Morgunblaðið - 12.01.1958, Page 11

Morgunblaðið - 12.01.1958, Page 11
MORCZJWBLAÐ1Ð 11 Sunnudagur 12. ían. 1958 Sigling á Dalsfirði. REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 11. janúar Minnisverður 17. júní A sunnudaginn var birtist hér í blaðinu kveðja frá Sören K. Hauge, oddvita á Fjölum í Nor- egi. Kveðja þessi hlýtur að rifja upp fyrir þátttakendum í Egils- ferðinni um Noreg í sumar ein- hvern ánægjulegasta dag, sem þeir hafa lifað, hinn 17. júní sið- astliðinn. Aðfaranótt þess dags dvöldu ferða.langarnir í Heyangri, sern stendur við smáfjörð, er skerst inn úr Sognsæ. Þangað höfðu þeir komið frá Balaströnd. Þar er mikið og veglegt ferðamanna- hótel, er margt stórmenni hefur gist. Hinn göfgasti íslending- anna, Hannibal Valdimars- son, félagsmálaráðherra, var þar t. d. látinn sofa í sama rúmi og Vilhjálmur heitinn Þýzkalands- keisari hafði áður hvílzt í. í gisti- húsi þessu var ferðalöngunum tekið með mikilli viðhöfn af fylk- ismanninum N. Schei. — Sendi hann Hauge, oddvita á Fjölum, síðan með hópnum sem sérstak- an fulltrúa sin‘n. Heyangur, þar sem gist var að- faranótt 17. júní, er merkilegur bær að því leyti, að hann er byggður umhverfis alúmíníum- vinnslu úr málmgrýti, sem flutt er langt að, en orkan til vinnsl- unnar fæst úr vatnsföllum þarna í nágrenninu. Menn skoðuðu þessi mannvirki og þótt mörgum, að þau gætu orðið okkur íslend- ingum til fyrirmyndar, enda hafa nú árum saman möguleikar til þvílíkrar vinnslu hérlendis verið ræ.ddir og rannsakaðir, þótt ekki hafi orðið úr framkvæmdum Vonandi verður úr þeim, áður en langt um líður, en vissulega þarf til þess mikið átak af lítilii þjóð. Atvinnuvegir íslendinga eru of einhæfir. Aðalframleiðslan til útflutnings, fiskveiðar, er um of stopul. Ber því að vinna að tryggingu efnahagslífsins með notkun hinnar ónýttu orku í landinu. Hér er mikið verkefm, sem vinna verður af að þjóðholl- ustu og víðsýni. íslenzku ferðamönnunum fannst það táknrænt, að skoða einmitt þvilík mannvirki ária morguns á þjóðhátíðardegi sin- um, og varð gildi þess enn ljós- ara, þegar á daginn leið og betur I komu í ljós þau bönd, sem binda íslendinga við fortíðina. Ferð í Dalsf jörð Frá Heyangri var haldið að Al- viðru í Sogni. Sonur Þorkels ur Alviðru var Þórarinn, sem varð landnámsmaður á Islandi. Hann kom skipi sínu í Þjórsárós og hafði þjórshöfuð (nautshöfuð) á stafni, og er áin kennd við það. 1 Alviðru er veglegt timburhús frá 18. öld á borð við stjórnar- ráðið hér og stofurnar á Bessa- stöðum, í Viðey og í Nesi. Var Alþingi fyrir nokkru gefið mál- verk þaðan gert af listmálaran- um Karli Straume, öldruðum heiðursmanni, er íslendingar hittu daginn eftir. Að lokinni heipjsókninni að Alviðru var farið í Dalsfjörð eða til Dale í Sunnfjord, eins og Norðmenn segja nú. Þar et lítiil bær eða þorp, og var þar veg- leg móttaka af æskulýð og yfir- völdum fyrir utan skólahúsið og síðan boðið til hádegisverðar i skólahúsinu. Þeim, er þetta ritar, er það minnisstæðast, að þar hitti hann áldraða, íslenzka konu, Guð- björgu Brandsdóttur öen, er gifzt hafði Norðmanni og nú hafði búið í meira en 40 ár í Noregi. Gamla konan er ættuð úr sveitum austanfjalls en hafði um hríð dvalið í Reykjavík áður en hún fór til Noregs. Til þessa samkvæmis var hún komin með dóttur sinni, er flutt hafði til ís- lands og er gift Erling Magnús- syni, stýrimanni hér í bæ. Að vonum þótti Guðbjörgu gaman að hitta svo marga landa sína og varð að ráði, að þær mæðgur slógust með í förina næsta áfangann. Það var sigling um Dalsfjörð og var sagt, að í þeirri för sæist heim að Rivedal, þar sem munnmæli herma, að Ingólfur Arnarson hafi átt heima í Noregi. Heimkynni Ingólf s Arnarsonar Um Dalsfjörð var siglt á all- stórum flóabát eða ferju, eins og þær tíðkast innfjarða í Noregi. Eftir nokkra siglingu dreif að báta úr ýmsum áttum, og þegar betur var að gáð, sást mann- fjöldi með fánum á landi. Var þá sagt, að skipið væri úti fyrir Rivedal, þar sem talið er, að bær Ingólfs hafi staðið, og er þar nú byggð h. u. b. 200 manna Ekki var þar bryggja fyrir svo stórt skip, sem hér var á ferð- um. En í sömu svifum og menn horfðu með forvitni til lands, þar sem voru lág hæðardrög vaxin grænu grasi og girt skógarbelt- um, var rennt upp að klöppun- um og komust farþegar þannig óvænt í land. Var síðan gengið í hóp á ská upp frá sjónum, þangað sem í afhallandi brekku stendur har steindrangur, nokkurs konar bautasteinn, sem munnmælin segja, að Ingólfur hafi reist áður en hann kvaddi heimabyggð sina til fulls og flutti alfarinn til ís- lands. Þarna var mannfjöldi fyr- ir, og börn fögnuðu komumönn- um með söng. Síðan ávarpaði Hauge oddviti, sá, er kveðjuna sendi og fyrir ferðinni stóð, Is- lendingana með nokkrum fögrum orðum. Sá, er þetta ritar, svaraði af hálfu íslendinganna, en þá var sannarlega tregt tungu að hræra og finna hin réttu orð. Enda munu fiestir ferðalanganna hafa komizt við, er þeir óviðbúniv stóðu á því túni, þar sem fyrsti íslendingurinn og forfaðir allra þeirra, sem nú lifa, hafði slitið barnsskónum, leikið sér ungur og vaxið til þess þroska, er gerði hann að frumkvöðli nýrrar þjóðar. Ekki dró úr viðkvæmninni sú vinátta, sem allir, ungir og gami- ir, sýndu komumönnum. Ágæt frú, er þarna var með börnum sínum, rétti t. d. þeim, er þetta ritar, fögur blóm og yngismær ein gaf honum lítinn norskan fána, sem hún hafði haldið á, og var síðan mynd tekin af hópn- um. í lok ferðarinnar um fjörð- inn þáði hin aldna íslenzka kona, er þarna býr, Guðbjörg Brands- dóttir, blómin að gjöf, en litli norski fáninn mun verða geymd- ur sem kær minjagripur. Áður en varði neyddust menn til að halda um borð í skipið aft- ur, var þá enn siglt út fjörð- inn, og haldið að Kleppenes. Er naumast tilviljun, að það staðar- nafn er svo nærri hinum norsku heimkynnum Ingólfs, því að þar er um svipaða vegalengd ,að ræða og frá Reykjavík að Kleppi hér inni við sundin. Að hinum norska Kleppi var einnig mann- fjöldi í landi en talið er, að Hjör- leifur Hróðmarsson hafi verið j upprunninn þaðan. Nokkrir erfið- leikar voru á að komast þar í land, en sagt var, að þegar for- seti íslands hefði verið á þessum slóðum, hefði íbúarnir þar orðið fyrir vonbrigðum, vegna þess, að honum gafst ekki tími til að stíga þar í land, og var því tek- in sú töf, sem leiddi af för okkar til lands, þótt á smábátum yrði að fara. Þarna er bautasteinn svipaður því, sem í Rivedal er, og segir sagan, að Hjörleifur hafi reist hann. Aldrei nema gott um Island Þegar komið var aftur um borð í skipið eftir dvölina að Kleppi og siglt inn fjörðinn, sýndu Norðmenn þjóðdans og þótti að því góð skemmtun. Haldið var inn til Strandar og skildust þar leiðir, því að Hauge og sveitungar hans úr Dalsfirði héldu nú heimleiðis. Vegna land göngunnar í Rivedal og að Kleppi, hafði áætluninni seinkað og var í skyndi ekið áleiðis, m. a. fram hjá bæ þeim, þar sem Atli jarl á Gaulum bjó. Þar er nokk- urt sléttlendi, enda eitt stærsta bú um þessar slóðir og nýtízku vinnuvélar notaðar, sem þótti í frásögur færandi. Kúaeignin var þó ekki meiri en 20 og mjög mikil miðað við það, sem tíðk- ast vestan fjalla í Noregi. Staðar var numið við foss nokkuð fyrir ofan bæinn og dreif þá að fjölda fólks, sem safnazt hafði saman heima á bænum, og átti von á ferðalöngunum þangað, en varð fyrir vonbrigðum, þegar þeir gáfu sér ekki tóm til að staðnæm- ast þar. Eftir nokkra dvöl var haldið yfir ána og komið i nýtt byggðar- lag. Þar var enn hópur fyrir, mest börn, sem beðið höfðu tím- um- saman eftir því að fagna frændum sínum frá íslandi. Meg- inhópurinn gerði því nokkra töf á ferð sinni til að spjalla við börnin, en síðan var í flýti hald- ið til Förde, þar sem sveitar- stjórnin beið með veglegan kvöldverð. Með þeim mannfagnaði laux þessum eftirminnilega 17. júní. Til viðbótar má geta þess, að er þeir voru á gangi saman næsta morgun, Pétur Ottesen og sá, sem þetta ritar, stöðvaði þa 78 ára gamall öldungur. Hann sagði, að daginn áður, er hann sá fána dregna að hún vegna komu íslendinganna, hefði hann farið að hugsa um, hvað hann vissi um ísland og íslendinga. Minntist hann þá þess, að hann hefði lesið bæði Njálssögu og Heimskringlu og aldrei heyrt neitt nema gott af íslendingum sagt. Órof in saga Slíkar persónulegar endurminn ingar verða aldrei nema svipur hjá sjón, þegar þær eru ritaðar niður eða sagðar öðrum. Víst er merkilegt að finna, að fólkið i vestanverðum Noregi, þaðan sem meginhluti íslendinga flutti í fyrstu, hefur en'n lifandi frænd- semistilfinningu til íslendinga. Á sama veg dylst engum íslend- ingi, er fer sjálfur um þessi hér- uð, að hann er þar á fornum ætt- arslóðum. Hann kannast við fjölda örnefna, vegna þess, að þau hafa flutzt til íslands. T. d. var staðarnafn, sem borið er fram mjög svipað og Esja, rétt hjá Bala strönd. Eins kannast menn vi8 mörg norsk örnefni, vegna lest- urs íslendingasagna og Heims- kringlu. Landrýmisskorturinn f þessum héruðum veitir og auk- inn skilning á því, af hverju for- feður okkar fjölmenntu svo mjög frá Noregi til íslands. Þá má skógræktin, sem stund- uð er við mjög erfið skilyrði í þessum héruðum, en er nú veru- legur þáttur í lífsafkomu fólks- ins, verða okkur til fyrirmynd- ar. Sama er um tryggð við forn- ar minjar og hinn vakandi áhuga á að gera byggðamenninguna sem fjölbreyttasta og blómleg- asta. Skilningurinn á því, að sveitir og þéttbýli eigi að styðja hvort annað er og eftirtektar- verður. Sveitarfélagið helzt hið sama, þótt þorp eða allstórir bæ- ir myndist í hreppnum. Allt þetta og margt fleira er Framhald á bls. 12. Átthagar Ingólfs Arnarsonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.