Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. des. 1957
MORGUN BLAÐIÐ
27
J-
P ■ b
ANNAN skólavetur sinn birti
Gestur Pálsson eftir sig tvær
sögur í Fjölsvinni, og var hann
þá 17 ára gamall. Hin fyrri
nefndist SKILNAÐUR, en hin
síðari FISKIMAÐURINN (dá-
lítil frásaga). Eru báðar þess-
Gestur Pálsson á skólaárum
sínum
ar sögur þunglyndislegar og
benda til þess sem verða'vill.
Stíllinn er orðinn allpersónu-
legur og stingur í stúf við
margt af því, sem samið var
um þetta leyti.
Fjölsvinnur var „mánaðar-
rit Bandamannafélags", gef-
ið út af nemendum „Reykja-
víkurlærðaskóla“, eins og
hann er nefndur á titilblað
inu. Auðvitað er blaðið hand-
skrifað. — Sagan Skilnaður
birtist í októberheftinu 1869
en Fiskimaðurinn í desember
— og janúarheftinu næst á
eftir.
Skilnaður
Það var þegar komið kveld,
sólin var þegar hnigin að ægi;
þokumekkirnir léku um fjalla-
tindana. Smalarnir voru farnir
að kveðja litlu stúlkurnar, og
enginn heyrði það, sem þeim fór
á milli nema fossinn í fjallinu,
sem ávallt er þagmælskur til-
heyrari. Við foss einn í dals-
botninum sátu piltur og stúlka;
það var í seinasta sinni, sem þau
áttu að finnast, því stúlkan hafði
verið neydd til þess að lofast öðr-
um manni, og pilturinn ætlaði að
fara eitthvað út í heiminn, til að
reyna að gleyma þeirri, er hann
unni mest. Það var sorgleg sjón
að sjá þau, þar sem þau grátandi
lágu í faðminum, fuglarnir
hengdu niður höfuðin og horfðu
með viðkvæmni á hina ógæfu-
sömu elskendur; fossinn í fjall
inu söng með dauðalegum og
dimmum óm um hinn síðasta
fund. Pilturinn sleit sig úr faðmi
unnustu sinnar og renndi hinum
tárvotu augum sínum yfir dalinn,
þar sem hann hafði glaður unað
í æsku sinni með foreldrum sín-
um, er nú voru andaðir, honum
sýndist dalurinn aldrei hafa verið
eins yndislegur eins og nú, þegar
hann átti að skilja við hana; hann
renndi augunum til kirkjugarðs
dalbúa, þar sem hinir ástkæru
foreldrar hans hvíldu, honum
runnu nú til rifja hinar indælu
æskustundir hans, þegar hann,
sem ekkert vissi af heiminum né
sorgum hans, hvíldi glaður við
brjóst móður sinnar. Hann tók
blóm eitt úr barmi sínum, sem
hann hafði tekið af leiði moður
sinnar og kyssti það. Hinir einu
ástvinir hans voru látnir, hann
stóð einn uppi síns liðs. Hann
stóð því næst upp og faðmaði
stúlkuna sína í seinasta sinni, og
hélt á braut með tárin í augun-
um. Enginn veit, hvað hann varð
síðan, en stúlkan fyrirfór sér i
fossinum, og fossinn kveður enn
í dag sorgarljóð um hina ógæfu-
sömu elskendur, og um hina ungu
mey, er hann ber í skauti sinu.
Fiskimaðurinn
(dálítil frásaga)
Það var þegar komið kvöld, og
sólin var gengin undir, ekkert
heyrðist í hinu litla fiskiþorpi,
nema bylgjurnar við ströndina,
sem skullu svo ótt, og voru að
Hann . . . liélt á braut með tárin í augunum.
Konan settist þá upp í rúminu . . .
kveða náhljóð yfir mönnum
þeim, er þær nýlega höfðu hrifið
í hinn svala arm sinn. í koti
einu fyrir utan þorpið voru enn
þá ljós í glugganum, því að kona
fiskimanns nokkurs lá dauðveik;
dóttir hennar sat grátandi við
rúm hennar. í kotinu var enginn
hávaði, og ekkert hljóð héyrðist
nema stunur veiku konunnar.
Allt í einu var dyrunum lokið
upp, og þar kom inn maður hinn-
ar veiku konu; hann reikaði á
ýmsar hliðar, og það var auðséð,
að hann var mjög drukkinn;
hann nam staðar við rúm konu
sinnar. Bráðum kom einhver í
dyrnar og kallaði til fiskimanns-
ins: „Þú mátt eigi vera lengi að
signa kerlinguna þina, þú skait
næst sjá, hvað þú færð, ef þú
strýkur undan merkjum foringja
þíns, og stelzt á brott út úr veit-
ingahúsinu11. Fiskimaðurinn varö
fölur sem nár, því að hann vissi
hvaða hegning var lögð við, ef
einhver í þessu félagi, sem slark-
ararnir í þorpinu höfðu stofnað,
svikist á brott úr veitingahúsinu.
Dóttir hans og kona beiddu hann
grátandi, að vera kyrran, en hanu
sleit sig burtu frá þeim og færði
sig nær dyrunum. — Konan sett-
ist þá upp í rúminu og mælti:
„Þú hefur alla-jafna verið mér
illur bóndi, þú hreifst mig nauð-
uga úr skauti foreldra minna,
þar sem ég naut rósemi og gleði'
þú hefur eytt eigum mínum í
svalli handa þér og lagsbræðrum
þínum, og skeyttir ekki um bæn-
ir hinnar grátandi konu þinnar,
er beiddi þig að hætta, og að
lyktum nú á dauðastund minnni,
viltu eigi vera konu þinni til
þjáningaléttis; þú hlýtur að sjá,
að hefndin kemur einhvern tíma,
og þú munt þola hegningu fyrir
meðferðina á konu þinni“. Því
næst hné hún aftur á bak og gaf
upp öndina í faðmi dóttur sinnar.
I koti þessu var ári síðar stúlka
ein, það var dóttir fiskimannsins,
og þó hún væri náföl og ellileg,
var hún þó eigi orðin gömul,
hún var enn þá í æskunnar bezta
blóma, en hinar föiu kinnar henn
ar og hin grátþrútnu augu báru
þess vott, að harmar og sorgir
höfðu gjört hana svo ellilega.
Fiskimaðurinn hafði reyndar
um stund bætt ráð sitt eftir
dauða konu sinnar og það var,
eins og hann iðraðist eftir það.
hvernig hann hafði breytt við
mnu sína, en bráðum gátu lags-
menn hans fengið hann til að
:ara aftur að koma í veitinga-
íúsið, og áður en langt var liðið,
sar dauði konu hans, breytni
rans við hana og orð þau, er hún
lafði mælt á dauðastund sinni,
Iveg gleymd og hann kom á
. vergjum degi í veitingahúsið. —
lann lét dóttur sína vinna baki
irotnu, og hirti alls eigi um, þótt
rún á hverjum degi yrði fölari
'g fölari.
Einhverju sinni kom hann heim
seint um kveld; hann gekk inn
í kotið, eins og hann var vanur,
með blóti, ofsa og ósköpum; hann
sá, þegar hann kom inn í kotið,
að dóttir hans lá á gólfinu; hann
tók hana upp, en hún var örend
og stirnuð; hann stóð agndofa í
sömu sporum; svitinn rann niðui
eftir líkama hans; að lyktum
gekk hann út úr kotinu, og hann
var nú í stað hins harðsvíraða
svallara, sem komst alls eigi við
af dauða konu sinnar, eður eymd
dóttur sinnar, orðinn örvænting-
arfullur; allt hið fyrra líf hans
stóð honum nú fyrir hugskots-
sjónum; en nú fyrst iðraðist hann
hins fyrra lífs síns; hann sá í
nokkurs konar draumi konu sína
með grátþrútnum augum og upp-
lyftum höndum hrópa hefnd yfir
sér, og dóttur sína með náfölum
kinnum og deyjandi augnaráði.
Hann var nú í leiðslu sinni kom-
inn fram á sjávarhamra nokkra;
hann litaðist nú um; máninn var
að gægjast upp að fjallabaki, því
að sólin var fyrir löngu runnin
til viðar, honum sýndist byggðin
vera svo fögur, hann renndi aug-
unum til kofans síns, þar sem
hann hefði getað lifað í ró og
gleði með konu sinni og dóttur,
ef hann hefði farið að ráðum
konu sinnar, en nú voru þær báð-
ar andaðar, nú var engin von
eftir, hann var oflangt kominn
á vegi glötunarinnar til þess að
geta snúið aftur, hann leit í sein-
asta sinn til veitingahússins, og
í sama bili steypti hann sér fram
af hömrunum, og hinar ólgandi
bylgjur luktust saman yfir höfði
hins ógæfusama fiskimanns.
Nú er kotið og þorpið liðið
undir lok og enginn veit með
vissu hvar það hefur staðið, en
enn í dag minnast menn með ótta
og skelfingu sögunnar um hinn
ógæfusama fiskimann.
Gestur Fálsson.
Reykjavík á skólaárum Gests Pálssonar.