Morgunblaðið - 14.01.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 14.01.1958, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. janúar 1958 Þátfur kommúnista í reksfrar- stöðvunum úfvegs- ins undanfarin ár Nokkrar staðreyndir rifjaðar upp BLÖÐ vinstri stjórnarinnar, eink um „Þjóðviljinn“, blað sjávarút- vegsmálaráðherra, hafa borið þær sakir á Ólaf Thors, fyrrv. forsætis- og sjávarútvegsmála- ráðherra, að bátaútvégurinn hafi ávallt stöðvazt um áramót, er hann fór með sjávarútvegsmálin. Er þetta hin mesta fjarstæða og blekking. Ef tekið er tímabilið 1948—1955 þ. e. síðustu 8 árin, sem ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins fóru með þessi mál, er stað- reyndin sú, að tvívegis var um að ræða stöðvun um áramót vegna þess, að ekki tókst sam- komulag fyrir þau. Þetta var í ársbyrjun 1951 og 1956. Stöðvunin 1951 Eins og kunnugt er var gengi krónunnar fellt fyrrihluta árs 1950. öllum eru kunnar ástæður þeirrar aðgerðar. í árslok 1949 var fiskverð til útvegsmanna kr. 0,75 pr. kg. af sl. þorski m/haus og tilsvarandi á öðrum fiskteg- undum. yegna gengisbreytingar- innar átti það að hækka í kr. 0,93. Þetta brást þó vegna þess að óvænt verðfall varð erlendis á afurðum sjávarútvegsins á árinu, og einmitt um þær mundir, er gengisbreytingin var gerð. Varð þetta til þess, að fiskverðið hélzt óbreytt, kr. 0,75 pr. kg. Á þetta bættist svo það, að fiskafli á ár- inu 1950 var með eindæmum rýr. Ennfremur urðu miklar verð- hækkanir á nauðsynjavörum okkar erlendis vegna Kóreu- styrjaldarinnar, og loks hækkaði verðlag innanlands nokkuð vegna gengisbreytingarinnar eins og við var a8 búast. Árið 1950 var þann- ig eitt hið bágasta, sem yfir út- veginn hafði gengið árum sam- an, og var afkoma hans eftir þvi. Vegna alls þessa var alveg óhjá- kvæmilegt að grípa enn til nýrra ráðstafana vegna bátaútvegsins í ársbyrjun 1951. Þótti mörgum manni það súrt í bortið, svo skömmu eftir gengisbreytinguna, sem einmitt var gerð til bjargar sjávarútveginum. Hjá því varð þó ekki komizt. Þá voru innflutningsréttindi bátaútvegsmanna (bátagjaldeyr- irinn ) upp tekin. Var hér um nýtt og áður óþekkt kerfi að ræða og þurfti í því sambandi að hugsa mörg atriði og sjá fram í tímann. Því er heldur ekki að leyna, að þessi réttindi voru heid- ur harðsótt í hendur ríkisstjórn- arinnar. Á það má minna. að á Alþingi börðust forustumenn krata og kommúnista um á hæl og hnakka og töldu enga þörf á þessum aðgerðum vegna útvegs- ins og kölluðu þær beinlínis „svindl/'’ Stöðvunin 1956 Svo skeði það, að kommúnistar og kratar hófu stórstyrjöld í kaupgjaldsmálum 1955 með marz-apríl-verkföllunum það ár. Voru þeir orðnir hræddir við hinn góða árangur af stefnu þeirri, sem Sjálfstæðismenn mörkuðu 1949-1950 í verðlags- málum og þá stöðvun verðlags, sem varð á árunum 1953-1955. Að vísu varð þátttakan í verk- föllunum ekki eins mikil og for- sprakkarnir höfðu vænzt, t. d. varð sjósókn og fiskvinnsla á vetrarvertíð á Suður- og Vestur- landi ekki tafin, nema í Reykjvík og Hafnarfirði. Afleiðingarnar urðu samt þær, að kaupgjald allt stórhækkaði, án þess að framleiðslan væri þess megnug að rísa undir því. Var þar með raskað því jafnvægi í verðlagsmálum sem áður getur. Við árslok 1955 hafði kaup- gjaldsvísitalan hækkað af þessum sökum um tæp 20 stig. Fyrir- sjáanlegt var, að hún myndi enn hækka á árinu 1956. Þetta spáði vissulega ekki góðu um hag og afkomu sjávarútvegs- ins á árinu 1956. Sjávarútvegur- inn var settur í mikinn vanda jafnframt því, sem þáverandi ríkisstjórn átti við það vandamál að glíma að finna leiðir til úrbóta. Það þurfti ekki að efa það, að „vinstri" flokkarnir legðu kapp á að gera þær óvinsælar, ekki sízt vegna þess, að þeir höfðu orðið svo stórvirkir í skemmdarstarf- semi sinni gagnvart þjóðfélaginu, að nú þurfti einnig að grípa til stórfelldra aðgerða til þe'ss að bjarga togaraútgerðinni frá ai- gerum þrotum. Enda varð reynd- in sú. Hér var við mikla erfiðleika að etja. Sést það bezt af þvi, að endurgreiðslan, „tilfærslan“, til útvegsins — sem eins og alltaf var ófullnægjandi — nam fram til miðs árs 1956 154 millj. kr. Auk þess komu svo 20 millj. kr. síðar á árinu — eftir að „vinstri" stjócnin tók völd — aðallega vegna haustsíldveiða. Útvegsmenn sóttu það að sjálf- sögðu fast að fá leiðréttingu mála sinna. Ríkisstjórnin varð að finna leiðir og var í miklum vanda stödd. Úr þessu varð samnings- þóf, sem leiddi til stöðvunar báta flotans fram eftir janúarmánuði 1956. Þessi saga er svo ný, að eigi þarf að rekja hana frekar. En hér má á það benda, að „vinstri“ stjórnin viðurkenndi einmitt staðreyndirnar með því að leggja á nýja skatta í árs- byrjun 1957, að upphæð um 300 millj. kr. til þess að bæta fyrir verkfallsstyrjöldina 1955 auk þess sem á var lagt í ársbyrjun 1956, ekki aðeins til þess að forða sjávarútveginum frá hruni, held- ur og landbúnaðinum. — Þetta gekk að visu að því leyti vei að því sinni, að ekki kom til neinnar stöðvunar í byrjun sl. árs, enda munu „vinstri" flokkrnir hafa talið slíkt óhentugt eftir öll gífur yrðin, sem á undan voru gengin. Hins vegar voru útvegsmenn við- búnir stöðvun, ef á reyndi. Núverandi sjávarútvegsmála- ráðherra hefir hælt sér mikið af því, að í valdatíð hans kæmi ekki til rekstrarstöðvunar í útvegin- um, og hann sé manna bezt þeim vanda vaxinn að leysa vanda- málin í sambandi við útveginn. Nú hefir brugðið svo við, að ýmis sjómannafélög hafa ekki viljað sætta sig við þá samninga, sem útvegsmenn töldu að ráðherrann hefði gert þegar fyrir áramótin. Þegar hefir verið boðað sjómanna verkfall í Reykjavík og enn er óvíst um hvaða áhrif það hefir, að Matsveinafélag íslands hefir boðað verkfall í mörgum ver- stöðvum. Það stendur óhaggað, að sjáv- arútvegsmálaráðherra fullyrti í „Þjóðviljanum" fyrir áramót, að þá væri búið að semja um alla þætti útflutningsframleiðslunnar á þessu ári. Loks ber að benda á það, að ekkert samkomulag er fyrir herldi milli ríkisstjórnarinnar og féiags togaraeigenda um starfs- grundvöll fyrir togarana. Alger óvissa er um rekstur þeirra á þessu árL Staðrcyndirnar um stöðvanir Skal þetta ekki orðlengt frekar. Varðandi stöðvun fiskiflotans undanfarin 8—10 ár, eru stað- reyndirnar þá þessar: 1947—1955 stöðvast bátaflot- inn tvívegis: í ársbyrjun 1951 vegna ger- samlegra óvæntra atvika, þ. e. verðfalls á sjávarafurðum er- lendis, óvæntra verðhækkana ■ á innfluttum vörum vegna Kóreustyrjaldarinnar og afla- brests. í ársbyrjun 1956 stöðvaðist flotinn vegna þess, að gera þurfti stórfelldar ráðstafanir, sem voru afleiðingar af verk- fallsbrölti kommúnista og krata árið áður. f báðum tilfellum var um að ræða svo umfangsmiklar og flóknar viðreisnarráðstafanir, að nokkuð dróst fram yfir áramót að ráða fram úr vandanum. Ef litið er á „vinstri" stjórnar- tímabilið, kemur í ljós, að í fyrra skiptið sem við svipaðan vanda var að glima, tókst að koma ílot- anum af stað um áramót, og er slíkt engin nýlunda, en í síðara skiptið er allt á hverfanda hveli. í bæði skiptin eru farnar troðn- ar slóðir. Loks má á það benda, að oft hefir svo við borið, að fiskiskipa- stóllinn hefir stöðvazt í byrjun vertíðar vegna kaupdeilna milli sjómanna og útvegsmanna. Má benda á mörg dæmi þess, en verð ur þó ekki gert að sinni, nema tilefni gefist til. Hins vegar má ekki blanda þessu tvennu saman, stöðvunum vegna kjaradeilna milli útvegsmanna og sjómanna og stöðvunum vegna samninga útvegsmanna við ríkisvaldið um rekstrargrundvöll. Útvegsmaður. Þoð, sem Tíminn ekki gnt ntskýrt T í M I N N kvartaði undan því í gær, að teikningar í sam- bandi við útsvör barnafjölskyldna í Reykavík og ýmsum öðrum kaupstöðum sýni ekki rétt hlut- föll. Tímanum skal bent á það, að það er ekki teikningin sjálf, hér skiptir neinu aðalmáli, held- ur þær krónutölur, sem birtar eru í sambandi við útsvör barna- fjölskyldna annars vegar í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis- menn ráða, og hins vegar í ýms- um kaupstöðum, þar sem vinstra liðið er við stjórn. Það sem hér skiptir ölki máli, er að barna- fjölskylda í Reykjavík, hjón með 5 börn, sem hefur 60 þúsund krónu skattskyldar tekjur, greið- ir í útsvar í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn ráða, kr. 1540.00 í Hafnarfirði, þar sem Alþýðu- flokkurinn og kommúnistar hafa shrifap úr daglega lífínu Kynning á verkum ungra skálda VELVAKANDI fékk í gær eft- irfarandi bréf frá Sg.: Ég tók mér frí á sunnudaginn, í miðjum klíðum hinnar pólitísku baráttu, og skrapp upp í Háskóla. Þar var hvorki verið að ræða um „óstjótrn", „svikara" né annað álíka skemmtilegt, heldur fór þar fram kynning á verkum yngstu skáldanna. Var gaman að sjá þá mynd, sem þar var brugðið upp af íslenzkum nútímaskáldskap og án þess að frekar verði farið út í þá. sálma hér skal þeirri skoðun aðeins komið á framfæri, að ungu skáldin hafa sínu hlutverki að gegna í þessu litla þjóðfélagi og ég hygg, að ýmsir hafi á sunnu- daginn komizt að raun um, að þau gegna því betur en margur heldur. Hátíðasalurinn var troðfullur af fólki, sem hlustaði með athygli á það, sem fram fór. Menn voru að kynnast einhverju nýju, ein- hverju sem þeir höfðu ekki þekkt né skilið fyrr en á þessari stund. Það var gaman að sjá, hvað það æskufólk, sem að kynningunni stóð, kom á óvart: Hvaðan kemur eiginlega allt þetta unga fólk, sagði fullorðinn maður um leið og hann yfirgaf salinn. Já, það var spurt margra spurninga eins og alltaf er, þegar eitthvað nýtt blasir við mönnum. — Sumum finnst kannske ekki nauðsynlegt að yrkja ljóð á þessari öld spút- nika og tunglferða, menn eigi heldur að einbeita huganum að merkilegri viðfangsefnum. Þeir, sem þessa skoðun hafa, eru auð- vitað í fullum rétti. en ég held, að ein grein menningarinnar þurfi ekki nauðsynlega að útiloka aðra. Allt á þetta að haldast í hendur, listin á að auðga vísindin og vísindin eiga að keppa að því að sýna, að sú fegurðarþrá sem liggur til grundvallar listinni sé ekki á sandi byggð, heldur eigi rétt á sér, maðurinn sé meira en efni, meira en stærðfræðilegar formúlur. Þau vísindi, sem gleyma þeirri staðreynd, verða aldrei notuð í þágu annars en stríðs og grimmdar. Sennilega er okkar tími ekki ósvipaður þeirri framfaraöld, sem kennd er við landafundina miklu, þegar menn fóru að gera sér grein í'yrir því, að jörðin væri hnattlaga og lögðu allt sitt þrek í að kanna ókunna stigu. Menn létu sér ekki nægja að blimskakka augunum á næstu fjöll, heldur lögðu upp í hættulegar sjóferðir, út í ævin- týrið, út í póesíuna. Það var ekki aðeins hið vísindalega markmið, sem knúði manninn til stórra afreka, heldur einnig útþráin, ævintýralöngunin, skáldskapur- inn á bak við raunveruleikann og hið ókunna og ekki síður skáldskapurinn í manninum sjálf um. Á þessum byltingatímum í sögu mannkynsins, þegar jörðin varð allt í einu næstum því óendanlega stór, var hugsað um fleira en landvinninga og sjó- ferðir umhverfis hnöttinn. Það voru líka ort Ijóð og máluð mál- verk, en auðvitað á annan veg en gert hafði verið. Heimurinn hafði breytzt. Maðurinn og listin hlutu einnig að breytast. Við lifum á svipuðum tímum. Enn leitar mað urinn hins ókunna og nú stöndum við á þröskuldi nýrrar heims- byltingar. í staðinn fyrir að beina athyglinni að Ameríku horfum við upp í loftið: Nú er það tungl ið. Síðar verður það sennilega Mars og Júpíter og guð má vita hvað. En ég geri ekki ráð fyrir því, að við viljum nú frekar en á 15. öld kasta fyrir borð þeirri andlegu reynslu og þeirri húman istísku arfleifð, sem hefur átt drýgstan þátt í því að gera okkur að mönnum til aðgreiningar frá dýrum. Okkur veitir ekki af öll- um þeim eiginleikum, sem með okkur búa, og við verðum að vera menn til þess að viðurkenna, að án vísinda yrði maðurinn vesælt dýr og án lista og trúar á eigin sál yrði hann ekkert annað en mat- urinn, sem hann etur. Listfram- andi lýður, hefur það verið nefnt. Ef sá, sem heldur vísindunum fram á kostnað listarinnar, gerði sér grein fyrir því, að frumafl allrar vísindastarfsemi er leitin að ævintýrinu, póesíunni, mundu augu hans opnast og hann yrði auðmjúkari frammi fyrir þeirri tilveru, sem við gerum ráð fyrir að reyni að fóstra okkur til eilífs lífs. í framtíðinni hlýtur það að verða hlutverk vísindanna að sánna þetta eilífa líf. í saman- burði við það er öll viðleitni mannsins til að komast til tungls- ins ekki annað en eftirsókn eftir- vindi. — Þröngsýni og einsýni voru einu sinni nefnd nesja- mennska. Sá maður, sem getur ekki opnað hjarta sitt fyrir list- inni vegna þess að hann hefur fengið tunglið á heilann mundi samkvæmt því vera kallaður nesjamaður. Hann mundi í öllu tilliti minna á vestfirzku kerling- una, sem hafði megnustu fyrir- litningu á útvarpi. Hún hafði líka, af skiljanlegum ástæðum, litlar mætur á Hriflu-Jónasi; en hafði ákveðið að kaupa sér útvarp til að ná sér niðri á honum. Þegar hún pantað# útvarpið, þótti það tíðindum sæta, og var hún því spurð, hvað hún ætlaði að gera við það, hvort hún ætlaði að hlusta á það: „Oseisei-nei, svar- aði kerling, „ég ætiaði bara að hafa það til að geta skrúfað fyrir helvítið hann Jónas!“ sljórnað í sameiningu greiðir jafnstór barnafjölskylda 4160.00 kr. í útsvar. Ef litið er til Nes- kaupstaðar, þar sem kommúnist- ar hafa haft öll völd um nokkurn tima, greiðir slík barnafjöl- skylda 4190.00 krónur í útsvar. Og svo er hægt að fara hérna upp á Akranes, þar sem bænum hefur verið stjórnað af Fram- sóknarmönnum, Alþýðuflokkn- um og kommúnistum í einingu andans og bandi ófriðarins, þar þarf jafnstór barnafjölskylda, sem aðeins borgar 1540.00 kr. í útsvar í Reykjavík, að borga 4360.00 kr. til bæjarfélagsins. Það enu þessar tölur, sem birtar voru í Morgunblaðinu með stóru og feitu letri sem allir gátu séð, sem skipta öllu máli, en ekki ncinar myndir eða teikningar. Tímanum hefði verið miklu nær að reyna að útskýra hvernig á þessum mikla mun stendur. Það hefði verið veglegt verkefni fyr- ir Tímann að útskýra það, hvernig á því stendur, að barna- fjölskylda þarf að borga allt að því þrisvar sinnum hærra út- svar í bæj arfélagi þar sem Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar 'stjórna, heldur en í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn hafa meirihluta- vald í bæjarstj.órninni. Tíminn gafst að vonum upp við að út- skýra þetta fyrirbæri, en fer í þess stað að krota ofan í teikn- ingar, sem ekki skipta neinu sér- stöku máli. Þetta er táknrænt fyrir þessa svokölluðu andstöðu í blöðum minnihlutaflokkanna núna fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar. Aðventkirkjunni berst gjöf frá Óháða söfnuðinum STJÓRN Óháða safnaðarins var viðstödd áramótaguðsþjónustu Aðventsafnaðarins hér í Reykja- vík og í lok hennar afhenti Andrés Andrésson, formaður Óháða safnaðarins, kirkjunni ein tak af Guðbrands-Biblíu í for- kunnarfögru bandi að gjöf. Kvað hann orð hinnar helgu bókar veita innblástur, uppörvun og huggun þeim, er hana læsu. En slíkt hefði söfnuður hans einnig hlotið í ríkum mæli innan veggja Aðventkirkjunnar þau ár, sem hún hefði verið andlegt heirnili þeirra. Kvað hann það ósk safn- aðarins, að biblían mætti minna Aðventsöfnuðinn á þakklæti Óháða safnaðarins og vináttu — en á fremstu blaðsíðu Biblíunnar eru rituð ritningarorðin: „Gestur var eg og þér hýstuð mig.“ Prestur Óháða safnaðarins, sr. Emil Björnsson, tók einnig til máls, og lofaði þau góðu kynni, er hann hefði haft af Aðvent- söfnuðinum. (Frá Aðvent-söfnuðinum)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.