Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 1
24 síður
44. árgangnr.
284. tbl. — Föstudagur 13. desember 1957
Prentsmiðja Morgunblaðsins-
Varðarfundurinn um kosningahömlurnar:
,Þeir skulu ekki fá frið til
að eyðileggja Reykjavik”
Kosningahömiurnar miScst fyrsf og
fremst wiö Reykjavik
FramsóknarmeBin geta eftir sem
áðnr haidið áfram kosnlnga- .
dreifbýiinu
kugun sinni
ÖLL Sjálfstæðisfélögin í
Reykjavík héldu sameigin-
legan fund í gærkvöldi og var
fundarefnið, hvert kosninga-
hömlur stjórnarflokkanna
stefndu. Var fundurinn mjög
fjölsóttur. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, formaður Varð-
ar, setti fundinn og lýsti því
að nú væri kornið fram frum-
varp, sem miðaði að því að
þrengja möguleika fólks til að
neita kosningaréttar síns. —
Væri tilgangurinn auðsjáan-
lega sá að hnekkja áhrifum
fjölmennasta stjórnmála-
flokksins og þá fyrst og
fremst hér í Reykjavík. Hann
kvað Sjálfstæðismenn ekki
telja sínum flokki stafa nein
sérstök hætta af þessu máli,
heldur snúi það raunverulega
að öllum kjósendum í land-
inu. Ræðumenn á fundinum
voru þeir Bjarni Benedikts
son aðalritstjóri og Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri.
Úr rœðu Bjarnct
Benediktssonar
Bjarni Benediktsson hóf mál
sitt með því að segja, að ekki
vantaði fögur orð og lýsingar
þeirra, sem bæru fram Kosninga-
lagabreytinguna, um hver væri
tilgangur hennar. Þeir segðust
tetia sér að „friða kjördaginn".
Tilkoma og undirbúningur frum-
varpsins sýmr þó, að þessir menn
hafa allt annað en frið og góð-
an tilgang í huga. Ef svo hefði
verið, þá mundu þeir hafa lagt
frumvarpið fyrir með öðrum
hætti. Venja hefur verið, að ef
gera á meiri háttar breytingar á
kosningalögunum, þá sé leitað
samkomulags allra þingflokka
og í þeim tilgangi starfar nú
milliþinganefnd innan þingsins,
þar sem leita á samkomulags
milli flokkanna um breytingar á
kosningafyrirkomulaginu. Þessi
nefnd hefur undanfarið setið
undir forsæti eins Framsóknar-
þingmanns og hefur ekki heyrzt
að þetta frumvarp hafi verið
undir þá nefnd borið. Hins veg-
ar hafði á undanförnum vikum
heyrzt að frumvarp í þessa átt
væri í uppsiglingu og hafði bend-
ing um það komið fram í bæj-
arstjórn Reykjavíkur. Ekkert
hefur verið um málið rætt við
Sjálfstæðisflokkinn, sem er fjól-
mennasti flokkur þjóðarinnar.
Þvert á móti hefur málinu verið
haldið leyndu fyrir honum, þar
til það var lagt fram. Það vakti
athygli hve mikið lá á, þegar
málið loksins kom fram, því þá
var það tekið á dagskrá án lög-
legs fyrirvara. Þingdeildin var
knúin til þess, með atkvæðum
stj órnarf lokkanna, að taka til
umræðu frumvarp, sem þing-
menn höfðu ekki getað lesið í
næði og þekktu naumast. Þetta
hefur í rauninni komið mjög hart
niður á stjórnarflokkunum sjálf-
um, því þeir hafa neyðzt til að
breyta ýmsum ákvæðum í með-
förunum, vegna þess hve frum-
varpið, var hroðvirknislega sam-
ið. Hér átti að greiða stór högg,
en vegna þess hve fumið og fljót-
færnin var mikil, varð úr því
klámhögg, sem bitnaði að veru-
legu leyti á þeim sjálfum, sem
reiddu svo hátt til höggs.
Ræðumaður sagði, að í sam-
bandi við þetta frumvarp kæmi
fram meiri hræsni cg yfirdrep-
skapur en menn ættu að venj-
ast af hálfu stjórnarflokkanna
en þó heíðu þeir gengið lengra
í þeim efnum, en dæmi væru til
áður. í athugasemd við 4. gr
frumvarpsins væri sagt, að til-
gangurinn væri sá að óviðkom
andi menn fengju ekki vitneskju
um það, hvort menn hefðu kos-
ið eða ekki. Ræðumaður sagði
að deila mætti um, hvort slíkt
væri í rauninni einkamál kjós
enda. í sumum elztu lýðræðis-
löndum væri það ekki talið neitt
einkamál kjósendanna, heldur
væri þar þvert á móti lögð kosn-
Framh. á bls. 3.
Hvað er á seyði í Indónesíu?
Óstaðfestar fregnir segja, að herinn hafi tek-
ið völdin og Sukarno sé í fangelsi —
HAAG, 12. des. — Útvarps-
stöðvar í Hollandi hættu allt
í einu venjulegum útsending-
um og skýrðu frá því, að
Sukarnó, forseti Indónesíu,
Bréfi Bulganins fálega
O O
iekið í Washington
Rússar reyna aðeins að grafa undan Áflanfshafs-
WASHINGTON, 12. des. —
11 dag sat Eisenhower Banda-
ríkjaforseti fund með Örygg-
isráði Bandaríkjanna og segja
fréttamenn, að rætt hafi verið
um Bulganinsbréfið síðasta og
það skref, sem Rússar hafa nú
stigið með bréfaskriftum sín-
um fyrir ráðherrafund At-
lantshafsríkjanna, sem hald-
inn verður í París.
Sú tillaga Bulganins, að efnt
verði til fundar æðstu manna
s-tórveldanna, hefur hlotið held-
ur daufar undirtektir í Washing
ton. — Stjórnmálamenn í Was-
hington eru þeirrar skoðunar, að
Eisenhower og Dulles muni báðir
undirstrika það á ráðherrafund-
inum, að bréfaskriftir Rússa séu
til þess eins gerðar að grafa und
an Atlantshafsbandalaginu. — I
Lundúnum segja stjórnmála-
menn, að hvergi komi fram í bréf
um Bulganins, að hann hafi
áhuga á því, að stórveldin ræði
um hinar eiginlegu orsakir kalda
stríðsins. — Eins og allir viti,
séu Þýzkalands- og afvopnunar-
málin aðalorsök spennunnar í
heiminum. Einnig sé ástandið í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs mikilvægt atriði, þegar leit-
að er orsaka kalda stríðsins. Þá
er einnig bent á, að ekkert nýtt
komi fram í bréfi Bulganins.
Fréttir herma, að flestir for-
sætisráðherrar NATO-ríkjanna
hafi fengið bréf frá Bulganin. I
bréfum sínum til forsætisráð-
herra Frakka og Hollendinga
varar hann m.a. við því, að komið
verði á fót eldflaugastöðvum í
þessum löndum og einnig ræðir
hann um „styrjaldaráform
Breta og Bandaríkjamanna".
Sukarno
hefðu verið tekinn höndurn
og beðinn að leita hælis er-
lendis sem pólitískur flótta-
maður, og herinn hefði tekið
stjórn landsins í sínar hend-
ur. í fréttinni sagði ennfrem-
ur, að hún hefði ekki verið
staðfest opinberlega.
Fréttaritari AFP í Djakarta
segir, að Djuanda, forsætis-
ráðherra Indónesíu, hafi skýrt
frá því í útvarpi í höfuðborg-
inni, að Sukarnó forseti væri
sjúkur og læknar ráðlegðu
honum að leita sér lækninga
erlendis. — Annars er enn
allt á huldu um það, livernig
í þessu liggur.
★
Síðustu fregnir í gærkvöldi
hermdu, að Sukarnó forseti
hefði sagt af sér embætti, bug
aður á sál og líkama.
RÓMABORG, 12. des. — Fréttir
herma að ítalski kommúnista-
flokkurinn sé nú í meiri vanda
staddur en nokkru sinni áður. Á
flokksþinginu varð aðalritarinn,
Giorgio Amendola, að viður-
kenna, að nú væri 200 þús. flokks
mönnum færra en í fyrra. Hefur
meðlimunum því fækkað um
10%. Álitið er, að flokksbundnir
kommúnistar í Ítalíu séu nú und-
ir 2 milljónum, en eins og kunn-
ugt er, þá er ítalski kommúnista-
flokkurinn hinn stærsti í Evrópu
utan Rússlands og lcppríkjanna.
Taka Þjóðverjarog Japanir við
af Hoílendingum í indónesiu!
200 rússneskir kafbáfar
sfrendur Bandaríkjanna
Rússneskir sjóliðsforingjar leita hælis
í New York
YORK, 12. des. — Tveir
NEW YORK, 12.
rússneskir sjóliðsforingjar hafa
nýlega beðið um hæli sem póli-
tískir flóttamenn í New York.
Fréttaritarar segja, að þeir skýr'
nú bandarísku leyniþjónustunni
frá mikilvægum atriðum í sam-
bandi við rússneska flotann. —
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli vestra, en bandarísk stjórn-
arvöld hafa í lengstu lög reynt
að halda því leyndu.
Fréttamenn segja, að annar
Rússinn, Levi Predechevsky,
hafi skýrt svo frá, að um 200
rússneskir kafbátar séu stöð-
ugt við strendur Bandaríkj-
anna, viðbúnir að láta til skar
ar skríða, ef svo ber undir. —
Hinn Rússinn sagði, að rauði
flotinn hefði yfir að ráða um
500 nýtízku kafbátum.
Flotamálaráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur látið í ljós óánægju
sína yfir því, að þetta hefur kvis-
azt út. Það hefur þó ekki reynt
að bera fréttina til baka.
DJAKARTA, 12. des. — Indó-
nesíumenn eru nú farnir að leita
hófanna hjá Vestur-Þjóðverjum
og Japönum, að þeir hlaupi í
skarðið fyrir Hollendinga og taki
að sér ýmis þau störf, sem þeir
hafa gegnt í Indónesíu und-
anfarið. — Fréttamenn segja,
að Indónesíustjórn beini nú Ev-
rópuviðskiptum sínum til Vestur-
Þýzkalands í stað Hollands. Þá
hefur stjórnin farið þess á leit
við Japana, að þeir annist sigl-
ingar umhverfis eyjarnar, sem
Hollendingar hafa séð nm hingað
til. —
Subchan .verzlunarráðherra
Indónesíu, hefur sagt, að nú verði
Hamborg miðstöð Evrópuvið-
skiptanna í stað Amsterdams og
Rotterdams. Þá hefur samgöngu-
málaráðherra Japans, Nakamura,
staðfest fregnir þess efnis, að
Indónesíustjórn hafi leitað til
Japana um að þeir taki við strand
ferðunum af Hollendingum. —
Gert er ráð fyrir því, að Japanir
fari sér hægt í þessu til að skaða
ekki samvinnu Japans og Hol-
lands.