Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 4
4 MORCUN BLAÐIÐ Sunnudagur 12. Jan. 1958 í dag cr 12. dagur ársins. Sunnudagur 12. janúar. Árdcgisflæði kl. 10,16. Síðdegisflæði kl. 22,54. Slysavarðstofa Keykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L B (fyrir vitjanirl er á sama stað, fr; kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 24047. — Ingólfs- apótek, Lyfjabúðin Iðunn og Reykjavíkur-apótek eru öll opin ti' kl. 6 daglega. Apótek Austur- bæjar, Garðs-apótek, Holts-apótek og Vesturbæjar-apótek eru öll op- in til kl. 8 daglega. Einnig eru þessi apótek opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Kópaiogs-apótck, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótck er opið alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—3 6 og 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Ólafsson. Keflavíkur-apótck er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. — Næturlæknir er Bjarni Sigurðsson. I.O.O.F. ii = 1391128 = Kvm □ EDDA 59581147 — 1 Atkv. □ MlMIR 5958 1137 — 1 Atkv. E3 Hjónaefni Á gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sína Lea Þórarinsdóttir, Brekkustíg 14B og Gestur Guð- mundsson, Langholtsvegi 60. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Guðrún Ingimundar- dóttir, Stóra-Ási á Seltjarnarnesi og Skúli Thorarensen, stud. jur., Fjölnisvegi 1. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Þórdis Halldórs- dóttir, Hringbraut 76, Hafnar- firði og Sveinn Þorkelsson, Brún- arveg 12, Reykjavík. Skipin Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er væntanleg til Akureyrar í dag á vesturleið. Esja fer frá Reykja- vík í kvöld, vestur um land í hring Frumsýaaingf og? 25 ára leikaimæii LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum sýnir í Bæjarbíói næstkomandi þriðjudag (14. þ.m.) nýjan ensk- an gamanleik í þrem þáttum eftir Guy Paxton og Edward V. Hou- lie, sem hafa skrifað nokkra gam anleiki saman, er oft hafa verið leiknir í hinum enskumælandi löndum. Leikur þessi er mjög skemmtilegur, fjallar um fjöl- skyldulíf leikhússtjóra, og koma þar margir við sögu. Leikurinn hefur hlotið nafnið „Afbrýðisöm eiginkona". Hlutverk eru 9 og fara þessir með þau: Katla Otafs dóttir, Sólveig Jóhannsdottir, Kristín Jóhannsdóttir, Stðríður Hagalín, sem tók við hiutverk- inu nú fyrir skömmu vegv.a veik- indar Eyjalínar Gísladóttur, Fr;ð leifur Guðmundsson, Ragnar Magnússon, Sigurður Knstins og Eiríkur Jóhannesson, sem ánú Eiríkur Jóhannesson 25 ára leikafmæli, er mun verða minnzt á frumsýningunni. Ei- ríkur hefur manna lengst unnið að leiklist í Hafnarfirði og leikið fjölmörg hlutverk hjá L. H. og víðar. Hann er eini stofnandinn, sem enn er virkur þátttakandi. Ávallt hefur Eiríkur átt sæti í stjórn félagsins og er nú varafor- maður. Leikstjóri þessa nýja leiks er Klemenz Jónsson, sem einnig stjórnaði „Svefnlausa brúðgum- anum“, sem var sýndur í fyrra 48 sinnum viðmjög mikla aðsókn og ánægju. Leiktjöd hefur Lothar Grund málað. Stjórn L. H. skipa nú: Sig. Kristinsson form., Friðleifur Guð mundsson, ritari, Róbert Bjarna- son gjaldk., Eirikur Jóhannesson, varaform., og Sólveig Jóhanns- dóttir meðstj. feið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á þriðjudag til Snæfellsnesshafna 0£ Flateyjar. Þyrill er á Vest- fjörðum á leið til Reykjavíkur. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á þriðjudag til Vestmannaeyja. Skipadcild S.Í.S.: — Hvassafell er í Riga. Arnarfell er i Hangö. Jökulfell losar á Austfjarðahöfn- um. Dísarfell losar á Austfjarða- höfnum. Litlafell losar á Vest- fjarðahöfnum. Helgafell er vænt- anlegt til New York 14. þ.m. — Hamrafell fór frá Batumi 4. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. g|Flugvélar« Loftlciðir h.f.: — Saga kom til Reykjavíkur kl. 07,00 í morgun, frá New York. Fór til Osló, Gautaborgar og Kaupmannahafn ar kl. 08,30. — Edda er væntan- leg til Reykjavíkur frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló kl. 18,30. Fer til New York kl. 20,00. | Félagsstörf Kvcnslúdentafclag Islands held- ur fund í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 15. janúar kl. 8,30. Fundarefni: Guðrún Erlendsdótt- ir flytur erindi um Sameinuðu þjóðirnar. Félagsmál. Sjálfstæðiskvcnnafclagið Hvöt heldur nýjársfagnað á morgun í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 stund- vislega. Til skemmtunar verður félagsvist. Forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns flytur ávarp. Kaffidrykkja og dans. Félagskon- ur mega bjóða mönnum sínum og öðrum gestum meðan húsrúm leyfir. — Ymislegt Leiðrétting: — 1 blaðinu í gær, birtist föisuð trúlofunarfrétt — þeirra Gerðar Guðvarðsdóttur og Gústafs Einarssonar. Heimildar- maður að þessari frétt var Birna Árnadóttir, Kópavogsbr. 48. SSlnfur Eiríksson kennori ÓLAFUR EIRÍKSSON var barna kennari langan aldur undir Aust- ur-Eyjafjöllum. Nú er hann kom inn á níræðisaldur. Hann hætti kennslu fyrir um 20 árum vegna aldurs. Hefur hann síðan átt heima í Reykjavík. Ólafur er sonur Eiríks á Brún- um, þess sem Valdemar Dana- prins þá rauða hestinn af 1874. Árið 1876 lagið Eirikur svo lykkju á leið sína og gekk á konungsfund í Kaupmannahöfn. Hlaut hann gja.fir úr konungs- hendi, meðal annars myndir af konungi og skylduliði hans. Ei- ríkur galt í sömu mynt. Skenkti hann sjóla mynd af sér með eig- inhandaráletrun. Um þetta ma lesa í Reisubók Eiríks. Þjóðin stendur í mikilli þakk- arskuld við frumherja barna- kennslu hér á landi. Ekki var eftir miklum launum né þægi- legri aðbúð að slægjast. Hvorxi voru skólar né kennarabústaðir til í sveitum landsins. Notast varð við kaidar stofur. Kennar- inn varð að sinna samtimis börn- um frá tíu til fiórtán ára. — Kennsluimn jivcrs hóps var um tveir mánuðir á vetri hverj- um. Það mun verið hafa að ráðum sóknarprestsins, séra Jes Gisla- sonar, að Ólafur hóf kennslu í sveit sinni. Séra Jes, sá mæti maður, var áhugasamur um a, þýðufræðslu. Hefur hann verið framsýnn á farsæla kennara hæfileika Ólafs. Bezt lét Ólafi að kenna skrift og landafræði. Ólafur er lista- skrifari. Hann skrifar undur fagra koparstungu, sem raunar meir var við hæfi kyrrðar alda- mótanna síðustu en ógnarhraða vorra tíma. Mér eru enn í fersku minni landafræðitímar hjá Ólafi. Við urðum að þræða törráðnar leiðir landa og hafa á nafnlausu landabréfi. Þótti það lítill frami að stranda á þeirri siglingu, því að annar var þá tafarlaust kallaður til, en stranda glópurinn fékk pokann sinn. — Réttritun tókst honum mæta vel að kenna. Nemendur skrifuðu eftir upplestri. Næsta dag kom svo Ólafur með stílana leiðrétta. Mikil eftirvænting var að líta á hornið í kompunni. Þar stóð árangur erfiðisins. Villulaust var ág, dv með + eða sýndi skort á réttri kommusetningu. Síðan kom tala stafvillna. Næðu viil- urnar tuttugu, þá kom dómur- inn ót (óteljandi). Þetta hleypti kappi í liðið. íslandssaga Jónas- ar Jónssonar þótti okkur skemmtileg. Karlarnir í henni voru kunningjar frá sagnalestvi kvöldvökunnar. í frímínútunum voru viðburðirnir svo leiknir, stundum kannski nokkuð harka- lega. Nú er það lenzka að tala um námsleiða. Námsleiða kenndi ekki hjá Ólafi. Við krakkarnir losnuðum við amlið heima með- an skóli stóð. Auðvitað voru þeir misjafnlega námfúsir. Ég minn- ist orða einnar telpunnar. Hún sagði: „Eg skal lofa því; að ég skal aldrei líta í bók, þegar búið er að ferma mig“. Þetta þótti okkur strákunum karlmannlega mælt — og það af stelpu. Önnur var lúsiðin, en slíkt háttalag er illa séð af strákunum, sem mörgu hafa að sinna öðru en bók námi einu. Hún var vís að fara að skrifa, þegar frímínútur áttu að hefjast. Þetta þótti okkur o- þolandi. Stilltum við okkur upp við sinn hvorn enda langborðs- ins og hristum það, enda borðið fornt og vakurt. Það var ekki lítil skemmtun, þegar hún stökk upp á nef sér við þessi spjöil, en við tókum til fótanna, þegar hún reis úr sæti sínu og hugðist jafna um gúlana á okkur. Okkur lang- aði ekkert í fangbrögð við hana. Hún var miklu stærri og sterk- ari. — Austur-Eyfellingar, miðaldra og eldri, eru næstum allir nem- endur Ólafs Eiríkssonar. Aðrir hafa dreifzt um allar jarðir. — Nemendur hans, sem heima eiga nú í Reykjavík, sitja með honum hóf í Tjarnarltaffi kl. 3 í dag og minnast þar löngu liðins tíma um leið og brjóstmynd úr eir af Ól- afi verður afhjúpuð, en myna- ina skal síðan geyma í nýja barna skólanum í Skógum. Jón Á. Gissurarson. FERÐiNAND Hókus pókus Spuining dagsins UNGT fólk, sem stofnar heimili nú til dags, gerir ýmist að láta gefa sig saman, eða býr saman ógift. Hvert er yðar álit á þeim málum? Þyri Huld Sigurðardóttir, verzl unarmær: Siðferðislega tel ég það rangt af ungu fólki að búa saman ógift: En fjárhagslega hlið in? Ungt fólk er framgjarnt. Konan vill einn ig vinna úti til þess að rýmka fjárhaginn. En raunin verður önnur, því að skattaálagning unni er þannig háttað, að henn ar tekna verð- ur varla vart. Fjárhagur þeirra er lítið eða ekkert betri en ef konan hefði eingöngu helg- að sig húsmóðurstörfunum. Þess vegna segi ég: Geymið giftinguna og þar með samúðina þar til þið treystið ykkur til að lifa vel af tekjum húsbóndans. En ég vona að sérsköttun hjóna sé ekki langt undan. Ólafur Jensson, vélvirki: Það er eðlilegast að ungt fólk stofni heimili með hjónabandi, en sem kunnugt er — þá er heimlisstoín- un kostnaðarsöm nú til dags Þar af leiðandi er það algengt að bæði vilji vinna úti fyrst í stað til þess að geta búið sem bezt í hag- inn fyrir sig. Skattalöggjöf- in er hins vegar þannig úr garði gerð, að margt fólk kýs að búa saman ógift. Mín skoðun er samt sú, að það heit, sem unnið er við hjóna- vígsluna, sé traustasti grundvöll- ur heimilisstofnunarinnar. Unnur E. Gunnarsdóttir, skrif- stofumær: Heimilið er framtiðin. Og til þess að skapa það verða báðir aðilar að vinna að því, þeg ar ekki eru í upphafi önnur verð- mæti fyrir hendi en eigin vinna. Ég sé ekki annað en hérlendis verði fólk að búa saman ógift, þar.til breyting ar á lögum og viðaukum laga um tekjuskatt hjóna hafa far ið fram. Þá er fyrst hægt að safna fyrir brúðkaupsferðinni. Sigurpáll Vilhjálmsson, stud. oecon: Ég tel mun æskilegra, að fólk búi saman gift þar sem það eykur að mínu áliti festu í þjóð- félaginu. En eins og skattalög- gjöf vorri er háttað er fólki vorkunn að búa saman ógift, því að löggjöfin hvet- ur fólk beinlín is til þess — gagnstætt því, sem hún ætti raunverulega að gera. En þessu verður þó ekki breytt sam- stundis þó að skattalöggjöfin verði lagfærð, því að almennings- álitið, sem talsvert hefur að segja hefur á skömmum tíma ger- breytzt hvað þessu viðvíkur. BEZT AÐ AVOLfSA í MOIiGVNBLAÐim) Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðuatíg 36 */t. I’iill Jóh.Jwrlrthson /»./• - Pósth 621 Simat 15116 og 15417 - Símneltu. /*»i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.