Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. jan. 195t» — /?æáo Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 1 hið sanna samhengi fjármálanna og þá ekki sízt skilningur á því, að fyrst og fremst er um sál- fræðilegt og stjórnmálalegt at- riði að ræða, aðeins einn þátt baráttunnar gegn þeim öflum, sem vilja frelsi íslands feigt. Allir, sem taka undir, að því- líka meinsemd sé hægt að lækna með töframeðulum, er tryggja eiga „varanlegar framfarir", eru að ganga erinda skemmdarverka- mannanna. í þessum efnum er langvinn barátta fyrirsjáanleg og er þó síður en svo ástæða til að láta hugfallast. Þvert á móti. Nú segir Hermann framkvæmdir hafa verið „of hraðar“ Framfarir hafa aldrei orðið ör- ari né raunveruleg hagsæld meiri en á þeim árum, sem skemmdarverkamönnunum var haldið áhrifalausum um stjórn ríkisins. Maðurinn, sem áður hélt sig á eyðimerkurgöngu Hermann Jónasson, talar nú sjálfur um „framkvæmdakapphlaup undan- farinna ára“ og vitnar í tal „beztu fjármálasérfræðinga“ um „of hraðar framkvæmdir“. Hann segir: „Tjmabil hinna varanlegu framfara þarf nú að hefjast“ og bætir við: „Meðan við höfum ekki treyst sjálfan fjárhags- grundvöllinn erum við langt á eftir um það atriði, sem mestu máli skiptir-------“ Hvernig hefur þá gengið að treysta fjárhagsgrundvöllinn frá því að núverandi stjórn tók við? Inn á við nægir að minna á kækkun vísitölunnar um 5 stig á einu ári, að viðbættum 11 stig- um, sem falin hafa verið með auknum niðurgreiðslum. Berum þetta saman við það, sem gerðist frá des. 1952 þangað til í marz 1955, þ.e. þangað til áhrif verk- fallsins mikla sögðu til sín. Á öllu því tímabili hækkaði visital- an minna en á einu ári nú, og einungis 4 vísitölustig voru hul- in með auknum niðurgreiðslum. Tekjuhallalaus afgreiðsla fjár laga reyndist stjórnarliðinu of- vaxin. Er viðurkennt að 85 millj. kr. vantar þar á. Veit enginn, hvernig þeirra á að afla né til hverra úrræða verður gripið um lausn verðbólguvandans. Hið eina örugga er, að almenningur á í einu eða öðru formi von á stórkostlegum. nýjum álögum. Þrátt fyrir álögurnar hefur og yfirlýsingin um öryggi utgerðar því miður reynzt innantóm orð. Skuldaaukning um 386 milljónir Fjármálaráðherrann hefur ný- lega skýrt frá því, að nú á IVz árs bili hafi opinberar skuldir erlendis, aukist um 386 millj. króna og sé það meira en allar sams konar skuldir voru áður. Þetta er rétt, því að í júnílok 1956 voru sambærilegar skuldir aðeins rúmar 360 millj. Að miklu leyti hafa þessi lán farið til þarflegra framkvæmda svo sem til Sogsvirkjunnar, sementsverksmiðju, Ræktunar- sjóðs, í Fiskiveiðasjóð o. þ. h. Enn er ekki heldur búið að ávísa á alla þessa fjárhæð, þótt henni sé til fulls ráðstafað. Engu að síður er þetta gífur- leg skuldaaukning á svo skömm- um tíma. Því fremur þegar at- hugað er, að enn vantar veru- legt fé til allra þessara þarfa, og enn hefur ekki eyrir verið útvegaður til kaupa á togurunum 15, svo að dæmi sé nefnt. Stórfé vantar til hafnargerða í rafvæð- ingu sveitanna o. s. frv. Þó er fullyrt á Alþingi, að tog- arakaup séu fastráðin og hagg- ar þar um engu, að forsætisráð- herrann, sem beitir sér fyrir þeim, sagði í nýjársboðskap sín- um: „Það hefur kannske gleymzt líka að reikna það út fyrir fram, hvort við hefðum nægan mann- afla á skipin, sem við höfum verið að kaupa“. En hvað um skipin, sem ósam- ið er um og þó er fullyrt, að kaup séu fastráðin á? Þar þarf Hermann ekki að leið rétta afglöp fyrirrennara sinna heldur einungis fylgja í verki eingin kenningu. Skyldi hann nú byrja hinar „varanlegu fram- farir“ á því að „reikna út, hvort við höfum nægan mannafla" á þau skip, sem hann hefur mest hælzt um að keypt yrðu? Hér er og þess að gæta, að þótt benda megi á þarflegar fram- kvæmdir í landinu, sem nemi hinni gífurlegu skuldaukningu, þá voru margháttuð sams konar verk áium saman unnin — einn- ig eftir að Marshallsamstarfinu lauk, — án þess að erlendar rík- isskuldir ykust nokkuð í líkingu við þetta. Stjórn Ólafs Thors fékk ekkert gjafafé og sat í nær þrjú ár en þó jukust sambæri- legar skuldir þá einungis um 130 millj. króna. Halli á þjóffarbúinu Sannleikurin er só, að þjóðar- búið var sl. ár rekið með stór- kostlegum halla. Aðstaða bank- ar.na hafði versnað á þessu eina ári um 60 millj. króna, áður en samskotalánið í árslok kom til. Stórlega var gengið á birgðir af íslenzkum framleiðsluvörum í 'andinu, þannig að verðmæti þeirra var nú rúml. 50 millj. kr. minna en við sl. áramót og 175 millj. kr. minna en í júnílok 1956. Erlendar vörubirgðir voru nú í árslok miklu minni en áður. í þeim efnum hefur engin talning verið gerð. En innflutn- ingur neyzlu- og kapitalvara nam til nóvemberloka rúml. 90 millj. króna minna en á sama tíma ár- inu áður. Samskotalániff Þegar til alls þessa er litið, er von, að lánaútveganir með eðli- legum hætti hafi gengið treglega. Þess vegna leitaði ríkisstjórnin hins alræmda samskotaláns. Sjálfstæðismenn gagnrýna síð- ur en svo, að hófleg lán séu tek- in til nauðsynlegra framkvæmda. En athygli verður að vekja á því, þegar ísland gerist fyrst allra ríkja til að leita á náðir Atlantshafsráðsins um fyrir- greiðslu um lánaútveganir, og það einmitt sama ríkisstjórnin, sem á tilveru sína því að þakka, að hún skuldbatt sig til að reka varnarliðið tafarlaust á brott. Vegur íslenzku þjóðarinnar er gerður of lítill með því að hverfa samtímis frá þeirri skuldbindingu og leitað er lána fyrir milligöngu bandalagsins, sem nú á að halda varnarliðinu hér „að svo stöddu“. Og ekki bætti úr, þegar sjálfur forsætisráðherrann varð að fara til Parísar til að lýsa yfir, að liðið yrði ekki látið fara „að svo stöddu“, áður en Bandaríkja- menn létu stjórn hans í té sinn hluta — 5 millj. dollara — af samskotaláninu. Af hverju er Parísarræffan ekki birt? Hitt er svo annað mál: I hvers nafni talaði Hermann Jónasson í París? Við Sjálfstæðismenn hefur stjórn hans ekki leitað samráðs um varnarmálin. Ráðherrar komúnista þykjast hafa heimtað herinn burtu. Gat Hermann Jónasson um það í París, að hann talaði ein- ungis fyrir hönd hluta ríkis- stjórnarinnar og hefði ekkert samráð haft við stærsta flokk þjóðarinnar? Og ef hann sagði hreinskilnis- lega frá þessu, bætti hann því þá við, að flokkur hans og utan- ríkisráðherrans væru í minni- hluta á Alþingi og hefðu aðeins íylgi þriðjungs þjóðarinnar? Eða lét Hermann svo þar syðra, sem hann*talaði í umboði allrar rikisstj órnarinnar? E. t. v. hefur hann haft það umboð, þrátt fyrir skollaleik kommúnista hér, og talað sam- kvæmt því. En af hverju er ræða Her- manns Jónassonar ekki birt hér á landi? Er eitthvað í henni, sem ís- lendingar mega ekki heyra? Nýlega var þess getið í frétt- um, að H. C. Hansen, forsætis- ráðherra Daha, hefði borið svar sitt við hinu fyrra Bulganinbréfi undir utanríkismálanefndina dönsku. Hér eru fótum troðin skýlaus lagaákvæði, sem fyrir- skipa slíkt samráð. Ríkisstjórnin hefur kosið að fara sínu fram án samráðs við stjórnarandstöðuna, stærsta flokk þjóðarinnar, þann, sem mestu góðu hefur til vegar komið. Stjórnin ber því ein ábyrgð gerða sinna. Hún treður sinn helveg án þess að Sjálfstæðis- menn eigi þar nokkurn hlut að. Fordæmi Reykjavíkur Sjálfstæðismenn vitna í þessum kosningum eins og áður til verka sinna. Við skýrskotum til þeirrar ger- breytingar til batnaðar, sem varð á lífskjörum fólksins í landinu undir okkar stjórn, til þeirrar allsherjar uppbyggingar, sem er ævintýri líkust, til þeirrar stefnu, sem við mörkuðum í utanríkis- málum og ein getur tryggt sjálf- stæði þjóðarinnar. En einmitt við þessar sveitar- stjórnarkosningar vitnum við sér staklega til Reykjavíkur, sem um fram aðra staði á íslandi er mót- uð af Sjálfstæðisstefnunni. Reykjavík er ekki aðeins höf- uðstaður íslands með aðsetri æðstu stjórnar og menningar. Hún hefur orðið aðal-lyftistöng landbúnaðarins með því að afla honum hans bezta markaðar. Reykjavik er höfuðstöð siglinga og sjávarútvegs. Hún er miðstöð verziunar og iðnaðar. Reykjavík hefur vísað veginn með því að íbúar hennar hafa ó- trauðir nytjað gæði lands og sjáv ar, og haft forystuna um hagnýt- ingu jarðhita og virkjun fall- vatna. Umfram allt hafa þeir haft í heiðri atorku, framtak og frelsi og þar með leyst úr viðj- um þann kraft mannfólksins, sem er aðalundirstaða varanlegrar vel sældar í landinu. Rætt um bæjarmálefnin Þegar Bjarni Benediktsson hafði lokið ræðu sinni, þakkaði fundarstjóri, Axel Helgason, hon- um fyrir komuna á fundinn. Síð- an hófust umræður um bæjarmál eíni Kópavogskaupstaðar. Voru ræðumenn 9 og komu þeir víða við. Jósafat Líndal ræddi almennt um ýmis bæjarstjórnarmálefni, svo sem lóðamálin. Taldi hann það mjög aðkallandi mál að koma úthlutun lóða í skynsamlegt horf. Rakti hann hvernig þeim málum hefur verið háttað í Kópavogi. Minnti á það ástand sem ríkti ekki alls fyrir löngu, að fulltrúi landbúnaðarráðherra úthlutaði lóðasamningi til raanna. En sið- an neitaði oddviti þeim um bygg- ingarleyfi. Hins vegar úthlutaði oddviti öðrum mönnum bygging- arleyfi en þeir fengu ekki lóðar- samning. Þessi skæruhernaður kom hart niður á fjölda saklausra einstaklinga. En vart hefur betra tekið við núna, þeg- ar einum manni hefur verið falin úthlutun allra lóða og bygging- arnefnd og bæjarstjórn svipt öll- um íhlutunarrétti. Jósafat lýsti því nokkuð, hvernig stjórn bæjar málefna hefði verið hjá meiri- hluta hennar. Þar hefur verið um að ræða fullkomna ofríkisstjórn og jafnframt hina lélegustu bæj- arstjórn, sem nokkur kaupstaður hefði haft yfir sér. Sem dæmi um þetta mætti m.a. nefna, að bæj- arstjórnarmeirihlutinn hefði svik ið eina stefnuskrárloforð sitt, sem var að vinna að sameiningu við Reykjavík. Næst tók til máls frú Guffrún Kristjánsdóttir, en hana telja Sjálfstæðismenn í Kópavogi í baráttusæti. Hún ræddi einkum um vandamál æskunnar, sem jafnan hlytu að vera áhugamál kvenna. Hún kvað Sjálfstæðis- flokkinn myndi beita sér fyrir bættri aðstöðu æskufólks til tóm stundavinnu og félagslífs. Benti hún á fordæmi Reykjavíkur, þar sem æskulýðsráð væri starf- andi. Taldi hún að nú væri að- staða til að gera þetta sama í Kópavogi. Þar væru komnir tveir barnaskólar og væri hægt að nota skólahúsin til tómstundaiðkana á kvöldin og á sunnudögum. Margt fleira benti frú Guðrún á, sem eftir væri að vinna í Kópa- vogi, svo sem að reisa kirkju. Ekki væri heldur afsakanlegt að þar vantaði með öllu sjúkraskýli. — Við konur, sagði hún, getum látið svo mikið gott af okkur leiða með því að sameinast og leita fyrir okkur um framfarir, er geta gengið stig af stigi. Baldur Jónsson beindi ræðu sinni í þá átt, að hann spurði: — Hvað haldið þið, að kommún- istar myndu segja um Sjálf- stæðisflokkinn, ef hann hefði farið með völd og verið jafndug- laus og sá bæjarstjórnarmeiri- hluti, sem farið hefur með völd í Kópavogi? — Hvað hefði þá verið sagt, ef Sjálfstæðismenn hefðu enn ekki komið upp neinni skólabyggingu, sem veitti mögu- leika til að koma í framkvæmd lögboðnu skyldunámi? — Eða, hvað hefði verið sagt, ef Sjálf- stæðismenn hefðu látið eina at- vinnufyrirtækið 1 bænum, sem SKYNDISALA - hefst á morgun KVENKÁPUR — frá 350,oo KJÖLAR - frá 200,oo PILS - frá 10,oo REGNKÁPUR - frá 250,oo KARLMANNAFRAKKAR ullargaberdin kr. 500,oo POPLINFRAKKAR trá 200,oo MANCHETTSKYRTUR frá 50,oo BARNA OG UNGLINGAÚLPUR Vi virði Komið og gerið hagkvæm kaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.