Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 22
22
MORCVTSB1 AOlfí
Sunnudagur 24. nðv. 195?'.
Vélhátar
Til sölu er 3 vélbátar, 25 smál., 38 smál., og 53 smál.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ólafs, bankaftr.
*
Landsbanki Islands
REYKJAVÍK
Smurstdðin Sætú'ni 4
Selur smurolíu frá öllum olíufélögunum.
Allir, sem reynt hafa endurhreinsaða smurolíu,
lofa gæði hennar, og óvenjulega góða endingu á
þeim bifreiða-hreyflum, sem nota hana.
Fljót og góð afgreiðsla. — Sími: 16-2-27.
Atvinnurekendur
Yngri maður, sem unnið hefir skrifstofu- og við-
skiptastörf hjá innlendum og erlendum fyrirtækj-
um, óskar eftir atvinnu. Beztu meðmæli fyrir
hendi. — Vinsamlegast sendið tilboð til Mbl.
merkt: Góð þjónusta — 3381.
Útvegsmenn
Hafið samband við okkur, þegar þér sendið skip yðar
til löndunar í Aberdeen. Vanir fisksölumenn. Orugg
og fljót fyrirgreiðsla á öllum sviðum.
Símnefni: Messrs Alex Whyte,
FARDAN 186 Market Street,
ABERDEEN ABERDEEN.
— Úr ýmsum áttum
Frh. af bls. 12.
alkunn ummæli frægra manna.
María Antoinette á að hafa kom-
izt svo að orði, er hún heyrði
sagt, að ekkert brauð væri leng-
ur til handa alþýðu manna:
„Hvers vegna borðar fólkið ekki
kökur?“ Þessi setning var sögð
11 árum áður — af Rousseau.
„Ríkið, það er ég“, á Loðvík 14.
að hafa sagt, en þessi setning er
upphaflega komin frá Voltaire.
Og þegar Churchill sagði í sinni
frægu ræðu: „Ég get aðeins boðið
upp á svita, blóð og tár“, þá vitn-
aði hann raunverulega aðeins í
Byron lávarð. Evans hefir einnig
upplýst, að Sandwich lávarður
fann ekki upp brauðsamlokurnar
(sandwiches) og að Jósef Guill-
otin fann hreint ekki upp frönsku
fallöxina — guillotine, en beitti
sér reyndar fyrir því, að Frakkar
tækju upp þá „hreinlegu, fljót-
virku“ skozku aðferð við refsing-
ar.
Sunnudagsútgáfur bandarískra
blaða eru mörg hundruð síður
að stærð og hvert blað því
talsvert þungt. Þetta varð
eitt sinn til þess að bjarga
manni nokkrum í Arizona frá því
að vera rændur. Ræninginn rak
skammbyssu sína í magann á
manninum, en fórnardýrið reiddi |
til höggs og sló þorparann í höf-
uðið með samanbrotnu sunnu-
dagsblaði — og viti menn, ræn-
inginn steyptist meðvitundarlaus
á götuna.
Einstein
MOSKVA 22. nóv. — Rússneskur
vísindamaður lét í dag svo um
mælt við fréttamann frá TASS
fréttastofunni, að upplýsingar
þær um geiminn, sem fengizt
hefði með aðstoð gervitunglanna
mundu ef til vill geta fært sönn-
ur á hvort afstæðiskenning Ein-
steins sé byggð á réttum grund-
velli.
Yfirlýsing frá formanni
stjórnar Útflutningssjóðs
Svo hljóðandi yfirlýsing barst
Mbl. í gær frá formanni stjórnar
Útf lutningssj óðs:
TEKJUR Útflutningssjóðs til 23.
nóvember 1957, hafa numið alls
318.4 milljónum króna og útgjöld
311,0 milljónum króna, svo að
inneign í sjóði dag þennan var
7.4 milljónir króna. Auk þess tók
Útflutningssjóður í þessum mán-
uði lán að upphæð 10 milljónir
króna í Viðskiptabanka Lands-
banka íslands og Útvegsbanka ís-
lands til kaupa á B-skírteinum.
Eftirstöðvar lána þessara nema
nú 6,5 milljónum króna.
Upphaflega voru tekjur Út-
flutningssjóðs árið 1957 áætlaðar
416.4 milljónir króna. Sökum
þess að gjaldeyristekjur og inn-
flutningur hefur ekki orðið eins
mikill og vænzt var, verða tekj-
ur Útflutningssjóðs minni en bú-
izt var við. Tekjur Útflutnings-
sjóðs árið 1957 hafa nú verið á-
ætlaðar um 360 millj. kr., en um
15. millj. af upphæð þessari verða
ekki innheimtar fyrr en á fyrsta
ársfjórðungi 1958. Vegna afla-
tregðu verða útgjöld Útflutnings
sjóðs líka minni en búizt var við.
Áætlað hefur verið að gjaldkræf-
ar kröfur á Útflutningssjóð
vegna ársins 1957 muni nema um
384 milljónum króna. Tekjur
Útflutningssjóðs vegna ársins
1957 verða þannig að öllum lík-
indum um 24 milljónum króna
miniii en utgjöld hans.
Y F I R L I T
yfir tekjiur og gjöld Útflutningssjóðs til 23. nóvember 1957.
Tekjur:
f Útflutningssj óð .......... 304.880.786,43 Kr.
í Framleiðslusjóð ........... 13.544.336,60 — 318.425.123,03 Kr.
6.500.000,00 —
324.925.123,03 Kr.
Gjöld:
63.408.832,15 Kr.
101.041.645,42 —
9.093.954,26 —
10.382.176,99 —
7.148.656,00 —
2.000.000,00 —
30.000.000,00 — 223.075.264,82 Kr.
60.870.636,74 Kr
33.059.008,48 — 93.929.645,22 —
Eftirstöðvar lána í Viðskiptab.
Landsb. fsl. og Útvegsb. ísl.
A. Vegna framleiðslu 1957
Rekstrarframlög togara ....
Verðbætur á útfl. sjávarvörur
Verðbætur á smáfisk ........
Niðurgreiðsla brennsluolíu
Iðgjöld fiskiskipa .........
Verðbætur á Norðulandssíld
Verðb. á útfl. landb. vörur
B. Vegna framl. 1956 (og 1955)
Yfirtaka bátagj.eyriskerfisins
B-skírt. .keypt af S.Í.B. og
S.Í.S. .. 44.152.702,83 Kr.
B-leyfi í höndum innfl.
16.717.933,91 —
Vegna Framleiðslusjóðs
(þ.á.m. verðbætur á síld) ..
C. Vegna starfsemi Útflutn-
ingssjóðs og vegna annars
Kostnaður .................
Áhöld .....................
Annað .....................
Sjóður pr. 23/11.
Athugasemd ritstj.
Athygli skal vakin á því, að
skýrsla þessi er miðuð við 23.
nóvember, en upplýsingar sem
fram komu í ræðu Sverris Júlíus-
sonar, form. L. í. Ú., voru mið-
aðar við 19. nóvember. Ennfrem-
365.318,26 Kr.
89.083,88 —
93.556,71 — 547.958,85 —
317.552.868,89 Kr.
7.372.254,14 —
ur skal á það bent að með tekjum
Útflutningssjóðs eru í ofan-
greindri skýrslu taldar tekjur
gamla Framleiðslusjóðsins, en
form. L. í. Ú. gaf upplýsingar um
þann mismun, um 20 millj. kr.,
sem Útflutningssjóður hefur nú
greitt vegna Framleiðslusjóðsins.
Námskeið í nolkun
dýpiarmæia og
asdiktækja
Á SEINNI árum hefir notkun
dýptarmæla og asdiktækja fengið
mjög aukna þýðingu fyrir fisk-
veiðarnar, einkum þó síldveiðarn
ar. Ýmsar nýjungar hafa komið
fram, en þeirra merkilegust er
efalaust asdiktækið, sem gerir
það mögulegt að finna fisktorfur
í allmikilli fjarlægð í lárétta
stefnu frá skipinu. Er með þessu
móti unnt að leita á miklu stærra
svæði en áður var mögulegt. Tæki
þessi eru alldýr og vandmeðfarin
og er afar áríðandi, að þeim sé
vel viðhaldið og að menn kynni
sér vel sem hagkvæmasta notkun
þeirra við veiðarnar.
Nýlega kom fram á fundi í
Fiskifélagsdeild Reykjavíkur til-
laga um, að mönnum væru gefn-
ar leiðbeiningar um notkun þess-
ara tækja og Fiskifélag íslands
hefir nú ákveðið að halda nám-
skeið, þar sem veittar verð leið-
beiningar á þessu sviði. Verður
skipstjórnarmönnum og öðrum
þeim, sem áhuga hafa á að kynna
sér þessi mál sérstaklega, gefinn
kostur á að sækja námskeiðið,
sem hefst væntanlega 3. des. n.k
og stendur yfir í viku. Verður
námskeiðið haldið á kvöldin í
húsi Fiskifélagsins. Forstöðumað
ur námskeiðsins verður Kristján
Júlíusson, loftskeytamaður, en
hann hefir frá upphafi stjórnað
síldarleitartækjum á vs. Ægi.
Keppni í badiniii-
ton milli 84 firma
NÚ stendur yfir firmakeppni í
badminton, en það er Tennis- og
badmintonfélagið, sem hleypt
hefir þeirri keppni af stokkun-
um. Eru 84 firmu skráð þátt-
takendur. Keppnin er forgjafa-
keppni svo öll firmun hafa jafna
möguleika til sigurs, en það firma
sem tapar leik er úr keppninni.
Keppt er um bikar Leðurverzl-
unar Magnúsar Víglundssonar.
Nánar verður skýrt frá keppn-
inni og starfi TBR á næstunni.
OSLÓ, 22. nóv. — Norðmenn og
Rússar munu á næstunni hefja
viðræður um verzlunarviðskipti.