Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVIVBL AÐIÐ Sunmidagur 24. nóv. 1957 Rætt við fyrsta rafmagnsstöðva- stjóra á landinu * Áttræöur þúsund þjala smihur, Ingvar E. Isdal, segir frá nokkrum atriöum ur ævi smni INGVAR E. ísdal er áttræður á morgun, mánudag. Hann er sann- kallaður þúsund þjala smiður og hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann er fyrsti rafmagnsstöðva- stjóri á landinu, lærði húsa- og húsgagnasmíði í Danmörku og hefur smíðað marga hluti af mikl um hagleik. — Þegar Ingvar hafði látið af störfum hér í Reykjavík, fluttist hann upp í Hvalfjörð, þar sem hann býr nú. Bær hans stend ur í Fossadal, en rétt fyrir utan húsdyrnar rennur Fossaá með lág um eilífum nið, en það var ekki af rómantískum ástæðum, sem Ingvar valdi sér þennan stað, heldur var hitt þyngra á vogar- skálinni, að þarna fékk hann tæki færi að glíma við hugvit sitt, beizla Fossaá og leiða rafmagnið inn í bæ sinn. — Ég gat ekki hugs að mér að vera iðjulaus í Reykja- vík, sagði hann við okkur, þegar við komum í stutta heimsókn fyrir skömmu, ég hef alltaf verið meiri sveita- en bæjamaður. Áð- ur en samtalið hófst, sýndi Ingvar gestum sínum marga merkismuni, sem hann hefur safnað saman á undanförnum áratugum. Hann sagði: — Ég hef alltaf verið að safna frá því ég man eftir mér og ég held ég eigi nokkra allmerki lega muni, en þó hef ég látið marga. Þarna sáum við stóra skápa frá Hollandi og Frakklandi, skatthol Sigfúsar Eymundssonar, lítinn spánskan skáp með mynd- um úr Don Quixote, sem skornar eru mjög fagurlega í fílgbein, þarna var blekbytta Mortens Hansens skólastjóra og eldgamall trékassi, sem sagt er, að Ingibjörg kona Jóns Sigurðssonar, hafi átt, vogarlóð frá 1684, sem á stendur C5 (Kristján 5.) og mátti sjá, að margar hendur hafa haldið á því um dagana, og loks fengum við að handleika dálítið Búddalikn- eski, skorið í fílabein. — Þú trúir auðvitað á Búdda, sögðum við. — Já, svaraði Ingvar, Búdda og sólina. — Á meðan Ingvar sýndi okkur muni sína, röbbuðum við líka um hann sjálfan og ævi hans. Hér eru nokkur brot: — Ég er sonur Eymundar Jóns- sonar í Dilkanesi í Nesjahreppi, en ólst upp hjá fóstra mínum, Eiríki Guðmundssyni frá Hof- felli, bjó á Hornafirði og Brú í Jökuldal. Ég fór ungur til Noregs og síðar til Danmerkur, sigldi með kol frá Englandi til megin- landsins eitt ár, kom síðan heim aftur og vann á Seyðisfirði, síð- ar í kolanámu á Tjörnesi og loks í Reykjavík, siðast sá ég um bygg ingu háspennustöðvanna og við- hald á þeim. — Svo við snúum okkur fyrst að æsku þinni, faðir þinn var læknir nefndur? .— Já, eða homópati, eins og það var kallað. Hann var mikill hagleiksmaður, smíðaði mörg hús m.a. verzlunarhúsin á Papósi. Svo var alltaf sent eftir honum, þegar ekki náðist í lækninn austur á Hérað. Hann skar í ígerðir og hjálpaði mönnum eftir beztu getu. Fræg er sagan, þegar hann bjargaði konu í barnsnauð með því að smíða fyrstu fæðingateng- ur hérlendis. Svo var mál með vexti, að konan gat ekki fætt og var orðin meðvitundarlaus. Hann gekk þá út í smiðju og smíðaði fæðingatengur, notaði þær síðan við fæðinguna og bjargaði bæði konu og barni. — Áhugi þinn á rafmagnsfræði hefur víst vaknað snemma? — Já, strax í æsku. Mig dreymdi eitt sinn undarlegan draum, þegar ég sofnaði undir húslestri. Mig dreymdi, að bað- stofan ylti austur á Fljótsdals- heiði í áttina til Seyðisfjarðar og stanzaði svo á mæninum án þess að það slokknaði á lampanum. Þetta hefur mér alltaf þótt merk- ur fyrirboði. — Það var mikið les ið heima, ekki sízt fræðibækur. Ég las margt, sem hafði verið skrifað um rafmagnið. í Noregi Ingvar E. fsdal lærði ég að þekkja Ijósavél og olíumótor, en tók ekki próf í raf- magnsfræði fyrr en eftir 4. vetra nám í Kaupmannahöfn. Þar gekk ég á kvöldskóla, en vann á dag- inn. — Þú varst á 'Seyðisfirði, áður en þú fórst utan. Kynntistu Þor- steini Erlingssyni þar? — Ég held nú það. Hann bjó í sama húsi og ég. Hann var hið mesta Ijúfmenni og ákaflega skemmtilegur. Stundum kom hann inn í eldhúsið til hjónanna, sem við leigðum hjá, og skegg- ræddi við fólkið. Það kom lika fyrir, að hann færi með kvæði eftir sig, mikil ósköp. Hann bjó með danskri konu sinni, sem hann skildi við síðar. Hún var áreiðanlega miklu eldri en hann, skelfilega feit, en ekki gat ég ann að séð en samkomulagið væri upp á það bezta. Mér er sagt, að hann hafi búið hjá henni í Höfn. Ég kynntist einnig Páli Ólafssyni. Hann gisti alltaf hjá Guðlaugu, fóstursystur minni. Páll var ó- skaplegur fjörkálfur og talaði nánast í Ijóðum. Ég er viss um, að þúsundasti hlutinn af því hefur ekki verið prentaður. Ég átti skattholið hans Páls, en hef nú fargað því. Mér er sagt það hafi verið endurnýjað og sé nú í ágætu lagi. — Og hvernig líkaði þér í Nor- egi? — Ágætlega. Norðmenn voru mér ákaflega góðir. Eitt sinn vann ég að því skammt utan við Stafang- ur að moka mold og grjóti af háum kletti. Bletturinn hefur ver ið um 50 m í þvermál og hefði verkið tekið tvo, þrjá menn nokkra mánuði. En ég var dálítið frekur eins og fyrri daginn, tók það til bragðs að grafa djúpan skurð neðanvert við athafna- svæði okkar, vissi sem var, að hann mundi fyllast vatni og taka með sér moldarskriðuna. Þetta varð og, því að áður en við fórum heim um kvöldið rann skriðan af klöppinni, verkstjóranum til mikillar undrunar. Fyrir þetta fékk ég hæsta kaup. — Við skulum þá hverfa til Hafnar. Þér hefur þótt gaman þar? — Já, mikil ósköp. f Höfn lærði ég líka á bíl 1903 og er kannske fyrsti íslendingurinn, sem tekið hefur bílpróf. Ég lærði á Ford, sem meistarinn minn hafði keypt. Hann átti erfitt um akstur, því að hann var svo digur, að hann festist gjarna milli stýris og sætis. Vogarlóðið frá 1684 og trékassinn, sem sagt er að Ingibjörg, kona Jóns Sigurðssonar, hafi átt. En ég var tággrannur. Já, ég held nú það, maður var svo sem með nefið niðri í öllum fjandanum. En það var erfitt að aka um göt- urnar í Höfn fyrir hestvögnum, og stundum urðum við að stöðva bifreiðina og bíða lengi eftir því, að hestunum þóknaðist að fara fram hjá. — Þú komst heim 1906. — Já, ég fór aftur til Seyðis- fjarðar 1906, vann við ýmislegt fyrst í stað, en tók við Rafmagns- veitu Seyðisfjarðarkaupstaðar 1913. Það var fyrsta háspennu- stöð í landinu, 3000 volta stöð. Ég fékk 1500 króna laun á ári, auk húsnæðis. Vinnan var erfið, þurfti oft að vaka í 18 klst. á sólarhring, jafnvel lengur. Þrem- ur árum síðar hætti ég þessum starfa og fór norður á Tjörnes, þar sem ég vann í kolanámu Þorsteins Jónssonar. Hún borgaði sig, var mér sagt, þó að kolin hafi ekki verið á borð við erlend- an eldivið. Þorsteinn hafði mann- val á sínum snærum og aðbúnað- ur allur eftir því, sem hægt var á þeim tíma. Ég setti t.d. upp kláf, sem flutti kolin í n.k. loftbraut. Var botninn á hjörum og opnaðist sjálfkrafa. Þetta var mesta þarfaþing, sparaði vinnu- kraft. Við unnum þarna milli 30 og 40 menn og fengum gott kaup. Oft gat það verið erfitt að greina kol frá grjóti og þurfti sérfróða menn, ef það verk átti að leysast vel af hendi. En Þor- steinn hafði gott mannval, eins og ég sagði áðan og er óhætt að segja, að kol okkar hafi reynzt tiltölulega vel. Ríkið hóf líka kola nám á Tjörnesi síðustu ár stríðs- ins og skyldi sú kolavinnsla vega sbrifar up » daglega lífinu í James Dean GÆR var rætt hér í dálkunum um söguna Austan Edens, einkum um það, hvernig skilja bæri endi hennar. Eins og allir vita, hefur kvikmynd, sem byggð er á hluta sögunnar, verið sýnd í Austurbæjarbíói undanfarið og verið geysimikið sótt. James Dean, aðalleikarinn, þyk ir túlka Cal, hinn misskilda bróð- ur, af mikilli snilld — hugarstríð hans, rangsnúin viðbrögð við erf- iðleikum fjölskyldulífsins og ör- væntinguna, þegar hann reynir að gera föður sínum til hæfis. Það ber harla lítinn árangur, en þó verður endirinn sá, að fað- irinn fyrirgefur syni sínum á banabeði. James Dean var ungur, og snot ur. Hann naut ekki frægðar sinn- ar lengi. Einn góðan veðurdag fyrir tveimur árum brunaði hann með ofsahraða um steinsteypta þjóðvegi Kaliforníuríkis en gætti sín ekki sem skyldi, lenti í á- rekstri og batt þar með endi á sitt stutta líf. Eftir dauða hans hafa vinsældir hans aukizt um allan helming og hafa jafnvel verið stofnaðir sérstakir klúbbar, þar sem ungmenni koma saman til að telja hvort öðru trú um að James Dean sé í raun réttri enn í tölu lifenda. En nú nýlega hefur heyrzt nýtt hljóð úr horni um þessa hraða- sjúku, áflogagjörnu, ölkæru, þöglu og taugaveikluðu ímynd nútímaæskunnar. Marlon Brando hefur látið hafa eftir sér um Dean: „Hann hafði mig á heilan- um. Það var sama, hvað ég gerði, allt apaði hann eftir. Hann var alltaf að reyna að fylgjast með mér. Hann var síhringjandi í mig. Ég hlustaði á hann tala við síma- píuna mína, spyrja um mig og skilja eftir skilaboð. En ég bland- aði mér aldrei í það. Ég hringdi aldrei í hann. — Þegar við hitt- umst loksins, vorum við í boði. Hann sló þar um sig og hagaði sér eins og hálfbjáni. Ég tók hann út í horn og spurði hann, hvort hann vissi ekki, að hann væri las- inn, þyrfti hjálpar við? — Hann vissi það. Ég lét hann hafa nafn á geðlækni og hann fór til hans.“ Þeir eru skrítnir náungar, þess- ir kvikmyndaleikarar. Um umferðarmál Tillögur Gísla Halldóssonar verkfræðings um umferðar- mál Reykjavíkur,. sem birtust í Morgunblaðinu þann 17. þ. m., eru margar mjög athyglisverðar, enda Gísli glöggur á tæknileg úrlausnarefni. Eitt bendir Gísli á, sem sérstaklega aðkallandi er að taka hér upp í umferðinni í bænum. Hann bendir á að á breiðum götum er hægt að stór- auka flutningaafköst gatnanna með því að bílarnir aki í mörgum samhliða röðum. Er þá breidd gatnanna nýtt til hins ýtrasta. í flestum borgum Evrópu er þessi háttur hafður á, því að fleiri en við eigum við mikil umferðar- þrengsli að stríða. Jafnhliða þéttari samhliða akstri, væri nauðsynlegt að lögleiða not- kun stefnuljósa á bifreiðum. Væru þá gefin ljósmerki, ekki aðeins ef bifreiðin ætlar að beygja þvert af leið, heldur í hvert skipti, sem ekið.væri fram úr annari bijfreið, eða stefnu breytt frá beinum akstri, t. d. þegar bifreiðin færir sig til á götunni (með hliðarsveiflum). Eins og áður er nefnt, er þessi háttur hafður á í umferð margra borga, og gefur hann mjög góða raun, þar sem mikil umferðar- þrengsli eru, en vitanlega krefst hann prúðmennsku og tilhliðrun- arsemi af hendi bifreiðastjóra. P. S.“ Heyrt á götu PÁLL ísólfsson: Hvaða óttaleg- ur spútniksvipur er á þér í dag, maður? Maðurinn: Hvað meinarðu? Páll ísólfsson: Nú, mér sýnist vera einhver hundur í þér! eitthvað upp á móti þeim kola- skorti, sem ríkti hér í landinu. En það fór allt út um þúfur, aðbúnaður allur slæmur, karl- arnir þurftu t. d. að bera kolin á bakinu, og má því segja með fullum sanni, að þessi ríkisrekst- ur hafi engan veginn borgað sig. — 1918 gerðist ég vélstjóri hjá Elliðaárstöðinni, heldur Ingvar áfram, en ári síðar tók ég við háspennustöðvunum og sá um þær, þangað til ég lét af embætti 1945. Nokkru síðar fluttist ég hingað upp eftir vegna þess að mér leiddist í Reykjavík. Ég hef einhvern veginn alltaf verið svona: farið á móti straumnum. Og svo langaði mig til að halda mér við, eins og sagt er. Hér hef ég lækinn minn og hef virkjað hann eins og þið sjáið. Mig skort- ir ýmislegt, þetta er svo dýrt. Ég notast t. d. enn við litla túrb- ínu, sem ég smíðaði sjálfur — jæja það er víst engin ástæða til að kvarta, það hefur logað svona hjá mér í allt haust, bæði nótt og dag. Hann bendir á ljósið í loftinu. Það logar enn eins og í draumn- um. I. O. G. T. Barnastúkan jólagjöf nr. 107 Fundur á morgun kl. 14,00 á Fríkirkjuvegi 11. — Cæzlumaður Barnastúkan Jólagjöf nr. 107 Fundur í dag kl. 14,00 á Frí- kirkjuvegi 11, — Gæzlumaður. Hafnarfjörður! St. Morgunstjarnan nr. 11 Fjölmennið á fundinn kvöld. — Æ.t. annað Barnastúkan Æskan nr. 1 Fundur í dag kl. 2 í Góðtempl- arahúsinu. Til skemmtunar verð- ur: tveir leikþættir, upplestur o. fl. Mætum öll. Cæzlumenn. FramtíSin nr. 173 Fundur á morgun kl. 8. Bræðra kvöld. a) Stutt samfelld dagskrá: Fornt og nýtt. b) Sjónleikur: — Leikskóli Ævars Kvaran. c) Söng ur, kvartett: Ottó Guðjónsson. — Veitingar. — Æ.t. Félagslíf Knattspyrnufélagið Víkingur heldur aðalfund sinn sunnuda^- inn 24. nóv., kl. 2 e.h. — 1. Venju- leg aðalfundarstörf. — 2 Laga- breytingar. — Stjórnin. Þróttur — Handknattleiksdeild Meistara-, 1. og 2. flokkur karla. Mjög áríðandi æfing í K.R. heimilinu í dag kl. 4,20. Stuttur fundur í undan æfingu. — Mætið því tímanlega. — Þjálfarinn. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Æfingar í kvöld. — Kl. 20,15 gömlu dansarnir (byrjendafl.). —- Kl. 21,15 gömlu dansarnir. Fram- haldsfl. Kl. 22,15 þjóðdansar. FramhaldsaSalfundur Frjálsíþróttadeildar KR verður haldinn þriðjudaginn 26. þ.m., kl. 9 síðdegis, í íþróttaheimili félags- ins við Kaplaskjólsveg. •— Stj. Cunnar Jónsson LögmaSur við undirrétti op hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.