Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 4
MORCUIV BLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. des. 1957
28
„HÖND YÐAR ER EINS OG BLEIK RÓS, JUNGFRÚ..."
¥ Ur Udrajn hettu — nýrri óháldóöau ¥
★ ejtir C ju&mund Udaníeiióon ¥
Sögukafli sá, sem hér birtist, er eftir Guðmund Daníelsson skáld og er hann úr skáldsögu, sem
lann hefur í smíðum. Hún heitir Hrafnhetta og verður gefin út á forlagi ísafoldar á næsta ári.
Skáldið segist hafa byrjað á henni í sept. 1956 og gerir ráð fyrir, að hún verði um 300 síður.
Aðspurður um efnið segir hann í bréfi til Mbl.: „Hrafnhetta er ástar- og harmsaga þeirra Appo-
íoníu Schwartzkopf og Níelsar Fuhrmanns amtmanns á Bessastöðum, sem dvaldi hér á landi í
hinu æðsta embætti frá 1718—1733, en þá dó hann innan við fimmtugt. Hrafnhetta (Appo-
lonía) var kærasta amtmanns, en hann vildi ekki kvænast henni. Hún kærði hann fyrir dórnstól-
unum og dómstólarnir dæmdu amtmann til að kvænast henni. Appolonía kom til Bessastaða
vorið 1722 til þess að fylgja fram rétti sínum að verða amtmannsfrú, en tveim árum siðar dó
hún, og lagðist sá orðrómur á, að henni hefði verið byrlað inn eitur. Þorleifur Arason var skip-
aður rannsóknardómari í málinu og sýknaði þá, sem ákærðir voru. — Fyrri hluti skáldsögu minn-
ar gerist í Kaupmannahöfn, en sá síðari á Bessastöðum. Meðfylgjandi kafli gerist í Höfn vorið 1710“.
(VII. kafli úr óprentaðri skáld-
sögu um efni frá 18. öld).
HANN á annríkt í dag, Þorleifur
Arason, rektorinn fyrir Skálholts-
skóla. Veitingabréf hans fyrir
þessu embætti undirritað af kon-
unginum liggur á borðinu innan
um bækur, tóbaksílát, blekhorn,
sokka, hálsklúta og öskjur með
nýjum prestakraga; þar má og
sjá hangikjötshnútu, hálfkropp-
aða, lúðuriklingeroð og opinn
skinnpung með. nokkrum ríksort-
um og silfurdölum á botninum.
Húsráðandi liggur á hnjánum
við stóra ferðakistu á miðju gólfi
og raðar niðúr bókum og fatnaði,
þar á meðal er prestshempan og
rektorskápan, sem hann hafði í
gær sótt til skraddarans, við
hvert tækifæri peningapungur
hans hafði goldið því líkt afhroð,
að nú sér Þorleifur Arason vart
fram á að honum verði auðið að
ganga í bjórkjallara, hvað þá aðra
krá dýrari, sér til glaðningar áð-
ur hann kveðji staðinn og sigli í
útnorður, — með því líka hann á
enn ókeypta nauðsynlega hluti
nokkra, svo sem hárkollu.
Það lá nú ferðbúið við bryggju
hið fyrsta af íslandsförum þessa
vors, Eyrarbakkaskip, hvers
kaptuga hann er þegar búinn að
finna og höndla við hann um reis-
una.
Loks hefur rektorinn tínt eigur
sínar upp af gólfinu að mestu og
komið þeim fyrir í kistunni, hann
rís á fætur, nuddar auma hnjá-
kollana og gengur að borðinu til
þess að koma í handraða því sem
þar finnst nýtilegt. Matarleifum,
gatslitnum sokkum og blaðaræksn-
um fleygir hann út í horn hjá
kakkelofninum, eftirmanni sínum
í þessu verelsi eða þjónustupíunni
til ráðstöfunar. Að endingu rann-
sakar hann innihald pyngjunnar,
sem reynist nákvæmlega sama og
honum hafði talizt það í gær, eng-
um skildingi meira.
„Það er sama“, tautar Þorleif-
ur Arason, „hárkolluna verð ég að
kaupa, þó svo ég megi fasta á eft-
ir þangað til ég kæmist í skips-
kostinn". Og verst ekki glotti, er
hann heyrir slík hraustyrði hrjóta
sér af vörum, því hann veit mæta
vel að hvorki muni hann skorta
mat né drykk hér í staðnum, þó
að þrjóti Reykhólaskotsilfrið. Vin
ur hans Fuhrmann er enn ekki
horfinn til Aldinborgar, maddama
Holm er enn á sínum stað. Og
hver annar af kunningjum hans
hér myndi ekki fús til að lána
rektor Skálholtsskóla nokkra dali
ef þeir vissu honum vant lífeyris?
Engu að síður gekk hann nú út
í hornið, þangað sem hann hafði
fleygt ruslinu, gróf út úr því
hangikjötshnútana, blés af henni
rykið og stakk henni ofan í rúms-
hornið sitt.
Hálfri stundu síðar stendur
hann í verkstæði Franz Schwartz-
kopf í Kaupmangaragötu og skoð-
ar lokkapíiiruk sem sveinar raða
& afgreiðsluborðið fyrir framan
hann. Meistarinn kemur sjálfur
og heilsar honum, en víkur strax
brott á ný inn í bakherbergin og
lætur sveina sína eina um að hrósa
vörunni og halda speglum á lofti
fyrir Þorleif Arason, mefan hann
mátar hárkollurnar hverja af
annarri.
Og rétt sem honum hefur heppn
azt valið og hann býst til að leysa
skinnpunginn frá belti sér og
tæma hann í hendur mangarans,
heyrir hann nafn sitt nefnt frá
opnum dyrum til vinstri handar:
„Monsjör Þorleifur, geymið
peningana yðar í bili og talið
heldur við mig“.
Það er Hrafnhetta sem talar,
hún stendur í dyrunum og brosir
ti1 hans, mjúkvaxin og grönn,
með dimma glóð Austurlanda und-
ir löngum afturdregnum brúnum.
„Gerið svo vel að finna mig
snöggvast, mig langar að segja
við yður nokkur orð einslega".
„Mín iómfrú, eins og yður þókn-
ast“, gegndi Þorleifur, „en sem
eagt, ég á eftir að greiða þetta
höfuðdjásn sem þér sjáið — er
ekki bezt ég ljúki því af fyrst?“
„Ekki ef yður væri sama. Ég
skal ekki tefja yður lengi. Gerið
svo vel“. Hún benti honum með
höfuðbendingu inn í herbergið,
sem reyndist að vera kondór verk-
stæðisins.
„Setjizt þér“, sagði hún og lok- f
aði dyrunum, settist því næst sjálf
gegnt honum við borðið.
„Hamingjan sanna, hvað yður
fer vel þetta parruk“, sagði hún 1
og seildist til hans með hendinni
og strauk mjúklega yfir silfraðar
bylgjurnar, og snart af tilviljun
beran vanga hans um leið.
„Hönd yðar er eins og bleik
rós, jungfrú, — og ilmar“, sagði I
Þorleifur Arason og tók ofan hár-
kolluna og hló við vandræðalega.
„Þér vitið hún er ekki mín eign
enn þá“.
„Hver — hönd mín?“ spurði
Hrafnhetta.
Hann leit á hana snöggt og
spyrjandi, — broslegur felmtur í
svipnum.
„Nei, Guð varðveiti mig — hár-
kollan auðvitað".
Hún hallaði sér ögn áfram í sæt
inu, í áttina til hans, og horfði
á hann döpru brosi.
„Víst er hárkollan yðar eign,
monsjör Þorleifur, ég gef yður
hana hér með til minningar um
heimsókni’’ yðar í hús Hrafnhettu.
En gerið það fyrir mig, hafið
hana á höfðinu meðan ég tala við
yður, hún gerir yður svr virðu-
legan, þér eruð eins og ungur
biskup með hana á höfðinu, svo
ég fæ hugrekki til að ræða við yð-
ur í trúnaði. Svona, setjið þér
hana nú upp“.
„Nú, hana þá, jungfrú". Hann
hló og demdi á sig p'arrukinu, en
það hallaðist, og stúlkan reis upp
og gekk til hans og fór höndum
um höfuð hans blíðlega, eins og
hún gældi við barn.
„Svona, nú er það gott, — nú
eruð þér minn biskup, herra Þor-
leifur, heyrið þér það. Þér vitið
ekki hvað þetta breytir yður mik-
ið, nú treysti ég yður fullkom-
lega“. Hún dró lítinn skemil und-
an borðinu og settist á hann við
fætur mannsins, lagði aðra hönd-
ina á hné hans.
„Biskup’ Nei, Guði sé lof, ég er
þó ekki nema rektor enn þá. Það
verður þó ekki eins hátt mitt fall
þaðan, — því djöfullinn hafi ég
— standist töfra yðar til lengdar,
jungfrú“, sagði Þorleifur og
1 strauk létt yfir höndina sem lá á
hné hans. „Segið mér fljótt hvað
yður liggur á hjarta“.
Hún horfði upp til hans þögul
nokkur andartök, sorgin og feg-
urðin holdi klædd, þrá hjartans,
konan í sínum almáttuga veik-
leika.
„Minn herra“, hvíslaði hún loks,
„gefið mér aftur ástvin minn, —
þó ekki væri nema um eina stund,
því að hjarta mitt kvelst“.
„Fuhrmann? — Hvernig þá,
jungfrú Appolonía? Hann er nú
aftur í fullu fjöri“.
„Vitið þér, ég hef ekki séð hann
síðan þér hrifuð hann úr faðmi
mínum blæðandi, það eru fimm
vikur síðan. Nú sleppi ég yður
ekki fyrr en þér lofið að skila mér
i honum aftur, aldrei, hvað sem
það kostar“. Hún greip hönd hans
aðra og þrísti henni að brjósti sér
ofsalega. „Þessi hönd yðar hefur
nýlega snert hann, þér sjáið hann
kannski daglega, — ef ég væri
hundur mundi ég vafalaust greina
ilm hans af yðar líkama. Finnið
þér hvernig hjarta mitt slær?
Finnið þér það? Þér skuluð finna
það og ekki gleyma því, heldur
segja mínum herra hvernig hjarta
Hrafnhettu berst þungt og heitt
hans vegna".
„Fyrir Guðs sakir, jungfrú,
sleppið mér áður en — áður en —
syndin, þér skiljið —- ég er þó
karlmaður líka", stamaði hann
skjálfraddaður. „Ég skal hjálpa
yður. Komið þér heim til mín á
Eegensen klukkan níu í .cvöla, og
ef þér ekki hittið kærastann yðar
þar, þá má satan hirða n_ig“.
„Ó, þér eruð góður, Þorleifur",
sagði liún og reis skyndilega á
fætur, tók parrukið af höfði hajis
og kyssti hann á vangann. „Ilvers
konar rektor eruð þér nú aftur?
Ég gleymdi víst, — forlátið
heimskri stúlku, minn herra“.
„Rektor Skálholtsskóla, mín
jungfrú, — úti á Islandi, þangað
sem þér komið vonandi aldrei, í
það kalda, fátæka land. Ég sigli
eftir tvo daga“.
„Þér farið í burt, og mér er
sagt að hann sé einnig á förum.
Ég held ég hefði ekki leitað til
yðar núna, hefði ég ekki verið
búin að frétta það“.
„Og hvar fréttuð þér það, með
leyfi að spyrja, jungfrú Schwartz-
kop?“
„Hjá aðmírál Schesteð, — ein-
hver skrifari að nafni Píper sagði
mér að festarmaður minn væri
skipaður í embætti hjá slotsherra
Aldinborgar og starfaði ekki leng-
ur í biblíóteki flotaforingjans".
Þorleifur Arason reis á fætur,
braut saman hárkolluna og stakk
henni í meðfylgjandi umbúðir.
„Mér er ekki til setu boðið, jung-
frú, svo sem þér munuð sjálfar
skilja", sagði hann. „Ég er því
miður ekki göldróttur og neyðist
því til að reka mín erindi með fyr-
irhöfn. Það er mér annars ráð-
gáta að y 'ur skuli enn ekki af
eingin ra.aleik hafa heppnazt að
nr fundi herra Fuhrmanns. Hvað
hefur har.Jað yður?“
Hún hugsaði sig um andartak.
„Móðir mín er veik“, sagð' hún
lágmælt. „Síðan kvöldið bölvaða
hefur hún enga stund mátt ein-
sömul vera, vegna ótta og sálar-
kvíða. Bróðir minn, Franz situr
hjá henni núna, og það hefur hann
einnig gert þegar ég hef hlaupið
út í staðinn að leita míns vinar,
litla stund í senn. Heim til hans í
Holms veitingahús þýðir mér ekki
að koma, þar er hans betur gætt
er, þó hann væri konungsins fangi
í sjálfum Bláturni. — Nú vitið þér
mínar ástæður, Þorleifur. og
kannski vitið þér enn fremur það
sem ég veit ekki: hvernig á því
stendur að minn vinur hefur ekki
vitjað mín síðan hann varð heil-
brigður, en um það ætla ég ekki
að spyrja yður — þori það ekki.
Verið þér sælir, rektor, ég kem
til yðar í kvöld klukkan níu“.
„Þakka yður, jungfrú, — þakka
yður“, tautaði Þorleifur Arason.
„Þér setið mig í vanda, en hvað
um það, — þetta er að verða stór
trágidía allt saman. Jæja, í Guðs
friði**. Hann gleymdi gersamlega
að hneigja sig og hélt áfram að
muldra hugsanir sínar upphátt
meðan haim þrammaði álútur
gegnum verkstæðið og út á göt-
una með hárkolluöskjuna sína
undir hendinni:
„Æ-já, mikið stór tragidda allt
saman, og mín rulla ekki sem
hreinlegust að verða. Gott hún
skuli nú bráðum spiluð á enda,
hvað sem öllu öðru líður. En hitt-
ast skulu þau í kvöld, — engin
undankoma þar, ininn vinur Fuhr-
mann, — þú skýtur þér ekki und-
an því“.
Hann gekk beina leið upp á
Holms veitingahús og fann vin
sinn heima.
„Lífsins tragidía er full af
lukkulegum augnablikum, það má
hún eiga, skepnan", sagði hann og
greip Niels Fuhrmann í fang sér
og kyssti hann.
„Ert þú drukkinn í dag, elsku
vinur?" spurði Fuhrmann og
strauk sér brosandi um vangann
þar sem harður múli Þorleifs
Arasonar hafði snert hann.
„Nei, ekki enn“, gegndi Þor-
leifur. „Fleira gott kann forsjón-
in manni að gefa en brennivínið,
þó að fátítt sé: nú síðast að ég
skuli finna þig hérna í fyrstu
leit — og það einan“.
„Já“, sagði Níels Fuhrmann,
„ég hef haft eril mikinn undan-
gengna daga út ura staðinn langs
og þvers milli stjórnarherranna
vegna míns nýja embættis, sem ég
hef áður sagt þér frá. Hvað get
ég fyrir þig gert, vinur?“
„Bjargað mér frá glötun, það er
það sem þú getur gert — og verð-
ur að gera. Ég kem hingað nauðu-
lega sloppinn úr höndum Hrafn-
hettu og vann mér það til frels-
unar að heita henni samfundum
við þig heima hjá mér á Regen-
sen klukkan níu í kvöld. Ég segi
nauðulega sloppinn, því ég hef
aldrei fyrr rambað svo tæpt á blá-
barmi freistingarinnar hyldýpis,
og mundi alveg vafalaust fá hrap-
ið að kenna, ef ég ætti í annað
sinn að mæta henni berskjaldaður
og einn míns liðs. Þar af leiðandi,
Niels Fuhrmann: þú kemur. Enda
ekki sýnilegt þú getir lengur,
sóma þíns vegna, skotið þér undan
að hitta festarmey þína, nauðug-
ur eða viljugur, það kemur út á
eitt, þetta varðar þinn heiður".
Fuhrmann sat hljóður undir
ræðu Þorl ifs og starði í vegginn
sér andspænis. Örið sem skarst
eins og hvít geil inn í þykkt liár
hans upp af gagnauganu hafði
roðnað á jöðrunum, að öðru leyti
sá Þorleifur honum ekki brugðið.
„Hvað sagði hún?“ spurði hann
allt í einu og leit framan í Þor-
leif.
„Hvað hún sagði? Það man ég
ekki núna“, gegndi Þorleifur. „En
hún lagði hönd mína að brjóstum
sér svo ég gæti borið þér hjart-
slátt hennar, -— jú, eitt man ég:
hún lét í ljós ósk um að vera orð-
in hundur, þá myndi hún greina
ilm þinn gegnum daunin af mín-
um skrokk, því ég hefði nýlega
verið í návist þinni og kannski
snert þig að auki. Þarftu svo
fleira að vita, slysarokkur?"
„Veit hún ég er á förum úr
staðnum?"
„Spurðu ekki svo barnalega,
Niels, hún veit allt, — ég held
jafnvel hún viti meira um þig en
•þú veizt sjálfur. Þér að segja,
vinur, ég held þú gerðir bezt í að
•standa við þín heit, þú hleypur
hana aldrei af þér“.
„Ertu viss um ég kæri mig um
það, Þorleifur?"
„Öðru nær, nei, það er svo langt
frá að ég sé viss um það, að ég
gæti bezt trúað hinu gagnstæða.
0<~ líklega er eins ástatt fyrir þér
sjálfum, að þú veizt ekki hvort þú
vilt eða vilt ekki. Það er erfitt að
átta sig stundum, ekki sízt þegar
mikil veður kasta manni milli
himinskauta — milli fullsælu og
vítiskvala, morðvopns og meyjar-
faðms“.
„Þakka þér fyrir, Þorleifur,
, . . . stúlkan reis upp og gekk til lians og fór höndum um
höfuð hans blíðlega, ....