Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 5
triðjudagur 24. des. 1957
MORGUNBLAÐIÐ
29
l>etta er nóg“, sagði Niels Fuhr-
mann stillilega, „þetta ei meira
en nóg til þess að gera það gagn
sem því er ætlað. Það er létt verk
að fella þann sem hallast. Ég
kem“.
Þorleifur Arason hneigði sig
djúpt. „Ég tek minn hatt ofan
fyrir þér, vinur“, sagði hann.
„Reyndar vissi ég þú mundir ekki
hlaupast frá þinni rullu, þegar
iþú fengir stikkorðið, það hefði
Ikomið meðspilurum þínum í oí'
imikinn vanda, og sagði ég ekki
áðan að harmleikur vorrar til-
>veru væri fullur af lukkulegum
laugnablikum? Þú átt eitt slíkt í
vændum í kvöld, — það get ég
ibölvað mér upp á, ég öfunda þig.
1 Guðs friði“. Hann greip hár-
ikolluöskjui sínar undir arminn
og skálmaði út úr stofunni.
„Einn dramrn!" kallaði hann
þegar 'aann kom niður í veitinga-
ikrána, sem var fásetin eins og að
jafnaði um þetta leyti dags. Hann
varpaði skildingi á borðið, svo fast
að hann dansaði á röndinni og
myndaði nokkur augnablil: skin-
andi kúlu, unz hann valt út af
með glamri og lagðist á hliðina.
Maddami Holm kinkaði til hans
kolli innan fyrir skenkiborðið.
„Hvaða tegund, Þorleifur?"
epurði hún.
„Það skal í dag ekki vera Rín-
arvín, mín frú, heldur einn lútin-
drank, því á misjöfnu þrífast
börnin bezt“, svaraði Þorleifur og
settist niður.
Hún hellti tinstaup fullt og rétti
það manni sem stóð utan skenki-
borðsins í þjónsklæðum. Sá virtist
lítu búinn skutulsveinsins íþrótt,
því hann fetaði sig milli borðanna
eins og hann byggist við glerbroti
upp í iljarnar á sér við hvert fót-
mál og var svo skjálfhentur að
lútindrankurinn gekk við og við
yfir barma staupsins og draup af
fingrum hans.
En Þorleifur var í of góðu skapi
til að áfellast manninn.
„Óvanur?“ spurði hann vin-
gjarnlega.
„Já, minn herra“, hvíslaði
þjónninn. „Vanari pennanum".
1 sama bili kenndi Þorleifur
hann: hér var komin undirtyllan
úr biblíóteki Schesteðs flotafor-
ingja, sá hinn sami, sem komið
hafði til dyra, er hann tilkynnti
Fuhrmann að leiðin til Hrafn-
hettu væri opin. Þorleifur þreif
staupið og renndi úr því i einum
teyg.
„Þetta lagast, Píper minn sæll“,
sagði hann um leið og hann reis á
fætur. „Þér eruð í góðum hönd-
um. Maddama Holm mun áreiðan-
lega gera yður að liprum þjóni
áður en lýkur. Gerið þér svo vel“.
Hann fleygði öðrum skildingi á
borðið, greip öskjur sínar og
iskundaði út.
Hann staldraði við í tveim
höndlunum í nágrenninu og sóaði
fé sínu í dýr vín og sætar kökur,
eem hann bar heim í herbergi sitt
kvöldgestum sínum væntanlegum
til styrkingar. Einnig réðst hann
í að kveikja upp eld í kakkelofni
og þóttist þar slá tvær flugur í
einu höggi, með því að notalegur
ylur varð í herberginu og nokkuð
grynnkaði á því ljóta rusli, sem
nóg fannst af í hornum og skúma-
skotum. Að síðustu athugaði hann
■rúmið og gekk úr skugga um að
ekki væru sængurklæði velktari
en svo að við dauft ljós giltu þau
sem hrein. Hangikjötshnútan fór
nú umsvifalaust í eldinn — svo
var Hrafnhettu fyrir að þakka, að
hungursneyð þurfti hann ekki
framar að óttast hérlendis.
Hann raðaði staupum sínum,
vínflöskum og sælgæti á borðið,
og neitaði ekki sjálfum sér um
bragð, en mjög gætti hann nú
hófs svo sem góðum gestgjafa
isómdi. Enn fremur gekk hann á
fund kunningja síns á næstu hæð
fyrir neðan og tryggði sér gist-
ingu hjá honum í nótt, þar sem
verið gæti hann þyrfti sjálfur að
hýsa tvo vini sína, nýkomna til
istaðarins utan frá Helsingjaeyri.
Að öllu þessu afrekuðu gekk
hann á matsölustað og keypti sér
máltíð í betra lagi, kom ekki heim
aftur fyrr en klukkan átta.
Rektor Þorleifur rækti skyldur
sínar þennan dag, svo við sjálfan
'sig sem aðra. Iiann hellti í glas
sitt, fann sér notalegt sæti og til-
kynnti forsjóninni að allt væri til-
búið, hann .æri seztur hér að með
glasið sitt og biði átekta:
„Verði þinn vilji!“
Nú líður og bíður og Þorleifur
hefur lokið úr glasi sínu og fyllt
það á ný, — hann hefur gnægð
víns, Guði sé lof, og tíminn líður,
hljótt og blítt angar vínið meðan
sandurinn rennur um stuudaglas-
ið og stundin rennur út, hljótt og
blítt umhverfis rektor Þorleif,
sem rólegur bíður átekta: að æst-
ar blóðöldur mannlegra hjartna
iskoli kvöldgestum hans tveim
upp á kyrrar fjörur hans, inn í
lygna vík, til þess að ganga á bál
saman, brenna í sinum eigin log-
um litla stund, unz útsogið hrífur
•þau aftur á vald sitt — að velkja
iþeim til og frá, sameinuðum eða
isundruðum, — það fær enginn séð
fyrir, ekki einu sinni hann —
Þorleifur rektor Arason frá Reyk-
hólum.
Ekki einu sinni hann. Ónei.
Nema hvað hann órar kannski
fyrir því, finnur bað á sér. Og þó
— nú dámar honum ekki lengur
iþessi bið, hann má enn snúa
istundaglasinu án þess að nokkuð
gerist. Hvað er að?
„Það er ekkert að“, segir hann
upphátt við sjálfan sig, því hann
hefur enn fyllt glas sitt á barma,
af víni ágætu. — Já, satt er það,
Guð er góður: begar dimmt er
orðið kveikir Guð á stjörnunum
fyrir Þorleif sinn Arason, stjörn-
um og tungli hér úti í Kaupin-
hafn. Og sandurinn rennur. Og
•stjörnublik á hafinu og L grænu
koparþaki Sívalaturns og á víninu
í bikar Þorleifs. Nóttin ei sezt til
borðs með honum, dökkhærð,
dimmeygð eins og Hrafnhetta.
„Hrafnhetta — Hrafnhetta?"
hefur hann upp fyrir sér hvað
eftir annað, eins og hann komi
•ekki almennilega fyrir sig hvað
það orð merki í sjálfv sér. Og
hlær við að lokum lítið eitt, hálf-
döprum — hálfglöðum hlátri,
hvort tveggja i senn:
„----------Einu sinni enn — og
ég fallinn maður, ekki lengur
rektor Þorleifur, ekki frekar en
verkast vildi----------ég þá ekki
lengur annað en eldsneyti á henn-
ar altari, ítem míns bezta vinar
tilræðismaður og drottinssvikari,
ítem hvað eina sem hún og djöfull-
inn hefðu mér upp á lagt — —“
Skóhljóð á ganginum og drep-
ið að dyrum hjá Þorleifi.
„Kom inn!“
Það er stúdentinn af neðri hæð-
inni, háttabur að ofan, en í brók-
um og skóm.
„Hvað — gestir þínir komnir og
farnir aftur?“ spyr hann.
„Þvert á móti, — ókomnir og
ekki farnir enn“, svaraði Þorleif-
ur Arason. „Viltu einn dramm,
vinur minn?“
„Þökk sé þeim sem býður, nei,
ekki .í nótt“.
„Ekki. Jæja, Guð gefi þér góða
nótt, Rasmussen, ég leita til þín
þegar að þrengir".
Dyrnar lokast, skóhljóðið fær-
ist fjær og deyr út, Þorleifur enn
einn með nóttinni, og drekkur
henni til:
„Skál, Hrafnhetta — Hrafn-
hetta! — Humm. Nei, það er
hann sem þú hefur valið — og
merkt þér. Einkennilegt með þetta
ör — hvítt, en ekki rautt, og
sársaukadráttur ristur niður með
munninum vinstra megin“. Hann
hlær við enn og fer annarri hendi
um höfuð sitt, strýkur lófa um
vangann og lítur í lófann á eftir:
Ekkert blóð. Ekkert. Þorleifur
Arason engu marki meiktur —
engrar, — vissulega yrðu þær bún
ai að slíta Niels Fuhrmann í sund
ur á milli sín áður er þæi kæmu
auga á nokkurn annan - —
„Skál, Hrafnhetta! Því að
þetta vín var þó ætlað þér. Það
var þín vegna keypt, mér er
sama þó ég játi það, — alveg djöf-
ulinn sama þó ég játi það fyrir
ukkur, að ég er að bíða eftir þér.
Engum öðrum. Hvað þýðir að
spila heilagan Tómas frá Aquino:
hórdómurinn er þegar framinn —
í holdi mínu og blóði — : hjart-
anu, það veit minn Guð. Skál,
Hrafnhetta!“
Það er ekki lengur vín, sem Þor
leifur teygar úr bikar sínum:
tunglsljós. Allar flöskur Þorleifs
standa fullar af tunglsljósi á borð
inu, hann hellir bikar sinn fullan
af því og teygar það, fölt og kalt
og anganlaust, með daufum gljáa
silfurs og gulls. Unz dökkva slær
á það og allt verður smám sam-
an dökkva slegið, eins og þegar
máninn gengur undir um óttu-
skeið, og allt sökkur mjúklega í
nótt og húm — í nótt og húm —
Nú sefur Þorleifur Arason. Sef-
ur Hann situr á tágastól’ sínum
við borðið, höndin hefur sleppt
bikarnum og hangir nú niður, höf
uðið hallað sér út á aðra öxl lík-
amans, þannig um stund, unz stórt
og þungt höfuð mannsins ríður
islig á sofandann og snarar honum
4 gólfið: Þorleifur hefur drukkið
sjálfan sig undir borð. En hann
•sefur ekki nógu fast til að liggja
kyrr, heldur bröltir í hálfsvefni á
ifætur, finnur rúmið og lætur fall-
ast í það, sefur nú væran þar
•eftir.
Og þó ekki lengur en hóf er á.
'S”efnfriðurinn sízt tryggari en
•annar friður: það er gengið inn
um dyr hans í morgunsárir.u og
nafnið hans nefnt. Nafnið hans
nefnt í annað sinn og tekið á fót-
um hans um leið:
„Ha, hver er þar?“
„Fuhrmann. Ég sé þú hefur
ekki ætlað að láta okkur Hrafn-
hettu koma að tómum kofanum í
gærkveldi. Rístu upp, Þorleifur,
og hresstu þig, þú liggur hér al-
iklæddur, vinur, eins og fallin
ihetja í valnum“.
„Bíddu við, Niels, gáðr. hvort
iþað er ekki brennivín eftir þarna
lá borðinu, — hausinn á mér er
eins og kirkjuturn á páskadags-
imorgun — öllum klukkum sam-
ihringt“.
En hann beið þess ekki að giest-
urinn liðsinnti honum, heldur reis
Framh. á bls. 30
Helgi Hálfdánarsson:
Opnabu falinn eld..
Ljóð eftir grísk og rómversk skdld
ALKAJOS: Vetur
Nú strýkir Seifur jörðina skarpri skúr
af skýja nöf; en hneppt er í klakabönd
hin fráa lind, og freðinn skógur
fannbarinn stynur í nöpru gjósti.
Lát víkja kuldann! Opnaðu falinn eld
á arni, fylltu bikarinn uppað rönd
af kostaveig, og kynstur mikil
kneyfa með höfuð á svæfli mjúkum.
SAFFÓ: Til Afróditu
Geislum krýnda eilífa Afródíta,
ó þú barn Seifs, fjölvísa gyðja, heyr þú
mína bæn; lát brennandi þjáning eigi
buga mitt hjarta,
heldur kom þú enn, svo sem einatt forðum,
er þú heyrðir rödd mína langt úr fjarska,
skildir allt, þinn iðbjarta föðurbústað
óðara kvaddir
og í gullnum blikandi vagni beindir *
báðum þínum vængstyrku fríðu svönum
gegnum loftin ofanfrá himni háum
hingað í skuggann.
Brátt þú komst, ó, blessaða gyðja, þér skein
bros 1 mildum augum, þú spurðir hóglát
hvað mig aftur angraði, svo ég hefði
enn á þig kallað,
hvaða þrá í hjarta mér ólgu vekti:
„Hverrar ást skal færa þér enn að nýju?
hver mun sú, er sálarkvöl þinni veldur,
Saffó mín kæra?
Þótt hún forðist fylgd þína, skal hún leita
fundar þíns; ef hafnar hún þínum gjöfum,
skal hún gefa, elska þig eins á móti,
ástlaus þó sé hún.“
Kom þú fljótt ó, frelsa mig nú sem áður
frá svo beiskri angist, og lát mig höndla
það sem sál mín þráir svo heitt! ó, styrk mi.p,
þú, Afródíta!
S AF F Ó: Til ungmeyjar
Goðum líkur þætti mér sá, er sæti
sælar stundir andspænis þér, og gæti
hlustað á, hve milt þér af munni líður
málrómur þýður
og þinn gleðihlátur, sem löngum laðar
leynda þrá, svo hjarta mitt bærist hraðar;
ef ég lít í svip, hvar þú fimum fæti
fetar um stræti,
fatast mér að mæla, ég stari í hljóði,
mjúkur logi flýgur mér ört í blóði,
líkt og brimgný þungan ég þykist heyra
þjóta við eyra,
og ég titra svo sem ég kvíða kenni,
kaldur þvali sprettur mér fram á enni;
einsog strá ég fölna, sem framaf stalli
feigðin mig kalli.
HÓRATÍUS: Æska
Þú sérð, hve tindur Sórakte skín af mjöll,
hve svignar undan farginu líkt og strá
hvert skógar-tré, hve frostsins fjötur
fellur að sérhverjum lækjarstraumL
Rek burtu kuldann, komdu með nægan við
að kasta á eldinn, láttu svo renna glatt
úr keri þínu, kæri vinur,
kjarngóða sabneska vínið forna.
Lát síðan goðin sjálfráð; þeim veitist létt
að sefa stormsins hamramma vígamóð
á æstu hafi; hvorki sýprus
hreyfir þá lauf eða bærist askur.
Lát morgundagsins áhyggjur sjá um sig,
þigg sérhvern dag, er forlögin unna þér,
sem vinning; hvorki ástar yndi
átt þú að hafna né glöðum dansi,
á meðan þú ert ungur, en ellin grá
og önug dokar. Nú er að leika sér
við íþróttir, og oft á kvöldum
una við hljóðskraf á stefnumótum,
er laumuhlátur ungmeyjar kemur upp
um eigin góða felustað, og sem veð
þú grípur baug af ungum armi
ellegar fingri, sem laust mun halda.