Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. nóv. 1957 MORGVWBL 4Ð1Ð 23 — Nafo-samskoiin Framh. af bls. 1 þeim skilaboðum að sam- bandsstjórn vesturþýzka lýð- veldisins „hafi mikinn áhuga á því, að veita íslandi lið á sviði efnahags- og viðskipta- mála.“ Málið rætt frekar eftir kosningar Síðar sama kvöldið margspurði dr. Janz forsætisráðherra að því, í margra manna viðurvist, hvaða upphæð hann teldi íslendinga þurfa. En Ólafur Thors svaraði því til, að hann kynni ekki við að ræða það mál nú þegar ráðu- neytisstjórinn væri heiðursgestur á boði ríkisstjórnarinnar. Hins vegar ræddu cveir íslenzkir emb- ættismenn málið við dr. Janz þann 6. júní og nefndi hann þá sjálfur ákveðna lánsupphæð. Is- lendingarnar nefndu hins vegar enga upphæð. Strax og dr. Janz kom heim til Þýzkalands barst svo utan- ríkisráðuneyti Islands skeyti dags. þann 22. júní, þar sem segir að þess sé óskað að forsæt- isráðherra Islands veiti forstöðu- manni þýzka sendiráðsins 1 Reykjavík tafarlaust móttöku. Var það auðvitað gert. Afhenti hann þá Ólafi Thors skilaboð, þar sem segir að dr. Adenauer kanslari óski eftir að forsætis- ráðherra Islands láti þýzku stjórninni strax í té vitneskju um óskir íslenzku stjórnarinnar um lánsfé og nauðsynleg gögn í mál- inu. Þessu svaraði Ólafur Thors tafarlaust þannig, að hann væri sérstaklegá þakklátur kanslaranum og mundi leyfa sér að ræða máiið frekar eftir alþingiskosningarnar, sem fram ættu að fara þann 24. júní. Frá þessu skýrði Ólafur Thors hins vegar ekki fyrir kosningarnar og mundi þó margur hafa gert það. 400 millj. kr. lánstilboð í bréfi, sem sendiherra íslands í Bonn, dr. Helgi P. Briem, ritar svo utanríkisráðuneyti Islands, dags. 22. júní, segir hann, eftir að hafa rætt við dr. Janz, sem þá hefur talað að nýju við kansl- arann, frá ummælum ráðuneytis- stjórans á þessa leið: „Kvaðst hann (dr. .Tanzi ráðleggja mér að byrja með 100 millj. marka (eða tæpar 400 millj. ísl. kr)“ Af þessu, og fleiri gögnum er það ljóst, að það er rangt sem Tíminn segir, að Ólafur Thors hafi gert þetta lánstil- boð að kosningabeitu. Bm það voru litlar eða engar upp- lýsingar gefnar fyrir kosning- arnar í fyrrasuma. Það er auk þess ósatt, sem Tíminn einnig segir, að Ólafur Thors hafi fyrir kosningarnar talið sig „hafa fengið vilyrði fyr- ir því (láninu) fyrir sérstakan velvilja og persónuleg afskipti dr. Adenauers". Um þetta sagði Ólafur Thors yfirleitt ekkert. En Helgi P. Briem sendiherra segir hins vegar í fyrrnefndu bréfi: „Því er ekki að leyna að kanslarinn, dr. Adenauer, er bak við þeta lánamál og óvíst að það hefði mikinn byr“ án hans. Hvers vegna varð ekkert úr lántökunni? Kjarni málsins er þá sá, að það er kanslarinn sjálfur, sem fyrir einstakan velvilja og að fyrra bragði hreyfir þessu máli. Allar tilraunir núverandi stjórn- ar íslands til að afsaka samskota- beiðnir sínar til Atlantshafs- bandalagsins með brigslyrðum í garð Ólafs Thors eru þess vegna gersamlega áhrifalausar. Hins vegar væri æskilegt að fá skýringar á því hjá mál gögnum vinstri stjórnarinnar, hvers vegna ekkert hafi enn þá orðið úr töku stórláns í Vestur-Þýzkalandi. Það er sannað, að fyrrverandi ríkis- stjórn átti þar kost á 400 millj. kr. Iáni til rafveitufram- kvæmda, sementsverksmiðju og fleiri nauð'synjamála. Brann ofan af sex manna fjölskyldu í GÆRMORGUN snemma vakn- aði heimilisfólkið í húsinu Litii Elliði á Seltjarnarnesi, við að eldur var kominn upp í húsinu. Varð fólkið að flýja á nærklæð- unum út um glugga hússins. — Maðurinn, sem þarna bjó, Hörð- ur Haraldsson, hafði vaknað og orðið eldsins var. Reyndi hann að komast fram á ganginn en varð frá að snúa og breiddist eldurinn svo skjótt út, að hann varð að flýja með konu og fjögur börn sín út um gluggann, án þess að geta tekið með sér nokk- urn hlut. Brann allt sem brunnið gat í húsinu, sem var hlaðið stein- hús frá styrjaldarárunum og Bretar höfðu byggt. Húsið átti Kristján Elíasson skreiðarmatsmaður. Allt innbú Harðar var óvátryggt. Er tjón hans því mjög tilfinnanlegt. Fyrir svo sem viku síðan kom eldur upp í þessu sama húsi en skemmdir urðu þá smávægilegar. H. C. Hansen og dr. Aden- auer rœða um stoðvar fyrir fjarstýrð skeyti Sinfóníuhljómsveit íslancL TÓNLEIKAR n.k. þriðjudagskvöld 26. þ.m. kl. 8,30 e.h. Stjórnandi: WILHELM SCHLEUNING Einsöngvari: GUÐRÚN Á. SÍMONAR Viðfangsefni eftir Schubert, Mozart, og Weber Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu Seldir aðgöngumiðar að tónleikum sem halda átti 29. október verða endurgreiddir eða teknir í skiptum. Innilegustu þakkir til allra þeirra nær og fjær, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu þann 17. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Jón Sveinsson, Hátúni, Eskifirði. Talið að Danir synji tilmælunum PARÍS 23. nóv. — í gær ræddu þeir H. C. Hansen, forsætisráð- herra Danmerkur og dr. Adenau- er, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, um þau tilmæli Bandaríkjamanna að fá stöðvar fyrir fjarstýrð kjarnorkuskeyti í Vestur-Evrópu. í fréttastofufregnum er talið, að Danir muni ekki verða við þessum tilmælum, en hins vegar sé vestur-þýzka stjórnin enn óráð in í því, hvað gera skuli. Talið er sennilegt, að vestur- þýzki utanrikisráðherrann, von Brentano, muni ræða þessi mál við Dulles, en von Brentano kom til Washington í dag. Mörg mál lögð fyrir L.Í.Ú.-fund í gœr EINS og skýrt var frá í fréttum blaðsins í gær frá aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna átti fundurinn að hefjast þá kl. 10 árdegis. Fundinum var þá frestað til kl. 2 síðdegis, þar eð nefndum hafði ekki unnizt tími til að ljúka störfum sínum fyrr en þá. Er fundurinn hófst byrjuðu nefndir að skila álitum, en þó vannst ekki tími til að afgreiða nema fá mál. Var því ákveðið, að fresta fundarstörfum til kl. 2 síðd. á morgun (mánudag). Þegar blaðið frétti síðast, var vitað um mörg þau mál, sem lögð yrðu fyrir fundinn m. a. um af- stöðu íslendinga til fiskveiða við Grænland, dragnótarveiðar í til- raunaskyni á takmörkuðum svæð um innan fiskveiðitakmarkanna, ísfiskútflutning á vélbátum, vaxtakjör og lánamál, bóta- skyldu Hlutatryggingarsjóðs bátaútvegsins vegna reknetja- veiða, bætta fyrirgreiðslu í sam- bandi við innflutning véla til fiskiskipa og afnám aðflutnings- gjalda af þeim, auk margs annars þ. á. m. tillögu um lausn þess vandamáls, sem skapazt hefur í sjávarútveginum vegna skorts á fiskimönnum. Þá var og von á endanlegum tillögum um þýðing- — Foringjarnir Framh. af bls. 1 að taka völdin einir í sínar hend- ur — án byltingar. Á í gærkvöldi var skýrt frá því í Belgrad, að kommúnistaleiðtog- ar frá ýmsum löndum hefðu hald ið með sér annan fund í Kreml 16.—19. þ. m. — og að honum loknum hafi fundarmenn, sem voru fulltrúar 64 kommúnista- flokka víðs vegar um heim, und- irritað yfirlýsingu þar sem skor- að var á þjóðir heims að vinna ötullega að eflingu friðarins í heiminum á þeirri braut, sem Ráðstjórnarríkin hefðu markað. í þessari yfirlýsingu eru brigzl- yrði í garð Vesturveldanna ekki jafnfjölskrúðug og ekki lögð jafn mikil áherzla á traust bönd kom múnistaflokksdeilda um allan heim við Kreml. Fulltrúi júgó- slavneska kommúnistaflokksins undirritaði þessa yfirlýsingu. armesta mál fundarins, sem er rekstrargrundvöllur fiskiskip- anna á næsta ári. Mun fundurinn í aðalatriðum marka þá stefnu, sem sambandsstjórn skuli fylgja í viðræðum við ríkisstjórnina um það mál. Eins og áður segir, var upphaf- lega ætlunin, að fundinum lyki í gær, en það getur ekki orðið fyrr en á morgun. Lýkur honum með kosningu sambandsstjórnar, verð lagsráðs og stjórnar innkaupa- deildar sambandsins. í gær sátu fundarmenn sídegis- boð sjávarútvegsmálaráðherra. — Sálfræbingar Framh. af bls. 2 verndarráð og fá umsögn þess um málið. Ósennilegt er, að málið komi til dóms í Hæstarétti á þessu ári. Börnin hafa bæði um nokkurt skeið verið á heimili frú Sigríðar og Bjarna að Hurðarbaki í Reyk- holtsdalshreppi í Borgarfirði. Dagskrá Alþingis Efri deild Alþingis mánudag- inn 25. nóv. kl. 1%. jFyrningarafskriftir, frv. — 1. umr. Neðri deild Alþingis mánudag- inn 25. nóv. kl. 1%. Umferðarlög, frv. — 1. umr. Ef leyft verður. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmcnn. Þérshamri við Templarasund. SKIPAUTÚCRÐ RÍKISINSi V.s. HERMÖÐUR fer til Hornafjarðar eftir helg- ina. — Vöruinóttaka a mánudag- inn. —• Vinna Hreingerningar og alls konar viðgerðir. Vanir menn. Fljót og góð vinna. Simi 23039. — ALLI. Þökkum af hjarta samúðina, er við urðum aðnjótandi við fráfall og jarðarför ÓSKARS ÁRNASONAR rakarameistara, og heiðurinn, sem sýndur var minningu hans. Gu-ðný Guðjónsdóttir Haukur Óskarsson Friðþjófur Óskarsson Hulda Óskarsdóttir Guðný S. Óskarsdóttir Þórunn Petersen Sasselja Þorstednsdóttir Þorbjörg Magnúsdóttir Kristjana Jósefsdóttir Aðalsteinn Jóhannsson Baldur Pálmason Guðrún Árnadóttir. Þökkum innilega sýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns.og föður okkar KRISTJÁNS TORFASONAR bankafulltrúa Sesselja Ottesen Jósafatsdóttir og synir. Jarðarför móður okkar HELGU JÓNSDÓTTUR fer fram miðvikudaginn 27. þ.m. og hefst með bæn að heimili hennar Hringraut 90 kl. 1.15. Jarðað verður frá Fríkirkjunni og athöfninni þar útvarpað. Sylvía Halldórsdóttir, Fanney Halldórsdóttir. Kveðjuathöfn vegna fráfalls föður okkar GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Vestra Fíflholti fer fram að Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund mánud. 25. nóvember klukkan 11 árdegis. Jarðsett verður að Akurey í Vestur-Landeyjum þriðju- daginn 26. þ.m. kl. 1. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast’hins látna, er bent á líknarstofnanir. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 9 f. h. Börn hins látna. % Útför systur minnar GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR er lézt 14. þ.m. fer fram þriðjudag 26. þ.m.. Hefst með hús kveðju frá Vestri-Skógtjörn, Álftanesi kl. 1 e.h. Útvarpað verður frá Bessastaðakirkju. F.h. vandamanna. Auðbjörg Jónsdóttir. Bróðir okkar GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi í Þjóðólfshaga, andaðist í Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 21. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Systkinin. Dóttir mín ELfN GÍSLADÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 1.30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Valgerður Grímsdóttir, frá Óseyrarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.