Morgunblaðið - 14.01.1958, Qupperneq 1
20 siður
45. árgangur.
10. tbl. — Þriðjudagur 14. janúar 1958.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hver Reykvíkingur greiðir þrisvar
til íjérum sinnum hærri gjöld til
ríkisins en til bœjarins
Reykgavíkurbœr brautryðjandi um
margs konar sparnað og
bœtf vinnubrögð
VIÐ, FJÁRSTJÓRN Reykjavíkurborgar eru höfð nokkur
meginsjónarmið, sem hér skulu gerð að umtalsefni. Þau
sjónarmið eru þess eðlis, að allar opinberar stofnanir þurfa
jafnan að hafa þau fyrir augum, ef vel á að takast um fjár-
stjórn og framkvæmdir.
1. Vel og vandlega þarf að
undirbúa áætlun-um tekjur
og gjöld ársins.
2. Fjárhagsáætluninni þarf að
fylgja af samvizkusemi og
forðast umframgreiðslur eft
ir því sem föng eru á.
3. Gera Þarf glögg reiknings-
skil, semja og samþykkja
bæjarreikning sem fyrst eft
ir að reikningsári er lokið,
en láta Það ekki dragast úr
hófi.
4. Forðast miklar stökkbreyt-
ingar í útgjöldum, reyna að
hafa þau sem jöfnust frá ári
til árs, eftir því sem þjóð-
félagsástandið leyfir.
5. Gæta að staðaldri sparnað-
ar og hagsýni í bæjarrekstr-
inum.
6. íþyngja ekki gjaldendum
með of miklum útsvars-
byrðum.
Skal hér nú athugað, hvernig
háttað er framkvæmd þessara
meginatriða varðandi fjármál
Reykjavikur.
1. Vandaður undirbúningur
fjárhagsáætlunar
Undirbúningur fjárhagsáætlun
ar Reykjavíkur hefur um margra
ára skeið verið í höndum sér-
stakrar nefndar, þriggja trúnað-
armanna bæjarins, sem glögg skil
kunna á öllum þáttum bæjar-
rekstrarins og vinna að þessum
undirbúningi í samráði við borg-
arstjóra. Er lögð í það mikil
vinna að gera áætlunina sem bezt
úr garði. Að sjálfsögðu er reynt
að áætla gjöld og tekjur sem
næst raunveruleikanum. Sú að-
ferð er ekki notuð hjá Reykja-
víkurbæ að lækka heildartölur
fjárhagsáætlunar með því að á-
ætla vissa liði lægri en þeir hljóta
að verða, eða taka stóra útgjalda
liði út úr áætluninni og fleygja
þeim fyrir borð, þó að allir viti
og viðurkenni, að þessi gjöld
þurfi að greiða engu að síður.
Með slíku háttalagi væri aðeins
verið að blekkja sjálfa sig og
aðra.
Að þessum undirbúningi lokn-
um er frumvarp að fjárhagsáætl-
un lagt fyrir bæjarráð, þar sem
það er rætt rækilega á mörgum
fundum, farið í gegn um hvern
einstakan tekju- og gjaldaiið, en
að því loknu «r frumvarpið lagt
fyrir bæjarstjórn til fyrri um-
ræðu. Var það gert nú í desem-
bermánuði, en samkvæmt venju
var samkomulag allra flokka um
að geyma síðari umræðu og
endanlega afgreiðslu þar til að
loknum kosningum, til þess að
hin nýja bæjarstjórn geti lagt
síðustu hönd á fjárhagsáætlun
fyrir árið í ár.
2. Fjárhagsáætlun hefur
staðizt vel
Á það er lögð megináherzla
Gunnar Thoroddsen
hjá Reykjavíkurbæ, að fjárhags-
áætluninni sé fylgt sem allra ná
kvæmast og reynt að forðast sem
mest umframgreiðslur.
Erh. á bls. 9.
Brét til
Hermanns
AMBASSADOR Sovétríkj-
anna, hr. Pavel K. Ermoshin,
hefur í dag afhent Hermanni
Jónassyni forsætisráðherra
orðsendingu frá hr. N. Bulgan-
in, forsætisráðherra Sovétríkj
anna.
Unnið er að því að þýða orð-
sendinguna á íslenzku, og verð
ur hún birt svo fljótt sem auð-
ið er.
Forsætisráðuneytið,
13. janúar 1958.
r
Skipulagsskrá Arnasafns verði breytt,
svo að unnt verði að flytja það heim
Danskir áhugamenn leggja fram til-
lögu til lausnar handrifamálinu
KAUPMANNAHÖFN, 14. - jan.
— Hinn 16. sept. 1957 var
skipuð nefnd manna í Dan-
mörku, sem skyldi hafa það
að markmiði að stuðla að já-
kvæðri lausn handritamáls-
ins. Formaður nefndarinnar
var kjörinn Bent A. Kock, rit-
stjóri í Kaupmannahöfn, en
aðrir í nefndinni eru: H. Dons
Christensen byskup, Ribe,
cand. mag., S. Haugstrup Jen-
sen, skólastjóri, Edv. Henrik-
sen, forstj., Kaupmannahöfn,
Sparring-Petersen, prófastur
í Kaupmannahöfn og A. Ric-
hard Möller, hæstaréttarlög
maður í Kaupmannahöfn.
Nefndin hefur nú samið tillögu
Framh. á bls. 9
Eldflaugastövar
í Hollandi?
HAAG, 13. jan. — Hollenzk*
stjórnin gaf í dag út þá yfirlýs-
ingu, að ef nauðsyn krefði mundl
hún leyfa, að komið yrði upp
eldflaugastöðvum á hollenzku
landi. Stjórnin minnist í þessu
sambandi á þá skoðun allra full-
trúa NATO-ríkjanna, sem fram
kom i París á dögunum, að
nauðsynlegt sé, að Atlantshafs-
ríkin séu alltaf útbúin beztu
vopnum, sem völ er á hverju
Jimenez hræddur
CARACAS, 13. jan. Perez Jimen-
ez, forseti Venezúela, lét í dag
handtaka landvarnaráðherrann,
Romulo Fernandez. Hann lýsti
því Síðan yfir, að þetta hafi verið
nauðsyniegt til þess að styrkja
eininguna innan hersins. — í út-
varpsræðu sagði forsetinn, að
hann og stjórn hans mundu gera
allt, sem í þeirra valdi stæði til
að tryggja frið og ró í landinu.
TÓKÍÓ, 13. jan. — Eins og kunn-
ugt er af fréttum, þá er Tókíó
stærsta borg í heimi. Á síðasta
ári hækkaði íbúatala hennar um
279,335 og eru íbúar borgarinnar
nú 8,573,879.
Bent A,- Koch.
9ÖÖÖ vísindamenn vilja hanna
tilraunir með kjarnorkusprengjnr
NEW YORK, 13. janúar. —
í dag afhenti bandaríski vís-
indamaðurinn og Nóbelsverð-
launahafinn, dr. Linus Paul-
ing áskorun til S. Þ., þar sem
skorað er á stórveldin að
hætta tilraunum með kjarn-
orkuvopn. Undir áskorunina
skrifa yfir 9000 vísindamenn
frá 44 löndum, þ. á m. Albert
Schweitzer og Bertrand Russ-
el. 36 Nóbelsverðlaunahafar
skrifa undir skjahð, sem var
afhent Hammarskjöld, aðal-
ritara S. Þ., á sérstökum fundi
í dag. — Meðal vísindamann-
anna eru 101 meðlimur banda
Framh. á bls. 2
Hinn fjölmenni fundur Óðins á sunnudag
Er kosningar nólgost bera menn samnn ðtnla
stjórn Eeybjnvíkur og svik vinstri stjórnorinnor
-A Mikill baráttuhugur var ríkjandi á hinum fjölmenna
launþegafundi Óðins, sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu
á sunnudaginn. Þótti vel við eiga, að fyrsti kjósendafundur
Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni, skyldi vera fjöl-
setinn fundur launþega.
★ Tvennt setti einkum svip sinn á fundinn og olli því, hve
hann var fjölsóttur og einhuga. í fyrsta lagi, að laun-
þegarnir hafa nú fundið fyrir því á síðustu þremur misser-
um, hve núverandi ríkisstjórn hefur stórlega skert kjör
þeirra. í öðru lagi setti það nokkurn svip á fundinn, að
kosningar fara fram um næstu helgi í Dagsbrún, en það er
nú oi'öið áberandi mcðal verkamanna í því félagi, að þeir
eru orðnir langþreyttir á áralangri óstjórn kommúnista.
★ Á kjósendafundi Óðins héldu átta Sjálfstæðismenn
ræður og iauk fundinum með ræðu Gunnars Thoroddsen,
sem gerði grein fyrir, hvernig Reyltjavíkurbær undir for-
ustu Sjálfstæðismanna hefði unnið að heill launþeganna,
sem byggja Reykjavík.
Fundurinn hófst kl. 2 á sunnu-
dag með stuttu ávarpi Magnúsar
Jóhannessonar formanns Óðins.
enn hann er sem kunnugt er einn
af efstu mönnum á lista Sjálf-
stæðisflokksins við bæjarstjórn-
arkosningarnar. Setti hann fund-
inn og stjórnaði honum. Hér
verður greint nokkuð frá um-
ræðunum.
Fyrstu ræðun* flutti Gunnar
Helgason erindreki sem rakti
með skýrum sögulegum stað-
reyndum, hvernig núverandi
stjórnarflokkar hafa svikið öll
sín loforð til launþeganna um
bætt lífskjör. Taldi hann að mörg
um fyrrverandi stuðningsmönn-
um stjórnarflokkanna hafi brugð
ið heldur í brún, er þeir sáu efnd
ir vinstri stjórnarinnar á loforð-
unum.
Gunnar minnti m.a. á orð Hanni-
bals Valdimarssonar í útvarps-
ræðu 19. júní 1956, eða rétt fyrir
kosningarnar. Þá sagði Hannibal:
„Það er bjargföst skoðun nú-
verandi stjórnar Alþýðusam-
bands íslands, að nú ríði verka-
lýðshreyfingunni lífið á að eign-
ast svo sterkan þingflokk á Al-
þingi, skuldbundinn af stefnu-
skrá Alþýðusambandsins, að
gengislækkun, lögbindingu kaups,
vísitöluskerðingu eða nýju skatta
flóði, verði ekki með neinu móti
komið fram á Alþingi".
Takið eftir þessum orðum
Hannibals, þau fjölluðu um 1)
gengislækkun, 2) lögbindingu
kaups, 3) vísitöluskerðingu, 4)
nýtt skattaflóð.
Og nú er að líta á aðgerðir
Framhald á bls. 12.