Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1958, Blaðsíða 19
Sunnudagur 12. jan. 1958 MORGVWBLAÐIÐ Sendu Rússar kjarna- sprengju til tunglsins? — Gunnhildur Möller Framh. af bls. 17 vik. Fyrst mun hún hafa unnið hjá Skóverzlun Lárusar G. Lúð- víkssonar. Og síðar við Bóka- verzlun Guðm. Gamalíelssonar. Og síðast við Ritfangaverzlun í Bankastræti 3. Einnig hafði hún á hendi fatageymslu í Þjóðleik- húsinu í sambandi við leiksýning ar í allmörg ár, eða frá því að leikhúsið tók til starfa. Þar til heilsan bilaði, nú fyrir stuttu, eins og áður getur. Með sér- stakri trúmennsku í starfi og góðri framkomu ávann liún sér traust og vinsemd húsbænda sinna, virðingu og þakklæti. — „Og sá sem er trúr yfir litlu-“ En þó má með sanni segja, að hlutverk Gunnhildar, var alls ekki lítið. Auk þessara starfa, sem hér hefir verið minnzt á. Varð Gunn hildur að sinna störfum á sínu eigin heimili, svo að af þessu má sjá, að fáar voru næðisstundirnar heima. Enda virtist mér, að þreyta og lúi, væru farin að gera vart við sig. En síst myndi það, að hennar skapi, að kvarta yfir sínum kjörum. Hinzta óskin henn ar, mun hafa verið sú, sem að líkum lætur, að mega fá að sjá einkadóttur sína, áður en yfir lyki. En því miður, gat sú ósk ekki orðið að veruleika. Auk Ás- geiru, sem áður er nefnd, eru tvö systkini Gunnhildar á lífi, þau Magnús málarameistari, og frú Þóra Möller. Öll eiga þau heima í Ingólfsstræti 10 í Reykjavík. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þeirra heimtar köld. Ég kem eftir kannski í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld.“ Þetta jarðarmen verða allir undir að ganga án möglunar. Sumir í dag, aðrir á morgun. Bmám saman fækkar því sam- ferðamönnunum, unz röðin kem- ur að okkur hinum, sem eftir erum. Engin skyldi því vanbúin kallinu sem komið getur fyrr en varir. Og því fáum við að þfeifa á næstum því daglega. Minning- arnar um horfna frændur og vini, hlaðast nú upp. Það eru þær, sem mýkja missinn að nokkru, þegar vinur er kvaddur í síðasta sinn. Gunnhildur var sérstaklega prúð og látlaus í framkomu. Glað leg í viðmóti. Sérstaklega trygg- lynd og vinföst við þá, er hún hafði kynni af. Hún er því kvöldd með mikilli eftirsjá þeirra er þekktu hana bezt. Að lokum kveð ég svo þessa góðu frænd- konu mína. Með einlægri þökk fyrir alla vinsemd frá því fyrsta til hins siðasta. Að síðustu, sendi ég systkinum hennar, og öllum vinum og venslafólki, innilega samúðarkveðju. St. G. Gömlu dansarnir Ísle ir dansar jg þjúðdansar. — Ný námskeið að hefjast fyr- ir fullorðna. — Upplýsing- ar í síma 12507. Þjóðdansafélag Rcykjavíkur 100 þúsund — íbúÖ Vantar íbúð á hæð nú þeg- ar eða í vor. Má vera ófull- gerð að einhverju leyti. Út- borgun 100 þúsund. Tilboð sendist Mbl., fyrir 15. jan., merkt: „Góð íbúð — 3708. Áttræðisafmæli Á MORGUN, mánudaginn 13. janúar, verður Elinborg Guð- mundsdóttir, Skólavörðustíg 15 hér í bæ, áttræð. Elinborg starfaði hjá Morgun- blaðinu um nær 30 ára skeið samfleytt, en lét af störfum rúm- lega sjötug. Hjá blaðinu vann hún við ræstingu og ýmis störf önnur. Dugnaði hennar var þá viðbrugðið af þeim sem með henni störfuðu, en vinnudag- urinn frá því eldsnemma á morgn anna þar til langt fram á kvöld. Alltaf hitti maður Elinborgu hressa í bragði, enda ávann hún sér vináttu allra er með henni störfuðu. Létt skapgerð og vinnugleði hafa orðið Elin- borgu mikils virði á langri lífs- leið, þegar erfiðleikar hafa orðið á vegi hennar. Þegar hinum daglegu störfum lauk, annaðist hún sitt litla heim Skúli Sigurbsson bifreiðastj. 60 ára SKÚLI SIGURÐSSON, bifreiða- stjóri, Langholtsvegi 106, verður sextugur mánudaginn 13. jan. Til hamingju, Skúli Sigurðsson; sextugur heldur þú tign og velli, börnin þín öll og ektakon yfir þig fagnaðsgeislum helli. Gestir allir og gangandi geri þér daginn unaðsrikan, vertu svo kóngur í kætinni. Ég kynni þig vinur ávallt sem slíkan. Upp að telja öll þín störf yrði mér ei fært að reyna. Á meiri skýrleik þar er þörf, þjóðarstólpa frá að greina. Aldrei léztu undan slá afl að manndóms línum mörg þó báran bryti á brjósti og herðum þínum. Aldrei hrepptu sollin sár, sæktu á brattann glaður, lifðu öll þín æviár alltaf sannur maður. a morgun ili með kostgæfni. Ekki var hún fyrr komin heim, en að hún átti heitt kaffi á könnunni er ein- hvern bar að garði, en hún á fjölda vina hér í bænum. Elínborg Guðmundsdóttir. Vinir kunningjar og samstarfs- fólk Elinborgar á Morgunblað- inu sendir henni hugheilar af- mæliskveðjur á þessum merkis- degi hennar með ósk um að bjart megi verða yfir ævikvöldi henn- ar. Á afmælisdaginn dvelst hún að Víðimel 64. — Ingunn Thorsfensen Framh. af bls. 6 Frú Ingunn Thorstensen var gáfuð kona, víðlesin, bar gott skyn á og elskaði fagrar listir. Samtal við hana og félagsskapur varð öllum til ánægju og ávinn- ings. Hún hafði til að bera efa- semdir og víðsýni öfgalausra gáfumanna, sem geta séð tvær hliðar á hverju máli. En þótt hún tæki kennisetningum og lög- málum með íhugandi varúð var velvilji hennar ríkur, svo að öllu vildi hún stefna á betri veg. — Fyrir slíkri konu báru menn virðingu. Þ. Th. LONDON, 11. jan. — Margir eru jeirrar skoðunar, að Rússar hafi sent nýjan hnött eða eldflaug út í geiminn, og marka menn það af því, að víða um heim hafa heyrzt óvenjuleg hljóð, sem einna helzt líkjast hljóðum þeim, sem spútnikarnir tveir gáfu frá sér. Fyrst heyrðust þessi hljóð 1 Finnlandi. Var hlustað á þau 1 heila klukkustund, og bendir það til þess, að hér sé ekki um að ræða nýjan hnött, sem hring- sóli kringum jörðina, heldur ein- hvern hlut sem skotið hafi verið út í geiminn og haldi áfram að fjarlægjast jörðina. Þessi hljóð heyrðust líka í Ohio í Bandaríkjunum, í Noregi, Þýzkalandi og Japan. Rússar hafa ekkert látið uppi um nýjan gervihnött eða geim- far. Hins vegar er vitað, að Rúss- ar hafa verið með áætlun um að rannsaka yfirborð tunglsins í þremur áföngum, og átti fyrsti áfanginn að vera sá að senda eldflaug með kjarnorkusprengju til tunglsins. Sprengingin á að lýsa upp yfirborð tunglsins og gera vísindamönnum hægara um vik að rannsaka það. Ó. Þ. Loftpressur með sprautu Simi 15300 Ægisgötu 4 Ennfremur eru stærri presstur væntanlegar H afnarfjörður Vantar unglinga eða eldri menn til að bera blaðið út til kaupenda í Vesturbænum og í Kinnunum. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna, Strandgötu 29, sími 50 228. Eiginkona mín INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum 10. þ. m. Markús E. Bjarnason. JÖHANN G. TIIORARENSEN andaðist 5. janúar á Landsspitalanum. — Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 14. janúar kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. Aðstandendur. DANlEL THORSTEINSON fyrrv. stórkaupmaður andaðist á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 13. þ. m. kl. 10,30. Aðstandendur. Maðurinn minn ÁGÚST STEINGRÍMSSON byggingafræðingur lézt í Landsspítalanum föstudaginn 10. þessa mánaðar. Friðrikka Beuónýsdóttir. Systir okkar GUNNHILDUR MÖLLER Ingólfsstræti 10, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. þ. m., klukkan 2 e. h. I»óra Möller, Ásgeira Möller, Magnús Möller. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður ÓLAFAR ANDRÉSDÓTTUR. Elín Guðnadóttir, Þórdís og Alexander Bridde.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.