Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. des. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 37 ir með, jafnt eldra sem yngra fólk. Þá eru þjóðdansarnir dans - aðir og það ríkir sönn gleði, já, mér liggur við að segja óspillt Þeir leggja mikið upp úr þjóð dönsunum sínum, einkum er það gert úti á landsþyggðinni og raun ar í Þórshöfn líka. — Færeyingum þykir samt gaman að skemtma sér? — Já, það er ákaflega létt yfir þeim. Það þurfa ekki að koma saman nema 2—3 Færeyingar, til þess að þeir byrji að dansa og kveða. Ég tala nú ekki um, ef þeir hafa bragðað vín. Flestir í sjómannaskóla — Hvað er yfirleitt um mennt- un Færeyinga? — Það er nú svipað og hér um almenna menntun. En megin- þorri ungra manna fara á sjó- mannaskóla og taka skipstjórnar- próf. Við höfum lika í Færeyjum stærsta sjómannaskóla danska konungsríkisins. Við hann starfa til af því, að eiginmenn eru sjald- an heima, nema að vetrinum. Þá hafa þeir mikið að gera við að búa heimilin sem bezt undir langa fjarveru þeirra. Svo annað, að það er mest ferðast á bátum, og þá er veturinn ekki heppileg- asti tími til ferðalaga. Þrátt fyr- ir þetta, eru Færeyingar mjög frændræknir, og vita um allt sitt skyldfólk, þótt þeir heimsæki það sjaldan. Fyrstu kynnin við íslendinga voru goS og hafa haldizt. — Höfðuð þér ekki þekkt ís- lendinga fyrr en þér komuð hingað? — Jú, ég er nú hræddur um það. Foreldrar mínir höfðu gisti- hús í Þórshöfn. Faðir minn dó þegar eg var barn að aldri, en móðir mín hélt áfram að reka gistihúsið. Þar komu margir út- lendingar og einnig íslendingar. Meðal íslendinganna eignaðist ég i góða vini. Fyrstu kynnin af þeim Boðaföll við Bjarg á Straumey hinir færustu kennarar sem völ er á. Færeyskir sjómenn þykja líka vel menntaðir í sínu fagi og það er varla svo danskt skip, að á því séu ekki færeyskir yfir- menn, skipstjórar, stýrimenn, vél stjórar eða loftskeytamenn. Eg játa, að þið eigið fleiri unga menn, sem ganga menntaveginn, en það eru lika margir færeyskir menn háskólagengnir. Færeying- ar eru yfirleitt mjög fróðleiks- fúsir og hafa áhuga á hvers kon- ar listum og við eigum einnig góða listamenn, skáld og hug- vitsmenn, málara og mynd- höggvara. — Þekkjast ekki allir Færey- ingar yfirleitt? — Nei, það er mesti misskiln- ingur. Þrátt fyrir það, að íbúar allra eyjanna eru ekki nema um 30 þúsund, þá eru kynnin sára- lítil meðal fólksins. Það kernur voru góð og eru það enn. Ég minnist fyrstu vina minna meðal íslendinga. Það voru þeir Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) og Páll Stefánsson og margir aðrir kaup- sýslumenn og sjómenn. — Það var gaman að matbúa fyrir íslendingana. Þeir voru afskap- lega hrifnir af færeyskum mat, eins og söltuðum fugli, grindar- kjöti, skerpeköd, sem er vind- þurrkað lambakjöt og þykir hið mesta lostæti í Færeyjum. Það svarar til íslenzka hangikjötsins. — Þykir ekki mikill viðburður þegar grind fer á land? — Jú, það er nú einhvern veg- inn svo, að þótt þetta sé mjög alvanalegt, þá komast Færeying- ar venjulega í talsverðan æsing þegar um grindadráp er að ræða. Það er líka eðlilegt. Þetta eru hvergi nærri hættulausar veiðar, og aðgangur óskaplegur bæði hjá mönnum og dýrum. Það er sann- arlegt blóðbað. Það er langt frá því, að Færeyingum þyki gaman að grindadrápi, en þörfin fyrir þennan mikla kjötforða, sem grindadrápið gefur í aðra hönd, er svo mikil að engum Færey- ingi dytti í hug að láta hann ali- an synda frá bæjardyrum sín- um, ef svo má að orði komast. Annars eru þeir brjóstgóðir menn og drenglundaðir og sízt af öllu kæmi þeim til hugar að fara illa með skepnur. Þarna er aðeins um að ræða bjargræðisveg fyrir fátæka þjóð. Já, það er hörð lífsbarátta hjá þessum mönnum, sagði Peter Wigelund. En þrátt fyrir þessi erfiðu lífskjör vilja þeir halda áfram að vera Færeyingar og QLkhf fól! BifreiðastöS Sleindórs ekki láta tilviljanir ráða menn- ingarhlutskipti sínu. Þannig hef- ur það verið og mun áreiðanlega verða meðan Færeyjar byggjast. — M. Th. Q(JlL% jól! Verzl. Aðalslræti 4 h.f. CDólmm, (/íJóLiptauinum oLhar ^ieöiie^ra jóla o(fi paráœlá Lomandi dráme& joöLL pyrir udáLiptln á lí&andi ári Brautarholti 4 — Reykjavík Pósthólf 167, Sími 19804. Símnefni: „GEISLI“. Útvegum frá viðurkendustu erlendu framleiðendum með styzta fyrirvara: Hitastillitæki af fullkomnustu gerðum Dælur — háþrýstar — lágþrýstar — Miðstöðvarkatla: Fyrir einstakar íbúðir og stærri húsasamstæður. Full automatiskir með tilheyrandi stilli- tækjum og innbyggðum baðvatnshit- urum. — Fyrir minni fjarhitunar- kerfi eða heila bæjarhluta. Olíubrennara — fullkomnir — þraut- reyndir — öruggir. Automatiska Ioftaftöppunarventla sérstaklega öruggir og þægilegir í notkun. Hreinlætistæki alls konar, einnig sér- staklega útbúin fyrir sjúkrahús. Frárennslispípur og fittings asfalterað. K o p a r - pipur í öllum þykktum og styrkleikum. K o p a r - stengur. Önnumst hitalagnir. í hvers konar byggingar. Framleiðum mótstraums- og baðvatnshitara með stuttum fyrirvara. Veitum tæknilegar Ieiðbeiningar um val á tækjum og fyrirkomulag hitalagna. - DIE8ELVÉLAR Framleiddar í stærðum 3 til 2500 h.ö., fyrir skip og fiskibáta. Sparneytnar — Gangvissar — Auðveldar í meðförum. DEUTZ — verksmiðjurnar smíðuðu fyrsta mótorinn, sem smíðaður var í heiminum, árið 1864. - Stærsta dieselvél, sem sett hefur verið í skip hér á landi var DEUTZ — vél 1000 h.ö., sett í dráttarbátinn Magna af h/f Hamri. DEUTZ — dieselvélar eru í fjölda skipa hérlendis. DEUTZ — er heimsþekkt merki, sem ryður sér hvarvetna til rúms í heiminum. Á hverjum mánuði eru framleiddar 45000 DEUTZ-vélar, enda starfa hjá verksmiðjunum um 25.000 manns. Leitið tilboða hjá oss, áður en þér festið lcaup annars staðar. Aðalumboðsmenn á fslandi: Hlulafélagið „HAMAr Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.