Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 9
Föstudagur 13 des 1957
woncrw rtr 4»ið
9
Nýjustu TARZAN-bækurnar eru:
TARZAN hinn ógurlegi
TAkZAN og fýnda horgin
TARZAN-sögurnar
eru sennilega víðlesnustu skemmtisögur I veröldinni. Ævin-
týrin sem þessi snjalla hetja ratar í og þær ótrúlegustu
þrautir, sem honum tekst ætíð að leysa, koma hugmynda-
fluginu á hreyfingu, og lesandinn fylgir honum af lífi og
sál á hinum hættulegu ferðum hans. Þessar Tarzan-sögur
hafa komið út á íslenzku og fást hjá öllum bóksölum:
Tarzan — Tarzan snýr aftur — Tarzan og dýrin — Sonur
Tarzans — Tarzan og gimsteinar Ópar — Villti Tarzan —
TARZAN HINN ÓGURLEGI — Tarzan og gullna ljónið —
Tarzan og dvergarnir — Tarzan einvaldur skógarins —
Tarzan og tvífarinn — Tarzan og pardusmennirnir — Á
næsiunni kcmur út: TARZAN OG TÝNDA BORGIN.
SIGGA og félagar
Þetta er sú þriðja í röðinni af hinum vinsælu SIGGU-
bókum, eftirlæti allra ungra stúlkna. Þessi bók fjallar um
líf og starf hinna ungu vinkvenna, Siggu, Solveigu, Tönju
og Vibeku, í, skóginum. En hómark viðburðanna er, þegar
þær komast í kynni við dularfullan draug, sem virðist halda
sig nálægt heimkynnum þeirra. — Þessi kynni leiða til þess,
að þær komast á sporið eftir illræmdum smyglaraflokki, er
hyggst nota/skóginn fyrir myrkraverk sín. En hinir harð-
svíruðu smyglarar hafa áreiðanlega ekki reiknað með því,
að þessar ungu stúlkur yrðu þess valdandi, að þeir að lokum
yrðu settir undir lás og slá. En auðvitað nutu hinir ungu
vinir okkar aðstoðar við þessa hetjudáð, og má þar fyrst
nefna Axel, bróður Siggu, sem í öllu reyndist ráðagóð hetja,
þegar unnið var að handtöku smyglaraflokksins, og kom þá
í góðar þarfir hinn nýi vélbátur hans, Haförninn, sem hann
hafði unnið í happarætti. En í sambandi við bátinn skeða
SIGGA getur allt
Þetta er hin fjórða í röðinni af hinum vinsælu Siggu-
bókum, sem allar ungar stúlkur eru svo hrifnar af. Enn
koma mest við sögu, auk söguhetjunnar Siggu, vinkonur
hennar þrjár: Solveig frænka hennar, Tanja, zígaunastúlk-
'an og Vibeka greifadóttir. Bók þessi er jafn spennandi og
viðburðarrík og hinar þrjár, sem út hafa komið á undan
henni. Enn sem fyrr er Tröllaskógur og nágrenni vett-
vangur sögunnar. En mest spennandi er þó viðureignin
við veiðiþjófinn og frásögnin um svaðilför þeirra vin-
kvenna á árabátnum. Einnig fáum við tækifæri til að
kynnast reiðmennskuhæfileikum Siggu litlu rauðtoppu, en
hún var mikið fyrir hesta, eins og við vitum af fyrri
kynnum. En nú er alvara í því, hún tekur þátt í kapp-
reiðum inni í borginni, en ekki er vert að segja frá úrslit-
um þeirra hér. -fc Af Siggu-bókunum hafa komið út:
Sigga og Sólveig; Sigga og zigaumastúlkan; Sigga og félagar;
Sigga gelur allt.
mörg ævintýri.
Nýr og spennandi bókaflokkur fýrir ungar stúlkur:
MÖG0U-6ÆKUR Al AR
Möggu-bækurnar eru skrifaðar af þekktri skáldkonu, Wenche Norberg Schulz, sem
einkum hefur lagt fyrir sig að skrifa telpnasögur. — Fyrsta bókin i þessum vinsæla
bókaflokki heitir
- MAGGA og leynifélagið
og fjallar um fjórtán ára stúlku, Möggu, sem dvelur sumar-
langt í afskekktu sveitaþorpi, þar sem sjaldan skeður neitt
sögulegt. En þrátt fyrir það bregður nú svo við, að þetta
verður hið sögulegasta fyrir Möggu jafnöldru hennar, Marit,
dóttur ferjumannsins, og tvo unga félaga þeirra, sautján ára
pilta. Sá, sem veldur því, að eitthvað gei'izt í lífi þessara
vina okkar, er verzlunarstjóri Samvinnufélagsins í þorp-
inu, Níels, eða glott-púkinn, eins og hann er vanalega kall-
aðux-, vegna þess að hann brosir svo smeðjulega í viðurvist
annarra. Og það er einmitt þetta viðurstyggilega bros, og
meðferð hans á aumingjanum, Jens fávita, að leynifélagið
grunar, að eitthvað óhreint leynist bak við. — Fylgist með
MÖGGU bókunum frá byrjun. — Þær eru skemmtiíega
skrifaðar og mjög spennandi.
GÓÐAR JÓLABÆKUR
Londið okkar
Landið okkar, hin ágæta bók Pálma Hannessonar fæst
hjá bóksölum og umboðsmönnum
Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Aðalútsala: Bókabúð Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21,
Reykjavík, pósthólf 1398, sími 10282.
Verð kr. 115.00 ób., 150.00 í skinnlíki, 195.00 í skinnbandi.
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs
fá 20% afslátt á útsöluverði.
Fiskarnir
Ný og aukin útgáfa hins stórmerka rits Bjarna Sæmunds-
sonar um fiskana, fæst hjá bóksölum og umboðsmönnum
vorum um land allt.
Aðalútsala: Bókabúð Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21,
Reykjavík, pósthólf 1398, simi 10282.
Bók Bjarna Sæmundssonar, Sjór og loft, fæst einnig í
Bókabúð Menningarsjóðs.
Fiskarnir eru 600 bls. með 250 myndum og litprentuðu
korti af fiskimiðum við ísland. Verð kr. 145.00 ób., 180.00
í skinn, 230.00 í skinnbandi. Félagsmenn fá 20% afslátt
frá því verði.
Félagsmenn í Reykjavík: Félagsbækurnar 1957 eru komn-
ar út. Gjörið svo vel og viíjið þeirra á Hverfisgötu 21.
Kaupið jólabækurnar hjá eigin forlagi og njótið þeirra
hlunninda, sem það býður.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS.