Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 20
9. tbl. — Sunnudagur 12. janúar 1958. Bátsstrand við Eyjar VESTMANNAEYJUM, 11. jan. — í kvöld klukkan tæplega 8 strandaði M.b. Búrfell á svo- nefndum Brimum austan til á Heimaey milli Litla-Höfða og Stóra-Höfða. Þrír menn voru á bátnum og komust þeir í land á gúmmíbát. Búrfell var 22 smál. og var að koma heim úr róðri. Eigendur hans voru Jón Benónýsson í Eyj- um o. fl. Jón var formaður á bátnum. Báturinn virðist heill ennþá og á að gera tilraun til að ná honum út í nótt. —Björn. Um 200 Færeying- ar með Gullfossi EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, hafa samningar tekizt við Sjómannafélagið í Færeyjum, varðandi ráðningu færeyskra sjó- manna á íslenzk fiskiskip. Mun fyrsti hópurinn koma með Gull- fossi. í gær var ekki vitað hve marg- ir Færeyingar yrðu ráðnir, en Gullfoss var þá væntanlegur til Þórshafnar og munu þar hvorki meira né minna en 200 hafa beð- ið fars með skipinu hingað til Reykjavíkur. Einnig mun allmik- ili fjöldi væntanlegur með Dr. Alexandrine er hún kemur næst. Myndin hér að ofan er af einu líkananna, sem sýnd eru á skipu lagsmálasýningunni, sem nú stendur yfir í bogasal Þjóðminja- safnsins. Stóra byggingin ofarlega á myndinni er læknahúsið, sem reisa á hjá Miklatorgi. Torgið er neðarlega á myndinni, og Iæknahúsið stendur milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Húsið verður byggt af læknafélögunum í bænum. I því verða lækningastofur, þ. á. m. fyrir hvers konar sérgreinar. Einnig verður þar apótek og húsnæði fyrir félagsstarfsemi lækna, bókasafn þeirra o. fl Teikningar að húsinu gerði Gunnar Hansson. Sýningin í bogasalnum er opin daglega kl. 2—10. — Aðgangur er ókeypis. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Almennur launþega- fundur Oðins um bæjarmál í Sjálf- stæðisliúsinu í dag Fjöl- menniÖ á fundinn Guðni Einar Jóhann Pétur Gunnar Magnús 140 bílar 1 árekstrum FRÁ áramótum hafa verið gífur- legar annir hjá þeirri deild rann- sóknarlögreglunnar, sem fjallar um bílaárekstra og slys á götum bæjarins. Slys á fólki í umferð- inni hafa ekki verið mikil. En svo mikill sægur bílaárekstra hefur orðið, að á fyrstu 10 dögum þessa árs, hefur rannsóknarlög- reglan fært í bækur smar 70 bílaárekstra. — í hverjum árekstri eru yfirleitt tveir bílar og stundum jafnvel fleiri en einn ig stundum aðeins einn, t. d. þegar ekið hefur verið á garðs- vegg, ljósastaur eða þess háttar. Er því sennilegt að tala þeirra bíla, sem orðið hafa fyrir meiri og minni skemmdum undanfarna daga sé nálægt 140. Hálka er nú mikil á götunum hér í bænum og það er nú orðin algeng sjón að sjá fólksbíla með þrjár snjókeðjur eins og þarf, þegar færðin er allra varasöm- ust. Er það álit þéirra, sem sett hafa snjókeðjur undir framhjól, að það sé til mikilla bóta. Yfirvofandi reksfrarstöðvun hjá fogaraflofa landsmanna RÍÐDEGIS í gærdag var haldinn fjölmennur fundur í F. í. B., þar sem rætt var um rekstrargrundvöll togaraútgerðarinnar á þessu ári. Miklar umræður urðu og að lokum samþykkti fundurinn svo hljóðandi ályktun: „Fundur i Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, haldinn 11. jan. 1958, lýsir megnri óá- nægju yfir rekstrargrundvelli þeim er sjávarútvegsmálaráð- herra hefur úthlutað togaraút- gerðinni og misræmi því sem er á kjörum togara á móts við vél- báta að því er endanlegt fiskverð snertir. í trausti þess að teknir verði upp nú þegar viðræður við sjávar útvegsmálaráðherra og ríkis- stjórnina, og að þær beri betri Gott skíðafæri í Hveradölum NOKKUÐ af skíðafólki fór úr bænum í gær og í gærkvöldi var slangur af fólki hjá Steingrími gestgjafa í Skíðaskálanum, en í Hveradölum er nú ágætt skíða- færi. Fólk sem hugsar sér til hreyf- ings í dag, ætti ekki að fara í litlum bílum hingað, sagði Stein- grimur, því ef hvessir, þá er vegurinn á augabragði orðinn ófær venjulegum fólksbílum. Stórir bílar komust greiðlega austur yfir Hellisheiði i gær. Skafrenningur var þar árdegis og fram yfir hádegið, en þá hætti að skafa. Steingrímur kvaðst hafa séð 2—3 fólksbíla fara fram hjá skálanum áfram austur yfir heiði síðdegis í gær. árangur til úrlausnar á rekstri togaranna á yfirstandandi ári, samþykkir fundurinn að semja við áhafnir skipanna svo sem í bréfi sjávarútvegsmálaráðherra greinir og felur samninganefnd framhald samninga um viðun- andi úrlausn á málefnum togar- anna“. Mbl. er kunnugt um, að sjávar- útvegsmálaráðherra er farinn úr bænum, sennilega til þess að taka þátt í orrustunni 'á heimavíg- stöðum sínum í Neskaupstað, þar sem hann er í baráttusæti komm únista. Mun ráðherrann leggja svo mikla áherzlu á að tryggja sér sæti í bæjarstjórninni þar eystra, að hann mun ekki vænt- anlegur til Reykjavíkur fyrr en að loknum bsejarstjórnarkosning um, hinn 26. þ.m. Frost 22 stig í fyrrinótt í FYRRINÓTT var mesta frost á Þingvöllum sem mælzt hefur á þessum vetri, 22 stig. — Nokkru eftir hádegið í gær var þar að heita mátti frostlaust veður, Nú er með öllu ófært til Þingvalla, um Mosfellsheiði. Er heiðin sjálf ófær og einnig er mikill snjór í Almannagjá. Frá Þingvöllum hefur færð verið sæmileg að Sel- fossi, en í gær var nokkur skaf- í-enningur þar eystra, og er hætt við að færðin hafi þá spillzt. — Þingvallavatn er nú lagt en ísinn er þar ótraustur. Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN og konur! Söfnunin í kosningasjóð flokksins er hafin! Lciðin liggur í Sjálfstæðishúsið við Austurvöll, þar sem fram- lögum er veitt viðtaka. Sérhvert framlag — smátt og stórt — í kosningasjóðinn er vel þegið. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu dögum klukkan 2—6. Sími 17100. „25 króna veltan" SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðishúsinu er opin hvern virkan dag kl. 9—7. Símar: 16845 og 17104. Hver einasti Sjálfstæðismaður lætur það að sjálfsögðu verða sitt fyrsta verk að taka áskoruuunni og styrkja með því Sjálf- stæðisflokkinn. Þátttakan í veltunni er þegar orðin mikil. Ef allir þeir, sem skorað hefur verið á, taka áskoruninni, verður árangurinn stór- glæsilegur. Samtaka nú! MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN efnir til almenns launþega- fundar um bæjarmál Reykjavíkur í dag kl. 2 e. h. Á þess- um fyrsta kjósendafundi Sjálfstæðismanna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar gefst mönnum einstakt tækifæri til þess að kynnast viðhorfum launastéttanna til bæjarmálanna og bæjarstjórnarkosninganna, sem nú standa fyrir dyrum. Sóknarliugur Ræðumenn á fundinum verða: Gunnar Helgason, erindreki, Bergsteinn Guðjónsson, formað- ur Hreyfils, Magnús Hákonar- son, verkamaður, Guðni Árna- son, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Einar Guðmunds- son, skipstjóri, Jóhann Sigurðs- son, verkamaður, og Pétur Sig- urðsson, stýrimaður. Fundarstjóri verður Magnús Jóhannesson. Ekki er að efa að launþegar og aðrir fjölmenni á fundinn og sýni með því þann sóknarhug, sem einkennir alla Sjálfstæðis- menn, þegar á reynir. Hinar nýju kosningahömlur rikisstjórnarinnar, sem hr.fa þann tilgang einan að gera hlut Reykvíkinga lakari en annarra landsmanna í þessum kosningum, hafa þjappað fólkinu í bænum fastar saman nú en nokkru sinni áður. Reykvíkingar munu því sýna hug sinn til þessara ráð- stafana og annarra flónskupara stjórnarflokkanna, með því að fjölmenna á þennan fyrsta kjós- endafund Sjálfstæðismanna í dag. ★ALSÍR, 11. jan. — Frönsk stjórnarvöld tilkynna, að á tíma bilinu 30. des. 1957 til 5. jan. ’58 hafi uppreisnarmenn í Alsír drep ið 50 Múhameðstrúarmenn og 4 i Evrópumenn. Nýjarsfagnaður Hvatar annað NÝJÁRSFAGNAÐ heldur Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt á mánrudagskvöldið og hefst hann kl. 8,30 stundvíslega í Sjálfstæðis húsinu. Til skemmtunar verður félags- vist. Þá flytur frú Auður Auðuns, forseti bæjai'stjórnar Reykja- víkur ávarp og að Iokum verður kaffidrykkja og dans. Félagskonum er heimilt að bjóða mönnum sinum, eða öðr- um gestum með sér. Gera má ráð fyrir, að fjöl- menni verði á þessum nýjárs- fagnaði Ilvatar. Mikill áhugi ríkir meðal félagskvenna á því að gera lilut Sjálfstæðisflokks- ins sem stærstan í bæjarstjórn- arkosningunum, sem fram eiga að fara eftir réttan hálfan mánuð. kvöld Auður Auðuns. Vorboðafundur annað kvöld HAFNARFIRÐI — Annað kvöld heldur Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn fund í Sjálfstæðishús- inu, og hefst hann kl. 8,30. Meðal ræðumanna verða frú Elín Jósefsdóttir, Sigurveig Guð- mundsdóttir og Valgarð Thorodd sen. — Kaffi verður framreitt á fundinum og einnig verður spil- að. Eru Sjálfstæðiskonur í Firð- inum hvattar til að fjölmenna á ’fundinn. —G. E.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.