Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 1
20 siður og Heímdallur 45. árgangur. 9. tbl. — Sunnudagur 12. janúar 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsins Árangur 18 mánaba stjórnarstarfa: Erlend skuldaaukning 386 milljónir Samdráttur útflutningsbirgða 175 milljónir Hieyilu- og kapitalvöruinnflutningur minnkaði um 90 millj. á II mánuiium Af hverju er Parisarræða Hermanns ekki birt ? Á FUNDI Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gær hélt Bjarni Benediktsson frumræðuna og fórust honum í höfuðatriðum svo orð: Við sveitarstjórnarkosningar í hverjum stað koma ýms sér-sjón- armið til greina, en hvarvetna er þó viðureignin háð með hina almennu þjóðmála-baráttu að bakgrunni. í þeirri baráttu segjast allir keppa að auknum velfarnaði al- mennings, öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. Auðvitað er ætíð sitthvað að. Algerri fullkomnun verður seint náð í mannlífinu. Gagn- rýnin er því auðveld og eins fögur fyrirheit. En á orðunum einum lifir enginn. Erfitt kann að vera að velja á milli, ef annars vegar eru einungis meira eða minna velheppnaðar fram- kvæmdir en hins vegar aðems kenningar og loforð. Sem betur fer erum við Is- lendingar ekki í þeim vanda. Þær höfuð-fylkingar, sem hér eigast við, hafa báðar sýnt í verki, hvers þær eru megnung- ar. Reynslan gefur þess vegna til kynna hverjum bezt megi treysta. Áður sá Hermann ekkert nema eyðimörk Hermann Jónasson lýsti á- standinu áður en hann tók við sem hann væri á „eyðimerkur- göngu“. Flestir aðrir sáu þá stöð- ugar framkvæmdir í öllum efn- um, hraðfara uppbyggingu jafnt til sjávar og sveita, í landbúnaði, sjávárútvegi, iðnaði, samgöngum, húskynnum, heilbrigðismálum og menningu, sem sagt í öllum greinum þjóðlífsins. A.m.k. í öllu því, sem raun- veruleg verðmæti eru í fólgin og skapa skilyrði fyrir aukinni fram leiðslu, sem afkoma okkar allra er undir komin. Gildi pappírspeninganna er ekkert í sjálfu sér, heldur alveg háð hinum raunhæfu verðmæt- um: Fasteignum, framleiðslutækj um og öðru slíku, sem á bak við stendur, að ógleymdu vinnuþreki, dug og dómgreind sjálfrar þjóð- arinnar. Á undanförnum áratugum hef ur íslenzka þjóðin ætíð orðið betur búin að þessu leyti. Aldrei hefur hún skuldað minna út á mikil verðmæti en einmitt, þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við. Auðvitað var sitthvað að þá, eins og ætíð hlýtur að verða. Hið versta var, að nokkur hluti þjóðarinnar hafði látið annar- legar kenningar trufla svo dóm- greind sína, að peningakerfinu stafaði hætta af. Verðbólgan kemur fyrst og Bjarni Benediktsson fremst af því, að menn hafa hald- ið, að þeir gætu með kröfuhörku knúið fram meira kaup en at- vinnuvegirnir raunverulega eru færir um að greiða. Af þessu leiða ýmsir örðugleikar og sá verstur, að atvinnulífið stöðvast, ef ekki er að gert. En frá því- líkri stöðvun hefur ætíð verið forðað af öllum ríkisstjórnum, sem við þetta hafa þurft að glíma. Hvort til þess er beitt skött- um, niðurfærslu eða gengislækk- un er nánast tæknilegt atriði, sem meta verður eftir aðstæðum hverju sinni. Þar er ekki meðalið, sem mestu máli skiptir heldur markmiðið: Hagsæld almennings af störfum við blómlega atvinnuvegi. Við Sjálfstæðismenn hljótum ætíð að velja það úrræðið, sem helzt horfir til frjálsræðis og aukinn- ar athafnasemi borgaranna, er við teljum, að farsæld þjóðfé lagsins sé undir komin. Fullyrðing fyrirfram um hvert úrræðið skuli velja er sama eðl- is og ef skipstjóri segði löngu áður, hvernig hann ætli að haga siglingu tiltekinn dag. Vitanlega fer það eftir sjólagi og vindi en engum kosningaloforðum, hvern ig sigla skuli, og er þá líf skips- hafnar oft undir því komið að rétt sé siglt. En þótt verstu afleiðingar verðbólgunnar séu hindraðar, er hún engu að síður ærið alvar- leg. Hún skapar misrétti í þjóð- félaginu og dregur úr sparnaðar viðleitninni i því formi, að menn vilji geyma eignir sínar í pen- ingum eða verðbréfum. Innbrotsþjófunum fenginn fjársjóðurinn Á móti verðbólgunni ber því að berjast um leið og menn gera sér ljóst, að heilbrigði efnahags- lífsins verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll með neinu „var- anlegu úrræði", fremur en heilsa mannlegs líkama. í báðum til- fellum eru skynsamlegir lifnað- arhættir vænlegasta ráðið. En „patentlyf" á borð við það, þegar Hermann Jónasson kallar komm- únista til að stöðva verðbólguna, er ómenguð skottulækning. Það er eins og innbrotsþjófnum sé fenginn fjársjóðurinn, sem hann braust inn til að ná, í þeirri von að hann láti af innbrotunum. Kommúnistar mögnuðu verð- bólguna til að brjótast á þann veg til valda. Völdin nota þeir til að grafa undan þjóðfélaginu. Þegar þeir verða búnir að gera svo mikið illt, að núverandi sam- starfsmenn þeirra þora ekki lengur að vinna með þeim, eða þjóðin sviptir þá alla völdum, þá byrja kommúnistar á sömu stundu sína fyrri iðju um mögn- un verðbólgunnar. Hér stoða því engin skyndi bandalög við kommúnista held ur einungis látlaus fræðsla um Framh. á bls. 8. ★TOMBLAIN, Frakklandi, 11. jan. — Grafari nokkur grófst lifandi í dag eftir jarðarför í Tomblain, þegar gröfin féll sam- an yfir hann. Maðurinn náðist upp við illan leik og var fluttur í sjúkrahús. * Fréttir í stuttu máli * TOKYO, 11. jan. — Japanska veðurathuganastofnunin tilk. í dag, að regn og snjór, sem féll í gær í norðanverðu landinu, hafi haft mikið magn af kjarnageisl- um. Bendir þetta til þess, að kringum 6. jan. hafi verið gerð tilraun með kjarnasprengju, en ekki er vitað, hvar það hafi verið. SEOUL, 11. jan. — Rithöf- undar, ritstjórar og lögfræðingar í Suður-Kóreu héldu fund í Seoul í dag til að mótmæla nýjum lög um, sem banna blöðum og tíma- ritum að prenta lof eða last um pólitiska frambjóðendur. Lögin eiga að koma í veg fyrir mútur. iHr KAIRÓ, 11. jan. — Kisselv sendiherra Rússa í Egyptalandi flaug frá Kaíró í dag áleiðis til Súdans og Jemens. Með honum voru 11 rússneskir sérfræðingar á flestum sviðum efnahags- og iðnaðarmála. För þeirra var haldið leyndri fram á síðustu stund, og þeir, voru „undir öfl ugri vernd“. ★ COLOMBO, 11. jan. Sextán manna rússnesk verzlunarnefnd fór frá Ceylon í dag áleiðis til Moskvu. Hafði hún gengið frá viðskiptasamningum milli Ceyl- cns og Sovétríkjanna, sem verða undirritaðir í næstu viku. •k Alsír, 11. jan. — Tveir Serkir voru dæmdir til dauða í Alsír í dag og einn í 20 ára fangelsi fyr- ir að myrða Frakka einn og lög reglumann í sveitaþorpi. BONN, 11. jan. — Þýzka flóttamannaráðuneytið hefur til- kynnt, að vikuna, sem lauk 10. janúar, hafi 5.753 flóttamenn kom íð frá Austur-Þýzkalandi til V- Þýzkalands og V-Berlínar. i( TEHERAN, 11. jan. — Stiga- maðurinn Dad Shah, sem sakaður var um að hafa drepið þrjá Bandaríkjamenn (meðal þeirra hjón) í marz sl., var drepinn í dag þegar honum lenti saman við lögregluna. Dad Shah stjórnaði einum illræmdasta glæpamanna- flokki í íran. Áreksturinn varð í Baluchistan og lágu 10 menn í valnum eftir hann. Albanar sleppa bandarískum flugmanni BELGRAD, 11. jan. — Banða- ríski flugmaðurinn Curran, sem Albanar neyddu til að lenda í Fuchs ráðlagf að halda ekki áfram AUCKLAND, 11. jan. — í dag kom enn fram ágreiningur um það, hvort brezki landkönnuður- inn dr. Vivian Fuchs ætti að fresta tilraun sinni til að verða fyrsti maðurinn, sem ferðast yfir suðurheimsskautssvæðið þvert. J. Claydon, yfirmaður nýsjá- lenzku flugsveitarinnar, sem læt- ur fyrirberast á Scott-stöðinni, sagði í dag, að Fuchs hefði hverf- andi litla möguleika á að komast á leiðarenda, en leiðin er alls um 3.500 kílómetrar yfir mikl- ar torfærur ísa og jökulklungur. „Ég hef ekki hitt einn einasta mann, sem álítur að Fuchs muni hafa það“, sagði Claydon. Hillary hafði áður ráðið Fuchs frá að halda áfram för sinni eft ir að hann kæmi til pólsins, en byrja heldur aftur á næsta án Fuchs svaraði því til, að haun mundi halda áfram, hvað sem í skærist, hjálparlaust ef til kæmi. Fuchs er nú sagður vera um 350 km. frá pólnum, en þegar þangað kemur á hann ófarna um 1600 kílómetra. Claydon sagði, að bæði Bandaríkjamenn og Ný- sjálendingar við suðurheimskaut ið væru þeirrar skoðunar, að Fuchs ætti að hætta för sinni, þegar hann kæmi til pólsins, og eru bandarískir flugmenn reiðu- búnir að flytja hann þaðan. Fuchs er þegar nokkrum vik- um á eftir áætlun og getur í fyrsta lagi lokið ferð sinni um miðjan barz, ef hann heldur áfram. Aðstæðurnar eru lang- verstar i lok janúar og í febrúar. Forstjóri Fuchs-leiðangursins í London, tjáði fréttamönnum í dag, að Fuchs væri það alger- lega í sjálfsvald sett, hvort hann héldi áfram eða ekki. Fréttarit- ari enska blaðsins „Daily Mail“, Noel Barber, sem er staddur við pólinn, er sömu skoiVunar og Hillary og ráðleggur Fuchs að fresta för sinni. Albaníu, kom til Belgrad í dag og heldur þaðan áfram til Þýzka- lands. Albanar sökuðu hann um að hafa rofið lofthelgi landsins, en hann kveðst hafa villzt af leið þegar hann var að fljúga frá Frakklandi til ítalíu, vegna bil- ana í móttökutækjum flugvélar- innar. Curran kveðst hafa lent ótilkvaddur og ekki séð neinar albanskar orrustuþotur. I lendingu sprakk hjólbarði á flugvélinni og gátu Albanar ekki látið Curran hafa annan hjólbarða, þar sem hann var ekki til í landinu. Flugvélinni verður skilað, þegar hún er ferðafær á ný. Currans var saknað 3. desem- ber, en Albanar tilkynntu ekki lendingu hans fyrr en tveim vik- um síðar. Brezk flutningaflugvél á leið frá Vestur-Þýzkalandi til Singapore var neydd til að lenda i Albaníu 31. desember, en henni var leyft að halda áfram, eftir að Frakkar höfðu skorizt í leikinn fyrir hönd Breta. Frakkar og ítalir eru einu vestrænu ríkin sem hafa stjórnmálasamband við Albana. Eldflaugastöðvar í Norður- Noregi fyrir næsta haust IIARSTAD, 11. jan. — Fyrstu eldflaugarnar af gerðinni „Hon- est Jolin“ verða settar upp í Norður-Noregi fyrir næsta haust, sagði yfirmaður heraflans þar, O. Lindebek-Larsen, við„Harstad Tidende“. Hershöfðinginn kvaðst vera þeirrar skoðunar, að auðvelt væri að framkvæma þessa áætlun. Eldflaugadeild heraflans verður hreyfanleg og hefur bækistöðv- ar í Troms-fylki. Mun þetta styrkja varnarmátt hans til mikilla muna, auk þess sem her- aflinn verður stærri, þar sei starfsmenn við eldflaugarnE verða þeir sérfræðingar, sei hafa fengið sérstaka þjálfun meðferð eldflauga. Hershöfðinginn staðfesti þai að hægt væri að hlaða eldflau^ arnar kjarnorkusprengjum, e hins vegar væri það að sjál: sögðu pólitísk spurning, hvo: það yrði gert. Meðal herforingj er litið svo á, að eldflaugarnE komi ekki nema að hálfum no um, fyrr en þær hafa veri hlaðnar kjarnorkusprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.