Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 11
f>riðjudagur 24. des. 1957
MORGUN BLAÐIÐ
35
lágu hér og þar og skrifað á þá
Franz Jósef II fursti og Gina, furstafrú af Liechtenstein
tæp 14 þúsund, lögregluþjóna | sem kosið var og að þeir hefðu
höfum við 12, 5877 mjólkurkýr i notað þar atkvæðaseðla, sem
og 56950 ávaxtatré. Þannig erum
við reyndar vanir að kynna
Liech’tenstein, ef við viljum gera
það í fáum orðum. Það er sagt
að við framleiðum béstu mjólk
í Evrópu, endingarbestu gervi-
tennurnar, minnstu reiknivélarn-
ar og hvössustu grammófóns-
nálarnar. Ég held að þetta séu
engar ýkjur, sagði Nigg og brosti.
Svo fór hann auðvitað að tala um
stjórnmál.
— Hér eru tveir flokkar, kall-
aðir þeir „svörtu“ og þeir
„rauðu“. Ég á að heita formaður
þeirra síðarnefndu. Þeir svörtu
hafa setið í herbergi nr. 21 óslitið
1 12 ár.
— Herbergi nr. 21?
— Já, það köilum við stjórnar-
ráðið hér, en stjórnaríormaður-
inn situr í herbergi með því núm
eri. En þeir „svörtu“ hafa aðeins
haft eins atkvæðis meirihluta í
þinginu, en þeir hafa verið seigir
að halda honum.
Ég fann að Nigg var orðið tals-
vert niðri fyrir og talaði hann 'nú
alllanga stund, en ég páraði nið-
ur það sem ég gat.
— Kosningar eru nú afstaðnai
fyrir fáum dögum og þær urðu
sögulegar. Þar voru brögð í tafli,
enda eru kosningalögin óglögg
um margt. Ég býst ekki við að
flokkur minn sætti sig við orð-
inn hlut. Við gerðum okkur vonir
um að vinna meirihlutasætið að
þessu sinni. Að vísu eru þeir
„svörtu“ sterkir hér í efri hlut-
anum, Oberland, en hérna niðri
reiknuðum við með vinningi. Og
þegar talið var upp úr kjörkass-
anum í Mauren, sem er þorp
hér við landamærin neðar
1 dalnum, höfðum við 2
atkvæði yfir og þar með
var meirihlutinn unninn. En
þegar talið var aftur, eins og gert
er til öryggis, voru þessi 2 at-
kvæði okkar horfin. Formaður
kjörstjórnarinnar, sem er „svart-
ur“, lýsti því nú yfir, að annað
atkvæðið væri ógilt, með því að
kjósandinn væri farinn til náms
í Sviss, en hann hefði ekki mátt
kjósa, vegna þess að hann hefði
nú búsetu erlendis. Þess utan hafi
einn svokallaður „undirmálsmað-
ur“ kosið, en til þeirra teljast hjá
okkur allir þeir, sem haldið er að
séu ekki alveg andlega hraustir
og hafa þess vegna eins konav
meðráðamann. Slík meðráða
mennska er þó ekki það sama og
að hafa fullkominn lögráðamann.
Hér fór Nigg svo út í langar út-
skýringar, sem ég sleppi.
— Við héldum því fram, að
maðurinn væri með fuilu ráði og
hefði mátt kjósa. En það var svo
úrskurðað á annan veg.
Og þegar við fórum að gá bet-
ur að, komumst við að því að
kosningin í Mauren hafði á marg-
an hátt verið ólögleg. Við þótt-
umst hafa komizt að því, að alls
konar óviðkomandi menn hefðu
gengið út og inn um stofuna þar
koma inn í þingið, ef því yrði
lofað, að kosningalögin skyldu
endurskoðuð og nýjar kosningar
fara fram fyrir lok nk. febrúar.
Þó höfðu þeir „rauðu“ vaðið fyr-
ir neðan sig og samþykktu ekki
nema nokkurn hluta af fjárlög-
unum, en þau nema því sem
næst um 40 milljónum íslenzkra
króna. Meðan á þessum átökum
stóð andaðist Ferdinand Nigg
skyndilega. Ég kem þessu hér að
vegna samanhengisins, en annars
ræddi ég ýmislegt frekar við
Ferindand Nigg um menn og mál
efni í landinu.
Nigg sagði, að í Liechtenstein
væri ekki eingöngu kosningarétt-
ur, heldur líka kosningaskylda.
Hver sem lætur undir höfuð
leggjast að kjósa, án þess að geta
sannað lögmæt forföll, verður að
borga 5 franka í sekt. Kosninga-
þátttakan er líka venjulega hjá
okkur um 95%, sagði hann.
— Auðvitað vita hér allir hvern
ig hver og einn kýs, sagði Nigg
Hér eru aðeins „rauðar“ eða
„svartar“ fjölskyldur og þær
kjósa eiginlega alltaf eins við
hverjar kosningar á fætur öðrum.
Við höfum enga flokksbundna
menn, eins og það er kallað, og
leggjum engin gjöld til flokk-
sagði, að Liechtensteinbúar hefðu
allir verið sammála um að fram-
selja þessa Rússa ekki undir
neinum kringumstæðum.
— Annars höfum við sjálfir
ekki tekið þátt í styrjöld síðan
árið 1866, en þá fóru 80 hermenn
héðan í styrjöld, með Austur-
ríkismönnum gegn Prússum. En
við fengum 82 heim aftur, en
þannig stóð á því, að með okk-
ar hermönnum komu hingað 2
prússneskir liðhlaupar. Við
græddum þannig tvo ágæta
borgara á þeirri styrjöld en missc
um ekki neinn.
— Hvert er svo helzta ágrein-
ingsmálið innanlands, fyrir utan
kosningalögin, spurði ég Ferdin-
and Nigg.
— Það eru hjúskaparlögin,
svaraði Nigg.
— Ég hváði, því ég hélt, að ág
hefði misskilið hann eða mis-
heyrt það sem hann sagði.
— Jú, þér hafið heyrt rétt, það
eru hjúskaparlögin, sagði Nigg
þá. Þau eru orðin gömul, hafa
staðið óbreytt frá árinu 1812. —
Samkvæmt þeim lögum er hjóna-
skilnaður alls ekki leyfður í
landi okkar, heldur aðeins skiln-
aður að borði og sæng. Menn,
Fuistahöllin í Liechtenstein
eitt og annað. Við komumst líka
að því, að atkvæðaseðlarnir
höfðu, að kosningunum loknum,
ekki verið settir í lokað umslag
og sendir þannig til yfirkjör-
stjórnar, heldur höfðu þeir ver-
ið sendir í opnu umslagi með boð-
bera. Þetta var auðvitað alveg ó-
tækt. Við höfum ákveðið að
sætta okkur ekki við þessar kosn-
ingar, og munum kæra þær fyrir
þinginu og þá sjáum við hvernig
fer.
Seinna hef ég frétt, hvernig
þetta mál fór. Þingið neitaði með
eins atkvæðismun að taka kæru
þeirra „rauðu“ til greina, en pá
ákváðu þeir að gera eins konar
þingverkfall og mæta alls ekki
á þingfundum og taka yfirleitt
ekki neinn þátt í störfum þess
En þá kom íurstinn, Franz Josef
II, til skjalanna. Hann kallaði á
alla þingmenn með tölu upp í
höll sína og talaði við þá. Ekk;
alveg ósvipað atvik hafði komið
fyrir nú fyrir nokkrum árum, en
þá höfðu þeir „rauðu“ hótað
svipuðu verkfalli. En nú voru
þeir „rauðu" alveg ósveigjanlegir
gagnvart beiðni furstans um að
koma til móts við þá „svörtu“
og niðurstaðan varð sú, að þegar
næsti þingfundur hófst, var eng-
inn af þeim „rauðu“ til staðar
Hins vegar voru á þingpöllum
30 áhorfendur, sem þykir mikið
í Liechtenstein. Furstinn kom nú
niður í þingsalinn og skoraði á
þingmenn að koma sér nú saman
til þess að forða vandræðum. —
Stakk hann upp á því, að kosn-
ingalögin í landinu yrðu tekin til
endurskoðunar, þannig að ekki
væri lengur neinn vafi á því,
hverjir hefðu rétt til að kjósa og
samþykktu hinir „rauðu“ þá að
anna á fólk. Á kjördegi þurfum
við ekki að „smala“ né ýta á
kjósendur, þar sem kosninga-
skyldan veitir nægilegt aðhald.
Annars geta fjölskyldur og ein-
staklingár auðvitað af ýmsum
ástæðum breytt skoðun sinni, en
hér hjá okkur liggja oft til þess
ýmsar tiltölulega léttvægar, per-
sónulegar ástæður. Til dæmis
kom það fyrir að við töpuðum
nú við kosningarnar heilli fjöl-
skyldu og það var vegna þess að
heimilisfaðirinn, sem var nýlát-
inn, en var góður og gegn fylgis-
maður okkar, hafði ekki fengið
jafnvirðuleg ummæli í blaðinu og
fólk hans vildi. Þess vegna
kaus það nú allt með þeim
„svörtu“. Sumir segja, hélt Nigg
áfram, að fjölskyldur hér haldi
áfram að eiga börn í líf og blóð,
til þess að geta haldið flokknum
sínum við, en þetta eru nú tómar
ýkjur. Annars eru fjölskyldur
hér yfirleitt þó nokkuð barn-
margar, en samt er það svo, að
fæðingum fer heldur fækkandi
hér á móts við það, sem áður var.
Fyrr var algengt, að fjölskyldur
hér ættu 7 börn, en nú er það
sjaldan meira en svona 4 börn.
Furstinn á til dæmis 4 börn
sagði Nigg
Ég spurði Nigg að því, hvernig
Liechtenstein hefði vegnað i
stríðinu og taldi hann, að landið
hefði komizt klakklaust út úr
þeim hildarleik. Sagði hann, að
um 300 Rússar úr her andkomm-
únistans Vlassow hefðu flúið inn
í landið, en Sovét-Rússar hefðu
heimtað þá framselda. Liechten- I
stein hefði útkljáð þetta mál með
því að útvega Rússunum land-
vistarleyfi í Argentínu og borgað
farseðla fyrir þá þangað. Nigg
sem eru mótmælepdatrúar, verða
að gifta sig erlendis. Það er á
stefnuskrá okkar flokks að
breyta þessum lögum og gera
þau frjálslyndari, en þeir
„svörtu“ mega ekki heyra það
nefnt. Þessi gömlu lög geta kom-
ið undarlega við á ýmsan hátt
Við skulum segja, að Liechten-
steinbúi hafi gifzt svissneskri
stúlku og hún hlaupið frá honum
heim til sín. Þá getur hún fengið
skilnað og gifzt aftur, en Liecht-
ensteinbúinn situr heima með
sárt ennið og fær ekki skilnað og
getur ekki kvænzt aftur. Þetta
er auðvitað alveg ótækt og þessu
verður að breyta.
Svo ræddum við á víð og dreif
um Liechtenstein. Það er óhætt
að segja að almenn velmegun
ríkir í landinu. Allir hafa nóg að
bíta og brenna og þar eru tals-
vert margir vel efnaðir menn.
íbúarnir una glaðir við sitt, vilja
halda frelsi sínu og sjálfstæði,
bera virðingu fyrir furstanum,
elska land sitt og óttast guð. Mað
ur hefur stundum á tilfinning
unni, að Liechtensteinbúar séu
nokkuð fastheldnir á gamlar
erfðavenjur, en ef til vill er það
einmitt styrkur þeirra og hver
veit nema þessi fastheldni sé ein
af helztu ástæðunum til þess,
hversu vel þeim hefur tekizt að
halda þessu litla og fámenna
landi sjálfstæðú. — Ekki eiga
Liechtensteinbúar neinar bók-
menntir að talizt geti. Nokkrir
landsmenn hafa auðvitað verið
listrænir og hámenntaðir, en á
liðnum tíma var það að jafnaði
svo, að þeir menn, sem eitthvað
vildu komast áfram á sviði lista
eða vísinda, hurfu að fullu og
öllu úr landi og settust að í Aust-
urríki. Hefur borið nokkuð a
mörgum fyrrverandi Liechten-
steinbúum meðal andans manna
í Austurríki eða stjórnmála-
manna þar í landi.
Ferdinand Nigg spurði mig
margs frá íslandi og við bárum
ýmislegt saman, eins og það er
hér á landi og í Liechtenstein
Kom okkur saman uin, að ýmis-
legt væri talsvert svipað. Fer ég
ekki nánar út í það hér, en mér
virtist þó, að allflest væri acl-
miklu smærra í sniðunum þar
syðra heldur en er hér hjá okkur.
Á báðum stöðum ber auðvitað á •
ýmsum þjóðfélagsíyrirbærum,
sem síður koma til greina með
hinum stærri þjóðum.
Þegar samtalinu við Ferdinand
Nigg lauk og við skildum,
gekk ég upp í þorpið og dálítið
upp fyrir það. Leit ég þá til
fjalla og sá að hríðað hafði all-
mikið í þau um nóttina. Voru
Alpatindarnir, sem gnæfa yfir
Liechtensteindalinn, orðnir
mjallahvítir. Ég fór nú brátt að
tygja mig til ferðar, enda var
henni heitið yfir þessi fannhvítu
fjöll og bráðlega kvaddi ég þetta
lilta en vinalega land.
Ferdinand Nigg til hægri talar við and- t . ðing sinn Alexander
Frick, sem er stjórnarformaður og ioríngi hinna „svörtu“.