Morgunblaðið - 14.01.1958, Side 8

Morgunblaðið - 14.01.1958, Side 8
MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. janúar 1958 P Sigurður Sölvason 60 ára 1 DAG er sextugur Sigurður Sölvason, kaupmaður 1 Höfða- kaupstað. Sigurður Sölvason er fæddur 17. janúar 1898 í Álfhóli, Skaga- hreppi. Voru foreldrar hans Sölvi Þorsteinsson og kona hans, Þórey Benónýsdóttir. Sigurður ólst upp með íoreldrum sínum og systkinum og varð hann verk- fús og kappgjarn. Hann mun hafa haft hug á skólagöngu eftir fermingu, en átti þess eigi kost sökum fé- leysis. Vann hann þá á ýmsum stöðum við landbúnaðarstörf, þar á meðal lengi i þjónustu Jóns S. Pálssonar á Þingeyrum, er þá hafði mikil umsvif á hinu forna klaustri. Árið 1925 kvæntist Sigurður Ragnheiði Árnadóttur og byggðu þau sér hús í Höfðakaupstað. Um þessar mundir réðst hann í þjónustu Kaupfélags Skag- strendinga. Sást þá brátt að Sig- urður var kominn á sina réttu hillu í lífinu. Vann hann við fé- lagið til 1936. Þessi ár var Ólafur Lárusson kaupfélagsstjóri, gáfu- og gæðamaður. Sigurður missti konu sína 1935, er hafði reynzt honum góður lífs- förunautur. Eignuðust þau þrjú börn: Erlu, er búsett er í Ólafs- firði, Árna bifreiðarstjóra á Blönduósi og Hallgrím er starfar við verzlun föður síns í Höfða- kaupstað. Eftir lát konu sinnar fluttist Sigurður til Hafnarfjarðar, og. var við verzlunarstörf hjá Guð- Þá geta allir fengið MILO sápuna affur eins heilnæm, eins nærandi, eins frísk, eins ilmandi og hún va»r áður. MILO-sápan fór sigurför um landið á sínum tíma, það mun hún einnig gera nú, MILO-sápan hdlnægir kröfum fjölskyldunn- ar bæði þeim yngri sem eldri. MILO-sápan gefur nú sem fytrr. nærandi húð og eykur á yndisþokka yðar. MILO er því sannarlega MlN og ÞÍN SÁPA miHij AÐALSTRATI 7 mundi Magnús-iyni. En 1938 hvarf hann aftur heim til átt- haganna. Var þá merkur kaup- maður norður þar Einar Thor- steinsson. Rak hann verzlun bæði á Blönduósi og Hólanesi í Höfðakaupstað. Réðst Sigurður í þjónustu hans og starfaði við verzlunina á Hólanesi. Er Eiriar seldi eignir sínar og verzlanir var meðal þeirra lítið, nýtt steinhús í Höfðakaupstað, er ætlað var til verzlunarrekstrar, en hafði eigi komið til fram- kvæmda. Sigurður fékk það keypt 1942, hóf verzlun og nefndi hana Borg. Þótti mörgum hann færast mikið í fang, eignalaus að kalla, að ætla að slá tjöldum sínum við vallargarð voldugs kaupfélags. En hér fór sem fyrr að mörgum fannst gott að skipta við Sigurð; lipurð hans og góðgirni drógu menn að verzlun hans. Sigurður sigraðist því á byrjunarörðugleik uriura, gat byggt bráðlega við hús sitt, og viðskiptin blómguð- ust, enda kom nú nýsköpunar- aldan til Höfðakaupstaðar með framkvæmdir og fjármagn. Sigurður hafði drjúgum lært af því að vera í þjónustu mætra manna, hvort heldur verzlanirnar voru reknar með samvinnusniði eða af einstaklingum. Hann er manna fljótastur að átta sig á hlutunum, fús að leysa vandræði manna og duglegur verzlunar- maður. Hin tvö síðustu sumur hefur hann rekið í félagi við aðra síld- arsöltun á Skagaströnd. Sigurði var það góð stoð að hann kvæntist 1943 Margréti Konráðsdóttur frá Syðra-Vatni í Skagafirði, systur Helga Konráðs sonar prófasts á Sauðárkróki. Margrét er kona vel að sér og hefur verið manni sínum sam- hent í starfi hans, og hefur marg- ur notið gestrisni þeirra hjóna. Sigurður hefur tekið nokkurn þátt í félagsmálum; verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Höfða- hrepps frá stofnun þess og haft á hendi útsölu Morgunblaðsins um fjölda ára. Þeir mörgu er kynnzt hafa Sig- urði Sölvasyni munu hugsa vel til hans í dag og árna honum allrar blessunar. Pétur Þ. Ingjaldsson. Mikið áhyggjuefni hjá Árneshrepps* húum hve fólk flyzt þaðan burtu Á Djúpavík eru nú 28 manns en fyrir nokkrum árum voru þar 60 GJÖGRI, Árneshreppi, 11. jan- úar. — Hið nýliðna ár var með betri árum, sem komið hafa fyrir Strandamenn. Hér var að vísu mikið fannfergi síðari hluta vetr- arins 1957 og allt fram á vor. Jörð kom þá græn undan snjón- um. Sauðburður gekk vel og lambahöld voru góð. Grasspretta var ágæt og nýting heyja þar eftir. Árneshreppsbúar eru því óvenjubirgir af góðum og miki- um heyjum. Engjaspretta var fremur lítil og var kennt um of miklum þurrkum. Kartöfluupp- skera varð með minna móti en rófuuppskera aftur á móti óvenju mikil. Góð fiskveiði Gæftir voru óvenjugóðar á árinu og aflabrögð ágæt. Yfir síld artímann voru saltaðar hjá hf. Djúpavík 1750 tunnur af síld. Grásleppuveiði var lítil sl. vor en rauðmagaveiði í meðallagi. Seldu menn grásleppuhrogn til* Kaupfélags Strandamanna og fengu gott verð fyrir þau. hreppinn um síðastliðin áramót og má telja það til tíðinda. Fólk hefur fremur flutt héðan en að nýtt bætist við. Menn þessir voru frá Reykjavík og ísafirði. Fólki fækkar hér nokkuð ört. í haust fluttu tvær fjölskyldur burt úr hreppnum, samtals 14 manns, auk margra einhleypra manna og kvenna. Er það mikið áhyggjuefni hreppsbúum hve margir flytjast burt héðan síð- ustu árin. Til dæmis má nefna, að fyrir nokkrum árum var um 60 manns búsett á Djúpavík en nú eru þar 28 íbúar. Af þessum 28 eru 9 börn innan 10 ára aldurs og þrjú gamalmenni. Mikil brögð eru að því, að heimilisfeður sæki atvinnu sína til Suðurlands og víðar um landsbyggðina. Um 20 manns fór með Heklu héðan síðastliðinn sunnudag til vertíðar á Suðurlandi. Má því ekkert út af bera, á heimilum hér, að þau séu ekki í nauðum stödd vegna fólksleysis. Á mörg- um heimilum er tvennt og þrennt heimafólk yfir vertíðartímann. Framkvæmdir Hvað snertir opinberar fram- kvæmdir, þá var bryggjan á Gjögri lengd í sumar um 12 metra. Er bryggjap íiú 62 metra löng. Geta nú allt að 18 lesta bétar lagzt að henni á fjöru. I vegaviðhald voru lagðar á árinu 14 þúsund krónur og mun hafa verið unnið fyrir þá upp- hæð. Vonir standa til að Árnes- hreppur komist í vegasamband; við Hólmavík næsta sumar. en það mál sækja hreppsbúar fast. Þrír nýir ábúendur fluttu í Gott heilsufar Heilsufar hefur verið gott á árinu. Asíuinflúenzan kom ekki hingað og má þakka það sam- gönguleysinu, svo segja má, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Læknislaust er hér í vstur eins og verið hefur mörg undanfarin ár, en læknis er þó mikil þörf vetrarmánuðina, þegar illt er að hafa samgöngur við Hólmavík, þar sem Jæknir- inn er. Allir áttu hér ánægjulega og góða jólahátíð. — Regína. Hugsum um okkur sjálfa — ekki Rússa PARÍS, 9. jan. — Brezki fulltrú- inn í fastaráði Atlantshafsbanda- lagsins skýrði svo frá í dag, að enginn fótur væri fyrir þeim fregnum, að Bretar vildu gera samning við Ráðstjórnina um að Bretar flyttu allan her sinn til heimalandsins — og skoruðu á Bandaríkjamenn að flytja her sinn úr Evrópu. Það væri léleg verzlun, sagði hann. Sagði hann og, að menn ættu ekki að taka ógnanir kommúnista jafnalvar- lega og gert væri. Það væru ekki alvarlegasta málið á sviði alheimsstjórnmála. Því meira, sem Vesturlandamenn hugsa um kommúnistaríkin, þeim mun meiri er hættan. Við eigum að hugsa um okkur sjálfa. Vestur- lönd verða að einbeita sér að því að treysta samvinnuna sín á milli, treysta og styrkja efna- haginn — og mynda órofaheiíd. Þá þyrftum við ekki að óttast, þá væri okkur borgið, sagði hann. Hann kvað það og mikil- vægt fyrir Vesturlönd að veita Asíu- og Afríkuiöndum meiri að- stoð en gert hefði verið. Þeim löndum yrði að gefa meiri gaum en gert hefði verið — og við megum ekki láta þjóðirnar, sem ekki eru komnar eins langt og við, halda að Atlantshafsbanda- lagið sé aðeins hernaðarbanda- lag. Við verðum að sýna þeim í verki, að bandalagið er ekki það, sem Rússar vilja telja þeim trú um að það sé. Hann deildi rnjög á hlutleysis- stefnuna. Kvað hann leitt til þeSs að vita, að Kennan, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, hefði látið blekkjast af hlutleysisstefnunni, en tillögur hans um afvopnun Evrópu bentu til þess. Bretinn sagði kjarnorku- vopnin og eldflaugarnar banda- laginu lífsnauðsynlegar. Bretar væru staðráðnir í því að setja upp eldflaugastöðvar. Nokkru fyrir jól voru opnaðar tvær verzlanir í húsinu Strandgötu 19 í Hafnarfirði. Er önnur þeirra úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Guðlaugssonar og hin búsáhalda- og leikfangaverzl- un Stefáns Sigurðssonar (Stebbabúð). Eru þær báðar hinar vistlegustu. — Myndin er af verzUun- unum. — Tvær aðrar verzlanir voru og opnaðar í Hafnarfirði í vetur í endurbættum húsakynn- um: Bókaverziun Olivers Steins og Verzlun Valdimars Long.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.