Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. nóv. 1957
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
FramKvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
HEILBRIGÐISMÁL REYKVÍKINGA
OG SJÁLFSTÆÐISMENN
ASÍÐUSTU árum hefur
Reykjavíkurbær haft með
höndum miklar fram-
kvæmdir í heilbrigðismálum. Er
þar um margþætta starfsemi að
ræða og er ekki unnt að gera
henni skil til neinnar hlítar í
stuttri blaðagrein.
Á undanförnum árum hefur
starfsemi borgarlæknisembættis-
ins verið mjög aukin. Heilbrigðis-
eftirlit á vegum þess embættis er
orðið fjölþætt og hefur þýðingu
fyrir hvern einasta bæjarbúa.
Fyrst í stað eftir að embætti borg
arlæknis var aukið, mátti heyra
margvíslegar aðfinnslur frá
minnihlutanum í bæjarstjórn af
því tilefni. Þar átti að vera um
óþarfa eyðslu að ræða og
jafnvel „bruðl“. En þær
raddir hljóðnuðu fljótlega.
Það er oft svo, að þegar
Sjálfstæðismenn, undir forustu
borgarstjóra, koma nýskipun á
einhver málefni eða gera eina
eða aðra nýbreytni, þá rísa
minnihlutaflokkarnir upp og
halda margar ræður eða skrifa
langar greinar um „bruðl“ og
eyðslusemi. En þegar ljóst er,
að almenningsálitið viðurkennir
nauðsyn þess, sem gert er, þá
hætta minnihlutamennirnir þess-
um áróðri. Sú starfsemi, sem fer
fram á vegum borgarlæknis í
sambandi við heilsugæzlu og
heilbrigðiseftirlit nýtur nú al-
mennrar viðurkenningar bæjar-
búa og ber naumast lengur við,
að andstæðingar Sjálfstæðis-
manna leggist á móti því, að þessi
stofnun fái nauðsynleg starfs-
skilyrði.
Ein af þeim mestu og nauðsyn-
legustu framkvæmdum, sem borg
arlæknir beitir sér nú fyrir er
bygging sorpeyðingarstöðvarinn-
ar. Er því verki, sem hafið var
á þessu ári nú svo langt komið
að líkur eru til að stöðin geti
tekið til starfa snemma á næsta
ári. Verður þá vafalaust mikils-
verðu marki náð í hreinlætismál-
um hins hraðvaxandi bæjar-
félags.
Heilsuverndarstöðin er nú orð-
in þýðingarmikill þáttur hvað
snertir heilsugæzlu bæjarbúa.
Auk margs annars fer þar fram
stórmerk starfsemi í sambandi
við heilsugæzlu mæðra og barna.
Þar er einnig miðstöð berkla-
varnanna í bænum. Öll starfsemi
Heilsuverndarstöðvarinnar er
mjög yfirgripsmikil og kemur
öllum, sem til þekkja, saman
um það að sú stofnun sé rekin
á hinn fullkomnasta hátt,
Heilsuverndarstöðin er starfrækt
í þeim anda, að sizt af
öllu megi vanrækja að koma í
veg fyrir sjúkdóma og veita mönn
um vernd gegn smitnæmum sótt-
um.
Það var eins með Heilsuvernd-
arstöðina og embætti borgarlækn
is að amazt var við henni, af
hálfu andstæðinga Sjálfstæðis-
manna. Áróðursmönnum minni-
hlutans varð tíðrætt um að húsa-
kynni og innrétting Heilsuvernd-
arstöðvarinnar hefði kostað mik-
ið fé og var reynt að tortryggja
UTAN IIR HEIMI
Úr ýmsum áttum:
LLfvörburirm skákaði Liherace
Stærsti spegili í veröldinn.i
LÉK NERÓ Á HÖRPU, MEDAN RÓM BRANN ?
þessa framkvæmd á marga vegu.
f þessu máli nutu Sjálfstæðis-
menn öruggrar forustu dr. Sig-
urðar Sigurðssonar og var hvergi
hvikað frá settu marki, heldur
haldið áfram þar '1 Heilsuvernd-
arstöðin var komin upp. Nú eru
þeir, sem áður höfðu horn í &íðu
þess verks og reyndu á skamm-
sýnan hátt að rífa það niður,
hættir þeirri tilgangslausu iðju.
Næsta stórmál Sjálfstæðis-
manna i bæjarstjórn var bygg-
ing Bæjarspítalans. Það mál hef-
ur verið undirbúið mjög vand-
j lega og hefur þar notið við hins
i sama oddvita, og í málum Heilsu
j verndarstöðvarinnar svo sem get-
I ið var um hér á undan. Það er
j viðurkennd staðreynd að undir-
búningur og bygging sjúkrahúss
tekur mikinn tíma og er þar
margs að gæta, sem menn al-
mennt gera sér ekki fullljóst. Það
er mikið í húfi ef missmíðar
| verða á slíkri framkvæmd og með
það í huga hefUr verið vandað til
undirbúnings Bæjarspítalans eins
og frekast hefur verið kostur.
Nú rís fyrsti hluti byggingarinn-
ar upp í Fossvogi og eru Sjálf-
stæðismenn einbeittir í að halda
verkinu áfram, uns því er lokið,
hvað sem áróðursmenn minni-
hlutans kunna að segja. Ekki hef-
ur Bæjarspítalinn enn verið gerð-
ur að áróðursefni á hendur Sjálf-
stæðismönnum, á sama hátt og
Heilsuverndarstöðin áður. Meðan
Sjálfstæðismenn hafa úrslitaáhrif
á gang þessara mála, er fram-
kvæmd þeirra borgið.
Á bæjarstjórnarfundi í fyrra-
dag kom til umræðu tillaga Gunn
ars Thoroddsen borgarstjóra um
stofnun fæðingarheimilis. Fæð-
ingardeild Landsspítalans er orð-
in of lítil en ríkið telur sér ekki
nauðsyn að hafa sjálft frekari1
framkvæmdir í þeim efnum. Hins j
vegar er ljóst að bygging fæð-
ingarspítala mundi kosta margar
milljónir og draga fjármagnið
frá Bæjarspítalanum. Bandalag
kvenna hefur látið þetta mál til
sín taka og bent á þá lausn að
stofnsetja fæðingarheimili í húsa
kynnum, sem bærinn hefur til
umráða. Mikið af þeim fæðing-
um, sem fara fram á fæð-
ingardeild Landsspítalans eru
eðlilegar og mundi það létta
stórlega á þeirri stofnun, ef
hraustar og heilbrigðar kon-
ur geta leitað til fæðingar-
heimilis, þar sem þær geta alið
börn undir umsjá þess læknis,
sem þær kjósa. En ef ætla má
að um sjúkleg fyrirbrigði geti
verið að ræða, er fæðingardeild j
Landsspítalans til taks. |
Vafalaust rís svo síðar upp nýr'
fæðingarspítali, þótt fæðingar- ’
heimilið leysi nú úr brýnni nauð- i
syn.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
hafa vakandi auga á heilbrigðis-
málum, eins og verk þeirra sýna.
Á næsta kjörtímabili mun Bæj-
arspítalinn rísa upp og þar á
eftir koma svo aðrar framkvæmd
ir eftir því sem tímarnir krefjast.
HINN umdeildi, væmni slag-
hörpuleikari Liberace, hefir um
Skeið verið álitinn trúlofaður
fögru kvikmyndadísinni Denise
Darcel. Hún er frönsk að ætt og
uppruna og tók mikinn þátt í neð
anjarðarhreyfingunni á stríðsár-
unum. Var hún sýningarstúlka,
en eftir að hún fluttist til Banda-
ríkjanna, gerðist hún söngkona
í næturklúpp í Hollywood. Hún
land, og fyrstu speglunum, sem
eiga að fanga geisla sólarinnar,
hefir verið komið fyrir í Suður-
Alsír.
Spegilsmíði á Mont
Louis
Frakkar hafa nú hafið smíði
mikils spegils, sem á að verða
stærsti spegill í veröldinni. Er
Denise Darcel — fimm lífverðir.
hefir annars verið gift Peter Cros
by.
Þéttir á velli og gráir
fyrir járnum
Eftir dularfullar árásir á
móður Liberaces, bróður hans og
fleira fólk honum nákomið
greip hann til þess ráðs að sjá
unnustunni fyrir lífverði til að
tryggja öryggi hennar. í lífverðin
um voru hvorki meira né minna
en fimm menn, þéttir á velli og
þéttir í lund — og gráir fyrir
járnum.
Ekki leið á löngu þar til hann
komst að því, að unnustan var
alltaf fjarverandi, þegar glæsi-
legasti lífvörðurinn átti frí. Dag
nokkurn rann upp fyrir honum
ljós — Denise og lífvörðurinn
voru orðin bráðástfangin hvort
af öðru. Og Liberace sagði öllum
upp — Denise og lífvörðunum
fimm.
Öruggur við stýrið
Nú hefir Denise ráðið þann út-
valda sem bifreiðastjóra. Hún
segist ekki vera ástfangin af hon-
um en dáist að því, hversu vel
hann ekur bíl. Hann kvað vera
öruggari við stýrið en nokkur
annar maður . . .
★ ★ ★
Frakkar eru brautryðjendur í
tilraunum með að nota sólarljós-
ið sem orkulind. Fullgerð eru nú
áform um að nota sólarorkuna
til að breyta stórum svæðum í
Saharaeyðimörkinni í frjósamt
unnið að spegilsmíðinni á Mont
Louis í grennd við Perpignan í
Suður-Frakklandi í virki nokkru
frá 17. öld. Eftir um það
bil þrjú ár verður speglinum
komið fyrir í nálægum dal, sem
liggur frá Pýreneafjöllunum að
Mont Louis. Þegar spegillinn er
fullgerður verður hann miðstöð
í iðnaðarhverfi, sem reisa á þar.
Orka sólarinnar hefir þegar í
nokkur ár verið nýtt með minni
speglum á Mont Louis. Nú á að
gera speglakerfi, sem getur fram-
leitt gífurlega orku yfir daginn.
Miðdepillinn er gríðarstór spegill,
sem endurvarpar geislum frá 60
öðrum speglum, sem komið
er fyrir í hlíðum dalsins,
og er þannig hægt að nýta geisla
sólarinnar allan daginn.
Ef þessi mikla tilraun við Mont
Louis heppnast, — og allt bendir
til þess, að svo verði — verður
flýtt áformum um að nýta sólar-
orkuna annars staðar í Frakk-
landi.
Sní'frlíir í Spbara
Franski vísindamaðurinn Chou
ard, sem í nokkur ár hefir gert
tilraunir með speglana á eyði-
mörkinni í Alsír, hefir nýlega
gefið franska landbúnaðarráðu-
neytinu mikla skýrslu, þar sem
hann gerir grein fyrir, að hve
miklu leyti er hægt að nýta sólar
orkuna við að gera Sahara að
landbúnaðar- og iðnaðarsvæði.
★ ★ ★
Englendingurinn dr. Bergen
Evans hefir í mörg ár fengizt við
að fletta ofan af fölsunum og
ýmiss konar hindurvitnum í
mannkynssögunni og dýrafræð-
inni. Nýlega hefir hann gefið út
bók, „The Spoor of Spooks“, sem
flytur þær niðurstöður, sem hann
hefir komizt að í leit sinni að
sannleikanum.
Neró var ekki staddur
í Róm
Rannsóknir hans ná langt aftur
í tímann — allt til rómverska
keisaraveldisins — og tekst hon-
um m. a. að sanna, að sú sögu-
sögn, að Neró hafi spilað á hörpu,
meðan Róm brann, eigi ekki við
rök að styðjast — því að keisar-
inn var 75 km frá Róm, meðan
á brunanum stóð! Hefir hann í
þessu sambandi rannsakað hvers
konar heimildir og jafnframt at-
hugað nákvæmlega allar aðstæð-
„Ríkið“, það er ég“ —
Evans kryfur einnig til mergjar
Framh. af bls. 12
Einn af sólarspeglunum í Alsir.