Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 2
2 MOECVISBI 4 ÐIÐ Fimmfu&agur 28. nóv. 1957 ísleœzkt heymjöl gæti komið í stoð erlends kjornfóðurs Þingsályktanaitillaga Ingólfs Jónssonar um heymjölsverksmiðju INGÓLFUR Jónsson flytur eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fará athug un á því, hvort æskilegt er, að komið verði upp heymjölsverk- smiðju með það fyrir augum að draga úr notkun á innfluttu kjarn- foðri. Einnig skal athugun, sem fram fer, leiða í Ijós, hvar rekstrar- skilyrði eru hagkvæmust fyrir verksmiðjuna. í greinargerð segir: Árlega er miklum gjaldeyri varið til kaupa á innfluttu kjarn- fóðri. Þótt rækta mætti fóður- korn í landinu, er víst, að það verður ekki almennt gert í ná- inni framtíð. Til þess að það mætti verða, þyrftu bændur að hafa meiri vinnukraft en nú ger- Sendiherra Kúbu af- hendir Irúnaðarfaréf HINN nýi sendiherra Kúba á fs- landi, dr. Rafael Montoro y de la Torre, afhenti í gær forseta fs- lands trúnaðarbréf sitt við hátíð- lega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Að lokinni athöfninni snæddi sendiherrann hádegisverð í boði forsetahjónanna, ásamt utanríkis ráðherra og nokkrum öðrum gest- um. Dr. Montoro er fyrsti sendi- herra Kúba á íslandi. Hann er jafnframt sendiherra lands síns í Hollandi og hefur aðsetur í Haag. ist. Landbúnaðurinn mun því framvegis nota erlent kjarnfóð- ur, eftir því sem föng eru á. Líklegt má telja, að með því að koma upp heymjölsverksmiðju á heppilegum stað, mætti draga úr innflutningi á erlendu kjarn- fóðri og spara á þann hátt erlend an gjaldeyri. í fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr má nota allt að Va heymjöl. Er talið, að slík blanda sé ekki verri en það fóður, sem venjulega er notað. Fyrir annan búpening en mjólkurkýr væri ekki þörf á erlendu kjarnfóðri, ef heymjöl væri fyrir hendi. Af þessu er augljóst, að hey- mjölsverksmiðjan getur orðið mikið þjóðþrifafyrirtæki, ef rétt er að öllu farið frá býrjun. Verk- smiðjuna verður að byggja þar, sem landrými er mikið og þar sem grasrækt er auðveld og ódýr. Mál þetta hefur verið rætt við Pál Sveinsson sandgræðslustjóra, og hefur hann bent á, að hvergi væri betri aðstaða en á Rangár- söndum, sem nú er verið að rækta upp og gera að graslendi. Það land sem Sandgræðsla rík- isins hefur til umráða á Rangár- söndum, mun vera um 6000 hekt- ara landflæmi. Ef gert er ráð fyr- ir, að 3 tn. af heymjöli fáist af ha., fengist alls af þessu landi 18 þúsund tonn. Stærð verksmiðj unnar ætti að miða við, að hún gæti unnið úr því grasi, sem af þessu landi fengist. Ekki er fyllilega ljóst, hver stofnkostnaður slíkrar verk- smiðju er. En fullyrða má, að hann mun ekki nálgast hálft tog- araverð. Nauðsynlegt er að gera nú þegar byrjunarráðstafanir með því að fela sérfróðum mönn- um fullnaðarrannsókn á því, hvort þær björtu vonir, sem ýms ir tengja við heymjölsverksmiðju hér á landi, hafi við rök að styðj- ast. Leiði rannsóknin í Ijós, að svo er, ber að gera ráðstafanir til þess, að framkvæmdir geti hafizt sem allra fyrst. Sjúkov stjórnar nyrztu herjum Bússa Fullveldisfagnaður á Akranesi SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Þór, félag ungra Sjálf- stæðismanna, efna til fullveldis- fagnaðar á Hótel Akranesi að kvöldi n.k. sunnudags hinn 1. desember. Ávörp flytja Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, Pétur Ottesen, þing- maður Borgfirðinga og Geir Hall- grímsson, formaður S.U.S. Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari, syngur, og Hjálmar Gíslason leik- ari flytur gamanþátt. Að lokum verður dansað. LÍ.Ú kreist réttækru ráðstafma til að tryggja flotanum mannafla Samþ. aðalíundar um þetta mál BONN, 27. nóv. — Sjúkov marskálkur, fyrrverandi land- varnaráðherra Rússa, kom til Arkangelsk 15. nóvember til að taka við yfirstjórn hersveitanna við Norður íshafið, samkvæmt fréttum þýzka vikublaðsins Der Spiegel. Sé þetta rétt, þá er Sjú- kov orðinn yfirmaður rússnesku herjanna við norsku og finnsku landamærin. Blaðið heldur því ennfremur fram, að herirnir við íshafið hafi verið endurskipulagðir og séu nú allir undir einni stjórn. Der Spiegel gefur ekki upp nein- ar heimildir fyrir frétt sinni, og þeir menn, sem bezt eru kunn- ugir þessum málum í vestri, hafa hvorki borið hana til baka né staðfest hana. Hins vegar bendir margt til þess, að endurskipu- lagning herjanna við Norður-ís- hafið hafi átt sér stað. Gretschko hækkar í tign Þá eru uppi miklar getgátur um annan háttsettan herforingja, Andrci A. Gretschko marskálk, sem er yfirmaður rússneska setu- liðsins 1 Austur-Þýzkalandi, en það er sem kunnugt er mjög öfl ugt. Síðasti orðrómurinn í Vest- ur-Berlin er þess efnis, að hann verði kallaður heim til Moskvu og gerður aðstoðar-landvarnaráð herra. Þessi orðrómur var óbeint staðfestur af austur-þýzku frétta stofunni, sem tilkynnti í fyrra- dag, að Gretschko yrði leystur frá störfum sem yfirhershöfð ingi í Austur-Þýzkalandi til að taka við mikilvægara starfi heima fyrir. Þar með virðist sú skoðun sumra, að brottför Gret- schkos standi í sambandi við hreinsun á vinum Sjúkovs, vera reist á sandi. Austur-Þjóðverjar hreinsa til Þá gengur orðrómur um yfir- mann austur-þýzku hersveit- anna, Vincenz Muller hershöfð- ingja. Síðustu tvær vikurnar hef- ur hann ekki gegnt störfum, og er það sett í samband við það, að ýmsum herforingjum, sem voru óánægðir með fall Sjúkovs, hef- ur verið vikið frá störfum. Marg- ir þessara manna eru sagðir hafa gagnrýnt harðlega ráðagerðirnar um aukin afskipti flokksins af hernum. Talið er vafasamt, að Múller hershöfðingi hafi tekið þátt í þessari gágnrýni, en hins vegar á það að hafa kostað hann stöðuna, að hann gat ekki stemmt stigu við gagnrýninni. Asamt honum hafa um 200 herforingjar annað hvort misst stöður sínar eða verið lækkaðir í tign. Utanþingsstjórn í Finnlandi HELSINKI, 27. nóv. — Stjórnar- kreppan í Finnlandi fékk nýja stefnu í kvöld, þegar það var op- inberlega tilkynnt, að Kekkonen forseti muni hefja samningaum- leitanir á morgun með það fyrir augum að fá myndaða utanþings- stjórn. Hingað til hefur myndun utanþingsstjórnar í Finnlandi jafnan staðið í sambandi við þing rof og nýjar kosningar. En í þetta sinn mun ekki horfið að því ráði að rjúfa þing, samkvæmt opin- berri yfirlýsingu forsetans. Það var álit manna í Helsinki í kvöld, að stjórnin yrði mynduð af aðalbankastjóra Finnlands- banka, von Fienndt, sem er ný- kominn heim úr stuttri heimsókn til Stokkhólms. Talið er sennilegt, að allir ráðherrar hinnar nýju stjórnar verði sóttir út fyrir sali þingsins, en ekki liggur fyrir nein opinber yfirlýsing um það. Yfirstandandi stjórnarkreppa slær öll fyrri met í Finnlandi. Á morgun eru 42 dagar síðan stjórn Sukselainens féll. Lengsta stjórn- arkreppan fram að þessu varð árið 1947, þegar stjórn Pekkala sagði af sér. Hún var leyst eftir 41 dag með því móti, að sjórn Pekkala var látinn sitja áfram. — Reuter. EINS og áður hefir verið frá skýrt í fréttum, var mikið rætt um skort á fiskimönnum á aðal- fundi Landssambands ísl. útvegs- manna, sem nýlega er lokið. Blaðið bittir hér tillögu, sem fundurinn samþykkti í þessu sam bandi, en hún er svohljóðandi: Allt útlit er fyrir að eigi verði unnt að manna fiskiskipaflota landsmanna á komandi vetrar- vertíð og eigi heldur unnt að veita viðtöku til verkunar afla þeim, sem reiknað verður með að berist að landi. Öllum er ljóst, að því aðeins verða núverandi lífskjör alls almennings varðveitt og bætt, að útflutningsframleiðsl- an fái til starfa nauðsynlega, góða ! starfsmenn á öllum aldri. Sam- þykkir aðalfundur L.f.Ú. að fela stjórninni að hefja nú þegar við- ræður við formenn allra stórn- málaflokkanna, ríkisstjórn og borgarstjórann í Reykjavík, með það fyrir augum að tryggja út- flutningsframleiðslunni nauðsyn- lega starfskrafta, þótt það kunni að leiða til þess að byggingar- framkvæmdir frestist um sinn, og/eða stytta þurfi skólatíma, og/eða fresta þurfi skólagöngu ungmenna um tíma. Skorar fund- urinn á ríkisstjórnina, bæjar- og sveitarfélög og stjórn seðlabank- ans, að haga ráðstöfunum sínum á þann veg, að framleiðslustarf- semi til sjávar og sveita, fái not- ið fullra afkasta á næstkomandi ári. Afurðasölunefnd hafði reifað málið með svohljóðandi áliti, sem fundurinn samþykkti: Nefndin telur, að stöðugur skortur fiskimanna dragi mjög verulega úr aflamöguleikum fiski skipanna og að vinna beri að því við ríkisstjórn og Alþingi, að gerðar verði ráðstafanir til þess að draga úr þessu þjóðhættulega ástandi með það fyrir augum, að þeir sem hafa sjómennsku á fiski- skipum að aðalstarfi, verði látnir njóta fríðinda við álagningu tekjuskatts og útsvars. Jafnframt verði dregið mjög úr fjárfest- ingarframkvæmdum í landinu fyrir tilstuðlan Alþingis, ríkis- stjórnar, bæjarfélaga og Seðla- bankans. Ennfremur verði sett það skilyrði fyrir skólagöngu í framhaldsskólum, að hver heil- brigður nemandi, sem orðinn er 16 ára gamall, vinni a. m. k. 3 mánuði á ári við framleiðslustörf við sjávarútveg eða landbúnað, enda sé nemendum greitt kaup samkv. gildandi kauptöxtum við þá vinnu. í sambandi við þetta vandamál verði athugaðir möguleikar á stofnun lífeyrissjóðs fyrir sjó- menn. Loks lagði nefndin á það höfuð- áherzlu, að leyft yrði á næstu vertíð að ráða Færeyinga á fiski- skipin á sama hátt og áður. EfnaiðnaSur í HveragerBi Spánverjar senda liðs- auka til Marokkó RABAT, 27. nóv. — Blaðið A1 Alam í Marokkó segir í dag, að spönsku hersveitirnar í Ifni á Atlantshafsströnd Marokkó hafi misst 50 menn í bardögum við uppreisnarmenn í landinu. í frétt frá fregnritara hlaðsins i Spánska Marokkó segir, að spænsku yfir- völdin ráði enn yfir höfuðborg- inni Sidi Ifni. Sett hefur verið hafnbann á borgina og margir menn hafa verið handteknir. Uppreisnarmenn höfðu áður til kynnt, að höfuðborgin hefði fall- ið í hendur þeim. Frá Madrid berast þær fregnir, að spænska herstjórnin hafi sent þrjár flug- vélar af gerðinni Bristol með liðsauka til Ifni. Lögðu þær upp frá flugvelli utan við Madrid í dögun í morgun. — Reuter. F Arekstur á landa- mærum Túnis TÚNIS, 27. nóv. — f dag varð árekstur milli franskra hermanna og hermanna frá Túnis á landa- mærum Túnis og Alsír, sam- kvæmt opinberri tilkynningu Túnis-stjórnar. Formælandi stjórnarinnar sagði, að til átak- anna hefði komið, eftir að fransk ir hermenn fóru 400 metra inn fyrir landamæri Túnis. Formæl- andi franska sendiráðsins í Túnis kvað frönskum stjórnarvöldum vera ókunnugt um þennan árekst ur, en rannsókn hefði verið fyrir- skipuð. Búrgíba forseti Túnis kallaði franska sendiherrann á sinn fund í dag og afhenti honum harðorð mótmæli vegna atburðarins. Það er ekki vitað ennþá, hvort mann- tjón varð. — Reuter. E IN S og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu (sjá Mbl. 2. nóv.) flytja þingmenn Árnesinga tillögu til þings- ályktunar um, að ríkisstjórn- in láti athuga skilyrði fyrir staðsetningu efnaiðnaðarverk smiðju í Hveragerði. Tillagan kom til umræðu á fundi sameinaðs þings í gær, og fylgdi Sigurður Ó. Ólafs- son henni úr hlaði. Sigurður sagði meðal annars: Vatnsorkan og jarðhitinn eru stærstu auðlindir íslands. Segja má, að virkjun vatnsorkunnar hafi fleygt fram á síðari árum, 2n hagnýting jarðhitans er skemmra á veg komin. Jarð- hitasvæðin hafa þó verið mikið rannsök- uð og ýmsar áætlanir gerð ar um fram- kvæmdir á þessu sviði. — Við ákvarðanir í því sambandi þarf að taka tillit til ýmissa atvika, einkum þess, hver orka Sigurður. Skákþing Suðurnesja KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 27. nóv. — Níunda umferð á skák- þingi Suðurnesja var tefld á mánudagskvöld. Efstur er ennþá Ragnar Karlsson með 8 vinninga og biskák, næstur er Óli Karls- son og Páll G. Jónsson með 7 vinninga og biðskák og er það skák, sem þeir eiga ólokið hvor við annan og þykir hún jafn- teflisleg. Þá er Borgþór H. Jóns- son með 6 minninga og biðskák, G. Páll Jónsson 6 vinninga og Hörður Jónsson 5% vinning og tvær biðskákir. 10 umferð verður tefld í kvöld kl. 8 og biðskákir verða tefldar I á sunnudaginn. BÞ. er fyrir hendi, hvernig jarðhita- svæðið er í sveit sett og hvort vinnuafl er þar til staðar. I Hveragerði eru nú um 600 íbúar og þar eru nú gróðurhús, sem öll eru hituð með jarðhita, og framleiða afurðir fyrir um 2 millj. kr. á ári. Að undanförnu hefur hreppsnefndin í bænum látið gera hitaveitukerfi, sem kemur í stað þeirra veitna, sem menn höfðu áður komið sér upp, hver fyrir sig að verulegu leyti. Þetta nýja kerfi er þegar tekið í notkun, en er þó ekki fullgert. Rannsóknir og skýrslur liggja þegar fyrir um frekari nýtingu jarðhitans í Hveragerði, m. a. til þaravinnslu. Þessum rannsókn- um þarf að halda áfram og ráð- ast síðan í framkvæmdir, enda er Hveragerði vel í sveit sett, en íbúarnir hafa þörf fyrir aukna atvinnu. Tillögunni var vísað til alls- herjarnefndar sameinaðs þings til athugunar. Bandaríkin og Mnrokkó semjn Washington, 27. nóv. — í viðtali við AFP í dag sagði utanríkis- ráðherra Marokkós, Ahmed Bala- frej, að í ráði sé að gera bráða- birgðasamninga um bandaríska flugvelli í Marokkó. Verður um það samið, að bandarískir her- menn verði á þessum stöðum ákveðinn tíma. Utanríkisráðherrann, sem er I fylgd með Múhammed konungi í opinberri heimsókn hcfns til Bandaríkjanna, sagði, að Mar- okkó hefði farið fram á aukna efnahagshjálp frá Bandaríkjun- um, en hins vegar hafi Banda- ríkjastjórn boðizt til að auka þá hjálp, sem nú er veitt Marokkó- búum. Dulles utanríkisráðherra hefur átt langar viðræður við Múham- med konung um Alsír-málin og tillögu Marokkó og Túnis um að koma á sáttum í Alsír, sagði ut- anríkisráðherrann. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.