Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 1
20 siður 44. árgangur. 271. — Fimmtudagur 28. nóvember 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins* Hverju jparí að leyna? Tvö stjórnaríramvörp um Alsír Löggjafaþingin máttu ekki fjalla um samskotalánin Hvenær hefur Eysteinn hagrætt staðreyndunum nægilega? SUMAR ríkisstjórnanna, sem leitað var til um þátttöku í samskotaláninu, höfðu þann fyrirvara á samþykki sínu, að málið þyrfti að bera undir löggjafarþlng þeirra. En þá bárust boð um, að slíkt mætti alls ekki. Islenzka ríkisstjórn- in væri þeirri aðferð með öllu andvíg. Lánið yrði að fást með þeim hætti, að alit sýndist vera eftir „eðlilegum leiðum“. Af þessum sökum mun lánsfjár hæðin verða minni en vonir stóðu til. Eysteinn Jónsson sagði í upp hafi Alþingis að leitað væri eftir stærri fjárhæðum en íslendigar hefðu áður samtímis tekið að láni. Um þær mundir stóðu vonir til, að samskotin mundu nægja í a.m.k. 10 millj. dollara lán. í bili munu vonirnar ekki vera meiri en um 7 millj. dollara, og þá ein- göngu frá Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi, eins og Þjóð- viljinn sagði á dögunum. Eftir því sem meira heyrist af þessu lánabraski verður skiljan- legra það, sem Tíminn segir s.l. þriðjudag: „ííins vegar kemur auðvitað ekki til greina að birta skýrslu um einstök atriði fyrr en niður- stöður eru kunnar“. Eysteinn Jónsson hefur í skýrslugjöf sinni um fyrri lána- útveganir sýnt, að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann hefur t.d. á Alþingi neitað staðreyndum um möguleika á Sogsláni vorið 1956 og stórláni í Þýzkalandi á sama tíma. Þá hefur hann þvert ofan í stað- reyndir neitað því, að lánin, sem fengin hafa verið í Bandaríkjun um eftir, að umræður um „ endur skoðun varnarsamningsins" féllu niður, væru í beinu sambandi við áframhald varnanna. Nú ætlar hann að bíða með skýrslugjöfina þangað til að hann geti í henni hagrætt staðreynd- unum svo, að allt líti „eðlilega“ út. í því skyni á að misnota að- stöðu á Alþingi og útvarpi. Reiðin út af frásögnum Morgunblaðsins kemur af því, að stjórnarliðið telur, að þeirra vegna, muni „skýrslugjöf“ Eysteins blekkja færri en ella. PARÍS, 27. nóv. — í dag lagði i hin þriggja vikna gamla stjórn Gaillards fram frumvarp sitt um endurbætur á stjórnarháttum i Alsír 24 tímum eftir að franska þingið tók Alsir-málin til um- ræðu. Frumvarpið var lagt fram eftir að ráðherrann, sem fer með Alsír-málin, Robert Lacoste, hafði talað og mælt með því. Búizt er við, að atkvæðagreiðslan um það fari fram á föstudag. Samhliða áætlun stjórnarinnar um endurbætur í Alsír fjallar þingið um annað frumvarp um kosningalög fyrir Alsír. Er talið, að stjór Gaillards muni fara fram á traustsyfirlýsingu í sambandi við frumvarpið. Stjórnin leggur á það megináherzlu að fá bæði frumvörpin samþykkt, áður en Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna tekur Alsír-málin til endan- legrar meðferðar. Öruggir um sigur í þingræðu sinni í dag sagði Lacoste, að Frakkar gætu verið öruggir um sigur, ef haldið verðui áfram að berjast í AJsír. Hann kvað það rétt vera, að uppreisn- armenn væru smám saman að breyta flokkum sínum í full- komnar hersveitir, en hins vegar ætti þessi þrónu sér stað í smáum stíl. Það er ómögulegt fyrir upp- reisnarmenn að gera baráttu sína að venjulegu stríði, sagði ráð- herrann, og þess vegna getum við verið öruggir um framtíðina. Reuter. Lí&an Eisenhowers betri Fundur NATO-leiðtoganna sennilega haldinn 16. des. WASHINGTON, 27. nóv. — Líðan Eisenhowers Banda- ríkjaforseta var miklu betri í dag, og eyddi hann deginum með fjölskyldu sinni. Auk þess átti hann stutta fundi við Nixon varaforseta og helztu ráðgjafa sína. Þetta fólst í opinberri fréttatil- kynningu, sem send var frá Hvíta húsinu í kvöld. í fyrri fréttatilkynningu sagði, að Eisenhower hefði vaknað hress og hvíldur í morgun eftir 10 tima svefn. Hann fór á fætur og át sinn venjulega morgun- verð. Líflæknir forsetans, Ho- ward Snyder hershöfðingi, sagði í viðtali við blaðamenn, að enn væri of snemmt að segja um það hvort áfall forsetans væri annað eða meira en æðastífla í heilan- um. Sá læknir er ekki til, sem getur á þessari stundu úrskurð- að, hvort Eisenhower forseti hef- ur fengið vægt slag eða ekki, sagði Snyder. Var að mála Nixon varaforseti og nánasti ráðgjafi Eisenhowers, Sherman Adams, áttu síðar í dag 15 mín- útna ráðstefnu við forsetann um opinber mál. Var forsetinn þá al- klæddur og hafði verið að mála í vinnustofu sinni í Hvíta húsinu. Nefnd tekur við í bili Ekki er talið sennilegt, að Eis- enhower leggi niður forsetastarf ið vegna hinna nýju veikinda. Hins vegar er líklegt, að fram- kvæmdavaldið verði lagt í hend- ur nefndar fremstu manna lands- ins í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. I kvöld virtist allt benda til þess, að slík nefndarskipun væri í aðsigi, en hið sama var gert, þegar forsetinn veiktist síð- ast. Stjórnarskrárbreyting sennileg Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur engin ákvæði, sem segi til um, hvenær forseti eigi að draga sig í hlé, en hins vegar segir þar, að varaforsetinn skuli gegna skyldum forseta, þegar sá síðar- nefndi er ekki fær um að gegna þeim. Það er hvergi tekið fram, hver skuli ákveða það, hvenær forsetinn er ófær um að gegna skyldum sínum. Talið er, að veik- indi forsetans muni knýja þingið til að breyta þessu atriði stjórn- arskrárinnar. Framh. á bls. 19 □- Bandarískt gervitungl NEW YORK, 27. nóv. — For- stöðumaður bandarísku gervi- tungl-rannsóknanna, dr. John Hagen, sagði í dag, að vísinda- mennirnir á Cape Carneveral í Flórida séu að leggja síðustu hönd á undirbúninginn undir för fyrsta bandaríska gervihnattar- ins út í geiminn. Opinberlega liefur ekki verið tilkynnt, hve- nær hnettinum verður skotið, en búizt er við, að það verði ekki fyrr en á miðvikudaginn kemur. Hnötturinn er sex tommur í þver- mál. □- Krúsjeff talin stafa hætta af stalínistanum Súslov VINARBORG, 27. nóv. — Það hefur vakið athygli víða um heim, að á ráðstefnu kommúnistaleið- toga frá 68 þjóðum, sem haldin var í Moskvu eftir byltingaraf- mælið á dögunum, lék aðstoðar- Bandtnrískir gervi-ioitsteinar komnir tii sóiarinnar BEDFORD, Massachusetts, USA, 27. nóv. — Það er ekki vitað með vissu, hvað orðið hefur af gervi-loftsteinum þeim, sem bandaríski flugher- inn sendi út í geiminn fyrir fimm vikum. Einn vísinda- mannanna, sem áttu stærstan þátt í tilrauninni, er þeirrar skoðunar, að nokkrir þessara loftsteina sveimi nú um- hverfis sólina, en aðrir vís- indamenn álíta, að loftstein- arnir hafi farið fram hjá sól- inni lengra út í geiminn. Prófessor Fritz Zwicky frá tæknistofnuninni í Pasadena í Kaliforníu hefur haft forgöngu um tilraunina með loftstein- ana. Hann sagði, að stefna og hraði lofsteinanna, þegar þeim var skotið úr eld- flaug í 90 kílómetra hæð 16. okt., benti til þess, að þeir færu nú í sporbaugum umhveriis sól- ina. Feiknavegalengdir Annar vísindamaður frá flug- hernum, eðlisfræðingurinn Jer- ome Pressman, hefur látið í ljós þá skoðun, að loftsteinarnir hafi hingað til farið um 300 milljón kílómetra vegalengd í geimnum, ef þeir hafa ekki verið truflaðir af aðdráttarafli sólarinnar. Aðrir vísindamenn telja ofangreinda tölu of háa. Þeim reiknast svo til, að hinar litlu alúminíum-kúlur (loftsteinarnir), sem fóru af stað með 60.000 kílómetra hraða á klukkustund, hafi aðeins farið um 40 milljón kílómetra. Gagnlegar rannsóknir Tilraunin með þessa gervi-loft- steina er talin geta gefið verðmæt ar upplýsingar um það, hvernig ná megi eldflaugum aftur til jarðar án. þess að þær „slitni upp“ eða eyðist af núningnum við gufu hvolf jarðar. Ennfremur geta loft steinarnir orðið gaglegir við rann sóknir á fjarlægustu lögum gufu hvolfsins. 10 ÁRA UNDIRBÚNINGUR Fréttin um gervi-loftsteinana barst ekki út fyrr en um síöustu helgi, fimm vikum eftir að þeir höfðu verið sendir út í geiminn, og var það sökum þess, að vís- indamennirnir gátu fyrst þá sagt frá því, að tilraunin hefði heppn- azt. I | Undirbuningur tilraunarinnar I hófst þcgar fyrir 10 árum, og hafa verið gerðar margar tilraun- ir áður en tilraunin 16. okt. heppn aðist. Aero-Bee-eldflaugin, sem var notuð, hafði 12—13 kg af sprengiefni og hylki með rann- sóknartækjum. Hylkið er komið aftur til jarðarinnar með öll tæk- in. framkvæmdastjóri rússneska kommúnistaflokksins, Suslov, mjög mikilvægt hlutverk og lét frá sér fara ummæli, sem voru í anda Stalin-tímans. Suslov krafðist þess m Súslov allir aðrir kommúnistaflokkar yrðu skilyrðislaust að viður- kenna „forustuhlutverk Sovét- ríkjanna í hinum sósíalísku her- búðum“, nákvæmlega eins og Stalin gerði á sínum tíma, en þetta var hreint brot á loforði Krúsjeffs til Títós, þegar rúss- neska sendinefndin fór iðrunar- för til Júgóslavíu árið 1955 til að biðja Tító fyrirgefningar á mis- gerðum Stalins. Loforð Krúsjeffs Við það tækifæri sagði Krúsjeff skýrt og skorinort, að ekkert ríki í hinum kommúníska heimi gæti gert kröfur til að drottna yfir eða hafa áhrif á annað kommún- istaríki. öll kommúnistaríki væru nákvæmlega jafnrétthá. Þetta loforð itrekaði Krúsjeff á leynifundi sínum við Tító í t Rúmeníu í sumar leið. En á ráð- stefnu kommúnistaleiðtoganna um fyrri helgi kom ekkert slíkt jafnrétti til mála. - Krúsjeff þagði Bæði í ræðu Suslovs og álykt- un ráðstefnunnar var lögð á það rík áherzla, að gagnrýni Sovét- ríkjanna væri hin eina rétta mæli stika fyrir alla kommúnista- flokka. Það var heimtuð alger hlýðni. Talið er, að Krúsjeff hafi ekki haft sig í frammi og að yfir- lögðu ráði ekki tekið til máls. Getur Tító bjargað Krúsjeff? í Belgrad gætir þeirrar skoð- unar nú æ meir, að Tító hafi neitað að eiga aðild að ályktun ráðstefnunnar í þeirri von, að hann geti bjargað Krúsjeff. — Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.