Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 2
2 MOP.C. r’ P T 1ÐÍÐ Sunnudagur 12. Jan. 1958 Frú Auður Auðuns, forseti hœjarstjórnar: f>crð, sem snýr að œsku Reykjavíkur ÞAÐ vekur gjarna hjá manni nokkra forvitni eða eftirvænt- ingu þegar nýir frambjóðendur koma fram á sjónarsviðið fyrir kosningar, að heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja. Og það er eðlilegt að konum leiki sérstaklega hugur á að heyra mál flutning þeirra tiltölulega fáu kvenna, sem í framboði eru. Því las maður með nokkurri forvitni í Tímanum sl. sunnudag ræðu, sem þar birtist og konan, sem skipar 3. sæti á Framsóknarlist- anum, hafði flutt á fundi í þeim flokki. Fyrir fólk, sem gætt er ein- hverri kímnigáfu, gat hin gífur- yrta fyrirsögn og inngangsorð verið til stundarskemmtunar, en þar er t. d. af fjálgleik talað um „Miklubraut loforðanna“ og „mó- grafir svikanna", sem „mold blekkinganna" muni tæpast duga til að fylla. Það er ekki öldungis á frúnni að heyra, að hún sé til í að „taka þráð þrenningarinnar og þræða þær með nál einingar- innar og sauma saman sínar and- legu sálarholur“ (þ. e. gloppurri- ar á kærleiksþelinu) líkt og seg- ir í sýnishorni af gamalli prédik- un, þý^ að þegar hinum fjálglega orðaða inngangi sleppir og sá eiginlegi pistill hefst, er skemmst af að segja að hann er allur í ósviknum Tíma-stíl, uppi- staðan heift og ívafið óhróður um ráðamenn Reykjavíkur. —• Hefur frúnni tekizt furuð vel að tileinka sér það lágkúrulegasta úr bæjarmálaskrifum Tímans. enda þar ærnu af að taka og ekki öllu sem geðslegustu. Þrátt fynr þetta hallast ég þó frekar að því, að frúin hafi samið þessa ræð l sína í anda þess að „man má tude med de ulve man er ib- landt“ eins og Danir segja, því að vissulega hefur hún lent í ó- yndislegum félagsskap, heldur en hinu, að slík heift og óvild sé henni að öllu leyti eiginleg. í greininni kveðst frúin sér- staklega ætla að ræða um börn- in — framtíð Reykjavíkur. Ekki er hún þó í því sambandi að burðast neitt við að veifa hug- sjónum framan í lesendur né heldur að leggja nokkuð nýtt eða uppbyggilegt til málanna fyrir börn bæjarins, heldur er óll greinin rætin viðleitni til að ó- frægja ráðamenn bæjarins, og þá fyrst og fremst borgarstjóra Þannig birtist umhyggja frúar- innar fyrir yngstu borgurunum. Og í ófrægingarherferðinni er ákafinn svo mikill, að frúnni sést ekki fyrir og er svo sein- heppin að beina bræði sinni aðal- lega gegn tveim stofnunum, sem öðrum fremur hafa orðið vinsæl- ar af bæjarbúum, en þær eru vöggustofan að Hlíðarenda og Laufásborg, sem heitir á hennar máli aflóga höll, sem ríkismenn hafi þurft að selja, og má sú nafn gift vera til íhugunar þeim mörgu mæðrum, sem í erfiðleÍK- um hafa notið góðs af starfsemi þeirrar stofnunar. Þótt segja megi að þessi nauða ómerkilega grein sé tæpast svara verð, tel ég þó rétt að víkja að örfáum orðum hennar. Er þá fyrst að minnast á Hlíð- arenda, sem bærinn keypti á sín- um tíma. Frúin deilir hart á þá ráðsmennsku að sett var á stofn vöggustofa í húsinu, sem hafi orðið óhóflega dýr í stofnkostn- aði, og vill vitanlega kenna hinu slæma íhaldi um. Líklega er henni ókunnugt um að það var fyrir eindregin og einróma til- mæli barnaverndarnefndar að í þetta var ráðizt. Og þegar frúin heldur því fram að heldur hefði átt að nota húsið sem dagheimili 'uður Auðuns. fyrir börn, sem hefði mátt gera með sáralitlum tilkostnaði, þá mælir hún af algerri vanþekk- ingu, því að húsið þurfti mikilla viðgerða og lagfæringar við, til hvers sem það hefði verið notað og í því liggur að verulegu leyti sá stofnkostnaður vöggustofunn- ar, sem frúnni blæðir í augum. Þá kemst hún að þeirri niður- stöðu að húsið sé afleitlega stað- sett fyrir vöggustofu vegna ryks frá umferð. En um leið vill hún ólm að þarna hefði verið sett á stofn dagheimili fyrir börn úr Langholtsbyggð, væntanlega til þess að gefa þeim kost á hæfi- legum skammti af ryki. Þannig rekur sig eitt á annars horn. — Annars má friða frúna með því, að forstöðukona vöggustofunnar kannast ekki við þá rykplágu, sem óskhyggja greinarhöfundar vill þarna vera láta. Um leikvellina segir frúin að þeir séu of fáir og fábreytilegir Skyldi hún yfirleitt vita um fjölda leikvalla í bænum, eða t. d. um það að á þessu kjörtíma- bili einu hafa verið teknir í notk- un 7 nýir gæzluvellir auk tveggja sumarvalla og að á sama tíma hefur verið komið á smá- barnagæzlu á 7 stöðum í bæn- um? Þá ræðst hún á skólabyggingar bæjarins, það sé byggt of stórt og of mikið íborið og sé svei mér kominn tími til að fara að byggja einfalda skóla og huga að því að börnin þurfi ekki að sækja þá um óravegu. Frúin veit bersýni- lega ekki að haustið 1956 voru að tilhlutan borgarstjóra endur- skoðaðar fyrri áætlanir um skóla þörf í Reykjavík, og gerð heild- aráætlun um skólahverfaskipt- U tankjorstaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala ísienzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í pó-t- húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin liá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 1, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjór- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar: 17100 og 2 47 53. Upplýsingar um kjörskra í síma 1 22 48 ingu og staðsetningu nýrra skóla, og síðan í samræmi við þá á- ætlun hafin bygging nýrra skóla og áætlað að hefja byggingu fleiri til viðbótar á þessu ári. Og það er að heyra að frúin þekki ekki hvernig þessir nýju skólar eru að gerð. Hún hefur bersýni- lega „misst af strætisvagninum'* En þess er vart að vænta að frú- in sé vel að sér í þessum málum, þegar samherjarnir eru svo upp- lýstir að í Tímanum í gær er því lýst blákalt yfir á næstöftustu síðu, að Breiðagerðisskóli og Há- gerðisskóli séu ein og sama bygg- ing! Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að frúin hafi farizt ó- hönduglega að sannfæra lesendur um það, að illa sé búið að æsku Reykjavíkur af hálfu bæjaryfir- valdanna. Allir sem vilja líta óvilhallt á, sjá að hér er mikið fyrir æskuna gert sem og vera ber, þó að við getum öll verið sammála um að gjarna vildum við geta gert þar enn betur. Tölur fjárhagsáætlunar og bæjarreikninga tala sínu máli um hug forráðamanna Reykjavíkur til æsku bæjarins. Milljónatugum er varið til leikvalla, barnaheim- ila, dagheimila, vinnuskóla, tóm- stundastarfsemi, íþróttastarfsemi, skátastarfsemi, sumardvalar barna, músíkkennslu og lúðra- sveita barna o. s. frv. Fyrir utan slíkar fjárveitingar eru svo rekstrarframlög til skólanna og minnast má á að í frv. að fjár- hagsáætlun fyrir yfirstandandi ár er áætlað til bygginga nýrra barna- og gagnfræðaskóla 9% millj. kr. meðan flokksbróðir Framsóknarfrúarinnar, Eysteinn fjármálaráðherra og hans lið streitist við að skera niður fram- lög á fjárlögum til skólabygginga og yfirleitt öll framlög, sem snerta Reykjavík. Hver sá Reykvíkingur, sern ann æsku bæjarins, spornar við því í lengstu lög að Framsóknar- flokkurinn fái valdaaðstöðu í bæj arstjórn Reykjavíkur. Vatnsæðar í Reykjavík lengdar um tæpa 18 km Mikið unnið að úrbótum á vatnsskorti Á SÍÐASTA kjörtímabili hafa miklar aukningar og endurbætur verið gerðar á Vatnsveitu Reykjavíkurbæjar. Almenningur hefur líka orðið þess mjög var, að vatnsskortur, sem sums staðar gerði vart við sig hefur víða annað hvort horf- ið með öllu eða mjög lagazt og er unnið að því áfram að bæta þar úr, sem enn er ábótavant. Á sumri komanda kemur upp hin nýja dælustöð vatnsveitunnar, sem auka mun á þrýstinginn í kerfinu og mun þá bera enn minna á vatnsskorti en verið hef- ur. — Á árunum 1953—1957 varð mikil aukning á vatnsæðakerfinu llng ská Idakynn ing í Háskólanum í dag KYNNING Stúdentaráðs á verk- um ungskálda fer fram í Hátíða- sal Háskólans kl. 4 e. h. í dag. Verk ellefu ljóðskálda og tveggja tónskálda verða kynnt. Öllum er heimill ókeypis aðgang- ur. — Listkynning Morgunblaðsins LISTAVERK þau eftir Jón Engil- berts listmálara, sem nú eru til sýnis í sýningarglugga Morgun- blaðsins eru öll nema tvö til sölu. Geta menn snúið sér til afgr. Morgunblaðsins varðandi kaup á þeim. FH og KR að Háloga- landi í kvöld í KVÖLD klukkan 8 hefst að Hálogalandi keppni í handknatt- leik milli FH og KR. Verða leikirnir þrír, fyrst mætast flokk- ar félaganna í 2. aldursflokki kvenna, síðan í 3. flokki karla arnir saman að því að safna um 16 þúsund krónum, en það er framlag sem Handknattleikssam- bandið varð að krefjast af þeim til að af förinni gæti orðið. Það leikur ekki á tveim tung- um að ævinlega er tvísýnt um úrslit til síðustu mínútu er meist- araflokkar FH og KR mætast. FH hefur oftar farið með sigur af hólmi, en einhvern tíma mun að því koma að þeir verði sigr- aðir, þó þeir hafi engum af sín- um síðustu leikum tapað. Ef til vill er stundin upp runnin í kvöld En hvort svo er eða ekki, þá er víst að þarna verður um að ræða mjög spennandi keppni og' tvísýnan leik. Handknattleiks unnendur þyrpast því að Háloga- landi, bæði til að sjá góðan leik og eins til að styrkja þá er verja eiga heiður íslands í Þýzkalandi í febrúar—marz n. k. í bænum. Á þeim tíma var það lengt um 17,84 km» Voru þá lagðar vatnsæðar í gömul hverfi, sem ekki höfðu vatn áður og ennfremur voru lagðar æðar til úrbóta á vatnsskorti og þá um leið tekið allmikið úr notkun af þrengri pípum og gildari pípur lagðar í staðinn. Lagnir í ný hverfi námu tæplega 11 km. en aðrar lagnir til úrbóta vatns- skorti námu tæpum 7 km. að lengd. Eins og skýrt hefur verið frá áður eru nú hinir gömlu Gvend- arbrunnar bráðlega fullnýttir og er nú þegar farið að gera ráð- stafanir til að leita eftir vatni í námunda við hið gamla vatns- ból Reykvíkinga og starfa nú sér- fróðir menn að þeim málum, jarð fræðingar og verkfræðingar í þjónustu vatnsveitunnar. Reykjanesskóli tek- inn lil slarfa ÞÚFUM, ísafjarðardjúpi, 11. jan. — Héraðsskólinn í Reykjanesi hófst 4. þ. m. Verða í skólan- um í vetur um 50 nemendur víðs vegar að af landinu. Smíðakenn- arar í vetur við skólann verða Páll skólastjóri og Ingimundur Magnússon frá Bæ. Bóknáms- kennari er séra Baldur Vilhelms- son. Þá verður einnig handa- vinnukennari fyrir stúlkur. Heilsufar í héraðinu er gott og samgöngur ótruflaðar jafnan. —P. P. 80.544 farþegar um Kefiavíkurflugvöll 1957 SL. ár var mikil umferð um Keflavíkurflugvöll. í skýrslu frá flugvallarstjóranum segir, að alls hafi 80.544 farþegar haft viðdvöi á vellinum úr 1832 farþegaflug- vélum. Þá nam vörumagn það er um völlinn fór 1.659.201 kílói, og póstur 323.892 kg. Flestar lendingar höfðu þessi félög: Pan American World Airways 422 vélar, British Overseas Air- ways Corp. 178, K.L.M. Royal Dutch Airlines 175, Trans World Airlines 161, Flying Tiger Line Inc. 131, Maritime Central Air- ways Ltd. 122, Slick Airways 82 og EL-AL: Israel Airlines 77. Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið samband við skrifstofuna. Hörður Felixson, fyrirliði KR skorar hér. í kvöld mæta KR- ingar vörn íslandsmeistaranna. og loks í meistaraflokki karla, en það eru tvö beztu handknatt- leikslið landsins í karlaflokki. Ágóði allur rennur í fararsjóð þeirra er valdir verða til heims- meistarakeppninnar. Vinna pilt- Kosningaskrifstofa Sjáffstæðisflokksins KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er í Vonarstræti 4, V.R. Skrifstofan er opin frá kl. 10_10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 17100 og 2 47 53. Upp- lýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 1 22 48 Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem verða fjarverandi á kjördegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.