Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12, jan. 1958 MORGVTS BLAÐIÐ hargir höfðu atvinnu við, leggj- ast niður? Baldur benti á það, að ekkert nýtt atvinnufyrirtæki hefði bætzt við í Kópavogi, nerna Vélaverkstæði ríkisins, en það væri útsvarsfrjálst. — Þá minnti hann á það, að kommún- istablaðið hefði eitt sinn gumað mjög af því að hafin væri útgerð frá Kópavogi. Til þess að fá mót- orbátinn Kútter Harald til að róa frá Kópavogi hefði bæjer- stjórnin verið látin ganga í sjálf- skuldarábyrgð á 147 þús. kr. fyr- ir útgerðarmanninn, sem búsett- ur er í Reykjavík. Báturinn lagði afla sinn aðeins skamma stund á land í Kópavogi. Síðan reti hann frá Reykjavík, unz þessi ábyrgðarlánsbátur Kópavogs væri nú sokkinn í höfninni í Reykjavík. Baldur sakaði meirihlutann ekki aðeins fyrir að standa ilta í bæjarframkvæmdum, heldur einnig fyrir vanrækslu í að fá hrint í framkvæmd málum, se;m eiga ekkert að kosta kaupstað- inn. Hugsið ykkur t. d. það, sagði hann að í hverju 200 manna þorpi þykir sjáifsagt að reist sé póst- og símstöð. En að meirihlutinn í Kópavogi hafi getað fengið því framgengt að slíkt pósthús yrði reist i Kópavogi, það þýðir ekki að nefna. Enn verður Kópavogs- búi, sem ekki hefur sjálfur síma, að fara alla leið inr í Reykjavik til að geta talað í landssímann, eða til að koma ábyrgðarbréfi eða böggli í póst. Jón Þórarinsson sagði að í Kópavogi hefðu öll völd verið í höndum fámennrar en harðsnu- innar klíku, sem vélaði fólk tii fylgis við sig með fölsunum og með þvi að fela sig. Sannleikur- inn væri að þeir sem nú kölluðu sig „óháða“ á framboðslista i Kópavogi væru aðeins útsendar- ar mesta einræðis og ofbeldis í veaöldinni. Það hefur heldur ekki leynt sér, við síðustu kosn- ingar, þegar þessir sömu menn gengu svo langt í ósvífninni, að þeir lýstu þvi yfir, að þeir myndu engann þátt eiga í bæjarstjórn, ef þeir misstu meirihluta sinn. — Næsta skref við þessa yfirlýsingu er í rauninni aðeins, að hafa að- eins einn lista í kjöri. Sama hug- arþelið hefur birzt í slíku virðingarleysi fyrir minnihlutan- um, að sambærilegir stjórnar- hættir þekkjast hvergi. Síðan gerði Jón grein fyrir nokkrum tillögum Sjálfstæðis- manna í skólamálum. Þeir munu beita sér fyrir því að skólarnxr verði fullgerðir, svo að fimleika- kennsla og nauðsynlegasta heilsu vernd barnanna fái þar rúm. Þá þarf nú þegar að koma upp kennslusundlaug. Og í Vatns- endahverfinu þarf að koma upp húsnæði fyrir barnakennslu. Þá þarf einnig að hefja hið skjót- asta undirbúning að byggingu gangfræðaskóla, sem bæði hafi á að skipa bóknáms- og verknáms- deild. Þessar tillögur Sjálfstæðis- manna eru aðeins jafngildi þess, sem lögboðið er til skólaskyjdu. Það væri þörf fyrir fleiri fram- kvæmdir, þótt það yrði máske nóg verkefni á heilu næsta kjör- tímabili að vinna upp þær lög- boðnu framkvæmdir, sem van- ræktar hafa verið. Einar Jóhannsson hélt stutta ræðu, þar sem hann lagði áherzlu á það, að byggingareftirliti yröi komið í betra lag og til þess ráð- inn byggingarfulltrúi, sem hefði fulla kunnáttu á því starfi. Taldi hann nauðsynlegt að leiðbeina fólki við húsbyggingar og að- stoða þá sem örðugast ættu tll að standsetja hús sín og ganga frá lóðum. Helgl Tryggvason ræddi nokk- uð um stefnu og markmið Sjálf- stæðisflokksins. Hann sýndi fram á, hve furðulegt það er, þegar andstæðingarnir leyfa sér að kalla flokk nærri helmings þjóð- arinnar sérhyggjuflokk. Sann- leikurinn væri sá, að hann væri hið mesta samvinnu- og samein ingarafl íslenzku þjóðarinnar. Guðmundur Gíslason lýsti með nokkrum orðum þeirri gerræðis- stjórn, sem verið hefði við lýði í Kópavogi. Það mætti segja að þetta væri eins konar fjölskyldu- . fyrirtæki. Það hefði breytt litiu 1 þótt fundir bæjarstjórnar hefðu verið fluttir úr baðstofunni 4 Marbakka í barnaskólahúsið og þótt skipt hefði verið um bæjar- stjóra. Völdunum væri enn hald- ið af fjölskyldunni. Þá flutti Jón Gauti allýtarlega ræðu og gerði grein fyrir tillögu Sjálfstæðismanna, hvernig stofna skyldi sjóð, sem yrði varið til að aðstoða efnalitla menn, sem brot- izt hafa áfram í húsbyggingum, til að ganga frá húsum sínum að utan og fegra umhverfið. Að lokum talaði Sveinn Einars son, fyrsti maður á framboðslista Sjálfstæðismanna og hélt ýtar- lega ræðu um ýmis bæjarmálefni. Aðallega sneri hann þó máli sínu að atvinnumálum Kópavogskaup staðar, sem allir sjá, að kommún- istastjórnin hefur gersamlega vanrækt. Hann sagði, að það væri skylda hverrar bæjarstjórnar, að veita íbúunum atvinnuöryggi. Hann sagði, að í engum bæ á ís- landi væri minna atvinnuöryggi en í Kópavogi, því að þar eru nær engin atvinnufyrirtæki. Útsvörin eru bonn uppi af einstakiingum. En koinmúnisiameirihlutinn sem verið hefur í Kópavogi, hefur bók staflega ekkert gert til að bæta ur þessu. Hann lýsti því um ieið yfir, að ef Sjálfstæðisflokknum yrði veitt aðstaða til þess í næstu kosningum, þá myndi hann beita sér fyrir þýðingar- miklum framkvæmdum í þess- um málum. Ein þýðingarmesta aðgerðin í þessum efnum felst í merkilegri tillögu um, að komið verði upp fjöliðjuveri, þ.e. iðnaðar- og at- vinnuplássi í Kópavogi, þar sem fjöldi bæjarbúa myndi smámsam an fá atvinnu. Væri þetta hag- kvæm leið til að laða iðnaðar- og önnur atvinnufyrirtæki til bæjar- ins, sem myndu veita Kópavogs- kaupstað atvinnu og fjárhagsör- yggi. Þessi fundur Sjálfstæðismanna var fjölmennur, svo að fundar- salurinn var troðfullur af fólki. Það var greinilegt að á fundinum ríkti sterkur baráttuhugur, og trú á sigur D-listans í bæjar- stjórnarkosningunum 26. janúar n.k. Breytingar á norsku stjórninni! OSLÓ, 11. jan. — Um það geng- ur nú orðrómur í Osló, að breýt- ingar verði gerðar á norsku stjórninni innan tiðar. Stjórn Verkamannaflokksins kom sam- an til fundar í fyrradag, og er það haft eftir góðum heimlidum, að rætt hafi verið um breyting- ar á stjórninni. Búizt er við, að Nils Handal landvarnaráðherra láti af em- bætti, og ýmsir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að Hal- vard Lange, sem hefur verið ut- anríkisráðherra í tólf ár, látíi einnig af störfum. Bílaréttingarmenn Viljum ráða til vor réttingamenn nú þegar. Lysthafendur hafi samband við verkstæðisformann vorn, sem fyrst. Sveinn Egilsson hf. LAUGAVEG 105. Unglingsstúlku 19—18 ára vantar oss nú þegar til að annast síma- vörzlu og fleiri störf. Þær, sem áhuga hafa, vin- samlegast komi til viðtals á skrifstofu vora mánu- dag 13. janúar klukkan 3—5 e. h. Sveinn Egilsson hf. LAUGAVEG 105. Ungur maður óskast til að sníða skinn í skó. Uþplýsingar hjá verkstjóranum. Skóverksmiðjan Þ Ó R hf Skipholti 27. ' Alsláttur AF HÖTTUM í janúairmánuði Verzlunin Jenny Skólavörðustíg 13 A Atvinnufiugmenn! Munið fundinn í kvöld kl. 20,30 að Café Höll. Stjórnin. Einangrunarkork fyrirliggjandi. — Hagkvæmt verð Jónsson & Julíusson Símar: 15430 og 19803 Símavarzla Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til símavörzlu.. Vélritunarkunnátía æskileg. Tilboð merkt „Símavarzla —8892,“ óskast fyrir 16. þ. mán. Síðdegiskjólar Samkvæmiskjólar m. a. Ciffonkjólar MARKAÐURINN Laugavegi 89 ISifreiðaverkstæði á Suðurnesjum til söiu. Þeir sem vildu fá upplýsingar sendi afgr. Mbl. í Reykjavík eða Keflavík tilboð fyrir 17. þ. m. merkt: „Bifreiðaverkstæði —1156“. Lngur og röskur maður óskast til starfa hjá góðu fyrirtæki. Æskileg verzlunarskóla- eða önnur hliðstæð mennt- un, með góða þekkingu á bókhaldi og vélritw. Bréfaskriftir á dönsku og ensku. Umsókn ásamt meðmælum, ef til eru, sendist blaðinu fyrir 15. þ. m. merkt: D. E. B. — 7922. Ú T S ALA hefst á norgu Vefna'ðarvörur — kápur — frakkar — úlpur og margskonar aðrar vörur. Allt selt, stórlega niðursett. Kaupið góðar vörur á lágu verði. Verzlunin V/fC Laugaveg 52.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.