Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 10
34
MORCVNBLAÐIÐ
T>rfðjudagur 24. des. 1957
— o * o —
— ° ★ o
Heimsúkn
PYRIR fáum mánuðum var ég|
staddur í ferðaskrifstofu í bæ ein-
um suður við Bodenvatn. Meðan
ég beið þar eftir afgreiðslu skoð-
aði ég stórt landabréf, sem hékk
þar á vegg. Sá ég þá að ég var
staddur í nágrenni við dvergrík-
ið Liechtenstein. Mér var þetta
ríki næstum alveg ókunnugt en
nú hvarflaði allt í einu að mér,
að gaman gæti verið að koma
í ríki, sem væri miklu minna en
ísland og kynnast þar ofurlítið
landi og lýð. Hvernig skyldi vera
umhorfs þar, sem allt er minna
en jafnvel hjá okkur heima?
Ef til vill fengi ég þarna tæki-
færi til að sjá smækkaða mynd
af mínu eigin þjóðfélagi og hver
veit nema eitthvað mætti af því
læra, hugsaði ég. Svo kynni að
vera, að ég fengi tækifæri til að
brosa að einhverri vitleysu, sem
væri enn Putalandslegri en vit-
leysurnar í mínu eigin landi.
Slíkt gæti verið nokkur til
breyting.
Ég sneri mér nú aftur að af-
greiðsluborðinu og þegar röðin
kom að mér spurði ég um far-
kost til Liechtenstein og dval-
arstað þar. Svörin voru á reiðum
höndum og eftir rösklega eina
klukkustund var ég seztur upp í
áætlunarbíl, sem fara átti til
Liechtenstein, með stuttri við-
komu i einum eða tveimur bæj-
um á leiðinni.
Rétt eftir að bíllinn var lagð-
ur af stað, skall yfir óskaplegt
þrumuveður með svo stórfelldri
rigningu eða skýfalli á eftir, að
ég hef naumast séð annað
eins. — Þurrkurnar á bílnum
höfðu alls ekki við og vegurinn
varð eins og árfarvegur. Var
ekkert færi á að horfa út um
gluggann á landið í kring og fór
ég þá að blaða í pésa um Liecht-
enstein, sem ég hafði fengið í
ferðaskrifstoíunni. Þarna voru
nokkrir fróðleiksmolar um þetta
dvergland ,sem ég var nú á leið-
inni að heimsækja. Samkvæmt
því er furstadæmið Liechten-
stein sjálfstætt ríki. Landið er
151,1 ferkílóm. að stærð og telur
13757 íbúa en höfuðstaðurinn er
Vaduz með 3000 ibúa. Landið
liggur milli Sviss og Austurríkis
á bakka Rínar og greinist að
öðru leyti í nokkra fjalladali og
eru Samina- og Malbrundalir
þeirra mestir. Þarna er loftslag
milt og þrífst vín- og ávaxta-
rækt vel. Auk akuryrkju lifir
landsfólkið á kvikfjárrækt í döl-
unum og iðnaði og verzlun í
þorpunum. Stjórnarskrá landsins
var sett 5. október 1921 en þar
er ákveðið, að landið skuli hafa
þingbundna furstastjórn. Þingið
sitja 15 þingmenn, kosnir til 4ra
ára. Furstinn hefur frestandi
neitunarvald gagnvart þinginu
og gert er ráð fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslum og þjóðaruppá-
stungum um tiltekin málefni.
Landsstjórnina skipa stjórnar-
forseti, sem furstinn útnefnir til
6 ára skv. tillögu þingsins en
með honum sitja í stjórn tveir
menn, þingkosnir til 4ra ára.
Skattar eru mjög lágir í land-
inu og hefur erlent fjármagn
talsvert leitað þangað. Svisslend-
ingar koma fram fyrir landið út
á við og sjá um póst og síma-
mál þess og ennfremur eru
Liechtensteinbúar í tolla- og
myntsambandi við Sviss. Aust-
urríkismenn starfrækja hins
vegar járnbraut þá, sem um land-
ið liggur.
Furstadæmið Liechtenstein
varð til árið 1719 úr tveimur
aðalseignum, Vaduz og Schellen-
berg. Nú situr þar að völdum
furstinn Franz Josef II og hefur
aðsetur í klettahöll einni mikilli
í fjallshlíðinni fyrir ofan Vaduz-
bæ.
Þetta eru þá aðalatriði þess,
sem gat að líta í pésanum góða,
sem ég las í bilnum og á enn
í fórum mínum. Bráðlega opn-
aðist Rínardalurinn þar sem
Liechtenstein liggur á vinstri
bakka. Var þar lágskýjað og
rigningarlegt. Há fjöll huldust i
þoku en hið neðra var breiður
dalur með þorpum og húsum
langt uppi í hlíðum. Lengst til
suðurs grillti í svarta kastala
eða skotvígi beggja vegna í hlíð-
unum. Var þar svo þröngt að
fyrr á öldum hefur verið auð-
velt að stöðva alla umferð með
skothríð, þó ekki væru byssur
þess tíma langdrægar. Datt mér
í hug, að einhvern tíma hefðu
hér riðið hetjur um héruð og
blikað á spjót og skildi.
Bárðlega var ekið í hlað í
— o*o —
o*o
Eftir
Einar Ásmundsson
alls ekki búizt við að sjá því-
líkan auð lista í þessu dvergríki.
Þegar ég kom út frá því að
skoða málverkasafn furstans var
komin hellirigning. Forðaði ég
mér inn til næsta gestgjafa, svo
ég gegnblotnaði ekki. Þar var
fátt manna og settist ég við all-
Kort, sem sýnir legu Liechtenstein
Vaduz og hafði öll ökuferðin að-
eins tekið skamman tíma. Eg fór
þegar í hótel það, sem mér hafði
verið vísað til í ferðaskrifstof-
unni. Fékk ég þar lítið en mjög
vistlegt herbergi. Var þar m. a.
inni lítið útvarpstæki og mátti
þar velja um 3 stöðvar, eina
austurríska, aðra ítalska og þá
þriðju franska. Allt bar vott um
hreinlæti og góðan smekk. Þeg-
ar ég hafði komið föggum mín-
um fyrir gekk ég þegar út til
að skoða staðinn. Var það raunar
fljótgert en starsýnast varð mér
á höll furstans, sem var eins og
klöppuð í bergið fyrir ofan.
Húsin voru mörg ný en önnur
gömul, meira bar þé á hinum
fyrri. Er ekki unnt að segja að
staðurinn hafi margt að bjóða
forvitnum ferðalang. En eitt var
þó þar til sýnis, sem ég fór þeg-
ar að skoða. Var það hluti af
málverkasafni furstans, sem var
opið almenningi í húsi nokkru
við aðalgötuna. Fór ég þar inn
og héngu þarna á veggjum lista-
verk eftir flæmska málara á 17.
öld. Gat þar að líta myndir eftir
Rembrandt, Rubens, Brueghel og
fleiri meistara og var mesta un-
un á að horfa. Furstarnir í Liecht
enstein hafa verið miklir list-
unnendur, mann fram af manni
og þeir höfðu nógan auð af land-
eignum sínum í Austurríki, til að
geta keypt verk eftir konunga
málaralistarinnar. Sú deild úr
safni furstans, sem þarna var
sýnd, var ekki ýkjastór en hvert
verk var valið. Hafði ég raunar
stórt eikarborð nálægt fram-
reiðsluborði og gerði pöntun
mína. Kona gestgjafans bar á
borð og gaf hún sig á tal við
mig. Var hún dökk mjög yfirlit-
um og skrafhreif, eins og
gamlar gestgjafafrúr eru jafnan.
Þar kom að hún spurði hvaðan
ég væri. Sagðist ég þá mundu
segja nenni það, ef hún gæti ráð-
ið gátu, sem ég bæri upp, en
hún var svona: Hvaðan er sá
Evrópumaður, sem ekki er af
meginlandinu og útskögum þess
og ekki heldur af Bretlandseyj-
um? Hafði ég stundum borið upp
slíka gátu áður, þegar mér leidd-
ust spurningar fólks og hafði
hún reynzt sumum furðuerfið,
sem norðar búa en þeir í Liecht-
enstein. Konan fórnaði höndum
og bað guð fyrir sér. Þetta væri
alltof erfitt fyrir sig. Nú tók ég
eftir því, að gestgjafinn maður
hennar færði sig nær, til að heyra
mál okkar og sagði frúin honum
þá frá þessum dularfulla gesti,
sem lagt hefði fyrir hana gátu.
Gestgjafinn varð hugsi en sagði
ekki neitt og leit svo út sem
honum væri gátan ekki auðleyst-
ari en frúnni. Allt í einu rekur
konan upp óp og kallar: Matt-
hildur! Matthildur! Svo sneri
hún sér að mér og sagði:
— Það er nefnilega svo, herra
minn, að Matthildur dóttir okk-
ar fermdist í vor og við gáfum
henni hnattlíkan í fermingar-
gjöf. Hún er nýbúin að vera í
skóla, svo hún hlýtur að vita
þetta. í sama svip birtist feimnis-
legt etúlkubarn á miðju gólfi.
Það var Matthildur. Hún var
mjög dökk, eins og móðir henn-.
ar og með ákaflega stór og tinnu-
svört augu. — Matthildur, sæktu
„glóbusinn“, sagði frúin við hana
og hljóp nú telpan biu-t og kom
með vænt hnattlikan og fékk
móður sinni, en hún hlammaði
því á borðið fyrir framan mig.
— Ja, hér er nú hnattlíkanið!
Nú voru hjónin bæði orðin full
af ákafa og einkum þó konan.
Fálmaði hún um hnöttinn, sneri
honum til en gestgjafinn teygði
álkuna fram yfir öxl hennar og
sagði ekki neitt. Ég hélt áfram
að borða, eins og ekkert væri á
seyði en hjónin fingruðu \>ið
hnattlikanið. Konan tautaði i sí-
fellu, að þetta væri sér um megn
og loks kvaðst hún alveg gefast
upp, Leit ég þá á hvar þau hjón
voru kopiin í leitinni á hnatt-
líkaninu en þá voru þau stödd í
kínverska hafinu! Fór ég þá að
hlæja og var að því kominn að
segja þeim ráðninguna, þegar ég
heyrði sagt ósköp lágt fyrir aft-
an okkur:
— ísland!
Það var Matthildur, sem átti
kollgátuna. Mér fannst hún hafa
unnið til verðlauna og ég rétti
henni íslenzkan 2ja krónu pen-
ing, sem slæðzt hafði með í vasa
mínum, til minningar um, að hún
hafði ráðið gátu þessa Gestum-
blinda, sem leitað hafði skjóls í
stofu foreldra hennar, einn regn-
sælan haustdag.
Snemma næsta dag leit ég inn
í skrifstofu blaðs nokkurs í
Vaduz. Var gengið inn beint af
götunni og virtist allt vera þar
í hinni mestu röð og reglu. Rit-
stjórinn tók á móti mér. Því mið-
ur er nafn hans mér ekki til-
tækt, vegna þess að ég glataði
nafnspjaldi því, sem hann fékk
mér. Ég sagði ritstjóranum, að
mig langaði til að fregna eitt og
annað frá Liechtenstein, ef svo
kynni að fara, að ég segði lönd-
um mínum éinhvern tíma tíð-
indi þaðan. En það var ekki laust
viö, að þessi góðlátlegi herra
sneri dálítið á mig, því í stað
þess að segja mér tíðindi, dundu
nú á mér spurningarnar um Is-
land og komst ég auðvitað ekki
hjá að svara. Veit ég ekki,
hvernig þetta hefði farið, ef mér
hefði ekki borizt hjálp úr óvæntri
átt. Dyrnar opnuðust og í þeim
birtist maður, sem er einhver
hinn holdugasti, sem ég hefi aug-
um litið. Hann skaut sér á ská
inn um dyrnar og heilsaði.
— Þarna voruð þér heppinn,
sagði ritstjórinn við mig. Svo
kynnti hann mig fyrir komu-
manni, en hann var Ferdinand
Nigg, sjálfur formaður stjórnar-
andstöðuflokksins í Liec’nten-
stein. Þegar ég gerðist svo
djarfur að bera það upp, hvort
ég gæti fræðzt dálítið af honum
um landsmál í Liechtenstein, tók
hann því mjög vel og bauð mér
strax að þiggja hjá sér góðgerðir
í veitingahúsi þar rétt hjá. Tók-
umst við þar svo tali og þurfti
ég varla að spyrja, því Nigg var
hinn ræðnasti, en ekki er mér
nú tiltækt allt það, er hann sagði
mér vegna þess að sumt náði ég
ekki að rita niður.
— Já, þér vitið auðvitað allt
þetta venjulega um Liechten-
stein, sagði Nigg. Landið er tæp-
lega 160 ferkílómetrar, íbúarnir
Horft yfir Vaduz og Rínardalinu