Morgunblaðið - 14.01.1958, Page 9

Morgunblaðið - 14.01.1958, Page 9
Þriðjudagur 14. janúar 1958 MORCUNBLAÐ1Ð 9 — Grein Gunnars Thoroddsens Frh. af bls. 1. Árangurinn af þessu hefur orð ið sá að rekstrargjöld bæjarins urðu: 1951 5% umfram áætlun. 1952 2.6% umfram áætlun. 1953 l%undir áætlun. 1954 1,4% umfram áætlun. 1955 0.7% undir áætlun. 1956 5.3% umfram áætlun. Til samanburðar má taka rík- issjóð. Umframgreiðslur hjá ríkissjóði voru sem hér segir: 1951 16% 1952 7% 1953 11% 1954 11% Lengra ná reikningar ríkisins ekki. 3. Glögg og skjót reikningsskil Reynt er að hraða upp- gjöri bæjarsjóðs og bæjar- stofnana strax eftir áramót. Hefur það tekizt með þeim hætti, að venjulega er uppgjöri lokið í marz til apríl, og reikn- ingar bæjarsjóðs og allra bæjar- stofnana endurskoðaðir, prentað- ir og lagðir fyrir bæjarstjórn til samþykktar í maí til júní. Það er því venjulega strax á miðju næsta ári eða fyrr, sem bæjar- stjórn getur fengið alla reikninga bæjarsjóðs og bæjarstofnana og afgreitt þá endanlega. Þessh er öðru vísi farið hjá flestum öðrum opinberum stofn- unum og þó einkum hjá ríkis- sjóði. Ríkisreikningarnir eru ekki tilbúnir og lagðir fyrir Alþingi fyrr en 2 til 3 árum á eftir í fyrsta lagi. Vorið 1957, þegar bæjarstjórn Reykjavíkur var að samþykkja bæjarreikninginn fyrir 1956, fékk Alþingi loks til meðferðar rikis- reikninginn frá 1954. Það er þýðingarmikið atriði í rekstri hins opinbera, að allir reikningar liggi fljótt fyrir, til þess að hægt sé að hafa gagn af reynzlunni og fylgjast sem bezt með fjárhagsástandinu. 4. Útgjöld ríkisins hækka meira en bæjarins Vegna þess hve verðbólgan hef ur vaxið undanfarin ár og er enn í fullu fjöri, er útilokað að halda heildartölum fjárhagsáætl- unar óbreyttum frá ári til árs. En í sambandi við ádeilur á bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir hækkandi útgjöld vil ég gera hér samanburð nokkurn við ríkissjóð. Rekstrargjöld 5 síðustu ár hafa hækkað hjá Reykjavíkurbæ um tæp 104%, en rekstrargjöld ríkisins á sama tíma um 118%. Ef tekin eru rekstrargjöld sam- kvæmt fjárlögum og fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1957, þá er hækk unin hjá Reykjavík 15% frá því árið áður, en hjá ríkinu 21%. 5. Dæmi um sparnað og bætt vinnubrögð Eitt stærsta atriðið í fjármál- um bæjarins er sparnaður og aukin hagsýni í rekstri og stjórn. Á undanförnum árum hafa marg- ar ráðstafanir verið gerðar í þá átt til mikils hagnaðar fyrir bæj- arfélagið. Hér skal stiklað á stóru og nefnd nokkur dæmi. 1. ) Útreikningur vinnulauna hefur verið sameinaður fyrir bæjarsjóð og ýmsar bæjarstofn- anir, svo sem rafmagnsveitu, hitaveitu og vatnsveitu. Með nýj- um vinnubrögðum og bættum vélakosti sparast um 10—12 manns við þessa útreikninga, en það þýðir 500—700 þús. króna sparnað á ári fyrir bæinn. 2. ) Fyrir nokkrum árum var tekin sú ákvörðun að breyta vagnakosti strætisvagnanna svo fljótt sem verða mætti úr benzín- bílum í dieselbíla. Er nú svo komið, að dieselbílar fyrirtækis- ins eru orðnir 36 að tölu, og kostaði olíunotkun þeirra á sl. ári 720 þús. kr. Hefðu benzín- bílar verið enn í notkun og ekið þessa sömu vegalengd, rúmar 2 millj. kílómetra á árinu, mundi benzínið hafa kostað 3 millj. 700 þús. Með þessari breytingu hafa því sparazt 3 millj. króna á ári fyrir þetta fyrirtæki. Hafa Stræt isvagnar Reykjavíkur unnið hér merkilegt brautryðjandastarf. 3. ) Bifreiðakostnaður. Það er öllum ljóst, að nauðsynlegt er varðandi sum störf bæjarins að hafa bifreið til afnota fyrir starfs mennina. Þannig er t.d. um eftir- litsmenn með byggingum og ýmiss konar umsýslu, þar sem starfsmaðurinn þarf að ferðast mikið um bæinn vegna starfs síns. öll þessi mál voru tekin til gagngerðrar endurskoðunar fyrir nokkrum árum og komið á nýrri skipan. Sérstök trúnaðarnefnd bæjarins metur það hverju sinni, hvort starfsmaður þurfi á bíl að halda vegna starfsins sjálfs. Ef svo reynist, þá er honum gef- inn kostur á að fá fastan bíl- styrk úr bæjarsjóði ef hann kaupir sér bíl sjálfur. Tillögur þessara trúnaðarmanna eru lagð- ar hverju sinni fyrir bæjarráð til samþykktar. Þessi nýja leið er nú notuð í flestum tilfellum, reynzlan orðið mjög góð og til mikils sparnaðar. Hafa nú sumir aðrir opinberir aðilar tekið þessa skipan upp eftir fyrirmynd bæjarins. Kostnaðurinn við það að bær- inn geri út bíl vegna starfs- manns, sem þarf á slíku að halda, hefur reynzt vera tvöfalt til þre- falt hærri heldur en sá bifreiða- styrkur nemur, sem starfsmaður- inn fær nú. Með þessari skipan sparast á ári hverju mörg hundruð þús- und krónur. Hefur bærinn spar- að nokkrar milljónir á þessu nýja fyrirkomulagi siðan það var tekið upp. 4. ) Reykjavíkurbær hefur keypt á undanförnum árum j margar stórvirkar vélar vegna verklegra framkvæmda, einkum gatna- og holræsagerðar. Á því kjörtímabili, sem nú er á enda, voru slik áhöld og tæki keypt fyrir rúmar 5 millj. króna. Með þessum stórvirku tækjum: ýtum, krönum, vélskóflum, malbikunar vél o. fl. hefur þrennt áunnist: Unnt hefur verið að ráðast í ýms- ar framkvæmdir, sem tæpast hefðu verið framkvæmanlegar við fyrri skilyrði. Verkin vinnast betur og hraðar en áður og fram kvæmdirnar verða ódýrari en ella. 5). í framkvæmd sorphreinsunar hafa verið gerðar þýðingarmiklár breytingar á síðustu 8 árum. Þótt magn það af ösku og sorpi, sem flytja þarf burtu, hafi auk- izt um 60% og tekin hafi verið upp hreinsun á erfðafestulönd- um, eru starfsmenn nokkru færri nú en 1949. Þetta er árang- ur af bættri vinnutilhögun, aukn- um vinnuafköstum og endurbót- um á sorpbílum. Ef sorphreinsunin væri nú framkvæmd með þeirri aðferð og þeim tækjum, sem notuð voru 1949, væri 40 mönnum fleira við þessi störf en nú er. Þýðir þetta sparnað um 2t4 millj. króna á ári. 6.) Hagsýslustofa. Til þess að gæta fyllstu hagsýni og sparnaðár að staðaldri í fjöl- þættum opinberum rekstri, þarf að vera til sérstök stofnun, er gegni þersu verkefni einu. Allar höfuðborgir Norðurlanda hafa stofnað hagsýsluskrifstofur („r ationaliserings“-skrif stof ur), þar sem sérfræðingar fylgjast með rekstri bæjarins og er starf þeirra í þvi fólgið að gera jafnt og þétt athuganir og tillögur varðandi allt það, sem miðar til umbóta í rekstri bæjarins. Á sl. ári var ákveðið, að til- lögu Sjálfstæðismanna, að stofna hagsýslustofu hér og er hún þeg- ar tekin til starfa. ★ Af þessu yfirliti má sjá, að ráðamenn Reykjavíkurbæjar reyna að hafa vakandi auga á því, sem horfa má til sparnaðar og aukinnar hagsýni í rekstri bæjarins. Og um mörg slík atriði hefur Reykjavíkurbær verið brautryðjandi og haft frumkvæði á undan öðrum opinberum aðil- um. 6. Álögur rikisins margfalt þyngri en bæjarins Þá verður að gæta þess að íþyngja ekki gjaldþoli borgar- anna og atvinnuveganna með of háum útsvarsálögum. Á það hefur oft verið bent, að bæjar- og sveitarfélögum verð ur að sjá fyrir fleiri tekjustofn- um heldur en útsvörunum ein- um. Tillaga, sem ég flutti fyr ir nokkrum árum á Alþingi og samþykkt var í neðri deild, um að bæjarfélögin fengju hluta af söluskatti, stöðvaðist vegna þess að ráðherrar Framsóknarflokks ins hótuðu stjórnarslitum við Sjálfstæðisflokkinn, ef slík firn ættu fram að ganga. En þótt æskilegt væri, að út- svarsálögur í Reykjavík væru lægri en þær eru, þá eru útsvörin af tilsvarandi tekjum hér þó miklu lægri en í öðrum kaupstöð um, eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á. Á síðasta ári var útsvarsstig- inn í Reykjavík lækkaður frá því, sem hann hafði verið árið áður. Barnafjölskyldum og ein- stæðum mæðrum var veittur hærri frádráttur en áður. Við undirbúning fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1958 eru útgjöld og heildarupphæð útsvaranna miðuð við það, að útsvæsstiginn þurfi ekki að hækka á þessu ári frá því, sem hann var í fyrra. I málgögnum stjórnarflokk- anna er látið líta svo út sem það séu aðallega álögur bæjar- ins, sem íþyngja borgurunum, en > forðast er að minnast á álögur ríkisins. Sannleikurinn er sá, að álögur ríkisins á borgarana nema margfaldri þeirri upphæð, sem bærinn tekur til sinna þarfa útsvörum. En skattheimta ríkis- ins fer að mestu fram með toll- um, söluskatti og öðrum óbein- um sköttum, sem eru innifaldir í verði vörunnar, sem fólk kaupir. — Handritamálið Framh. af bls. 1 til lausnar handritamálinu og var hún í gær afhent H. C. Han- sen, forsætis- og utanríkisráð- herra, Jörgen Jörgensen, mennta málaráðherra og formönnum dönsku stjórnmálaflokkanna. — Einnig hefur nefndin afhent hlutaðeigandi aðilum yfirlýsingu, sem undirrituð er af 19 dönskum áhrifamönnum og í henni er hvatt til þess, að aftur verði teknar upp viðræður um hand- ritin, e. t. v. á þann hátt að fyrrnefnd tillaga verði lögð til grundvallar í slíkum viðræðum. í tillögunni, sem ekki hefur verið birt opinberlega í smáatrið- um, segir m. a., að Danir eigi að afhenda ís- lendingum að gjöf öll íslenzk handrit í opinberum dönsk- um söfnum og skipulagsskrá Árnasafns verði breytt, þann- ig að úrslitaáhrifin í stjórn safnsins verði í höndum Is- lendinga og stjórnin hafi rétt til þess að flytja handritin þangað, sem hún álítur, að fyrirmæli skipulagsskrárinn- ar um varðveizlu safnsins og notkun séu bezt uppfyllt. Ríkið tekur í sínar hirzlur af hverjum borgara Reykjavíkur meira en þrefalda þá upphæS, sem sami maður borgar í út- svar til bæjarins. Á móti hverjum þúsund krónum, sem rcykvísk fjölskylda greiðir í útsvar, verður hún að borga þrjú til fjögur þúsund krónur í tolla og skatta til rikisins. Ekki lengur en 20 ár Með tilliti til greinar dr. jur. et phil. Alf Ross prófessors, sem hann birti á síðasta ári í Uge- skrift for Retsvæsen, stingur nefndin upp á því, að litið sé á safnið sem sjálfseignarstofnun og að það verði þessi sjálfseignar- stofnun, sem lætur flytja það til íslands. — Handritin sem geymd eru í Árnasafni og nefndin vill 1 með þessu móti láta senda til íslands eru þau, sem skrifuð eru af íslending- um, fyrir Islendinga og á Is- landi. Þó verði sá fyrirvari á heimscndingunni, að sá hluti safnsins, sem notaður er við samningu hinnar stóru fs- lenzk-dönsku orðabókar verði áfram í Danmörku, þangað til orðahókarstarfinu er Iokið, en það megi ekki taka lengri tíma en 20 ár. Góð og fjölsótt kynning ungskálda í Háskólanum STtJDENTARÁÐ gekkst fyrir kynningu á verkum ungra ljóð- skálda og tónskálda i Hátíðasal Háskólans á sunnudaginn. Vakti hún mikla athygli og var svo vel sótt, að margir urðu frá að hverfa. Kynningin var sett af formanni Stúdentaráðs, Birgi Gunnarssyni, en síðan tók til máls Sigurður A. Magnússon blaðamaður og flutti erindi um yngri ljóðskáld- in. Ræddi hann einkum um skyld ur þeirra við málið og menning- una, og benti á það meginhlut- verk skáldsins að skerpa næmi lesandans fyrir tungunni með nákvæmni í orðavali og frum- legri myndsköpun. Tók hann dæmi úr ljóðum ungskáldanna máli sínu til skýringar. Ennfr. benti hann á grózkuna, sem nú er í íslenzkri ljóðlist og kvað það furðu sæta, hve lítill gaumur væri gefinn hinni mikilvægu þjónustu yngri skáldanna við menningu okkar. Að fyrirlestri Sigurðar loknum voru svo kynnt verk ellefu ungra ljóðskálda. Einar Bragi, Stefán 1 Hörður Grímsson. og Jóhann Hjálmarsson lásu ljóð sín sjálfir, en Kristín Anna Þórarinsdóttir las ljóð eftir Hannes Pétursson og Kristbjörg Kjeld las ljóð eftir Matthías Johannessen. Þá lék Gísli Magnússon píanó- verk eftir Magnús Bl. Jóhannsson og Leif Þóarinsson. Síðan var ljóðlestrinum haldið áfram. Bernharður Guðmunds- son las ljóð eftir Jónas Svafár, Erlingur Gíslason las ljóð eftir Gunnar Dal, Vilborg Dagbjarts- dóttir las úr verkum Þorsteins Valdimarssonar, Ása Jónsdóttir úr verkum Sigfúsar Daðasonar, Njörður Njarðvík las ljóð eftir Jón Óskar og að lokum las Valur Gústafsson úr verkum Hannesar Sigfússonar. Var gerður hinn bezti rómur að kynningunni í heild, enda var vel vandað til flutinngs á verk- um skáldanna. Kynningin var án efa meðal merkilegustu bók- menntaviðburða vetrarins, og var auðheyrt á áheyrendum, að þeir kunnu að meta það framtak, sem Stúdentaráð sýndi með þvi að ráðast í hana. Vonandi gefst út- varpshlustendum síðar kostur á að heyra þessa kynningu, því Ríkisútvarpið lét taka hana upp á stálband. Siðferðilegur réttur tslands Ástæðan til þess, að nefndin vill láta gefa íslendingum hand- ritin í dönskum söfnum, er sú, að þessi rit urðu eign Dana, á meðan ísland laut danskri stjórn og eðlilegt er, að þau verði á íslandi nú eftir að sambandsslit hafa orðið á milli landanna. Nefndin vill, til stuðnings til- lögunni um breytingu á skipu- lagsskránni með það fyrir aug- um að flytja handritin til Is- lands, benda annars vegar á það, sem kallað hefur verið „ótví- ræður, siðferðilegur réttur ís- lendinga“, og hins vegar á þau sjónarmið, sem komið hafa fram hjá próf. Ross, en sam- kvæmt þeim getur ekki verið um að ræða eignarrétt Kaup- mannahafnarháskóla á Árna- safni, heldur er honum aðeins heimilt að stjórna því eftir fyrirmælum skipulagsskrár- innar. Að lokum segir í tillögu nefnd- arinnar: Þar sem það er skoðun okkar, að jákvæð lausn á hinu gamla deilumáli um handritin hafi ekki aðeins þýðingu fyrir sambandið milli Islands og Danmerkur, heldur einnig norræna samvinnu yfirleitt, höfum við borið þessar tillögur fram. Ef handritamálið verður leyst á jákvæðan hátt, getur það orðið ágætt dæmi um, hvernig þjóðir geta með gagn- kvaemum skilningi leyst við- kvæmt vandamál. Aí báðum þess um sökum leggjum við eindregið til, að handritamálið verði tekið upp aftur. I yfirlýsingu hina 19 áhrifa- manna í Danmörku er m.a. sagt, að nauðsyn beri til þess, að við- ræður hefjist aftur um handrita- málið. Eins og fyrr greinir er bent á fyrrnefnda tillögu sem viðræðugrundvöll. Þeir 19 menn, sem hér eiga hlut að máli, eru: Carl Bay, formaður danska prestafélagsins. Hanne Budtz, fyrrv. formaður danska kvenréttindasambands- ins. E. Busch, prófessor, yfirlæknir. Erik Dreyer, ráðuneytisstjóri og sáttasemjari. Calina Fuglesang-Damgaard, byskupsfrú. Kr. B. Hillgaard, formaður Venstre í Jótlandi. Johs. Hoffmeyer, sendikennari. C. V. Jernert, formaður Iðn- ráðsins. Tage Jessen, aðalritstjóri. Eiler Jensen, formaður danska Alþýðusambandsins. Hans L. Larsen, fyrrum form. danska Vinnuveitendasambands- ins. Dr. med. Einar Meulengracht, prófessor. Johs. Petersen-Dalum, forstjórL Poul Reumert, leikari. Hákon Stangerup, dr. phil., dósent. Frode Sörensen, sendikennarL H. K. Rosager, forstjóri. Knud Thestrup, dómari. H. öllgaard, byskup. Yfirlýsing AÐ gefnu tilefni vil ég taka fram, að félagið Gísli Halldórsson hf., er mér algerlega óviðkomandi. Eg lét af framkvæmdastjóra- störfum fyrir þetta félag í árs- byrjun 1952 og aðrir aðilar eign- uðust félagið að langmestu leyti og sáu um rekstur þess. Ég fluttist um leið til Banda- ríkjanna og starfaði þar sem verk fræðilegur ráðunautur í 4i/2 ár. Árið 1956 seldi ég þau hluta- bréf, er ég átti eftir í félaginu. Ég rek nú verkfræðistörf og vélasölu í eigi* nafni í Hafnar- stræti 8, á sama hátt og þegar ég hóf þessa starfsemi fyrir 24 árum. Ég hefi aftur tekið við flestum þeim umboðum, er ég hafði áður og útvega bæði vélar og vara- hluti. Gísli Halldórsson, verkfræðingur, Hafnarstræti 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.