Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 18
18 MORCUN BLAÐ1Ð Sunnudagur 12. jan. 1958 Afvinnurekendur Tveir ábyggilegir og laghentir menn óska eftir starfi. — Vanir bílaviðgerðum og akstri utan- og innanbæjar. Meirapróf. Einnig kemur til greina alls konar innivinna. Upplýsingar eftir hádegi í dag í síma: 3.24.54. Föndurskóii fíofnarfjorðar Föndurskóli Hafnarfjarðar er aftur tekinn til starfa. Getum enn bætt við nokkrum börnum. Uppl. á kvöldin í síma 22873. I. O. G. T. St. Svava nr. 23 Fundur í dag kl. 2. Inntaka. —■ Kosning embættismanr.a. — Kvik- myndasýning o. m. fl. — Gæzlumenn. ^__ VITBÐ ÞER að elckert er betra til að þvo úr ull, silki og nælon en Þér getið verið öruggar með beztu ullarpeysuna yðar, ef þér þvoið hana úr ÞVOL, því ÞVOL inniheldur nýtt efni, sem jafnframt því að þvo vel, er algjörlega skaðlaust ullartaui. uælon og silki. "Tii’vel me8 hendur... ÞVOL t>VOL hefir einnig þann eiginleika að skýra liti í ullartaui, þvo jafnt í heitu sem köldu vatni, og er mjög létt í skolun. — ÞVOL er því ákjós- anlegt til þvotta á barnataui. Þ V O L er ótrúlega drjúgt. Burnnstúkan Æskan Fundur í dag kl. 2. Kvikmynd. Mætið öll. — Gæzlumenn. VÍKINGUR Fundur annað kvöld, mánudag, kl. 8,30, í G.T.-húsinu. - - Skýrsl- ur, kosningar og innsetning emb- ættismanna. Hagnefndaratriði. — Æ.t. HafnarfjörSur St. Morgunstjurnan nr. 11 Fundur annaðkvöld. — Teknir inn nýir félagar. — Kosning emb ættismanna. Minnst áramótanna. Fjölmennið. — Æ.t. Félcagslíf Landliðsæfing í kvöld kl. 7,15 i K.R.-húsinu. Hafið vegabróf með. — H.S.I. Félag austfirzkra kvenna , Félagskonur, munið skemmti- fundinn þriðjudaginn 14. janúar kl. 8,30 í Garðastræti 8. — Til skemmtunar: Skuggamyndir. Fjöl mennið og mætið stundvíslega. —— Stjórnin. KnattspyrnufélugiS VALUR Skemmtifundur fyrir 4. og 5. flokk verður í dag kl. 2 ’ félags- heimiiinu. Skemmtiatriði: Upp- lestur — talnahappdrætti (verð- laun), — kvikmyndasýning. Fjöl- mennið. — Unglinguleiðtogi. Knattspyrnufélugið Þróttur Handknattleiksæfing hjá meist- ara-, 1. og 2. fl. karla í dag kl. 4,20 í K.R.-heimilinu. Mætið stund víslega. — Sljórnin. 8 LESBÓK BARNÁNNA LESBÓK BARNANNA S Valtýr Steíánsson: Börnin og skógrœktin ENDUR fyrir löngu var ísland skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Hér uxu þó aðallega birkiskógar, og þeir munu varla hafa verið mjög hávaxnir. En þeir veittu öðrum gróðri og jarðveginum skjól og hlífð, Nú eru hinir gömlu skógar nærri horfnir, menn hjuggu þá í eldinn en búféð eyddi ungu trjánum, þegar því var beitt. Undireins og skóg- arnir hurfu skemmdist líka margur annar gróð- ur, blómjurtum fækkaði og jarðvegurinn rann burt með vatni eða blés burt með vindum. ísland er um 103 þús- und ferkílómetrar að stærð. Á landnámsöld munu um 40 þúsund fer- kílómetrar hafa verið gróið land og að líkind- um mest allt skóglendi. Nú eru hér um 17—18 þúsund ferkílómetrar eft- ir af grónu landi og birki þekur ekki nema um 1 þúsund ferkiló- metra. Af þessum tölum má marka, hve eyðing landsins er mikil. Islenzku landnáms- mennirnir komu flestir frá Noregi. Þar í landi eru stórvaxnir greni- og furuskógar um allt land. Skógarnir vaxa langt norður fyrir heimsskauts baug, þar sem veðrátta er kaldari en á fslandi. Þar eru sums staðar til 25 metra há furutré. Eft- ir nokkra tugi ára verða slík tré til hér á landi. Alla krakka langar til að verða stóra. Þá fá þau íslenzk „jólatré“ að vera með fullorðna fólkinu og taka þátt í störfum þess. En störf fullorðna fólksins eru misjafnlega erfið. Sum þe:rra geta bórn gert jaínvel og fullorðnir. Eitt af því er að gróðursetja tré. Það er ekki erfitt, en þó verður að gera það með mikilli vandvirkni. Austur í Hallormsstaða skógi standa 6 tré í ein- um hnapp. Þau eru nú um 50 ára. Fimm þeirra eru 10—11 metrar á hæð, eða hærri en nokkur símastaur. En eitt af trjánum er samt ekki nema tæpur hálfur met- er, og er þó jafngamalt stóru trjánum. Þetta er af því að þetta tré hefur ekki verið gróðursett af nægilegri vandvirkni og ekki nógu vel um það hirt á fyrstu árunum eft- ir gróðursetninguna. Þegar trjáplöntur eru gróðursettar, eru þær oft- ast fjög'urra ára. Fyrstu árin eru þær aldar upp í gróðrarstöðvum, og þær eru ekki nema 10—12 sentimetrar á hæð, þegar þær eru teknar þaðan og fluttar á þá staði, sem þær eiga að standa á alla ævi. En tré geta orðið feikna gömul, sem kunn- ugt er. Flest verða nokk- ur hundruð ára, ef þau fá að lifa í friði, og sum- ar tegundir verða meira en þúsund ára. Þó að tré vaxi hægt fyrstu ár ævinnar, þá eru þau ekki lengi að vaxa upp, ef að þau kom- ast í góða og frjóa mold, og eru gróðursett með vandvirkni. Dæmi eru til að grenitré verði mann- hæð á 10 árum, og eftir það eykst vöxturinn enn meira, svo að þau geta orðið 10 metrar eftir önn- ur 10 ár. Hér á landi vaxa nú víða falleg rauð- grenitré, sem geta orðið að fallegum jólatrjám á næstu árum. Undanfarin ár hafa fs- lendingar fengið reynslu fyrir því, að hér á landi geta vaxið margar teg- undir nytjatrjáa. Með því að gróðursetja slík tré innan um birkikjarrið okkar getum við eignast hávaxna og nytjamikla barrskóga á fáum áratug- um. Ef nógu margir vinna að gróðursetningu trjáa á hverju ári, mundu víð- lendir og stórir skógar geta vaxið upp á fjölda mörgum stöðum á íslandi. Það mundi prýða land- ið ótrúlega mikið, ef sí- grænir skógar yxu þar í framtíðinni, sem nú eru grjótholt og lágvaxið kjarr. Og svo mundu menn hafa miklar tekjur af skógunum að auki. Öllum íslendingum þykir vænt um land sitt. Þess vegna verða allir að gera eitthvað fyrir föðurlandið. Og fátt er hægt að gera betra fyrir framtíð landsins okkar en að öll þörn og allir fuilorðnir gróðursetji tré, hvenær sem tækifæri gefst. Skógræktarfélög hafa nú verið stofnuð í öllum sýslum landsins nema tveim. Þau safna fólki saman til þess að gróður- setja skóg. Þar geta allir orðið félagar, hversu ungir sem þeir eru. Ef ykkur, börnin góð, langar til að gróðursetja tré, ættuð þið að biðja pabba ykkar eða mömmu að láta skrá ykkur sem meðlim í skógræktarfé- lag. Það væri góð og ó- dýr nýjársgjöf, og þið munið áreiðanlega hafa gaman og gagn af síðar á ævinni. ISl Pár Lagerkvist: Bréf mér barst Um sumarannir barst mér bréf, um berjamó og engja-sef, af mildi ritað minnisblað, hún mamma skráði það. Af orði hverju angan steig frá akurlendi og smárateig. Ég las þar fegurst lof um Hann, sem lífi hverju ann. Og mína gömlu sólskinssveit í sælu Drottins þar ég leit. Ég heyrði klukkur hringja frið, og heiminn titra við. Og óm ég nam frá aftansöng, og ilmur fyllti bjarkagöng. Frá helgidagsins ríku ró um ritmál blíðu sló. Og bréfið hafði borist fljótt, um bjartan dag og ljósa nótt, í mína döpru útlegð inn, með eilífgeislann sinn. Sigurður Kristinn Draumland, íslenzkaði. Gleðilegt nýjár og þakka ykkur öllurn kærlega fyr- ir liðna árið. Lesbók barnanan vill sérstaklega þakka öll bréfin, sem þið hafið skrifað henni og margt skcmmtilegt efni, sem þið hafið sent. Gam- an væri að geta orðið við öllum óskum ykkar og tillögum um stærð og efni blaðsins. Við geym- um þær allar vandlega, og hver veit nema ein- hvern tíma verði hægt að hafa Lesbókina stærri og fjölbreyttari en nú er. Með þessu blaði byrj- ar annar árgangur Les- bókarinnar. Vonandi eig- ið þið öll blöðin af fyrsta árgangi, og geymið þau vel, því að sum þeirra eru nú orðin ófáanleg. Það er gaman fyrir ykk- tr að eiga Lesbók barn- tnna alla frá byrjun. Svo vonum við, að þið verðið dupr,í'g að skrifa tkkur á nyja árinu eins og þið hafið verið að indanförmt. Með kærri kveðju LESBÓK BARNANNA. SKRÍTLUSAMKEPPNIN 40. Kennari: Er buxur eintala eða fleirtala? Gunnar (eftir langa um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.