Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
Suff vestan eða vestankaldi og
skúrir eða slydduél.
268. tbl- — Sunnudagur 24. nóvember 1957.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
Svartagilsmálið á nýju stigi:
//
ÞaÖ er bezt að brenna kofann"
— segir Sveinbjörn Hjaltason bróður
sinn hafa sagt í gang-
inum að Svartagili
RANNSÓKN í Svartagilsmálinu er nú langt komið, en þó
ekki lokið. Þau tíðindi hafa gerzt að annar bræðranna Svein-
björn Hjaltason, hefur breytt sínum fyrsta framburði og
sagt Reyni viðhafa þau orð er Markús hafði flúið bæ sinn
í bílnum er þeir bræður komu í að Svartagili, að bezt væri
að kveikja í kofanum, og litlu síðar segist hann hafa séð
eldsglampa inn um gluggann á Svartagili.
þá út strax og sá að bílinn
er þeir bræður höfðu komið í
var horfinn, en hann sá bíl-
inn við túnhliðið að Svarta-
gili og var honum ekið á brott.
Fyrsti framburður
Þórður Björnsson fulltrúi saka-
dómara, skýrði blaðamönnum frá
gangi rannsóknarinnar í gærdag
Þórður sagði frá á þessa leið:
Þeir bræður, Reynir og Svein-
björn Hjaltasynir voru yfirheyrð
ir 25. okt., daginn eftir atburðina
að Svartagili. Reynir neitaði við
þá yfirheyrslu að hafa ráðizt á
Markús bónda, en kveðst hafa
tekið af honum byssu og fleygt
henni. Síðan hafi hann haldið
út úr húsinu og er hann gekk út
ganginn hafi hann orðið var
reykjarsvælu, en ekki athugað
það frekar og haldið frá bæn
um gangandi unz hann var tek-
inn upp í bifreið er ók að Svarta-
gili.
Sveinbjörn sagði við þessa yf-
irheyrslu (25. okt.) að hann
myndi allt mjög óljóst, en
kvaðst muna að Markús hafi
viljað losna við þá bræður. Næst
sagðist hann muna að hann stóð
einn utan bæjarins og gekk á
brott. Er honum var litið um
öxl litlu siðar sá hann eldglampa
og í sama mund kom bíll að
honum og tók hann upp í.
Báðir neituðu bræðurnir að
hafa verið valdið að brunanum.
Framburði breytt
Nokkrum dögum síðar
breytti Sveinbjörn framburði
sínum og lýsir þá atburðun-
um þannig, að Markús hafi
gengið út úr bænum og rétt
á eftir hafi hann heyrt að bif-
reið var ekið á brott. Fór hann
Sveinbjörn segir að Reynir
hafi gengið á eftir sér fram
ganginn og er Sveinbjörn
horfði á bílinn fara, heyrði
hann Reyni segja inni í
ganginum: „Helv.... beinin,
þeir hafa farið með hana
burt“ (átti við stúlkuna er
með honum kom í bílnum) og
síðan bætti hann við: „Það er
þá bezt að kveikja í helv ....
kofanum“.
Sveinbjörn segist þá hafa
sagt án þess að líta við: Ertu
brjálaður, maður eða hvað
gengur að þér?
Sá eldglampa
1 þessu segist Sveinbjörn hafa
litið til Reynis og þá séð að hann
var kominn fram á húströppurn-
ar og um leið sá hann eldbjarma
í glugga á fremri gangi. Kveðst
hann þá hafa gengið að dyrunum
og séð hvar eldur logaði í einum
vegg gangsins. Hann segir Reyni
hafa gengið burt og sagt um
leið: „Þeir hafa tekið hana frá
mér“.
Sveinbjörn segist hafa séð eld-
inn magnast óðfluga. Fór hann
inn í ganginn og tók föt er þar
voru og reyndi að kæfa eldinn
með því að troða fötunum í rifur,
þar sem eldurinn var mestur, en
Stjórnin gaf og stjórnin tók:
Stórfelld tollahækkun
á fjölmörgum útgerð-
arvörum
Vanefnd á samkomulaginu um starfs-
grundvöll útgerðarinnar
l SKÝRSLU þeirri, sem stjón Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna lagði fyrir affalfund samtakanna er nú stendur
yfir var m. a. frá því skýrt, aff í samningum L.l.Ú. viff
ríkisstjórnina um síffustu áramót hefffi veriff samið um þaff,
að á þessu ári skyldu engar nýjar álögur lagðar á nauð-
synjar útvegsins.
Á affalfundinum var upplýst í skýrslu stjórnar L. f. Ú aff
vélar og varahlutir í vélbáta, ásamt fjölda annarra nauð-
synja útgerffarinnar hefffu hækkaff vegna nýrra tolla frá
7% og upp í 38%. Hefffi þetta m. a. gert þann starfsgrund-
völl, sem samiff hefffi veriff um fyrir útgerðina miklu lélegri
en ráff var fyrir gert.
Hinar nýju álögur, sem verja átti til þess aff skapa út-
gerffinni rekstrarskiiyrffi hafa þannig veriff lagðar á hana
sjálfa í stórum stíl. Verffur ekki ofsögum sagt af snjallræð-
um Lúðvíks og skilningi hans á þörfum útvegsins!! En
þannig er „verffstöffvunarstefna“ vinstri stjórnarinnar í
framkvæmd.
jafnharðan segir hann eldinn
hafa brotizt út um aðrar rifur.
Neitaffi aff svara.
Þegar þessi framburður Svein-
bjarnar var borinn undir Reyni,
neitaði hann að svara, hvort rétt
væri frá sagt hjá Sveinbirni. —
Hélt hann fast við þá neitun sína
nokkurn tíma.
Síðar kvaðst hann vilja svara
spurningum og segist ekki vilja
halda fram að framburður Svein-
bjarnar sé rangur. En þó hann
hafi mikið hugsað um málið,
kveðst hann ekki geta munað
orðaskil er urðu milli þeirra
bræðra er þeir sáu bílinn fara.
Hann kveðst muna að hafa ver-
ið ofsareiður er unnusta sín var
farin og hélt að henni mundi
verða mein gert.
Hann kveðst ekki muna hvað
þar næst gerðist og ekki segist
hann heldur muna hvort hann
hafi kveikt á eldspýtu eða lagt
eld nokkurs staðar að húsina.
En hann segist minnast reykjar-
lyktar en ekki hafa athugað það
frekar. Kveðst hafa verið með
eldfæri og vindlinga í vasa sín-
um, en hugsun öll hafi snúizt
um stúlkuna.
Rengir ekki bróffur sinn
Reynir segir ennfremur aff
hann trúi ekki aff Sveinbjörn
segi annaff en það sem honum
sjálfum finnist rétt og kveffst
ekki hafa ástæðu til aff rengja
bróffur sinn.
Sveinbjörn segist ekki hafa
viljaff segja strax frá sann-
leikanum, því hann hafi ætlaff
bróður sínum að segja satt frá.
En þegar Reynir gerffi þaff
ekki, ákvað Sveinbjörn aff
gera þaff til aff liggja ekki
saklaus undir grun um brun
ann, þó sárt sé aff bera slíkt
upp á bróður sinn.
★
Þannig stendur málið í dag,
sagði Þórður. Rannsókn er enn
ekki fyllilega lokið m. a. eru eftir
yfirheyrslur í Arnessýslu og
væntanlega verður sú rannsókn
borin undir hina ákærðu.
Þá hefur verið felldur úr-
skurður um að heilbrigðisþroska
og sakhæfnirannsókn fari fram
á Reyni Hjaltasyni. Þórður kvað
hana geta tekið 1—2 mánuði, og
síðan yrði málið væntanlega sent
dómsmálaráðuneytinu til ákvörð-
unar um frekari gang þess.
Aðalfundur Hins ísl.
biblíufélags
í DAG fer fram aðalfundur Hins
íslenzka biblíufélags í Dóm-
kirkjunni. Fundurinn . verður
haldinn að lokinni messu, sem
séra Óskar J. Þorláksson flytur.
1 messunni syngur Guðmundur
Jónsson, óperusöngvari, einsöng
með undirleik Sigurðar ísólfs-
sonar.
Dauðaslys í gœr
í GÆRKVÖLDI lézt í Landakots
spítala af afleiðingum umferðar-
slyss Haraldur Hamar Thorstein-
son, vistmaður í Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, 65 ára að
aldri.
í gærmorgun laust fyrir kl. 8,
varð Haraldur fyrir bíl á Hring-
brautinni, eigi allfjarri Grund.
Var hann að fara yfir syðri
akbrautina, er hann varð fyrir bíl
sem var á leið vestur. Fékk Har-
aldur högg mikið, féll í götuna
og var fluttur meðvitunarlaus í
slysavarðstofuna. Hann komst þó
brátt til meðvitunar á ný, var
fluttur í Landakot, en þar lézt
hann í gærkvöldi, sem fyrr segir.
Haraldur Hamar Thorsteinson
var fæddur hér í Reykjavík, son-
ur Steingríms skálds Thorstein-
sonar.
Bílstjórinn á bílnum sagði lög-
reglunni, að hann hefði ekki séð
til ferða Haraldar, fyrr en í
sama mund og bíllinn rakst á
hann.
Rannsóknarlögreglan biður þá,
er nærstaddir voru, er slysið varð,
að gefa sér upplýsingar, en nokk-
uð af fólki beið eftir strætisvagni
spölkorn frá slysstaðnum.
Friðrik og Alster biðskák
Donner, Uhlmann, Larsen
og Trifunovic unnu í 15. umf.
í 15. UMFERÐ á skákmótinu varff
biðskák hjá Friffriki Ólafssyni og
Alster frá Tékkóslóvakíu. Affrar
skákir fóru þannig:
Stáhlberg og Trojanescu biff.
Ivkov og Teschner jafntefli.
Trifunovie vann Hanninen.
Larsen vann Dúckstein.
Niephaus og Szabo jafntefli.
Donner vann Kolarov.
Uhlmann vann Lindblom.
Clarke — Orbaan biðskák.
Eftir þessa umferð standa vinn
ingar þannig: (Friðrik og Dúck-
stein hafa teflt einni skák meira
en allir aðrir).
1. Szabo 12V2 vinning
2. Friðrik 11% og biðskák.
3. Larsen 11 vinninga.
4. Donner 10 % vinning.
5. —6. Uhlmann og Trifunovic
10 vinninga.
7. Stáhlberg 9 % v. og biðskák.
8. Teschner 8 vinninga.
9. Ivkov 7 viiininga.
10. Trojanescu 6 v. og biðskák.
11.—13. Dúckstein, Kolarov og
Niephaus 6 v. hver.
14. Alster 5Vá v. og biðskák.
15. Clarke 5 v. og biðskák.
16. Hanninen 3V2 vinning.
17. Orbaan 2V2 v. og biðskák.
18. Lindblom 2Vz vinning.
Nær 40 þús. manns
á kjörskrá í Rvík
STARFSMENN Manntalsskrif-
stofunnar hafa síðasta mánuð
veriff önnum kafnir viff aff út-
búa kjörskrána fyrir næstu bæj-
arstjórnarkosningar hér í Reykja
vík.
Samkvæmt upplýsingum frá
Manntalsskrifstofunni eru nú á
kjörskrá um 39.600 manns, eftir
því sem næst verffur komizt —
Eitthvaff kann þessi tala lítils
háttar aff breytast.
Borgaraiundur um
afnám vínveitinga í
veizlum ríkisins
Á mánudagskvöld kl. 8,30 efna
Stórstúka íslands og Þingstúka
Reykjavíkur til borgarafundar í
Góðtemplarahúsinu.
Umræðuefni er, um afnám á-
fengisveitinga í veizlum ríkisins
og ríkisstofnana, en ályktunar-
tillaga þess efnis, liggur nú fyrir
Alþingi, svo sem kunnugt er. —
Flutningsmenn þessarar þings-
ályktunartillögu eru þeir Alfreð
Gíslason, Pétur Ottesen og Sig-
urvin Einarsson, og verða þeir
allir meðal frummælenda á fund-
inum, auka Benedikts Bjarklinds
stórtemplars.
Að ræðum frummælenda lokn-
um verða frjálsar umræður.
Ekki leikur það á tveim tung-
um að áfengisneyzlan er eitt
mesta vandamál þjóðarinnar í
dag. Allar aðgerðir, sem ganga
í þá átt að skapa fordæmi um
aukna bindindisstarfsemi, eiga
því meira en rétt á sér, þær eru
sjálfsagðar, og ekkert sjálfsagð-
ara en ríkið gangi á undan með
góðu eftirdæmi. Samþykkt téðr-
ar þingsályktunartillögu er einn
liður í slíku góðu fordæmi ríkis-
valdsins. (Frá I.O.G.T.)
Orðabók Bjönu
í Sauðlauksdal
’leciin á 2000 kr
SIGURÐUR Benediktsson hélt
bókauppboð á föstudag.
Selt var m. a.:
Orðabók Björns Halldórssonar
í Sauðlauksdal (Lexicon Island-
ico—Latino—Danicum, Kaup-
mannahöfn 1814) kr. 2,000,00.
Nokkrar sögur (sérprentun úr
Morgunblaðinu á nokkrum smá-
sögum Halldórs Kiljans Laxness,
Reykjavík 1923) kr. 1.310,00.
Tímarit Jóns Péturssonar, útg.
1869—1873, kr. 1,070,00.
Málsháttasafn Hallgríms Schev
ings (boðsrit Bessastaðaskóla
1843 og 1847) kr. 1.000,00.
Bréf til Láru (frumútg., áritað
eintak) kr. 700,00.
Nokkur gamankvæði (Kaup-
mannahöfn 1832) kr. 600.00.
Kyssti mig sól, ljóðabók eftir
Guðmund Böðvarsson, útg. 1936,
kr. 350.00.
Skipstjórinn vnr dæmdur í gær
I GÆR gekk dómur í máli skip-
stjórans á Hull-togaranum Loch
Seafort, sem flugbátur Land-
helgisgæzlunnar kom að þar sem
hann var að veiðum í landhelgi
seint á fimmtudagskvöld.
Skipstjórinn, sem heitir Ernest
Johnson, var dæmdur í 74,000 kr.
sekt til landhelgissjóðs og afli
skipsins og veiðarfæri gerð upp-
tæk.
Á föstudaginn athuguðu dóm-
kvaddir menn radar flugbátsins
og fóru þeir í leiðangur með
bátnum til þess að fullvissa sig
um að radartækin væru í lagi,
og kom ekkert athugavert við
radar togarans í ljós.
Landgæzlumenn á flugbátnum.
sem í þessum leiðangri voru,
staðfestu skýrslu sína fyrir rétt-
inum með eiði.
Skipstjórinn viðurkenndi ekki
brot sitt sem kunnugt er og áfrýj-
aði hann dómi þessum til Hæsta-
réttar. Skipstjórinn taldi sig hafa
verið um 7 mílur fyrir utan frið-
unarlínuna, að veiðum, er hann
var tekinn.