Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 6
30 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 195T — Hrafnhetta Framhá af bls. 29. upp stynjandi og skjögraði að veizluborði sínu. „Það er bezt ég þjónusti mig sjálfur“, sagði hann og hvolídi í sig vænum teyg. „Seztu, maður, þú sérð ég get ekki talað við þig fyrr en um hægist. Fáðu þér dramm, Niels“. „Þakka þér fyrir, kannski eitt staup, Þorleifur", sagði Nieis I' uhrmann. „Annars er ég á hraðri ferð“. • „Einmitt það. Og hvert, ef ég mætti spyrja?“ „Heim“. „Það er svo, — heim til mad- dömu Holm, — á hraðri ferð heim tii maddömu Holm. Þú hefur kí.nnski ekki gist hjá henni í nótt?“ „Nei, — eða réttara sagt ekki það sem af er nóttu, — ég heyrði tumklukkuna slá fimm meðan ég var að tala við portvörðinn hér niðri“. Þorleifur hellti í staup og rétti honum. „Fimm?“ hváði hann hugsandi, — „þá liggur þér ekki svo lífið á, — það eru tvær stundir þang- að til maddama Hoim 'fer að hlusta eftir skóhljóði þínu ofan stigann, — eða misskil ég þetta ' clóliptamönrwLm, ómum wm aoSteir kannski allt, vinur minn góður?" „Víst ekki, Þorleifur, „sagði Niels Fuhrmann og brosti þreytu lega. „Ég sagði maddömu Holm ég væri boðinn til þín og myndi sitja með þér fram yfir lágnætt- ið, — þetta sendur að sjálfsögðu óhaggað: í nótt hef ég setið við þitt veizluborð, Þorieifur, og það- a.i kem ég heim. Skál!“ „Já, skál Nieis, þú ert 1 reyttur ekki síður en ég, þó þú hafir ekki drukkið, — fölur eins og mán- inn, nema hvað skuggar næturinn ar sitja þér enn undir hvörmum. Hvenær fórstu að heiman í gær- kveldi?" „Klukkan átta, — svo ég næði henni heima, þú skilur. Drottinn minn, þetta er búin að vera stór- kostleg nótt!“ „Ég skil. Ég skil það nærri því eins og ég væri þú sjálfur. Og nú ert þú enn á flótta undan ann- arri slíkri í bráð — ha?“ „Líklega. Sjáðu til, Þorleifur: að minni hyggju er það verkefni konunnar að láta mannir.um í té það sem hann þarfnast, vera hon- um það sem hann vill, styðja hann til þeirra verka sem hann velur sér, — það sem fram yfir þetta er, hlýtur að skaða hann. Hrafn- hetta kann sér ekki hóf. Hún lifir hóflaust, og hvert aug blik í hennar návist eins og of þaninn strengur, dæmdur til að bresta 'þá og þá. Mér finnst æðar mínar 'hálftæmdar af blóði þegar ég kem af hennar fundi, helft minn- 'ar lífsorku sóað burt. Ein nótt í faðmi Hrafnhettu er þúsund- *föld í sínu innihaldi, og maður 'kennir sig staddan í þeirri blekk- ingu að hafa lifað heilt líf, allt til þess endimarka, þangað sem ekkert er eftir nema að deyja“. „Stuggaðu frá þér ótuktinni með einum dramm, vinur“, sagði Þorleifur Arason glottandi. „Rífðu þig upp úr þessum mór- alska drekkingarhyl þínum. Fari það í helvíti ég trúi að Hrafnhétta sé öðruvísi en þær konur aðrar, sem vel kunna til ásta“. „Trúðu því sem þér sýnist, Þor leifur. Þú siglir út til Islands á morgun og sezt í embætti þitt“. „Ertu ekki á förum sjálfur úr þessum stað?“ „Jú, Guði sé lof, á morgun eins og þú, en ég er eftir sem áður IpCQ^CP^Q=*íCP<Cb=<ö=íCQ=<CP>!Cb=-sG=>CQ=<CP'CQ=*!CP‘CQ=*CpCQ=<Crr<Q s l I c 1 1 i i I I I l 'I I l Cjfe&itecj. fót! og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin. Ragnarsbúð, Fálkagötu 2. 0! f i i >3 3 { f l Í f 3 i? Cjfefilecj. jóf! Farsælt komandi ár. Klæðaverzlun Braga Brynjólfssonar Laugai egi 46. bundinn Hrafnhettu, hún bíður mín hér“. t „Þú verður feginn að hitta hana aftur, þegar þú k-emur utan úr 'Holstein, það mundi margur vilja standa í sporum þínum þá“. „Efalaust. Ég hef heldur aldrei sagt ég vildi það ekki. Kannski vil ég og vil ekki. Það er ekki gott. Heyrðu, mér hefur skilizt ég yrði ef til vill sendur til Noregs þegar ég kem aftur frá Aldinborg". „Hvað að vilja, Niels? Taka við jarlstign — að Hlöðum?“ „Hver veit. En þeir telja svo í kansellíi að sumir minna lands- manna í embættisstétt sendi bók- haldsreikninga eigi svo glöggva sem til sé ætlazt og lög mæla fyr- ir, og vilji nú senda þeim revísor með fullmagt". „Með öðrum orðum nokkurs konar amtmann upp á ísienzkan máta?“ sagði Þorleifur Arason og hóf brýnnar. „Ekki segi ég það kannski, en mér stendur þetta til boða í haust. Ég hef ekki sagt kvinnum mínum frá þessu og mun ekki gera það 'fyrst um sinn, því að nú er svo komið, að ég þykist því betur settur sem þær vita færra um mín- tar ferðir. Svo spilltur gerist ég ih- orðinn, Þorleifur, — og að .sjálfs míns dómi er það þeirra ■sök“. Niels Fuhrmann tæmdi bik- •a-inn og reis á fætur. „Samkvæmt því ekki lengur til setu boðið?“ spurði Þorleiiur Ara- son og reis einnig á fætur. „Já, samkvæmt því heim núna, áður en vinkonur mínar við Kola- torgið sakna mín. Lifi blekking- in?“ „Guð veri með þér, Niels, — það getur orðið langt þangað til við sjáumst næst“. „Já, mjög iangt", sagði Niels Fuhrmann. „Vinur og bróðir, fíirðu vel“. Þeir horfðust á litla stund, unz báðum vöknaði um augu. Og tók- ust þegjandi í hendur, og skildu að því. sindra stóllinn stál, svampur, verð kr. 435 — plastic húgagnaarkitekt Sveinn Kjarval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.