Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 21
' Sunnudagur 24. nóv. 1957 MORCV1SB1.AÐ1B 21 0? Clœsilegt rit Olafs Jónssonar um ,,Skriðuföll og snjóflóð" komið út 12 ár tók oð safna efni og semja rifið „SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓГ heitir mikið rit sem komið er út. Er þetta aðalbók Norðra á þessu ári. Höfundur er Ólafur Jónsson raektunarráðunautur á Akureyri og í riti hans sem er í tveim stór- um bindum er fjallað um öll þau snjóflóð og skriðuföll er hér á landi hafa orðið, svo vitað sé um og eru í ritinu frásagnir af slík- um atburðum, sem hvergi hafa áður verið skráðar. Höfundur sagði í gær við blaðamenn að samning verksins hefði tekið 12 ár. Fallegt rit Gunnar Steindórsson fram- kvæmdastjóri Norðra lét svo um mælt að bókaútgáfan hefði gert sér far um að rit þetta yrði fal- legt og hæfði innihaldinu, sem Ólafur Jónsson hefði með óþreyt- andi elju safnað saman. Ritið er unnið í prentv. Odds Björnssonar og er frágangur og útlit allt með glæsibrag. 12 ára vinna Ólafur Jónsson er kunnur m.a. fyrir ritverk sitt Ódáðahraun. Hann sagði að við samningu þess verks hefði hann þráfaldlega rek izt á frásagnir um skaðaveður, snjóflóð og skriðuföll. Hann sinnti þeim frásögnum ekki þá, en löngunin til að safna þeim var fyrir hendi hjá honum og að söfnun hefur hann unnið síðan Ódáðahraun kom út fyrir 12 ár- um. Hann kvaðst fljótt hafa kom- izt að raun um að hann færðist of mikið í fang og sleppti því frásögnum af skaðaveðrum. Skriðuföll og snjóflóð hafa, sagði Ólafur, haft mikil áhrif á líf fs- lendinga. Þau hafa mótað landið að nokkru leyti og haft meiri áhrif á líf fólksins en menn al- xnennt gera sér grein fyrir. Að kanna þetta viðfangsefni hefur ekki aðeins sögulega heldur og hagnýta þýðingu. Samning verksins Samning verksins var tafsamt verk sagði Ólafur. Fyrst kvaðst hann hafa safnað heimildum og skrifað. í næstu umferð færði hann þær í komp- ur og í priðju lotu bjó hann rit- ið til prentunar upp úr komp- unum. Samtímis varð hann að afla sér fræðslu um efnið er- lendis frá. Til gamans sagði Ólafur að einn kunningja sinna hefði séð kompur sínar og sagt: Undarlegt er að nokkur skuli byrja á slíku verki — og hann bætti við eftir stundar umhugsun — og láta sér detta í hug að geta lokið við það. Og Ólafur sagði að hefði hann gert sér upphafi grein fyrir því hve verkið var yfirgripsmikið, þá hefði hann kannski aldrei lagt út í það. Höfuðþættir ritsins eru 3: 1) sagnfræðilegur hluti og það er meginhluti verksins 2) náttúru- fræðilegur hluti þess og 3) hag- fræðilegur hluti verksins. I ritinu kemur margt merkilegt fram. T.d. það að enginn sýsla er laus við snjóflóð eða skriðu- Óiafur Jónsson föll, þó sumar sýslur verði mjög sjaldan fyrir slíku. Þá er manntjónið, sem Ólafur segir að hafi áð meðaltali verið 220—230 manns á hverri öld. Auk þess er eignatjón og landsspjöll gífurleg. Fjallað er um hvaða orsakir liggi til snjóflóða og skriðufalla og hvernig draga megi úr þeim eða koma í veg fyrir þau. Nýstárlegur er kaflinn um þau skriðuföll sem engar heimildir eru um aðrar en verksummerki á landinu. Ólafur hefur rannsak- að marga slíka staði, þó ekki hafi hanii komizt yfir að skoða þá alla og samkvæmt rannsóknum sínum skráir hann frásagnir um slík skriðuföll. Gerð er grein fyrir erlendum skriðuföllum o'g snjóflóðum til að fá fram líkingu á slíkum við- burðum þar og hér. Er slíkt fróð legt því erlendis eru rannsókn- ir á þessum atburðum meiri og geta því komið að gagni hér á landi. Um helmingur ritsins eru ann álar um atburðina sjálfa og þar mikið af frásögnum sem ekki eru skráðar annars staðar, t.d. um snjóflóðið mikla á Seyðis- firði 1885. Þýðingarmikið rit Ólafur sagði að rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum væru þýðingarmiklar. Tjón- hætta af þeim vofeiflegu atburð um er gífurleg og því meiri sem mannvirki í landinu verða fleiri og meiri, t.d. vegir, rafmagns- og símalínur o.þ.h. Skiptir því miklu. að þekkja snjóflóð og skriðuföll til að velja slíkum mannvirkjum réttan stað. Gat Ólafur dæma um þetta, t.d. með háspennulínuna frá Laxá til Ak- ureyrar og um veginn í Norður- árdal. Skriðuföll og snjóflóð hafa á þessum mannvirkjum valdið gífurlegu tjóni og ekki aðeins á mannvirkjunum sjálfum heldur haft í för með sér marg- víslegt annað tjón. Sjoppnr og söluturnar f FJÖLDA mörg ár, hafa verið reknir hér í bæ smáveitingastað- ir, sem almennt hafa verið kall- aðir „sjoppur“. Nafn þetta fengu þessir staðir á stríðsárunum, þar sem margir þeirra voru nærri eingöngu sóttir af hermönnum. Nú hefur nafnið „sjoppa" ein- hvern veginn festst við flestan þann rekstur, sem hefur opið á kvöldin. En nú er reginmunur á veit- ingastað og söluturni. Söluturn- arnir eru litlar verzlanir með mjög takmarkað gólfpláss, allt plássið ca. 12—15 fermetrar og því engin aðstaða til að hafa borð eða stóla, og þar af leiðandi ekki um „sjoppustöður" eða hangs að ræða, enda heimtum við að fé- lagar okkar fari í hvívetna eftir fyrirmælum 19. greinar lögreglu- samþykktar Reykjavíkur, þar sem segir að algjörlega sé óheim- ilt að afgreiða börn og unglinga innan 16 ára aldurs, eftir kl. 20,00 á kvöldin. Flest þau börn sem óska eftir afgreiðslu eftir kl. 20,00, eru send af fullorðna fólkinu, til að kaupa tóbak eða annað smávegis. Það þykir þægilegt að geta sent ungl- ing' fyrir sig þegar komið er máske seint heim úr vinnu. Börn 12 ára og eldri mega vera úti til kl. 22,00, en afgreiðslu mega þau ekki fá eins og fyrr segir. Þessir unglingar eiga oft erfitt með að skilja hvers vegna þeir ekki geta fengið afgreiðslu, þar sem þeim er þó heimilt að vera úti til kl. 22,00. Þetta er atriði sem forráða- menn þessara mála ættu að veita unglingunum fræðslu um. Söluturnar verzla yfirleitt með mjög fáar vörutegundir og þarf samþykkt Heilbrigðisnefndar fyr ir þeim. Vörurnar eru allar þær sömu og fást í öðrum verzlunum, og á það má benda, að þó sölu- turn sé staðsettur nálægt skóla, þá eru matvöruverzlanir það einn ig, og börnin fara þangað sem stytzt er. Af framansögðu má ljóst vera, að söluturnar, og það sem i dag- legu tali er nefnt „sjoppa", er sitt hvað. Félag Söluturnaeigenda. * PERMAFUSED SANFORIZED

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.