Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 24. des. 1957 MORGUNBLÁÐIÐ 39 hálendið og suðaustan eru fjall- garðar a. m. k. 1000 m hærri. Hinn fjarlægasta þeirra sjáum við greinilega í 150 km fjarska. Sléttur dalbotnsins liggja að Konsó-hálendinu norðan- og sunnanverðu. Þennan tíma árs er næturhiti hér um 20 gráður á C, en upp úr hádegi er hiti 27—30 gráður á C. Það er því ekki óskiljanlegt að fólk getur komist af án annars rúmfatnaðar en flíkanna, sem það er í alla daga — af því ekkert er til skipta. Nóttin er niðdimm — ef ekki nýtur tunglsbirtu — og er nokk- ur veginn jafnlöng allt árið. Myrkrið skellur á kl. 7—7% á kvöldin. Varðeldar hirðingja sjást úr miklum fjarska og vekja ólíkt meiri athygli en „ljósadýrð" höfuðstaðarins, Bakauk. Þar sjást ljós í tveimur gluggum! Þegar heiðskírt er og tungl í fyllingu er hitabeltisnóttin töfrandi fögur. Hér eru nú bjartir morgnar, steikjandi sólarhiti og skugga- lausir dagar fram yfir hádegi. Er líður á daginn leggur upp úti við sjóndeildarhringinn dökka skýja- bólstra á takmörkuðm svæðum, hér og þar kringum Konsóhá lendið, þeim fylgir er frá líður úrhelli, eldingar og þrumur. En í Konsó er venjulega úrkomu laust. Langvinnir þurrkar eru eitt mesta böl Suður-Eþíópíu. Kvik- fénaður fellur úr hor og jafnvel mannskepnan líka. Kvöld eitt gerði hér dynjandi skúr. í Gidole, 50 km héðan mældist úrkoman vera 45 mm á klukkustund. Þannig eru ofsa- fengnar hitabeltisskúrir. Kristín segir mér að það hafi komið fyrir að úrhelli hafi orðið svo mikið að vatn hafi flóð inn í húsið, runnið eins og lækur gegnum íbúðina. Húsið stendur í nokkrum halia og snýr bakdyrahliðin upp í brattan. — Það hefur komið sér vel þá að steingólf er í hús- inu, en kemmtilegra tilhugsunar og afspurnar að betur hefði verið búið að okkur fyrstu kristniboð- um í Konsó á einu og fyrstu kristniboðsstöð okkar íslendinga. — Það var norskt kristniboðs- félag, sem lét okkur eftir að hefja starf í Konsó. Félag þetta hefur á 7—8 árum reist allfullkomnar kristniboðsstöðvar á sjö stöðum í Suður-Eþíópíu. Ein þeirra er í Gidole, 50 km fyrir vestan Konsó. Þar hafa verið reist 2 íbúaðarhús, skóli, heimavist, kirkja, íbúð fyrir hjúkrunarkonu og sjúkraskýli. Sjúkrahús er þar í byggingu — hið fyrsta í Gama Gafahéraði. íbúar þess eru um 1 milljón. Okkur er það bæði happ og auðmýking að vera í nábýli við Norðmenn á kristniboðsakrinum. Þeir höfðu samtals 967 kristni- boða árið 1956. Það ár voru gjafir til kristniboðs talsvert á 17. millj- ón króna. Verkamannastjórnin mun hafa talið kristniboð gott verk og þjóðinni til sóma og leyfði að verulegur hluti þessara gjafa var sendur úr landi. Snemma morguns eftir skúrina miklu sá ég sjö konur í hóp arka hér framhjá, hver þeirra með tvö full vatnsker á baki, allar á leið upp til þorpsins. Aðrar níu voru á niðurleið með tóm ker, hlupu við fót og sungu eins konar vixl- söng. — Svo tilfinnanlegur er vatnsskorturinn þar sem fólkið býr í þorpum á efstu hæðunum í Konsó. Því er svo mikið í mun að hafa búsetu á hæstu stöðum hálendisins, að það setur ekki fyrir sig að bera þangað á bakinu eða höfðinu allar afurðir, eldivið, byggingarefni, mestalla aðdrætti og jafnvel vatn, neðan úr dölum og hlíðum. — Vatni er hægt að safna af bárujárnsþökum þegar rignir — Vatnskaup eru tilfinnan legur útgjaldaliður á kristniboðs- stöðinni. Með þessu er þó ekki nóg sagt um vöruflutningatæki í Suður- Eþíópíu eða Konsó. Múlasnar og úlfaldar eru hafð- ir til áburðar á langleiðum en konur innan byggðar. Hjólið mun Þannig líta akrar Konsó-manna út. Stráskýli þorpsins eru upp undir efsta hnúk. í Eþíópiu yfirleitt fyrr en á þess- ari öld. Tæknileg bróun er enn mjög skammt komin í þvi mikla landi. Hjólbörur eru víst ekki enn til í Konsó hvað þá vagnar. Nú er litið svo á, að það sé en að klæða sig í skinnpils að hætti kvenna. Auk þess er reginmunur á rétt- indum og stöðu karls og konu í þeirra þjóðfélagi. Varðveizt hafa hjá þeim þjóð kringlótt, strýtumyndað strá- skýli, eins konar hreiður sem menn hafa gert úr strái, tágum og spýtum — og hvolft yfir sig. í hverri húsaþyrpingu eða skýla- samstæðu býr ein fjölskylda, mað ur með konum sínum, einni í hverju skýli og hennar bcVnum. Minnsta skýlið, byggt á stöplum, er kornbyrða full af hirsi, teff eða dúrra, algengustu kornteg- undir Afríku. Þú gengur inn um lágar dyr kengboginn og tekur þér sæti á lágum steini, skinnfóðruðum þín vegna. Þegar augun fara að venj- ast dimmu hins ljóralausa kofa sérð þú þeldökka menn með shamma yfir sér sitja í hring með fram veggjum og horfa allir á þig — og þér finnst óviðkunnanlegt að þú ert með öðrum litarhætti en þeir. Á kringlótta moldargólf- inu sjást merki þess, að þar má kveikja eld til matreiðslu eða upphitunar. — Þannig rættist gamall draum ur 5. nóv. sl., í D’kottóþorpi, Vá klukkustundar gang frá kristni- boðsstöðinni í Konsó. Felix hafði búið mig undir þessa nýstárlegu heimsókn. Annars hefði mér kom ið á óvart að á veggnum andspæn is kofadyrunum var mynd aí Kristi og nokkrar minni Biblíu- myndir, þar sem stóð fyrir rúmu ári hásæti Saitans þess, sem Konsómenn dýrka. Kofmn var upphaflega byggður að boði Sait- ans og fyrir hann. Og hans þjónn var Barsja, húsbóndi þessa heim- ilis, í mörg ár, eða kalikja, unz hann snerist fyrir rúmu ári til trúar á Krist, og varð frjáls mað- ur. Aldraður maður í hópnum tók til máls, líkt og hefði hann orð fyrir hinum. Sjálfboðaliði sneri máii hans á amharisku, sem svo Felix túlkaði fyrir mig: Jesú Krist, til þess að frelsa þá undan valdi Saitans. Síðan sagði Barsja sjálfur frá því hvernig Saitan hefði á sín- um tíma komið yfir sig, tekið fyrir kverkar sér og öskrað eins og naut — þó enginn annar heyrði til hans: Nú verður þú að þjóna mér! Þannig varð Barsja kalikja líkt og ótal margir aðrir. Hann varð að færa Saitan dýrar fórnir alltaf öðru hverju. Fólk snéri sér til hans í veikindum og hvers konar vanda og fékk hjá honum vit- neskju um hvaða fórna óvinur- inn krafðist hverju sinni, kindar, geitar, hunangs eða smjörs. Meðan þessum samræðum fór fram hafði talsverður hópur manna safnazt fyrir utan dyrnar. Boð komu frá tveimur heimilum með beiðni um aðstoð við að hreinsa þau af öllu tilheyrandi Saitan. Fjölskyldurnar höfðu þegar ákveðið að ganga Kristi á hönd. Flestir, sem inni voru, héldu nú til þessara heimila, en nokkur spölur var á milli þeirra. Allir hlustuðu mjög andaktugir meðan Felix útskýrði hvað í því felst að vera kristinn maður og sannur lærisveinn Krists. Þá fóru hús- ráðendur og nokkrir innlendir menn kristnir inn í kofann og' báru út alls konar muni, sem höfðu verið helgaðir Saitan og enginn áður hafði dirfzt að snerta. Þegar Barsja sagði upp þjón- ustu við Saitan og fékk Felix í lið með sér við að bera honum helguð áhöld á dyr, þorði enginn að vera nærstaddur. Allir bjugg ust við að Barsja biði skelfilegur dauðdagi en kofinn hans fuðra upp í eldi. —Hræðslunni við Saitan er að verða létt af þessu þorpi, segir Felix. Fólk sækir hjá okkur sam- komur frá einum 12 þorpum en kemur alltaf langflest frá D’kottó. Sunnudagssamkomur á kristni- boðsstöðinni hafa venjulega sótt — þann tíma sem ég hef dvalið hér — talsvert á 2. hundrað manns fullorðinna og margt barna. Samkomur hafa staðið helmingi lengur en venjulegar guðsþjónustur í Reykjavík. Sam- komugesti hef ég hvergi séð ver til fara — ekki heldur í Kína — né hlusta betur. Þeir sem til þekkja efa ekki að hugur fylgi máli hjá þeim, sem taka kristna trú. Hinn forni átrún aður tekur til ails er máli skiptir í lífi einstaklingsins. Trúskipti eru enginn leikur. Þjóðflokka- skipulagið hvílir á trúarlegum grundvelli, sem nú virðist að því kominn að hrynja hvort heldur er fyrir múhameðsku eða kristnu trúboði. — Kristnir söfn- uðir eða samfélagshópar í trú- boðsumdæmi Norðmanna hér, skipta þegar mörgum hundruð- um eftir fárra ára starf. Reisuleg afríkönsk íbúðarhús skammt frá Addis Abeba. — Kaktusrunnar til hægri. ekki hafa verið tekið í notkun vanvirða fyrir karlmenn að bera byrðar, með því að það hefur ævinlega verið verk kvenna og barna. Nakt- ar niður á lendar, í stuttu skinnpilsi og berfættar rogast kon ur í brennandi sólarhita upp bratta og grýtta stíga Konsóhá- lendisins, ekki stöku sinnum held ur nálega á hverjum degi allan ársins hring — alla ævi. Tólf eða fjórtán ára gamla telpu sá ég með sár á baki undan þungri viðarbyrði. Það var farið með blessað barnið eins og hest, sem hefur særzt undan þungum klyfj- um. Verk karla í Suður-Eþíópíu er að halda búpeningi til haga, verja hann og heimili sín fyrir árásum villidýra og ræningja, stunda veið ar og hætta lífi sínu í hernaði. Öll erfiðisvinna er hlutskipti kvenna og barna. Karlmenn í Oonsó ganga að vinnu á ökrum úti og kveinka sér ekki við erfiði. Það er vafalaust ekki af hlífð við sig eða leti að þeir bera ekki byrðar líkt og konur. Orsökin er önnur: Þeim þætti vanvirða að því engu minni sögur um skelfilegan yfirgang kvenna í landi þeirra endur fyrir löngu. Karlmenn bjuggu þá við konuríki svo mikið og áþján að enn fara af því sögur. Karlmönn- um tókst þó um síðir, eftir sigur- sæla og hetjulega frelsisbaráttu, að ná rétti sínum: Gera konuna að vinnuþræl og réttmætri eign mannsins — svo þær nú eru jafn réttindalausar og búpeningurinn. ÞIG hefur dreymt að þú varst kominn í afríkanskt þorp — alveg sams konar þorp og verið hafa í Afríku svo langt aftur í tíma, að þau enga sögu eiga. Og draum- urinn rætist einn sólbjartan dag — löngu síðar: Þorpið stendur í hlíðarslakka ofarlega. Niður af því eru hirs- og baðmullarekrur. Kringum það er grjótveggur traustur en hvergi beinn, og ofan á honum skíðgarð- ur. Hliðstafir eru úr digrum trjá- bolum. Rætur þeirra snúa upp og ná að nokkru leyti saman yfir höfði þeirra er ganga um hliðið. Þröngar götur liggja um þorpið í ótal bugðum milli afgirtra húsaþyrpinga. En hvert hús er — Feður okkar stunduðu hér akuryrkju og gættu búfjár alveg eins og við. Þeir trúðu að til væri almáttugur Guð. Menmrmr lifðu upphaflega í sátt við hann og friði sín á milli. Þar kom að þeir syndguðu gegn Guði. Þá sagði Guð: Nú get ég ekki fram- ar verið hjá ykkur. — Hvernig fer þá fyrir okkur, sögðu menn irnir, yfirgefur þú okkur? — Vegna synda ykkar fer ég frá ykkur, en þið megið biðja tii mín, svaraði Guð. Upp frá því var Saitan máttugastur allra hér á jörð og engin úrræði önnur fyr- ir mennina en að ganga honum á hönd, láta að vilja hans. Þessi trú kvað vera þjóðflokk- um Suður-Eþíópíu sameiginleg. Þeir eru „fallus“ dýrkendur og andatrúar en hafa ekki skurðgoð. Trúbragðafræðingar hafa fundið greinilegar leifar ævafornrar ein- gyðistrúar. — Þessu trúðum við sem hér erum lika, bætti öldungurinn við, þangað til Barsja heyrði fyrstur allra hér í þorpinu gleðitíðindin um að Guð hefur vitjað mann- anna og sent þeim son sinn, Eitt erfiðasta verk kristniboða hér, með öllu öðru sem hann verður að sjá um og sjálfur vinna að, er uppfræðsla barna og trú- nema og honum ómögulegt að komast yfir nema með aðstoð inn lendra samverkamanna. Karlmenn í Konsó eru stund- um með sítt hár, en konur snoð- klippa sig. Ekki er nóg með það, að kenna þarf lestur jafnt eldri sem yngri, heldur og nýtt tungumál — þeim jafnerfitt og okkur er enska — ríkismálið, amharisku. Bannað er samkvæmt landslögum Framhald á bls. 42.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.