Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 12
33
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. des. 1957
Lítil Jb/’óð i stórbrotnu umhverfi z
Færeyskir heimilisfeður eru burtu frá
konum og börnum 9-10 mánubi ársins
„Har stendur berg við bjargar lið
og kagar út í hav.
högt stígiurtindur upp urn tind
og nemur tokuhav. .. .“
Fjöldi Færeyinga koma á
hverju ári til Islands. Það eru
aðallega, og nær eingöngu sjó-
menn, sem eru á íslenzkum, fær-
eyskum og dönskum skipum. —
Þessir menn koma sjaldan heim
til sín, eru stundum fjarveranái
frá heimilum sínum 9—10 mán
uði ársins. Nokkur hópur Fær-
eyinga er búsettur hér en þeir
eru innan við 100. Þeir hafa með
sér félagsskap, sem stofnaður
var 1941, „Föroyingafélagið i
Reykjavík" heitir hann. Þessi
félagsskapur stendur fyrir sam-
komum innbyrðis og hefur mik-
ið reynt að vera færeyskum sjo
mönnum stoð og stytta þann tíma
sem þeir dveljast hér í andi. For-
maður „Föroyingaféaglsins" var
um langt skeið Peter Wigelund,
en hann hefur dvalizt á íslandi
í nálega 30 ár. Fréttamaður Mbl
átti rabb við Peter Wigelund nú
fyrir skömmu um Færeyjar og
Færeyinga. Þótt Wigelund hafi
verið búsettur hér í bæ í 30 ár,
mun vart nokkur færeyskur
maður þekkja fleiri Færeyinga
en hann. Til hans hafa allir leit-
að og hann hefur leitazt við að
greiða götu samlanda sinna af
fremsta megni. Hann er verk-
stjóri í Slippnum og hefur verið
það lengi.
Frá Þórshöfn. — Sjómenn að búast af stað í róður. Unglingarnir
— Eruð þér ekki kvæntur ís-
lenzkri konu?
— Jú, það er ég. Hún. heitir
Vilborg Dagbjartsdóttir. Já, það
varð margt til þess að ég tók
mér bólfestu á Islandi, en ég fer
oft til Færeyja og á þar bæði
ættingja og vini.
Svipað og á íslandi
— Eru lífsKjör í Færeyjum
svipuð og hér?
— Að vissu leyti. Færeyingar
eru bara langt um nægjusaman
en íslendingar. Ég þekki bezt til
í Þórshöfn. íbúar þar eru um
5500. Eins og þér vitið, þá er
aðalatvinnuvegui Færeyinga
I fiskveiðar. Það sem þá vantar
eru betri skip, því lífsafkoma
þeirra byggist algjörlega á veið-
unum. Búskapur er að vísu stund
aður en í mjög smáum stíl, þótt
flest heimili eigi eitthvað af
skepnum. Það er til dæmis mjög
lítið af mjólk í Færeyjum. Það
er ekki of mikið sagt, að um
útgerð, eða eiga hlutdeild í báti,
eða þá að karlmennirnir eru á
skipum.
— Hugsa konurnar þá ein
göngu um heimilin?
— Já, og unglingar innan
fermingaraldurs. Það er ekkert
sældarlíf hjá kvenfólkinu. Al-
gengast er það, að þær eru heima
með stóran barnáhóp. Þær hafa
ekkx úr miklu að spila. Þær
verða að treysta á úttektina hjá
fyrirtækjum þeim, sem eiga
skipin, sem bændurnir og synirn-
ir eru á. Og venjulega fá þær ekki'
að taka út nema brýnustu lífs-
nauðsynjar. Eða þannig hefur
þetta verið allt fram að þessu. Nú
mun þetta hafa breytzt til batn-
aðar, með lögboðinni tryggingu,
sem útgerðin verður að láta af
hendi mánaðarlega til heimil-
anna. Þetta þætti íslendingum
samt harðir kostir.
— Er sæmilega búið að sjó
mönnunum?
Þeir hafa átt mjög erfitc
60—70% ungra manna hafi það | skipin hafa verið léleg, og varxa
takmark, að komast á skip, skút- (nokkuð sem aðbúnaður getur
ur eða togara, til þess að læra j heitið. En núna eru þeir búmr
vinnubrögðin af þeim eldri, og ■ að fá nokkra nýja togara og það
Grindadráp við Klakksey
vinna með þeim. Það er algengt,
að faðir og allt að fjórir synir
ráðist á sama skip. Það er allt
of mikið gert að því, enda hafa
margir sorglegir atburðir gerzt
í sambandi við það og stór skörð
höggvin í marga fjölskyldu, þeg-
ar skip hafa farizt og þannig hef-
ur staðið á. Það er ekki lengra
að minnast slíks atviks en síðan
„Stella Argus“ fórst fyrir um
tveim mánuðum. Með skipinu
fórust fjórir bræður, skipstjórinn
var einn þeirra, yngsti bróðurinn
var 15 ára. Þessi mál hafa verið
rædd mikið í Færeyjum, en ég
veit ekki til að ennþá gildi nein
sérstök regla um hve margir úr
sömu fjölskyldu megi vera í sama
skipsrúmi.
Langar útivistir
Peter Wigelund
Færeyska sjómannastofan
— Hvað líður stofnun fær-
eysku sjómannastofunnar hér?
— Hún er vel á veg komin.
Sannleikurinn er sá, að færeysk-
ir sjómenn áttu hér ekkert at-
hvarf. Færeyingafélagið hér
reyndi mikið að bæta úr þessu,
með því að að halda samkomur
fyrir sjómennina og hafa ofan
af fyrir þeim með ýmsu móti.
En nú hefur verið gengizt fyrir
stofnun þessarar sjómannastofu,
sem ætti að geta leyst þessi miklu
vandræði. Það var að frumkvæði
prófastsins í Færeyjum, séra
Jakup Joensen, að hafizt var
handa um þessa stofnun. Þá hef-
ur danski sendiherrann í Reykja-
vík léð þessu máli mikið liðsinni
og Færeyingafélagið hér tekið
að sér að hrinda málinu í fram-
kvæmd. Sjómannastofan er á
horninu á Skúlagötu og Frakka-
stíg.
— Hvernig á hún að starfa?
— Hún á að vera opin öllum
norrænum sjómönnum, en auð-
vitað fyrst og fremst handa Fær-
eyingum. Hluti af nenni verður
til afnota færeyska trúboðinu.
Helzt á hún að vera athvarf allra
sjómanna sem þangað leita. Þar
verða haldnar samkomur og guð-
þjónustur og þar geta sjómenn-
irnir gert sér .ýmislegt til skemmt
unar, svo sem spilað og teflt.
skrifað ættingjum sínum og
fleira.
— Eru Færeyingar ekki fremur
trúaðir menn?
— Jú, það er mér óhætt að full-
yrða.
— Þeir halda jólin líkt og við
íslendingar?
— Já og nei. Jólasiðirnir eru
í raun og veru þeir sömu, en sá
er munurinn á þeim og ykkur,
að Færeyingar taka jólahátíðina
langtum alvarlegar. Þeir gefa
jólagjafir og hafa jólatré. En það
er ekki rutt eins miklúm ósköp-
um af jólagjöfum í börnin eins
og hér tíðkast. Þau fá 1—2 gjafir,
og þau eru eins glöð yfir þeim
og börnin á íslandi yfir 10—20
gjöfum. Stærsti þáttur jólahátíð-
arinnar í Færeyjum eru kirkju-
göngur og messur. Færeyingar
eru mjög kirkjuræknir og trúað-
ir. Á jólunum fara þeir lítið í
heimsóknir til kunningjanna, ea
lesa guðsorð heima og fara auð-
vitað í kirkju.
Það er aðallega eftir jóladag-
ana sem þeir skemta sér. Þá eru
haldnir dansleikir og þá eru all-
FÆREYINGAR hafa frá upphafi
verið lítil þjóð í stórbrotnu um-
hverfi. Hafi náttúran yfirleitt
áhrif á hugarfar manna, þá hlýt-
ur það að vera þar. Þegar komið
er upp að hinni hálendu strönd
er fyrir að hitta harðhnjóskulega
náttúru. Strendurnar eru með
ýmsu móti en alls staðar hálend-
Tilviljun réði
Peter Wigelund er fæddur í
Þórshöfn í Færeyjum 1899. Hing-
að kom hann ungur maður. Þegar
ég spurði hann hvernig hefði stað
ið á komu hans hingað, svaraði
hann:
— Það var tilviljun, sem réði
því. Ég lærði skipasmíði í Kaup-
Byggðar eyjar í Færeyjum eru
17 og íbúatala þeirra allra um
30 þúsund. Alþýðan í Færeyjum
er fólk sem á sér menningu, þó
ekki lærða í skólum, heldur tekna
í arf. Sú menntun er í hlóð þess
borin og kemur fram í háttprýði,
rótgrónu skynbragði, kar(-
mennsku og alvarlegu lífsvið-
horfi. Þannig mcnntun hefur
þróazt lxjá þéssum frændum okk-
ar, sem eru grein á hinum nor-
rænu þjóðstofni. Þeir hafa varð-
veitt tungu sína frá fornu fari
og viðhalda þjóðarsiðum sinum
af aðdáanlegu viljaþreki. Aðal-
einkenni þeirra eru drenglyndi,
guðhræðsla og gestrisni. Lífsbar-
átta þeirra er hörð, en hefur
aldrei náð að afmá þessa góðu
kosti í hugarfari fólksins.
er unnið stöðugt að því að endur-
bæta skipaflotann. Það er stöð-
ugt verið að leggja gömul skip
niður fyrir önnur nýrri og betrí
En það þarf mikið fjármagn til
þess að koma útgerðinni og því
sem að henni lýtur í gott horf
Mér dettur í hug í þessu sam-
bandi, það sem Kjartan Mohr
færeyski þingmaðurinn, sagði
fyrir nokkru í dönsku blaðavið-
tali um útgerð Færeyinga. Hann
sagði, að Færeyingar þyrftu að fá
100 milljónir danskra króna til
hafnarbóta og til endurnýjunar
fiskiskipaflotanum, til þess að
færeyskir sjómenn gætu yfirleitt
lifað við mannsæmandi kjör, eða
að öðrum kosti neyddust þeir
til að stunda atvinnu sína, eins
og mikil brögð hafa verið að
undanfarið, á útlendum skipum,
sem leiddi til þess, að þeir yrðu
ófúsir á að snúa heim aftur, þar
sem þar kynnast þeir betri að-
stæðum og aðhlynningu á allan
hátt. Þetta er raunaleg staðreynd.
því Færeyingar eru mjög elskir
að öllu því sem færeyskt er og
það er einvörðungu af illri nauð-
syn að þeir hrekjast frá Færeyj-
um. Ég get fullyrt til dæmis, að
færeyskir sjómenn eru mjög
ánægðir á íslenzkum skipum og
af samstarfi við islenzka sjó-
menn. Ég veit þetta, vegna þess
að ég þekki flesta iæreyska sjó-
menn sem hér eru. Hér eru ævin -
fylgja þeim niður að sjónum.
lega fjöldi færeyskra sjómanna,
oft á annað þúsund árlega, sem
ýmist eru á íslenzkum skipum,
dönskum og færeyskum. Þessir
menn koma á vorin og hverfa
heim aftur á aliðnum vetri.
— Hvar stunda Færeyingar
aðallega veiðar?
— Þeir sækja langt, jafnvel
yzt í höf. Þeir stunda aðallega
veiðar við ísland, Grænland og í
Hvitahafinu. Þeir eru að jafnaði
í burtu frá heimilunum 9—10
mánuði ársins.
— En ekki er hver einasti fær-
eyskur karlmaður sjómaður?
— Það lætur kannske undar-
lega í eyrum, en sannleikurinn er
sá, að ekkert þorp í Færeyjum
er undanþegið því að stunda sjo.
Það mætti telja á fingrum sér
þau heimili, sem ekki hafa báta-
Þórshöfn. — Myndin er tekin niður við höfnina, en þar eru
byggingar höfuðborgarinnar reisulegastar.
ar, liggja að opnu hafi, snar-
brattar og víða hengiflug. Byggð-
irnar standa flestar við firði og
sund, þar sem dalsmynni eru og
leið inn til landsins. Fjöllin eru
sérkennileg og há og eykur ná-
Iægð hafsins á stærð þeirra. Þau
verða risavaxin hegar þess er
gætt á hve litlu landi þau rísa.
mannahöfn og þegar byrjað vai
að byggja „Löngu-línu“ hér réðst
ég í þá vinnu. — Ég var ungur
þá og langaði til að skoða heim-
inn.