Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 14
38
MORCZJNTiT 4 ÐIÐ
Þriðjudagur 24. des. 1957
eftir
Ólaf Ólafsson
Starf íslenzku kristniboðanna þar
verðskuldar aðþvísé gaumur gefinn
FYRSTU hvítu mennirnir, sem
vitað er að haíi búsett sig í Konsó
í Suður-Eþíópíu, voru íslenzku
kristniboðarnir Felix Ólafsson —
Guðmundssonar trésmíðameist-
ara í Reykjavík — og Kristín
Guðleifsdóttir kona hans. Nokkru
síðar var send þangað til sam-
starfs við þau Ingunn Gísladóttir
hjúkrunarkona. Loks fóru til
Konsó síðastliðið sumar hjónm
Benedikt Jasonarson og Margrét
Hróbjartsdóttir til veru þar — og
rúmum mánuði síðar Ólafur Ól-
afsson kristniboði í nokkurra
vikna kynnisferð.
Konsó nefnist mishæðótt há-
lendi allmikið suður af Rúspóli-
vatni. Það rís upp af marflötum
grundum sigdalsins mikla —
The Rift Valley — 1400—1500 m
yfir sjávarmál, í suðvesturhorni
Eþíópíu, skammt frá landamær-
um Súdans og Kenya, — á 5.
breiddarbaug fyrir norðan mið-
jarðarlínu.
Konsó er heimkynni eins hinna
fjölmörgu þjóðflokka, er hafa —
löngu áður en þeir kunnu að
telja daga sína — skipt löndum
með sér í Suður-Eþíópíu í blóð-
ugum átökum um haglendi, vatn,
vígstöðvar og. veiði.
Gersamlega ósnortnir af vest-
rænni menningarþróun næstlið-
inna alda búa þeir enn við eld-
gamalt og rígskorðað afríkanskt
ættflokka- eða smáríkjaskipulag.
Einstaklingurinn er frá vöggu til
grafar háður heildinni eins og
steinn hleðslu. Smákonungarnir
halda enn völdum — að eigin
dómi og þegna sinna — en lúta
lögum samkvæmt negus negesti,
konungi konunganna — keisar-
anum.
Hver þjóðflokkur um sig held-
ur fast við hefðbundin lands-
réttindi. Spjótið er enn sem fyrr
hverjum manni jafnómissandi
og hönd eða fótur, tiltækilegt
jafnt til veiða sern varna eða
vígaferla. Menn eru æ á verði
gegn ágangi búpenings nágrann-
anna og árásum ungmenna þeirra.
Enn er ekki sá ægilegi afríkanski
ósiður með öllu horfinn, að ungir
menn' — en þeir eru ævinlega
skyldugir til að kvænast innan
síns ættflokks — mega ekki leita
sér kvonfangs fyrr er þeir hafa
myrt mann úr öðrurn ættflokki.
Konsómenn verða að vera vel
á verði gegn slíkum vágestum
og þykir metnaður að. Veglegustu
minnismerki eru líkan hins látna
skorið tré. Því til beggja hliða
eru lítið eitt lægri líkön fjand-
manna, sem hann hefur að velli
lagt sér til ævarandi hróss.
Nú hefur ríkisvaldið tekið að
sér að ráða þá af dögum, sem eru
valdir að morðum. Eftir því er
ekki ævinlega beðið.
Aðgreining þjóðflokka Suður-
Eþíópiu er svo alger að þeir tala
hver um sig sérstaka mállýzku.
★
Konsómenn eru fjallabúar
Konsóhálendið er heimkynni
þeirra og vigi. Þar hafa þeir tek-
ið sér stöðu endur fyrir löngu,
aðþrengdir á alla vegu af fjand-
samlegum nágrönnum, ræktað
grýttar hlíðar með haka í ann-
arri hendi en spjót í hinni og
breytt hrjóstrum í akra. Sléttlend
ið eða dalbotninn fyrir norðan
þá og sunnan, óendanleg flæmi
afríkanskrar savanna, bíður þess
að kunnátta og tækni hins nýja
tíma taki þau til yrkingar, veiti
á þau vatni úr ám og stöðuvötn-
um sigdalsins og breyti þeim i
hveiti- og hrísgrjónaekrur, er
gefa munu af sér tvennar upp
skerur á ári. Láglendið er að
dómi hálendinga óbyggilegt með
öllu, öðrum en Bórana-Göllum,
hálfviiltum hirðingjaflokkum.
Þeir þola hitann og óttast ekki
villidýrin, sem leynast í runnum
og hávöxnu grasi. Sléttan er heim
kynni mannskæðra sjúkdóma,
villidýra, Bórana og Saitans, —
en svo nefna þeir vald það sem
þeir vita máttugast og óttalegast
á jörðinni.
Slæpingsháttur karlmanna er
eitt höfuðeinkenni flestra þjóð-
flokka í Suður-Eþíópíu, — að
gera sér far um að komast af
lyndir, vingjarnlegir og hjálp-
samir.
Þeir eru við fyrstu sýn ákaflega
villimannslegir: Lítt klæddir,
óhreinir, berfættir og með spjót
í hendi.
Þeir búa í þorpum á hæstu
stöðum háiendisins en aldrei
niðri í dölum. Húsakynni þeirra
eru stráskýli af venjulegri afrík-
anskri gerð, vandaðri þó en hjá
öðrum þjóðflokkum. Hve margir
þeir eru veit enginn. Það er ágizk
un út í bláinn hvort heldur sagt
er að þeir séu 15 þús. eða 30 þús.
Leiði merks manns í Konsó: Likan hans skorið í tré og því til
bcggja handa líkön fjandrnanna, sem hann hefur drepið sér til
ævarandi hróss. Stráþakið er að liálfu hrunið.
með það, sem náttúran leggur
þeim fyrirhafnarlítið upp í hend-
ur.
Öðru máli gegnir um Konsó-
þjóðflokkinn. Hann hefur vegna
afkomu sinnar orðið að rækta
grýtt land og !ært að vinna.
Hvert einasta fjall og hver hnúk-
ur Konsóhálendisins er ræktað
upp undir efstu brúnir og lítur
út eins og egypzkur stakkapýra-
mídi. Hlaðnir hafa verið grjót-
garðar um þverar hlíðar með
stuttu millibili, byggðir akurstall
ar oft ekki nema 2—3 m breiðir
og tvennt unnizt með því: Ökrun
um helzt á dýrmætri úrkomu en
fyrir það byggt að steypiregn
skoli jarðveginum niður í dal-
botn. Bygging allra þessara millj-
óna stalla er frábært afrek og
viðhald þeirra engu síður.
í Konsó vinnur öll fjölskyldan
að akuryrkju. Þar eyða menn
ævi sinni á ökrunum, lifa fyrir
þá og á þeim unz þeir eru þar
heygðir. Ræktaðar eru ýmsar
korntegundir og baðmull. Naut-
gripi hafa þeir marga og einnig
sauðfé og geitur.
Konsómenn eru grannir og
spengilegir, hörundsdökkir mjög,
margir eins svartir og negrar, en
að öðru leyti ólíkir þeim og
miklu fríðari. Þeir eru geðfelldir
menn, lausir við tortryggni, glað
Suður til Konsó eru um það
bil 800 km frá Addis Abeba.
Góður akvegur er til kaffibæjar-
ins Dilla, miðja vegu en úr því
ruddur vegur, aldrei góður, oft
ófær bílum á köflum vegna aur-
blevtu. beear úrkomur eru.
Skammt suður af Addis Abeba
er ekið niður í sigdalinn mikla
og siðan suður eftir honum aust-
anverðum og loks eftir 2000—
3000 m háum, skógivöxnum fjall-
görðum á austurbrún hans. Þar
nýtur stórfenglegs útsýnis yfir
dalinn og til engu lægri fjalla
vestan hans Sigdalurinn er 60
til 150 km breiður með fögrum
stöðuvötnum, víðáttumiklum sav
anna-sléttum, skógivöxnum hæð
um og hálsum. Dalbotninn er á
þessari leið hvergi lægri en 1000
eða 1200 m yfir sjávarmál. Nátt-
úrufegurð dalsins er dásamleg,
dýralíf afar fjölskrúðugt og víða
nálega hóflaus gróður.
— Þeir sem ferðast suður sig-
ialinn fá nokkra hugmynd um
gífurleg náttúruauðævi Eþíópíu
og hve skammt þjóðin er á veg
komin að hagnýta þau.
Það er í senn ævintýralegt og
erfitt ferðalag að rekja spor
kristniboða okkar suður til
Konsó. Með því að aka 14 tíma
annan daginn en 12 tíma hinn
komumst við þangað á þriðja
degi og þótti methraði.
Fjórar fyrstu vikurnar í Konsó
liðu svo, að þangað kom enginn
bíll með vörur frá höfuðstaðnum
— þess hafði þó verið vænzt í 3
mánuði — eða bréf og blöð að
heiman. Þess var beðið í fullkom
inni óvissu að ferð félli svo hægt
yrði að koma bréfi í póst. Við
erum hér í þéttbýlum landshiuta
en einangruð þó frá umheimin-
um. Næsta símstöð er í Dilla en
þangað er á 4. hundrað km rudd-
ur akvegur. Felix segir mér að
hann sé greiðfær fyrir bíla 3 mán.
ársins, illfær 4 mánuði og nálega
ófær í 5 mánuði. Nú verður að
kaupa til kristniboðsstöðvarinnar
megnið af byggingarefni og nauð
synjavörum frá Addis Abeba og
Irgalem, Flutningskostnaður er
svo gífurlegur að hann nemur
% kostnaðarverðs vörunnar heim
fluttrar — Land Rover bíll, sem
var keyptur fyrir gjafafé að heim
an er eitt mesta þarfaþing
kristniboðsstöðvarinnar.
•k
Stöðvarlóðin, 4% ha. að flatar-
máli, er á rana niður af hæðum
höfuðstaðarins i Konsó, Bakaule.
Þeir, sem fyrstir áttu erindi við
kristniboðana komu með kaun
sín og báðu um meðöl. Fyrsta
eldhús í hinum, og þar við situr.
Felix reisti, var sjúkraskýli —
eða átti að vera það. Sjálfur bjó
hann og Kristín með barn á
fyrsta ári í leiguhúsnæði með
moldargólfi og leirklístursveggj-
um fullu af rottum og skorkvik-
indum. ÞaU fluttu því í sjúkra-
skýlið, það er 6x9 m, stofa í
öðrum enda en svefnherbergi og
eldhús í hinum og þar við situr.
Enn mat kristniboðinn meira að
byggja skólahús allstórt en hús
yfir sig og fjölskyldu sína. Bygg-
ing íbúðarhússins er nú hafin en
óvíst hvort gjaldeyrir fæst að
heiman til að fullgera það í ná
inni framtíð jafnaðkallandi og
það þó er. Til þess tíma verður
hjúkrunarkonan að taka á móti
sjúklii.gum í gluggalausu strá-
skýli með moldargólfi.
Háruppsetning: Ótal smát'létt-
ur. Kvenþjóðin í Konsó er ein-
att í engu öðru ofan til en
marglitum glerperluhálsfest-
um. — Galla stúlka.
„Höll“ hins amhariska land-
stjóra, bjálkahús með moldargólfi
og reisulegu stráþaki, gnæfir á
efstu hæðarbrún. Eg fór í kurteis
isheimsókn til yfirvaldsins,
skömmu eftir að ég kom og flutti
honum kveðju óg þökk þeirra á
íslandi, sem sent hafa kristni-
boða til Konsó og vita fullvel
hvers virði starfi þeirra er skiln-
ingur og velvild landsstjórans.
— Hann útvegaði stöðvarlóð-
ina og var þess hvetjandi að
kristniboð yrði hafið í Konsó.
Hjúkrunarstarfið metur hann
einkanlega mikils.
Furðulitið ber á sjálfum höf-
uðstaðnum. Amharar — embættis
mannastéttin, — líklega ekki yfir
200 í Konsó — hafa nýlega byggt
nokkur lágreist hús með báru-
járnsþaki. Litlaus strásxýli al-
mennings leynast í hvarfi við
gróður og minnstu húshæðir um-
hverfisins. Maður er hér biessun-
arlega laus við skarkala stór-
borgalífsins. íbúar þessa höfuð-
staðar eru líklega 2—3 þús. Nokk
ur hávaði er á morgnana þegar
karlmenn streyma niður á akra
til vinnu sinnar, með spjót um
öxl og jarðyrkjuáhald í hendi sér,
og konur með vatnsker á baki
á leið til næsta vatnsbóls 20 mín.
til Vi tíma gang niðri í hlíðun-
um. Unglingar og nakin börn
reka nautgripa- og fjárhjarðir
út úr næturbyrgjum og í haga.
Makaðsdagar eru nánast „helgi
dagar“ almennings. Hundruðum
saman streymir mannfjöldinn til
sölu- eða verzlunartorgsins á
landstjórahæðinni. Þaðan berst
hávaði niður til okkar og verður
æ meiri eftir því sem drykkju-
læti færast í aukana, er líður á
daginn. Öll viðkipti fara fram
á torginu, en það er jafnframt
aðalskemmti- og samkomustaður
almennings, „útvarp og blöð, kvik
myndir og kaffihús“.
k
Frá kristniboðsstöðinni er dá-
samlegt útsýni til þriggja átta.
Við erum hér 1400 m yfir sjávar-
mál, en bæði fyrir vestan Konsó-
Nautgriparekstur á leið í haga. Kuamjolkur neyta Konsómenn ekki.