fallegu fossana, sem þar eru. Fyrst fór ég að Selja- landsfossi. Þar gekk ég á bak við fossinn og mikið var skrítið að sjá, þegar fossinn féll niður. Það var hægt að sjá í gegnum hann. Síðan fór ég austur að Skógafossi, þar gekk ég upp i fjallshlíðina, og horfði þaðan á, hvernig fossinn steyptist niður. Mér fannst þetta afar skemmtileg ferð og aldrei gleymi ég þessum fossum. Sigríður Friðriksdóttir, 10 ára, Reykjavík. Skritlusamkeppnin 17. Kona nokkur kom í heimsókn til vinkonu sinnar, og hafði litla dótt- ur sína með sér. Henni var gefin mjólk í bolla, sem var alveg eins og bollinn, sem kötturinn fékk alltaf að lepja úr heima hjá henni. — Þeg- ar þær áttu að fara að drekka, hvíslaði litla stúlk an að mömmu sinni: „Má ég fara heim og sækja kisu til að drekka úr katt- arboilanum!“ Áslaug, Reykjavík. 18. Pétur var að skrifa jólagjafalista. Efst hafði hann skrifað „járnbraut- arlest". „Heyrðu nú, Pétur", sagði mamma hans, „þú átt þó bæði stóra og fal- lega járnbrautarlest". „Já, en ég vil ekki stóra og fallega lest“, svaraði Pétur, „ég vil pínulitla lest, sem pabbi nennir ekki að leika sér að“. 19. „Jæja, Baldvin, hvernig var frammistaða þín í prófinu?" „Hún var svo góð, að ég fékk áskorun um að endutaka það“. 20. Kjúklingurinn: Mig langar svo til að eignast bróður. Hænan: Ertu frá þér, núna þegar eggið kostar þrjár krónur. H. K. G., Reykjavík. 21. — Hundurinn minn er svo vitur, að ef ég gleymi að gefa honum hleypur hann út og sæk- ir blóm, sem hann legg- ur við fætur mér. — Hvernig sýnir það vit hans? — Blómið, sem hann kemur mj?ð, heitir: Gleym mér ei 22. Nonna litla hafði verið komið fyrir hjá frænku sinni, af þvi að von var á nýjum meðlim í fjölskylduna. Frænka hans spurði hann, hvort mamma hans lægi á sæng. — Nei, hún hefur hana ofan á sér“, svaraði Nonni með þjósti. 23. Anna litla og Ólöf leika sér og þykjast vera giftar konur. A: Eigið þér nokkur börn? Ó: Jú, ég eignaðist fimm fyrsta árið. — Eigið þér sjálfar börn? A: Já, ég á þrjú. Ó: Hafið þér þau á brjósti? A: Maðurinn minn held ur, að það sé óhollt, svo hasn lætur mig bara hafa eitt á brjósti, en hefur sjálfur hin tvö. 24. María litla: Því er verið að stoppa upp páfa- gaukinn okkar, amma mín? Amma: Af því að okkur þótti öllum svo vænt um hann, meðan hann- lifði. María: Þá verður þú líka stoppuð upp, þegar þú deyrð, amma! B. G., Reykjavík. 25. Siggi sat á steini úti í hríðarveðri. Maður gekk fram hjá og spurði eftir Frjálsar stundir GESTAÞRAUT Teiknaðu fjórar svona myndir á blað og klipptu þær síðan út Reyndu svo að leggja þær þannig sam- an að þær myndi kross. Það var svo hvasst, að aumingja litlu kettlingarnir mísstai af sér vettlingana, þegar þeir ætluðu að fara að þurrka sér um nefið. Vettlingarnir liggja allir neðst á myndinni. Getur þú nú sýnt litlu kisunum, hvaða leið þær eiga að fara til að finna þá? hverjum hann væri að bíða. „Eftir hlákunni", sagði hann, „því ég hefi týnt fimmeyringi í snjó- inn“. 26. Rúna litla kom úr boði og sagði við mömmu sína: „Það datt lítil stúlka ofan af stólnum sínum og allir fóru að hlægja, nema ég“. „Það var fallega gert aí þér, góða mín“, sagði mamma hennar. Já, það var lika ég, sem datt", sagði Rúna. — ★ — Kæra Lesbók. Ég ætla að segja þér frá henni Kisu minni. Hún heitir Branda. Hún fer oft út í mýri að veiða fugla. Ég hef oft sagt henni, að hún megi ekki gera þetta, en hún gerir það samt. Einu sinni kom hún með lítinn fugl í munnin- um. Ég tók hann af henni og athugaði, hvort litli fuglinn væri særður. Sem betur fór var ekkert áð honum. Ég sleppti honum þá og horfði á eftir hon- um, þegar hann flaug langt út i geiminn. Lára Erlingsdóttir, 10 ára, Reykjavík. CSl Frímerkjaþáttur Sérstakar safnanir Eftir því sem lengra er haldið í frímerkjasöfnun- inni og fagþekkingin verð ur meiri, leggja menn stund á ýmsar sérstakar safnanir. Aðeins nokkrar skulu nefndar. Yfirprentuð frímerki I sérstöku tilefni (sbr. ísl. merkin með yfirprentun- inni „Hópflug ítala"). Merki með yfirprent- uðu nýju verðgildi. Um- slög með stimpluðum frí- merkjum. Ýmsir póst- stimplar. Bréf eða bréf- spjöld með merkjum stimpluðum á útgáfudegi. Þjónustufrímerki. Misprentuð frímerki, frímerki með prentvill- um, eða einhverjum göll- um, sem af misgáningi hafa komist í umferð. — Stundum hafa aðeíns örfá eintök af þannig merkj- um komist í umferð og geta því verið mjög verð- mæt. Slíkar safnanir geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.