Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 8
32 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1957 ísland er ennþá ,tabula rasa'.. Bréf frá Brynjólfi Péiurssynl ✓/ til Jóns bróður hans Jón Pjetursson ' Kaupmannahöfn, 29. febr. 1848. Elsku bezti bróðir minn! Ég heyri sagt, að skip eigi að fara frá agent Clausen til Ólafs- víkur núna mu helgina, og ætla ég ekki að láta það ganga úr höndum mér eins og skipið, sem fór til Búða í fyrra haust. Það er von þó ykkur leiðist eftir bréfum heim á vorin, og skrýtið veit ég mér mundi finnast það, ef ég ætti allan veturinn a^T vera vitneskjulaus um allt sem fram fer í veröldinni, og búinn ■. er ég nú í þau 19 ár, sem ég hef verið hér í Höfn, að venja mig svo á að lesa dagblöð, að ég er hræddur um, að mér mundi þykja blaðleysið meira en skrýt- ið. Nú sendi ég þér Berlingske Tidende og hefði átt að gera það fyrir lifandi löngu. Það er eins og annað. Ég get samt ekki lát- ið þig vera að bíða eftir að heyra aðalatriðin af fréttunum, þangað til þú ert kominn þangað í Berlingi. Það er þá næst, að Kristján konungur áttundi and- aðist hér 20. janúar um kvöldið. Hann lá stutta stund veikur. Ég veit ekki, hvort þú getur því nærri, hvaða óróleiki hér var yfir Dönum, þegar honum tók að þyngja. Undir eins og Friðrik sjöundi kom til ríkis, lét hann birta bréf, og lofaði að koma skipun á um ríkislögin — þetta er ekki rétt út lagt. En bréfið var líka ógnarlega tvirætt og illt að skilja. Allir vissu, að konungur sjálfur mundi ekki kæra sig um að sleppa ótak- markaða einveldinu, en það vissu menn ekki, hverja hann mundi taka sér til ráðuneytis í því máli, og hvernig honum mundi verða ráðið. Átta dögum síðar kom út annað bréf, sem lofar stjórnar- bót. Eiga 26 menn úr Danmörku sjálfri og 26 úr hertogadæmun- um Slésvík og Holtsetalandi nú í vor að koma saman að ráðgast um hana. Höfuðatriðin úr henni eru nefnd í bréfinu. Fulltrúa- þingin, sem nú eru, eiga að vera óröskuð að öllu, en þar að auki eiga að verða kosnir menn úr Danmörku, Slésvík og Holtseta- landi, sem eiga að hafa „en besluttende Medvirkning vid Skattepaalæg og ved Finants- bestyrelsen“ og önnur mál, sem ríkinu öllu við koma. Þeir eru Konráð Jón Gíslason Sigurðsson nefndir til að semja frumvarpið til stjórnarlaganna Örsted, Bang og C. Moltke (það er þýzkur maður, sem áður var í rentu- kammerinu, en fór þaðan fyrir ári síðan, og varð Præsident í tyske Canselli, hann hefur á seinni tímum verið sá maður, sem mestu hefur ráðið). Moltke Finantsminister á að vera þeim til ráðuneytis. Þú munt sjá af blöðunum, að bæði Þjóðverjar og flestir af þeim Dönum, sem varð- veita vilja þjóðerni sitt, eru mik- ið óánægðir með þetta áform. Danir vilja ekki hafa Holtseta- land með, og Þjóðverjar vilja hafa Slésvík og Holtsetaland sem ríki sér. Út úr þessu er hér allt á tjá og tundri. Hvar sem maður lítur í heiminum — svo að segja — er líka allt í uppnámi. ítalskir menn hafa einkum verið að brjót- ast um, og víða eru þar nú komn- ar á stjórnarbætur. Harðstjórn- in í Neapel hefur verið óttaleg á seinustu tímum, enda gjörðu þá Sikileyjarmenn loks uppreisn í vetur. Þeir ráða nú öllu á eynni, og konungur hefir orðið að gefa Nýborgarríki stjórnar- bót, en það er ekki öldungis sannfrétt enn, hvort menn vilja þýðast hana. Austurríkismenn eru í bobba. Lönd þeirra í Ítalíu eru hræði- lega óánægð. Þeim hefur lengi verið haldið í ánauð, en nú keyr- ir fram úr hófi. Austurríkismenn halda þar nú 100,000 hermanna, og hatur Itala til þeirra er ótta- legt. Það líður líklega ekki á löngu þangað til þar gjörist eitt- hvað sögulegt. 1. marz. Nú hefir gjörzt annað sögu- legt. Parísarmenn hafa gjört upp- reisn og rekið Philip konung frá ríki. Það eru mikil tíðindi. Það kom sendimaður í dag með þau til konungs. Allt er enn óvíst, hvernig stjórnarlögunin verður fyrst um sinn, en það er víst, að ekki vilja þeir hafa hertog- ann af Nemours fyrir forstöðu- mann ríkisins, eins og lög stóðu til. Það var við því að búast svona færi á endanum, því Philip hefur lagt mikið á hættuna með að láta alla ríkisstjórn starfa svo að segja að því eina að sjá fyrir sér og sinni ætt. Það hefur lengi verið mikil óánægja í Frankaríki, einkum út úr þvi, hvernig stjórn þeirra ætlaði að reyna til að fara með Svitsara- land, og út úr tillögum hennar í ítalsku málunum. En heima á Frakklandi hefur líka gengið seyrt til, og þó Guizót hafi haft alltaf með sér meiri hluta full- trúanna, má nærri geta, að stjórn hans hafi getað verið almenningi óvinsæl, þar sem ekki velja full- trúa nema ca. 200,000 manna í Frankaríki af ca. 36000,000 mönn um. Nú hafa menn þar í vetur verið að tala mikið um að auka kosningarréttinn, og það er ein- mitt út úr því, að stjórnin vildi ekki lofa mönnum að koma sam- an til að ræða það mál, að upp- reistin varð í þetta skipti. Þetta mun nú ekki kæfa hreyfinguna, sem alls staðar er á áður. En nú er bezt að koma aftur til Danmerkur. Hér lítur virki- lega illa út og ég sé ekki nokkurn veg til, að það geti raknað úr því fullkomlega, því ég þykist sannfærður um, að ef frumvarpi stjórnarinnar verður fylgt, þá mun þjóðerni Dana vera mesta hætta búin. Aflur þykir mér það öll von, þó stjórnin vilji ekki skilja Holtsetaland öldungis frá hinu ríkinu, því þá kann Holt- setal. að fara þegar minnst von- um varir úr sambandinu. Og það, sem verst er, þó hún vildi gjöra það, þá er hætt við Slésvíkur- menn — það er að skilja allur þýzki hlutinn — yndi því aldrei að vera skilinn frá Holtsetalandi. En hvað, sem nú verður úr þjark- inu með Slésvík, þá vona ég það komist ekki í það horf, að ríkið missi þá von, sem því er nú gef- in um að fá takmörkun á kon- ungsvaldinu. Af því flýtur, að öllum þessum collegíis verður steypt um, því þau geta ekki staðizt, ef stjórnarherrarnir eiga að hafa nokkra ábyrgð, og líka er þeim í sjálfu sér hræðilega illa skipt etc. Þér þykir víst undarlegt, að ég hef enn ekkert minnzt á ísland, hvernig með það sé farið í þessu efni. Það er af því, að ísland er ennþá „tabula rasa“ í því efni. I „Forfatnings- Recriptet" sem kallað er, er ekk- ert minnzt á það annað, en að það skuli halda alþingi öldungis eins og hingað til, en þar af má berlega ráða, að það skuli enga fulltrúa senda til „Löggjafar- þingsins". Þetta sýnist mér vera það skársta, sem við er að búast í bráðina. Það eru ekki til nema tveir vegir til um stjórn íslands. Annað hvort verðum við að eiga einn sjóð saman við Dani, eða eiga sjóð okkur. Ef við eigum sjóð saman við Dani, þá er það bæði heimska og óréttlæti að segja við skulum bera okkur sjálfir. Stjórnin á þá að gjöra það fyrir okkur, sem við þurf- um með og efni alls ríkisins leyfa, en taka af okkur svo mik- ið gjald, sem samsvarar efnum okkar í samanburði við það, sem hinir aðrir gefa í afgjald af sín- um efnum. Hinn vegurinn er að láta okkur eiga sjóð fyrir okkur og annast sjálfa allar okkar þarf- ir og leggja fé fram eftir tiltölu til þeirra þarfa, við eigum með hinu ríkinu (en það er nú í raun- inni ekki annað en konungsætt- in). Hvorugu þessu hefur hingað til verið fylgt. En ég get nú ekki borið á móti því, að ég fyrir mitt leyti kýs miklu heldur seinni mátann. Ég er hræddur um, það yrði alltaf hallað á okk- ur, ef fyrri mátinn væri hafður og að ríkið þættist aldrei hafa neitt aflögu handa okkur, þegar við þyrftum einhvers við. Það er að minnsta kosti í öllu tilliti valtara, og það yrði í rauninni sífellt óánægjuefni á báðar síð- ur, sem von er af því allt er svo ólíkt, þarfirnar og gjaldsmátinn, og svo illt fyrir þá skuld öllu niður að jafna. En ef seinni mát- inn væri hafður, þá er allt hægra við að eiga, nema eitt, og það er: hver á að ráða því þá, hvað mik- ið ísland skuli leggja fram, að tiltölu til konungs o. s. frv.? (eftir fyrra mátanum yrði fslend- ingar að eiga fulltrúa saman við Dani og álögur íslendinga yrði þá ákveðnar á lögþingi rikisins). Það er auðséð, réttast væri, það væri afgjört að jafnmörgum mönnum af fulltrúum Dana og íslendinga, og að konungur skæri úr, þegar ágreiningur yrði, en að tillagið væri aðeins áskorðað fyr- ir nokkur ár í senn. En margir vildu líklega láta íslendinga ráða því sjálfa hvað mikið þeir ætti að leggja til ríkisþarfanna. Ekki er samt held ég nokkurn tíma að búast við því. Nú er það, sem við eigum að ná í: jafn réttur til löggjafar fyrir okkur, sem alls herjarþingið hér fær fyrir Dan- mörku. í aprílmánuði vonast menn eftir að sjá frumvarpið til stjórnarlaganna. Það er sagt konungur sjálfui*sé fyrir að gefa sem mest frelsi, en þeir sem kringum hann eru, vilja láta hann gefa minnst. Það var eitt af því fyrsta, sem konungur gjörði, að hann sendi boð eftir Bardenfleth og gjörði hann að Geheimeminister. Nú á hann frá 1. apríl að verða forseti í danska kanselliinu, en þeir Stemann og örsted eiga þá að fara frá. Allir I alda hér muni verða „Ansvarlige Ministre“ og verður þá þessum Collegíis steypt, sem betur fer fyrir öll störf. En hvað verður þá úr mér og mínum líkum. En ég hugsa nú ekki svo mikið um það eins og hitt, hvað þeir muni þá gera við íslenzku málin, hvort þeir muni láta þau dúsa svona á víð og dreif, eða taka þau öll saman á einn stað. 7. marz. Nú eru fullar fréttir komnar frá Frakklandi. Þeir vilja þar allir hafa þjóðstjórn og eru bún- ir að viðtaka hana, þsngað til fulltrúar koma frá allri þjóðinni til að setja á stjórnarlög. Nefnd manna stendur á meðan fyrir öll- um ríkismálum. Lofa þá menn allir. Enda komst undir eins lag á allt í Frakklandi, allir þýðast þjóðstjórnina, enginn gjörir upp- laup. Philip konungur er flúinn og öll ætt hans. Englendingar hafa tekið mikið vel undir þessa breytingu og ætla ekki á nokk- urn hátt að skerast í leikinn, heldur álíta þjóðstjórnina full- löglega. Þýzku höfðingjunum hefir brugðið í bfún við þessi viðskipti, og hafa nokkur þeirra undir eins lofað endurbótum. Þú munt spyrja mig, hvernig hagi hér í kring um mig, hvernig hagi fyrst, að mér líður — guði sé lof! allbærilega, Engin breyting hefur orðið með hagi mína, og ekki sé ég neina von til að geta fengið meiri afskipti af fslands- efnum, en ég hef. Ég er í því tilliti hræddari við Bardenfleth en nokkurn annan mann. Ég sé það á skjölum þeim, sem hann sendir konungi með alþingis- skránum, að hann verður íslend- ingum örðugur í fangi. Meðal íslendinga hefur það til borið markverðast, að etazráð Magnus- sen andaðist á aðfangadagskvöld jóla í vetur. Hann hafði verið hræðilega hrumur allan veturinn. Það er ekki enn búið að veita aftur embætti hans, hvorki leynd arskj alavarðhaldið eða skrifara embættið í Árna Magnússonar nefndinni. Menr) halda Jón Sig- urðsson muni fá embættið í nefndinni. Hann fékk líka al- manaks útlegginguna (sem ég vildi gjarnan hafa fengið) af því Finnur sál. hafði beðið þess. Hann hafði líka útvegað Jóni hjá Kristjáni konungi 600 dala laun árlega, sem bókaverði við nokk- urn part af skjalasafni fornfræða félagsins. Fyrir forseta í deild bókmennta félagsins hérna kusu íslendingar mig og er það lítill ábati fyrir félagið eða sjálfan mig. Það hef- ir lengi verið í brugggerð, að Konráð yrði settur kennari hér við háskólann og Kristján kon- ungur var mikið með því. Nú veit enginn, hvað úr því kann að verða. Grímur Thomsen er nú kominn aftur af utanför sinni, og hefur hún verið honum bæði skemmtileg og fróðleg. Ég veit ekki, hvort ég var búinn að skrifa þér í haust, að mál var höfðað af Generalfiscalen á móti Magnúsi Eiríkssyni fyrir langa skrá, sem hann hafði sent Krist- jáni konungi áttunda. Þegar Friðrik kom til ríkis gaf hann öllum mönnum upp sakir sínar móti prentfrelsislögum og stjórn- arlögum, og slapp Magnús þar úr hættulegri kreppu. Ekki geta læknar hér gert neitt við augun í Bjarna konferenzráði, og býst hann við að segja af sér, þegar Brynjólfur Pjetursson var einn Fjölnismanna. • Hann fæddist árið 1810 og lézt árið 1851. Var hann þá fyrir skömmu orðinn forstöðumaður íslenzku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn og var löndum sínum hinn þarfasti maður. Engin mynd er til af Brynjólfi en samtímamenn lýstu honum þannig, að hann væri „glæsilegur maður, bæði til lífs og sálar“. Var Brynjólfur allra manna vinsæl- astur. — Bræður Brynjólfs voru þeir Pjetur biskup og Jón háyfirdómari og er bréf það, sem hér birtist ritað til hins síðarnefnda. — Skýringar hefur gert Aðalgeir Kristjánsson kand. mag., sem er að skrifa ævisögu Brynjólfs og undirbúa útgáfu bréfa hans. þetta ár er liðið. Það er skömm að því, hvað lítið ég skipti mér af honum í vetur, en ólukkans annríkið gefur mér ekki stundir til nokkurs hlutar, og svo hef ég líka verið hræddur um, að okkur kynni að verða sundur- orða út úr íslands málefnum; en ég vil ekki styggja hann né armæða. Johnsen assessor sækir hér um embætti af öllum kröft- um, en hefur enn ekkert fengið. Fái hann nú ekki býfógeta-em- bættið í Ebeltoft — sem nú er búið að standa óveitt langt yfir vanalegan tíma — þá er ég hræddur um þeir vilji ekkert veita honum hér I Danmörku. En ef hann fær hér ekkert em- bætti, þá tekur hann amtmanns- embættið vestra, og þá losnar hvort sem er pláss í landsyfir- réttinum. Nú verður farið að veita sýslurnar, þegar póstskipið er komið. Ég vonast eftir þú munir, eins og ég bað þig í haust, láta mig vita með því, hverja sýsluna þú vilt helzt, eða réttara sagt, hverja þú mundir helzt kjósa, ef annar fær Eyjafjarðar- sýslu, sem ég býst við, þú mundir helzt vilja hafa. Múlasýslurnar eru miklu stærri að tekjum, en Mýrasýsla, en ég sé nú margt, sem mælir þó fram með henni. Skrifir þú mér ekki greinilega um þetta, verð ég á ný í vand- ræðum, hvað ég skuli gjöra. En hvernig sem fer, veit ég ekki getur hjá því farið, að þú fáir einhverja þeirra. Og hvað sem þú segir um sýslumannsembætt- in, þá sýnast mér þau vera beztu embættin, sem heima eru, NB þau betri af þeim. Þar geta menn fengið sér góða jörð í sveit og reynt til að gjöra allar þær jarð- ar endurbætur, sem velferð lands ins er að svo miklu leyti undir komin. Þegar þú ert setzur að í góðri sýslu, búinn að gifta þig og setzur á laggirnar, vona ég þú munir segja það með mér. En skulda- vafstrið, sem ég hef rótað þér inn í, stendur samt í veginum fyrir því, að þú getir notið þeirr- ar stöðu fyrst um sinn. Ég fer aftan að siðunum. Ég þakka þér kærlega fyrir 3 bréf, sem ég fékk í gær frá þér, eftir að póstskip var farið. Tvö þeirra voru frá Stapanum, en eitt var dagsett í Reykjavík 6. ágúst. Eft- ir því bréfi leiddist mér ógnar mikið í fyrra; en það kom ekki fyrr en með Þorsteini kaupmanni Jónssyni. Ég hefi verið ógnar ergilegur við sjálfan mig út úr klaufadómi mínum með skipið til Búða í fyrra haust, en í fyrra sumar skrifaði ég þér ekki, af því ég vissi ekkert um, hvar þú mundir vera niður kominn. Elsku bezti bróðir minn! ég segi þér það satt, að ég hugsa langt um meira um þig en þessi vanrækt mín sýnist að bera mér á brýn. Fallega hefir farið fyrir mér með dagblöðin, sem ég ætlaði að senda þér. Mér flatt ekki annað í hug, en að þau mundu að minnsta kosti vera til kaups hjá Bardenfeldt Finnur Magnússon útgefendunum, en ég hefi þessa dagana haft margar klær frammi til að útvega mér þau, en allt til ónýtis. Ég hef ekki þorað að eiga svo undir, að skipaferðin dragist, að ég hafi sett það í blöð- in (averteret) að fá þau til kaups, sem þó mun vera eina ráðið, en nú hef ég fengið mér Berlingske Tidende eftirleiðis frá 1. marz. Þetta rusl, sem ég sendi þér af Berl. Tid. fyrir þetta ár er defect. Þó vantar ekki nema 2 nr. síðan konungaskiptin urðu hér. Þú verður bezti bróðir að virða vilj- ann fyrir verkið. Ég þori ekld heldur að senda neitt með þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.