Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 12. jan. 1958 Weí ct í reihcin di Eftir EDGAR MITTEL HOLZER 9 Þýðii.g: Sverrir Haraldsson Læ ff cL buska og stofustúlka. Þú verður að passa þig á henni“. „Hvers vegna?“ spurði Gre- gory. „Hún er hatari". „Oh“. „Hún hatar mig og Logan. Af- sakið. — Logan og mig. Logan er, sko, þjónn, eins og hún sjálf, en þar sem við ættleiddum Logan, þegar hann var ellefu ára, þá vilj um vi'ð ekki að hann finni of mik- ið til ófrel-sis og þess vegna öfund ar Ellen hann. Mig hatar hún vegna þess, að Berton elskar mig. Hún er alveg dauðástfangin í Ber ton, enda þótt hann sé ekki nema fjórtán ára, en hún sjálf stór og fyrirferðarmikil skepna, átján ára gömul. Og Berton vill ekki einu sinni pefa af henni, hvað þá meira. Það gerir hana helmingi hatursfyllrk'. Gregory brosti. Honum var far- ið að líða betur. „Þetta er svo heimskulegt, vegna þess að Berton elskar mig aðeins bróðurlega — ekki hold- lega. Er það ekki rétta orðið? Ég heyrði Dorotheu Buckmaster nota það einu sinni. Hún sagði að ég yrði að passa mig á þvií, að elska ekki Berton holdlega". Þegar Ellen var farin með disk ana fram í eldhúsið, varð Gre- gory litið inn um opnar dyr dag- stofunnar. Honurn fannst hann sjá eitthvað á hreyfingu inni í stofunni. Svo starði hann þangað stundarkorn, en sá þá ekki neitt. Samt var hann sannfærður um það, að hann hefði séð einhverja mannlega veru ganga þvert yfir stofugólfið. Það hafði logað á olíu lampa þar inni, þegar Gregory kom niður af loftinu. Nú var dimmt í stofunni. „Hvað sástu þarna inni?“ spurði Olivia mjög lágt. „Eitthvað. .. Einhverja veru“. Hann fann að hún lagði hend- ina á hné hans. \ Fintnskar Kvenbomsur og kuldast'igvel margar gerðir HECTOR Laugaveg 11 — Laugaveg 81 Sjálfstæðiskvenna^ félagið Hvot HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið hefur nýjársfagnað í Sjálfstæðishusinu manudaginn 13. þ.m. kl. 8.30 e.h. Til skemmtunar: Félagsvist. Ávarp, forseti bæjarstjórnar frú Auður Auðuns. Kaffidrykkja. Verðlaun veitt. DANS. Félagskonur, bjóðið mönnum ykkar með eða öðrum gesti. — Aðgangur ókeypis. Stjórnin. „Er það nokkur sérstakur part ur af kjúklingnum, sem þér þykir betri en annað, drengur minn?“ spurði frænka hans brosandi. „Já, lærið, þakka ’ ér fyrir". „Pabbi, kveiktirðu ekki á ,amp anum í dagstofunni?" spurði Gar- vey. „Jú, hvers vegna spyrðu að því?“ „Þá hlýtur að hafa slokknað á honum“. Séra Harmston leit upp og hleypti í brýnnar. — „Tarna var skrítið. Ég fæ alls ekki skilið það, hvers vegna hefði átt að slokkna á honUm. Hann var fullur af olíu“. Hann leit tortryggnislega til Ber- tons: — „Slökktir þú kannske á honum, Berton?“ „Nei, pabbi“. „Og ekki ég“, sagði Olivia. „Jæja, þá er bezt að annað hvort ykkar fari og kveiki á hon- um aftur“. „Ég skal gei'a það“, sagði Ma- bel og reis á fætur. Gregory efaðist ekki um það, að þau Berton og Olivia hefðu sagt alveg satt. Hvorugt þeirra hafði slökkt á lampanum. Nú fór annar bátur fram hjá og í þetta skiptið heyrði Gregory eitthvert reglubundið thud-thud, auk hins venjulega skvamps og Oiivia tautaði fyrir munni sér: — „Það er kvenmaður sem rær“. „Hvernig veiztu það?“ „Kvenfóik gerir alltaf þetta dup-dup hljóð með árunum. Karl- menn aldrei. Það veit enginn hver orsökin er, en svona er það“. Með steiktu kjúklingunum voru soðin hrísgrjón á borðum, sulta og sætar kartöflur. Gregory át þetta allt með beztu lyst, svo að frú Harmston hrósaði honum að borð- haldi loknu---„Ég kann nú alltaf betur við að sjá karimennina mína borða með góðri lyst“, sagði hún brosandi. „Veikindin", tautaði Olivia — „hafa ekki eyðilagt matariyst þína“. „Nei, og ég sef líka ágætlega". „Hvað gengur eiginlega að þér?“ „Taugarnar eru ekki í sem beztu lagi“. Frú Harmston hló: — „Hvað ertu alltaf að hvísla að þessum veslings unga manni? Blessaður, láttu hana ekki þreyta þig, Gre- gory“. „Mamma, hann er líka að hvísla að mér. Hefurðu ekki veitt því athygli?" Faðir hennar hló, svo að hann varð eldrauður í framan og sveri, vöðvastælti líkaminn hristist all- ur, eins og rafall hefði verið sett- ur í gang innan í honum. Öi-smá- ar vatnsbólur glitruðu, eins og dögg á stutta, jarpa efrivarar- skegginu hans. Hann setti glasið á borðið og sagði: — „Þér mun áreiðanlega ekki veita af heilu tonn-i af þolinmæði og langlundar- geði, ef þú átt að þola þetta barn til lengdar“. „Vertu nú ekk: að hræða h-ann, Gerald", maldaði konan hans í móinn.' „Pabbi hefur alveg á réttu að standa", hreytti Garvey út úr sér. — „Þau Berton og Olivia eru gersamlega óþolandi". „Þú ert lús“, sagði Berton. „Og mús“, bætti Olivia við. — „Lús-mús“. Garvey varð kafrjóður í fram- an og Mabel sömuleiðis. — „Eru það nú hrósyrði", sagði hún. Gregory þagði og horfði á Ma- bel. Hann sá í huganum logandi eld og Síams-köttui' móður hans lá makindalega nálægt kolakass- anum og starði með bláum augun- um á gulu blettina fremst á fótum sér. Friður og öryggi ríkti inni á milli vetrarnaktra birkitrjánna, sem sáust í gegnum gluggann. Og nóttin færðist hægt yfir, með þoku og reykjarslæðu margra kolaelda. Ma-bel var farinn úr rauða kjólnum, sem hún hafði verið í, þegar skipið kom, og var nú klædd dökk-grænum kjól, með svörtum röndum. Síða, jarpa hárið hafðd hún vafið í stóran hnút uppi á höfðinu, svo að það líktist saman- hringuðum, meinlausum, rólegum höggoimum. Meðan hann horfði á hana, reis hún úr sæti og gekk yfir að veggborðinu, með álappa- legum, en frumstæðum og undar- lega æsandi hreyfingum. Hún tók eitthvað upp úr skúffunni og gekk svo kringum borðið, til hans, með grænan pakka í hendinni. Það , voru þrjár sígarettur í pakkan- um. ! „Reykirðu ekki?“ ) Sígrænn trjárunni varð á ÚTSALA á barnafatnaði. — í fyo-ramálið kl. 9 — Fiitpils á kr.: 60.00. á 1—7 ára (kostuðu áður frá 96.00 til 138.00) Munið kl. 9 í fyrramálið. Austurstræti 12. MARKÚS rLET'S MOVE ON UP THE WOIINTAIN SO WE CAN Eftir Ed Dodd 1) — Ég sé alls staðar geitagötur, t 2) — Við skulum fara hærra upp, I fara á undan. Ég er vanur klif- en hvergi get ég komið auga á | þá fáum við betra útsýni. I maður. ' sjálfar fjallageiturnar. I — Allt í lagi Markús, þú skalt I 3) — og ef þú rennur get ég krækt í þig. tötralegan hátt brúnn og haga- mús gróf sig niður í leirrunna jörðina, til þess að forðast snuðr- andi trýni völskuhundsins Hann langaði til að seg.ia henni frá söngi þrastarins, en tókst að segja í hálfum hljóðum: „Þakka þér fyrir. En — jú, ég reyki. En ekki í kvöld“. „Alveg víst?“ „Já, þakka þér fyrir. Kærar þakkir". „Við geymum alltaf nokkur stykki þarna í boi'ðskúff unni“, sagði hún þýðlega. — „Ef þig skyldi einhvern tíma langa í reyk, þá skaltu bara líta niður í skúff- una“. Gregory kinkaði kolli. Söngur vorgrænna kastaníublaða féll í dembu yfir skilningarvit hans og hann varð þess var, að hann gat hreyft sig í stólnum og brosað til hennar. — „Ég á nokkur stykki í stauk uppi í herberginu mínu. — Reykir þú? Þú gætir prófað eina eða tvær, ef þig langaði til þess“. „Nei, þakka þér fyrir. Ég reyki ekki“. SHUtvarpiö Sunnudagur 12. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í hátíðasal Sjómanna skólans (Prestur: Séna Jón Þor- varðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 13,15 Sunnudags- erindið: Sauðafellsför hin fyrri, eftir Þormóð Sveinsson á Akur- eyri (Andrés Björnsson flytur). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur), 15.30 Kaffitíminn: Jan Moravek og félagar hans leika. 16,00 Veð- urfregnir. — Endurtekið leikrit: „Læi'isveinn djöfulsins" eftir Bernai'd Shaw, í þýðingu Árna Guðnasonar. Leikstjóri: Lárus Páisson (Áður útvarpað 30. nóv. s.l.). ''7,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18,30 Hljóm- plötuklúbburinn (Gunnar Guð- mundsson). 20,20 Hljómsveit Rík- isútvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans-Joachim Wunderlich. 20,50 Upplestur: Ljóð eftir Stefán frá Hvítadal (Ragnhildur Ásgeirsdótt ir). 21,00 Um helgina. — Umsjón- armenn: Egill Jónsson og Gestur Þorgrímsson. 22,05 Danslög: — Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Starfið í sveitinni; IV. (Bjarni Finnboga- son ráðunautur). 18,30 Fornsögu- lestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál: Upphaf vetrarver I tíðar (Einar Sigurðsson útgerðar maður). 19,05 Lög úr kvikmyiTd- um (plötur). 20,30 Einsöngur: Einar Sturiuson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. l 20,50 Um daginn og veginn (Guð- I mundur Jónsson söngvari). 21,10 Tónleikar: Boston Pops hljómsveit in leikur vinsæla hljómsveitar- þætti; Arthur Fiedler stjórnar). 21,25 Upplestur: „Asninn", smá- saga eftir Georges Govy, í þýð- ingu Sonju Diego (Róbert Arn- finnsson leikari). 22,10 tJr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). — 22,30 Kammertónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 14. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: —■ „Glaðheimakvöld", eftir Ragn- heiði Jónsdóttur; IV. (Höfundur les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. 19,05 Óperettulög (plöt- ur). 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson, kand. mag.). 20,35 Erindi: Bjórinn, — bygginga- meistarinn mikli í hópi dýranna (Ingimar Óskarsson, náttúrufræð ir.gur). 20,55 Svissnesk tónlist (af seguiböndum). 21,30 Útvarpssag- an: Kafiar úr „Sögunni um San Michele" eftir Axel Munthe (Karl Isfeld rivhöfundur). 22,10 „Þriðju dagsþátturinn". — Jónas Jónas- son og Haukur Morthens stjórna þættinum. 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.