Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 18
42 MORCVN BLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1957 - KONSÓ Framhald af bls. 39. að gefa nokkuð út á prenti, pré- dika eða kenna opinberlega á öðru máli en amharisku, að við- lagðri refsingu. Nú eru í landinu um 30 höfuðtungur aðrar, en mál lýzkur margfalt fleiri. Málaglund roði er svo mikill að menn eru því vanir að talað mál sé túlkað. Tungumál Galla — eða gallinja eins og það nefnist hér, langfjöl- mennasta og dreifðasta þjóð- flokks landsins, liggur við að sé nokkurs konar „esperantó" að minnsta kosti hér í Suðvestur- Eþíópíu. Ekkert er því til fyrir- stöðu að ég tali hér á samkomum eða í skólum á ensku. Maður mér við hlið snýr máli mínu á am- harisku — eins og skylt er — annar á gallinja og, ef vel á að fara, sá þriðji á mál Konsómanna, einkum vegna barna, sem ekki skilja annað en sitt móðurmál. Felix byggði fyrsta skólahús þessa þjóðflokks fyrir gjafafé frá Islandi. Nemendur eru nú 70—80, dálítið stopulir, en inn- lendir kennarar 3. Foreldrar kváðu hafa lítinn skilning á því, að „mennt er mátt ur“, - að börnum sé nokkur þörf á að ganga í skóla. Það þykir ekki öllum vit í að senda börn í skóla einmitt þegar þau eru komin á þann aldur að geta gert eitthvað til gagns. Uppeidi barna miðast aðeins við eitt, vinnu. Umhyggja fyrir börnum verður minni fyrir það, að auk þess að fjölkvæni er algengt eru hjónabönd ákaflega losaraleg — algengt að konur hlaupi frá manni sínum og taki saman við annan, en karlmenn kvænist 8 sinnum eða jafnvel miklu oftar. Nú hafa Amharar stofað annan skóla hér i Konsó. Þeir bera keis- arann fyrir því, að í Eþíópíu sé almenn skólaskylda. Allmörg börn eru í skólanum, — þó eru þau börn miklu fleiri, sem kom- ast hjá að ganga í skóla. Feður þeirra hafa látið skrá þau sem nemendur og greitt skólagjald — gegn því skilyrði að þau gangi ekki í skóla! Felix áætlar að 1 eða 2 börn af hundraði gangi nú í skóla í Konsó. En þá af fullorðnum Konsómönnum, sem kunnu að lesa og skrifa áður en kristniboð hófst, hefur óefað verið hægt áð telja á fingrum sér. Það var í persónulegu samtali við fulltrúa Norska kristniboðs- sambandsins 1948, að Haile Sel- assie Iveitti því leyfi til að hafa kristniboð í Suður-Eþíópíu — og þá einng í Konsó. Alkunna er að keisarinn er mjög hlynntur evang elisku kristniboði. Hann setti þau skilyrði ein, að á hverri kristni- boðsstöð væri skóli og sjúkraskýli ef ekki sjúkrahús. Norðmenn snerust þannig við þeirra kröfu, að þeir hafa á stöðvun sínum sam tals 10 hjúkrunarkonur, 5 sjúkra skýli, 4 lækna og 2 sjúkrhús — en hið 3ja er í byggingu.. Ég bað Ingunni Gísladóttur, hjúkrunarkonu okkar í Konsó, að loka uti allan hávaða og taka sér næðisstund til að segja mér eitthvað um hjúkrunarstarfið. Hún hefur íbúð til bráðabirgða — vonandi — í skólahúsinu. Fyrir utan dyr og glugga eru gáskafull- ir krakkar og kveinandi sjúkling- ar. I þetta skipti knýr fréttamaður Morgunblaðsins dyra, spyr og fær svör: — Hvernig hefur heilsufarið verið í þínu „læknishéraðk’, það sem af er þessu ári? — Hér geisaði fyrst malaríu- faraldur og síðan heilahimna- bólga en hvorttveggja er land- lægt. Malaría er hér illkynjuð en miklu skæðari var þó heilahimnu bólgan. Áætlað er að af sjúkling- um, sem við náum ekki til, deyi 50—60%. En af öllum þeim hundr uðum, sem til sjúkraskýlisins koma eða ég var sótt til dóu þrír. Það mun ekki sízt undrameðöl- um nútímans að þakka að ekki er ofmælt að starf hjúkiunar- kvenna á sjúkraskýlum eða lækn ingastofum kristniboðsstöðvanna sé meira en svo að það verði met- ið eins og maklegt er. — Hvaða sjúkdómar eru hér algengastir? —Malaría og syfilis. Hingað er oft komið með nýfædd börn flak- and í sárum. Syfilis er hægt að lækna. Malarían er þrálátari, ekki eins örugg meðul við henni. Þó deyja engir úr malaríu, sem hingað leita í tæka tíð. — En hvað um sjúkdómsorsak- ir? — Við erum hér í hitabeltis- Hliðstafir eru digrir trjábolir. Frá Buso, þorpi í Konsó. landi. Hér eru margs konar sjúk- dómar, sem eru lítt þekktir í norðlægum löndum, svo sem tyfus, dysentery, tracoma, lepra o. s. frv. Sóðaskapur og alger vanþekking á smiti sjúkdóma er ein höfuðorsök þess hve hræði- lega er mikið um þá. Fólk notar ekki sápu og þvær að jafnaði hvorki klæðnað sinn eða líkama. Mikið er um næringar- og efna- skort, ekki sízt hjá börnum. All- ir ganga berfættir og margir fá hitabeltissár á fótleggi. Krabba- mein er sjaldgæft, kemur fyrir í brjósti á konum. Áður var búið að segja mér að mikið er hér um holdsveiki og ekkert gert til að forðast hana. Ingunn sagði mér frá manni á bezta aldri. Hann á fyrir konu og börnum að sjá en er holdsveikur á báðum fótum. — Ég veit að þetta er eina sjúkraskýlið í Konsó. En hverra úrræða leita menn annars í veik- indum sínum? —1 Það hefur sjálfsagt margs konar kerlingabækur, blessað fólkið. Staði, þar sem verkir eru, brennir það oft með glóandi járn- teinum, kemur svo hingað þegar igerð er komin í sárið og verkir meiri en nokkru sinni fyrr. Stundum er þráu smjöri eða graslyfjamauki drepið í opin sár og bundið um með laufblöð- um. Oft eru slík sár morandi í maðki. — Þegar í óefni er komið — ekki sízt ef um heilahimnu bólgu er að ræða — leita lang- flestir til miðla þeirra illu anda, sem talið er að séu valdir að sjúkleikanum eða til kalikja. Ég bað hjúkrunarkonuna að segja mér nokkrar sjúkrasögur. Þær urðu of margar til þess að hægt sé að birta þær í blaða- grein. En hér er sýnishorn: Hún var tvisvar sótt til manna með sár um allan líkamann. Or- sök þess var hin sama í báðum tilfellum. Mennirnir höfðu etið hrátt kjöt af sjálfdauðri skepnu -— Kjöt er borðað hrátt alls staðar í Eþíópíu og virðist ekki koma að sök, nema ef vera kynni að því sé um að kenna, að margir eru með bendelorm. Tvisvar hafa komið til hennar menn særðir eftir ljónsbit. Á Konsóhálendinu er víst talsvert um ljón. Merki voru mjög greini- leg eftir vígtennur ljónsins á farmhandlegg annars þeirra og var önnur pípan brotin. Sár beggja greru fljótt. Fullorðin kona kemur til Ing- unnar og setur frá sér fullt vatns- ker úti á ganginum. Hún er i skinnpilsi, sem er fest um lend- arnar og nær niður á hné, en engu öðru. Að vísu er hún með einar 15 eða 20 marglitar gler- perlufestar um hálsinn, sem telst til klæðnaðar hér. Hún þríf- ur með báðum höndum aðra hönd hjúkrunarkonunnar og lætur kossum rigna á hana. Vatnið á Ingunn að eiga. Hún hefur fengið margar slík- ar smágjafir, sem þakklætis- vott fyrir að hún læknaði son þessarar konu. Faðir drengsins færir henni stundum kaffibaunir eða hunang. Ekkert segir hún hafa létt sér erfitt starf eins og það hve þakklátir sjúkling’ar og aðstandendur eru yfirleitt. Drengurinn heitir Garbikkja og er oft hér á stöðinni, líklega 8 ára. Harín er allsber, eins og algengt er um drengi á hans aldri og gyrtur snærisspotta. — Þegar Ingunn var sótt til hans var hann talinn af og búið að leggja hann til, reyra hann lík- böndum eins og hér tíðkast. Hún lét leysa hana og flytja síðan á börum til sjúkraskýlisins. Dreng- urinn hafði verið með mikinn hita í marga daga. Annar fótur- inn var stokkbólginn og mikil ígerð á mjöðminni. Antibiotika- meðöl unnu smám saman á bólg- unni, eftir að opnuð var igerðin og var Garbikkja orðinn heilbrigð ur eftir nokkrar vikur. Oft hefur Ingunn dregið út tennur og þá komið sér vel að heima lærði hún að deyfa. En þakklátari er hún fyrir þá fræðslu og reynslu, sem hún fékk á fæðingardeild Landspítalans Oft hefur hún verið sótt til jóð- sjúkra kvenna. Ekki má láta þess ógetið með öllu. Hún var einu sinni sem oftar sótt til konu í barnsnauð. — Hún er dáin, hún er dáin! margendur- tók eiginmaðurinn. Konan gat ekki fætt en Ingunn sá þegar að allt var með felldu og að barnið bar rétt að. Nú hafði hún ekki tíma til að sitja yfir konunni og gaf henni sprautu og bað um að sín yrði aftur vitjað ef með þyrfti Og að því kom snemma daginn eftir. Þá var hópur háværra kvenna inni hjá konunni en hún virtist vera nær dauða en lífi. Barnið var fætt — og dáið. Yfir- setukonur höfðu með venjuleg- um hætti velt konunni og hrist og dregið frá henni barnið. Yfir- setukonur eru nánast ein af mörgum plágum þessa fólks. — Síðan voru liðnar margar klukku stundir en fylgjan ekki komin. Konan lá í blóðpolli á fleti sínu. Hjúkrunarkonan tók þvagið og náði fylgjunni. Konurnar ráku upp gleðióp mikið: El-el-el-el-el! Þremur læknum, sem ég átti tal við, bar saman um að barnadauði í Eþíópíu mundi vera um 60%. Ég hefi blaðað lítils háttar í spjaldskrá og skýrslum hjúkrun- arstarfsins í Konsó: Tíu fyrstu mánuði ársins hafa leitað lækninga til sjúkraskýlis- ins alls 3188 manns, og er þá að- eins fyrsta koma þeirra skráð, en margir hafa komið oftar en einu sinni. — í júnímánuði, þeg- ar hér geisaði meningitisfaraldur voru sjúklingar 978. — Hve ofc hjúkrunarkonan hefur verið sótt út í þorpin veit ég ekki. Starf íslenzku kristniboðanna í Konsó verðskuldar að því sé gaumur gefinn og betur að því búið en hingað til. Konsó er okkar Lambarene — íslendinga. Cjleoile^ jói! Ásgeir Ásgeirsson Verzl. Þing’holtsstræti 21 /f U .,// Ljieoiíej joll Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. rj CjLkLcj jðt! Gott og farsælt nýtt ár! , Sæbjörg Cjíe!ile<j jól! Gott og farsælt nýtt ár! Kjöt & ávextir / Hólmgarði 34. — Sími 81995)f i>»>5>»>5>»>5>5>5>*>5>í>5>»>5>?> VI Cjle!ile(j jói! Fata- & sportvörubúðin Laugavegi 10. !)»>5>í>5>»>5>»>5>»>5>»>5>»>5>í)l (jíeÍilej jól! Farsælt komandi ár. Dömubúðin Laufið Aðalstræti 18. 5>^>5>€>5>r>5>^5>'>5>»>5'»>5>» -»:^5>»>5>.ri''t'»>5>?>5>^-'5>»>5>»>5 G^ióíómiÉi í gulli, silfri og dýrum steinum er sérgrein verkstæða vorra. jóíl / um nú í ár, sem jafnan fyrr í síðstu hálfa öld, mun margur gleðja sig við • cic^rcin ffrip úr verzlun vorri, sem gefinn er af góðum hug og valinn af þjálfuðum smekk. CHcujur cjripbtr er ce tilyndió Cjiediiej jói! h Sipunílsson Skart9ripoverz(un Hvers vegna kemur það svo oft fyrir, að menn hafa innbú sitt of lágt tryggt eða alveg ótryggt? Enginn er svo ríkur, að hann hafi efni á því að hafa eignir sínar óvátryggðar. Vér bjóðum yður örugga og góða þjónustu. Umboðsmenn vorir, sem eru í öllum kaupstöðum, kauptúnum og hreppum landsins, veita yður upplýsingar og leiðbeina yður, og síðast en ekki sízt: hjá oss fáið þér ávallt hagkvæmustu kjörin. Skammdegið er tími ljósanna, — farið varlega með þau. CjLkíej jóll Brnsobótofélag Islonds HVEBFISGÖTU 8-10, BEYKJAVÍK. SÍMAR: 14915 — 14916 — 14917.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.