Morgunblaðið - 13.12.1957, Síða 13

Morgunblaðið - 13.12.1957, Síða 13
Föstudagur 13. des. 1957 MORGUNBT 4Ð1Ð 13 Gubjón Gublaugsson alþm. Hlustað á útvarp OFT er talað um aldamótakyn- slóðina, sem fyrirrennara og afl- vaka þeirra miklu framfara, sem síðar hafa orðið. Hve giftudrjúg þessi kynslóð varð, mun að nokkru mega rekja til þess að upp úr aldamótum brá til hins betra um árferði, eftir hinn langa harðindakafla, sem haldizt hafð? nær óslitið frá 1880. Hert í eld- skírn þrautaáranna horfði þetta fólk nú fram til betri og batn andi tíma, sem jók því baráttu- kjark. Svo kom ungmennafélags hreyfingin, sem hreif æsku lands- ins. Hennar einkunnarorð voru: „íslandi allt“. Þó eitthvað yrði vanefnt af þeim heitum, þá mun það hafa orðið mörgum unglingn- um gott veganesti og fór ekki framhjá þeim, sem eldri voru og komnir nokkuð til þroska. Hjó þeim er eldri voru mun líka hafa lifað í glæðum frá hreyfingu þeirri er um landið fór Þjóð- hátíðarárið 1874 en hafís og harð- indi náðu ekki að buga. Þótt þeir lifi lengst meðal þjóða, er fram úr skara í listum og vísindum, þá verða þeir jafn an minnisstæðir, sem forustu hafa um framkvæmdir og ýmsai félagslegar umbætur, framtíðin nýtur verka þeirra þó með tím- anum fölskvist yfir nöfnin. Einn þeirra manna, sem virk- an hátt tóku í þessu viðreisnar- starfi á seinni hluta síðastliðinn- ar aldar og fram eftir þessar) var Guðjón Guðlaugsson. Hann var fæddur 13. des. 1857. — Kirkjubók segir hann fæddan 9 des. en Guðjón taldi sjálfur fæð- ingardag sinn þann 13. — For- eldrar Guðjóns voru Björg Tóm asdóttir frá Galtardal á Fells- strönd Jónssonar og Guðlaugur Jónsson frá Geirmundarstöðum á Skarðsströnd. Þau hjón voru fá- tæk og á þeim tímum voru fa tækifæri fyrir þá, sem af fa- tækum foreldrum voru komnir og höfðu ekki styrk mektai - manna, til að komast til mennta sem kallað var. Hversu rík su þrá var hjá Guðjóni má marka af því, að hann, part úr vetri, sækir unglingaskóla, sem Torfi í Ólafsdal hélt að Hvoli í Saui- bæ, áður en hann setti skóla i Ólafsdal. Þá stundaði hann jarð- yrkjunám að Rauðamýri hjá Halldóri Jónssyni bónda þar, en Halldór hafði stundað nám i Noregi og kenndi svo piltum heima hjá sér. Þessir menn, Torfi og Halldór, voru báðir áhugamenn um bún- að og alls konar framfarir. Hefur því þetta verið holl skólagangð fyrir vel gefinn og áhugasaman ungling. Að þessu námi loknu fer Guðjón til Danmerkur og fæst þar við jarðyrkjustörf. Öll hans námsviðleitni sýnist hafa stefnt að því að verða menntaður bóndi umfram það sem almennt gerist. Nú voru hörð ár, var því ekki árennilegt fyrir efnalausan mann að hefja búskap, samt fer Guðjón að búa árið 1883, þá að Hvalsá í Tungusveit. Þetta er lítil jörð og þá ekki bætt að hús- um og ræktun. Mætti Guðjón líta yfir ræktuð lönd og glæsilegar byggingar, sem nú eru á þessari litlu jörð, mundu þar blasa við augum hans þær glæsilegu fram kvæmdir, sem hann ef til vill hef- ur dreymt um. Vorið 1887 hefur Guðjón jarða- skipti við bóndann að Ljúfustöð um í Kollafirði og býr þar tii ársins 1902, var hann síðan oft- ast kenndur við þann bæ, enda fer hann þá að láta til sín taka um búnaðar- og félagsmál. Ma þar til nefna: Félagsvinna var hafin við jarðabótaframkvæmdir meðal bænda í hreppnum. Korn- forðabúr var sett á laggirnar, sem taka mátti til ef dróst með „siglingar" sem oft gat komið fyrir á þeim árum, þegar ísar lágu fyrir landi á sumar fram. Þá var hafinn ásetningur eða eftirlit með fóðurbirgðum bænda, með svipuðu sniði og nú er haft, enda skrifaði Guðjón um það mál í Búnaðarritið. Þá má geta þess að hann annaðist um Lestrarfé- lag hreppsins og lagði því til fé Aldarminning úr eigin vasa. Er mér það minn- isstætt, þegar ég var sendur eft- ir bókum, hversu hann var leið- beinandi um bókaval og mun svo fleiri unglingum fundizt hafa. Jörðina bætti Guðjón mikið að ræktun og byggði upp öll hús svo sem bezt gerðist á þeim tíma. Hann var bæði hreppstjóri og oddviti í Fellshreppi meðan hann bjó að Ljúfustöðum og því mik- ilsráðandi, en hins má líka geta að þarna voru aðrir góðir fé- lagsmenn og umbótasinnaðir, svo sem t. d. séra Arnór í Felli. Var líka allt sem leikur er þeir fylgd- ust að málum. Því miður báru þeir ekki gæfu til samþykkis er fram í sótti, voru ef til vill of fyrirferðarmiklir og skorti oln- bogarúm í svona litlu byggðai lagi. Það verður ekki hér rakið. En þess skal getið að þeir voru slíkir manndómsmenn að sjá misbresti á sínum samskiptum og skildu sáttir að leikslokum. Pöntunarfélag Dalamanna var stórt í sniðum um eitt skeið, náði yfir fleiri sýslur, þar á meðal meginhluta Strandasýslu. For- maður þess var hinn þjóðkunm framfara- og framkvæmdamaður. Torfi í Ólafsdal. Guðjón tók virk- an þátt í þessum félagssamtök um. Engin voru þá símasambönd. og samgöngur mjög tregar. Kom því svo að þessi víðfeðmu sam- tök þóttu þung í vöfum og heppi- legra sýndist að Strandamenn stofnuðu sérstakt félag. Árið 1898 var horfið að því ráði og var Guðjón aðalmaðurinn við und irbúning þess og því sjálfkjörinn formaður, þegar það komst á laggirnar. Komu fyrstu vörurnai til félagsins árið 1899, voru þær teknar í land á Hólmavík, en þai hafði félagið síðan aðsetur sitt og nefndist Verzlunarfélag Stein- grímsfjarðar. Fyrstu árin var mikill frumbýlingsháttur á þess- ari félagsstarfsemi. Vörurnar sem pantaðar voru urðu menn að taka svo að segja við skipshlið og flytja þær heim til sín, því húsa- kostur var enginn til vöru- geymslu. Árið 1902 flutti Guðjón bú- ferlum frá Ljúfustöðum að Kleif- um í Steingrímsfirði og bjó þar í 5 ár eða þar til árið 1907 að hann fluttist til Hólmavíkur. Undir stjórn Guðjóns efldist Verzlunarfélagið smám saman, var fljótlega mynduð við það „söludeild“, jafnhliða pöntunar- félaginu. Er fram liðu stundir féll öll pöntun niður og var þá félagið nefnt „Kaupfélag Steingríms- fjarðar" á Hólamvík. Þegar þessi félagsstofnun hófst fyrst, með aðsetri á Hólamvík, var þar fyr- ir öflug verzlun R. P. Riis. Fyrii þeirri verzlun stóð mætur innan- héraðsmaður, frændmargur og vinsæll. Það varð því á ýmsan hátt erfið aðstaða fyrir hið ný stofnaða félag, en hin styrka leið- sögn Guðjóns sigraði alla erfið- leika. Samkeppnin milli verzlan- anna var ávallt heiðarleg, enda höfðu forsvarsmenn þeirra margt saman að sælda um sveitarmál, þar sem þeir báðir voru í fremstu röð. Ég hefi hér að nokkru getið starfa Guðjóns Guðlaugssonar heima í héraði, en þá eru ótai- in afskipti hans af stjórnmálum og þingmennskustörf, verð ég fá- orður um það enda fremur al- þjóð kunnugt. Hann var þing- maður Strandamanna frá 1893— 1907 og aftur frá 1912—1913 og þjóðkjörinn þingmaður frá 1916 - -1922. Eins og kunnugt er var kosið um sambandslagauppkastið 1908. Féllu þá margir hinna eldri þing- manna, er voru fylgjendur þess. Andstæðingur Guðjóns við þær kosningar var Ari Jónsson, er síðar kallaði sig Arnalds, eldheit- ur landvarnarmaður, glæsimenm og mælskur vel. Það fór því svo í Strandasýslu, eins og víða um land, að andstæðingar „uppkasts- ins“ sigruðu. Orsök þess að svo fór má óhætt telja að margir gamlir fylgismenn Guðjóns voru andstæðingar „uppkastsins“. Ann ars leikur það orð á að Stranda- menn komi stundum alþjóð á óvart um úrslit kosninga, virða sumir þeim til hverflyndis, en aðrir telja þeim til stjórnmála- legs þroska, að þeir láti jafnan málefni ráða meiru en persónu- legt fylgi. Guðjón Guðlaugsson þótti skörungur á þingi og sómi sinnar stéttar. Hann lét mörg mál til sín taka en sterkast lið veitti hann landbúnaðarmálum og ýmsum félagsmálum. Hann var einn öflugasti fylg ismaður hinna svokölluðu „gadda vírslaga". Munu nú margir telja tilkomu gaddavírsins eitt með stærri skrefum í jarðræktarmál- um. Guðjón var ákveðinn í skoð- unum og lét lítt þokast frá sann- færingu sinni, hann tók mikinn þátt í umræðum á þingi og þótti oft gusta af honum í ræðustól. Hann var heimastjórnarmaður og stöðugur í flokki, urðu þó mörg veðrabrigði í stjórnmálum á síðustu áföngum sjálfstæðis- baráttunnar. Árið 1919 fluttist Guðjón til Reykjavíkur og keypti smábýlið Hlíðarenda við Öskjuhlíð, bjó hann þar til æviloka. Hann rækt aði og bætti býli sitt og hafð« þar snoturt kúabú, en búskap hafði hann stundað ávallt, nema þau ár sem hann dvaldi á Hólma- vík, þar varð því ekki við komið. Þó hann nú væri seztur að búi í Reykjavík hlóðust á hann mörg önnur störf. Hann var skipaður gæzlustjóri Söfnunarsjóðs íslands og í stjórn Búnaðarfélags ís- lands og gjaldkeri þess um mörg ár. Guðjón lézt 6. marz 1939. Hér hefur verið stiklað á stóru í frásögn af ævi þessa mæta manns, en mætti þó nægja til að sýna hvers trausts hann naut, frá því fyrsta hann fór að starfa á opinberum vettvangi. Æskilegt hefði verið að geta sagt meira frá æsku hans og uppvaxtarárum, frá baráttunni við fátækt og um- komuleysi til manndóms og þroska. En hvort tveggja er að til þess brestur kunnugleik og svo mundi þá þetta greinarkorn hafa lengst um skör fram. Guðjón Guðlaugsson var tvi- giftur. Fyrri kona hans var Ingi- björg Magnúsdóttir frá Miðgili í Laugardal. Þau voru barnlaus. Síðari kona hans var Jóney Guðmundsdóttir frá Felli í Kollafirði. Börn þeirra eru Guð- mundur skipstjóri á strandferða- skipinu Esju og Mundhildur Ingibjörg, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Hennar sonur er Guðjón Hansen tryggingafræð- ingur. Báðar voru þessar konur merk ar og mikilhæfar og bjuggu hon- um myndarlegt og gott heimili. Það var svo um þær, sem margar stéttarsystur þeirra, þær vinna sitt óeigingjarna starf í kyrrþey, en hversu þýðingarmikið það er starfi og þroska þeirra sem vinna á opinberum vettvangi er sjald- an að verðleikum metið. Matthías Helgason. HÁSKÓLASTÚDENTAR halda jafnan upp á 1. desember í minn- ingu um, að þann dag 1918 hlaut land vort viðurkenningu Dana sem fullvalda ríki. Stofnun lýð- veldisins 1944 var aðeins stað- festing á þessu. í huga mínum gnæfir 1. des. 1918 langt fram yfir 17. júní 1944, enda einhver hátíðlegustu augnablik ævi minn ar, er íslenzki fáninn var dreg- inn á stöng Stjórnarráðsins og danskur herflokkur heilsaði hon- um um leið og danskt herskip skaut 21 skoti, en slík kveðja er einungis veitt fána fullvalda rík- is. — Haustið 1918 var merkilegt: Þá gnæfði öskustólpi í Kötlu í austri og þutu um hann eldglær ingar er dimma tók. Þá kom hin ægilega spánska veiki, sem hundr uð manna á bezta aldri dóu úr á stuttum tíma. Heimsstyrjöldin, sem ógnað hafði öllum frá 1914 lauk — en svo þjakað var fólk af veikindi, að varla vöktu þau stór tíðindi athygli, fyrr en síðar. Það var fremur fölur og fámennur hópur, er safnast hafði saman við stjórnarráðshúsið, á Lækjartorgi og í Bankastræti þennan vetrar- dag þegar djörfustu vonir alda- mótamanna höfðu rætzt. Frá bernsku hafði ég þráð þessa stund, innileg hrifning gleði og þakklæti til forsjónarinnar gagn- tók mig er ég horfði á fánann blakta við hún. Á hátíð háskólans nú flutti prófessor Sigurður Nordal aðal- ræðuna. Einkum talaði hann um sjálfstæðisbaráttuna fyrir 1918, benti á að ýmsir atburðir í stjórn- málum Dana hefðu komið okkur til hjálpar, einkum krafa þeirra um Suður-Jótland. Vildu Danir sýna íslandi eðallyndi til þess að málstaður þeirra yrði betri. Nor- dal benti á, að síðustu 70 árin, eða frá því harðindunum um og eftir 1880 lauk hefðu verið lengsti góðviðriskafli frá landnámstíð. Og þó steðja ýmsir erfiðleikar að. Hver kynslóð verður að vinna sinn eigin sigur í sjálfstæðisbar- áttu sem aldrei lýkur. Nordal benti á, að ísland er á útjaðri hins byggilega heims, og verða að vera karlmannlegir ef duga skal. Ræða Nordals var afbragðsgóð. Hin ágæta ræða Sigurðar Bjarnasonar, alþingismanns hefur komið í þessu blaði og mun ég þvi ekki gera hana að umtalsefni hér að öðru leyti en því, að hver lesandi blaðsins ætti að lesa hana oftar en einu sinni og athuga vandlega þann boðskap er hún flytur. Þar eru vissulega orð í tíma töluð. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir talaði um daginn og veginn á mánudag. Gerði hún 1. des. að umtalsefni. Auk þess sagði hún sem satt er, að mannkynið lifir nú í skelfingu og ótta fremur en nokkurn tíma áður. Lítur ekki út fyrir að við höfum „gengið- til góðs götum fram eftir leið“, síð- an 1918. Talaði frú Aðalbjörg að eina vonin væri breytt hugarfar. Hér er að vísu erlendur her, en verður nokkurt land varið, ef notaðar yrðu kjarnorku og vetnis sprengjur? Svo talaði hún um jólin eins og þau voru áður, með hangiketi (svo er enn) sperðlar, kaffi og lummur. Þrjár konur eru nú á þingi, þessa dagana. Frú Aðalbjörg vill fá fleiri konur á þing næst og held ég að það væri alveg rétt. Ræða séra Bjarna Jónssonar, biskups, er hann hélt í hófi stúd- enta var meistaraleg og kom raunar engum á óvart, sem þekkja hann. Sögur þær, er hann sagði af sjálfum sér, frá æsku- árunum vöktu mikinn fögnuð bæði hjá þeim er veizluna sátu og svo okkur útvarpshlustendum. Síðar kom hann inn á alvarlegri efni. Séra Bjarni endist vel, sem betur fer, virðist áreiðanlega ekki um afturför að ræða hjá þess um ágæta kennimanm og „læri- meistara" — sem hefur vit og lífsreynslu fram yfir flesta nú- lifandi menn hér Lesið var úr nokkrum nýjum bókum. Ferðasaga Ebenezar Hendriksson hefur verið þýdd á ágæta íslenzku af hinum vand-, virka manni Snæbirni Jónssyni, skjalaþýðara og dómtúlki. Var lítill kafli úr þessari merku bók lesinn, var það um ferðavolk yfir Jökulsá á Fjöllum. Dr. Sig- urður Þórarinsson las. — Þá var lesið úr endurminningum Ólafíu Jóhannsdóttur (1863—1924). Vilhj. Þ. Gíslason las. Var kaflinn frá dvöl Ólafíu í Engey, hjá þeim stórmerku hjónum Kristni og Guðrúnu ( en Pétur og Ragnheið- ur tóku við af þeim). Bók Ólafíu er merk heimild um margt er á daga hennar dreif. — Þá las Vilhjálmur nokkrar stökur eftir Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi. Bókin heitir Munarósir, og eru í henni 100 ferskeytlur, margar þeirra prýðilega ortar, hef ég lesið bókina mér til mikillar ánægju. Loks las Andrés Björns- son úr bók Finns Sigmundsson- ar, en í bók þeirri eru bréf frá og til Páls Pálssonar (1807—1877) er var skrifari Bjarna amtmanns Þorsteinssonar. Nefnist bókin Skrifarinn á Stapa. Bækur þær er Finnur Sigmundsson hefur gefið út eru stórmerkar, eru þær nú fjórar: Húsfreyjan á Bessa- stöðum, Sonur gullsmiðsins, Bréf frá ísl. konum og svo Skrifarinn á Stapa. Frú Kristín Jónsdóttir flutti fróðlegt erindi um mólaralist. Aldrei kann ég að meta abstrakt málverk, botna ekkert í þeirri list. Aftur á móti þykir mér ágæt þau málverk er ég hef séð eftir frú Kristínu og efast ekki um, að hún sé mjög lærður og mikil- hæfur málari. Á miðvikudagskvöld hlustaði ég ekki á útvarp. — Á fimmtu- daginn heyrði ég ágætan og þjóð legan upplestur Vilhjálms S. Vilhjálmssonar úr hinni nýju bók hans. Við sem byggðum þessa borg. — Ýmislegt hlýtur að fara fram hjá manni af öllu því, sem útvarpið flytur. Einkum ber nú mikið á upp- lestri úr nýjum bókum í útvarp- inu. Bókaflóðið er nú í algleym- ingi fyrir jólin því margir kaupa bækur til gjafa. Er það ágætt, sé bókin gagnleg og góð. Auðvitað er þar misjafn sauður í mörgu fé, en fjöldi góðra bóka virðist nú vera gefinn út. Hef ég lesið nokkrar þeirra — en allmikið slæðist með af bókum, sem menn geta vel án verið, einkum munu það vera þýddar bækur. Á laugardaginn gerðust þau athyglisverðu tíðindi að útvarp- ið sagði frá því að Alþýðusam- bandið (þ.e. kommúnistar) hefðu nýlega sent samstarfsflokkum sínum bréf þess efnis, að teknar yrðu upp viðræður við Banda- ríkjastjórn um endurskoðun varn ar samninganna frá 1951 með það fyrir augum, að herinn hverfi úr landi. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn telja þetta, að sögn, ekki í samræmi við öryggi íslands. Ef til vill ættu kommar að hætta stjórnarsam- vinnu við Alþfl. og Framsókn? Er talsvert spennandi að fá að vita hvort þeir meina nokkuð með þessu — og gæti, sé svo, boðað allmikil tíðindi. Ég trúi ekki öðru en margir hafi skemmt sér vel af að hlusta á sænsku skáldin Bo Bergmann og Anders Österling lesa ljóð sín en það gerðist á laugardaginn 7. des. Báðir eru þessir menn ágæt ljóðskáld, enda valin kvæði er þeir lásu. Þessir þættir, Raddir frá Norðurlönduin, eru oftast ágætir. Ekki held ég að margir hlusti á þá, enda erfitt fyrii fjölda fólks vegna málsins. Sví- ana tvo var mjög gott að skilja. Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.