Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. jan. 1958 MORGVNBLAÐIB 3 Ræða Ölafs Thors á kjósendafundinum 1 gærkvöldi: Dómar okkar eru byggöirá bjargi reynslunnar Höldum höfuðsfaSnum Vinnum landið ÉG fékk bláu bókina í gær. Það er merkileg bók um merkilegt starf merkilegs flokks. Saga af mönnum, sem lofuðu miklu og efndu allt. Saga af mönnum, sem enn lofa miklu og enn munu efna allt. Saga af mönnum, sem geta sagt við fólkið: Dæmið mig eftir verkum mínum. Sýnið mér traust og veitið mér brautargengi vegna for- tíðar minnar, en einkum þó vegna þess, að sú fortíð er trygging fyrir því, að fyrir- heit þau, sem ég í dag gef um að verja öllum starfskröftum, þreki, vitsmunum og reynslu til þess að verja Reykvíkinga áföllum af ásókn ofstjórnar, óstjórnar, öfundar og illvilja þeirra, sem nú fara með stjórn landsins, verða efnd. Það verða einnig efnd loforð okkar um að búa eftir föngum í haginn fyrir einkaframtakið skapa því skilyrði til að efla atvinnulífið með sem allra frjálsustu framtaki einstakl- ingsins almenningi til heilla og velfarnaðar. Þag verða líka efnd fyrirheitin um að verja fé almennings vel og viturlega til lausnar sameig- inlegum þörfum borgaranna, svo sem til byggingar skóla og sjúkrahúsa, til að aðstoða þá efnaminni til húsabygginga til hafnargerðar, rafveitu, hitaveitu, gatnagerða, til að auka hag borgaranna í and- • Bláa bókin sýnir efndir, en ekki svik Þarna situr borgarstjórinn okk- ar. Hugsið ykkur, að ég gengi framan að honum og segði: ,Hvernig dirfist þú að biðja um traust Reykvíkinga, þú sem svik- ið hefur öll þín loforð?“ Gunnar Thoroddsen er prúður maður og stilltur vel. En ég hygg að húm færðist yfir hvarminn, er hann svaraði: „Þér förlast sýn“ Hann gæti síðan látið sér nægja að rétta mér bláu bókina, sem Rauðliðar óttast mest. Það nægir þeim, sem vill kynnast sannleik- anum. Hún sýnir efndir en ekki svik. Feiminn sveitapiltur? En segjum nú að Hermann Jónasson sæti við hlið Gunnars Thoroddsen og einhver segði við hann: „Þú hlýtur að sigra, þú býður fram gáfað glæsimenni, sem borgarstjóraefni, og þú hefur efnt öll þín fyrirheit í ríkis- stjórn". Hvað mundi Hermann gera? Mundi hann brosa vand- ræðabrosi feimins sveitapilts eins og á NATO-fundnum í París, þeg- ar hann sagði þeim stóru, að betra væri að hafa her en vanta brauð? Nei, ónei. Hermann mundi reiðast meir lofinu, en Gunnar lastinu þótt hvorttveggja sé jafn fjarstætt, því Hermann þolir illa háð. Ólífissárið En, segja menn, hvað kemur Her- mann Jónasson þessu máli við? Mikið, mjög mikið. í fyrsta lagi af því, að forn og nýr fjandskap ur hans til Reykjavíkur mundi þá fyrst fá veitt hagsmunum Reykvíkinga ólífissárið, næði hann stjórn bæjarins á sitt vald. í öðru lagi af því, að af efndum hans í ríkisstjórn mega menn dæma hvers virði eru þau loforð, sem Rauðliðar gefa nú undir hans forystu. Hinzta kveðja hermanna til Hermanns Og nú spyrja menn, hvort Her- legum og veraldlegum efn- mann Jónasson vilji ekki sýna okkur sína Rauðu eða Gulu bók. kaupmáttur launanna sé óbreytt- ur eða að minnsta kosti sem næst því, og vísitalan síður en svo föls uð eða a.m.k. sem næst því. Ósýnilega landhelgislínan Og ekki má gleyma nýju land- helgislínunni, þessari stóru, sem iofað var fyrir einu og hálfu ári og auðvitað allt frá fyrsta degi hefur eflt hag hinna vinnandi stétta og megnað að koma útgefð og landbúnaði af ríkisstyrk. Afhjúpaðir í ógáti Já, þetta allt og margt, margt fleira þurfum við að sjá til að meta rétt þá rauðu. Svo langar okkur líka að fá að vita hvaðan rigndi þeim nær 140 milljónum króna, sem.fjármála ráðherra sagði 30. des., „að væri nákvæmlega samskonar og önnur lán og fengið að eðlilegum leið- um“, en sem aðrir hafa talið greiðslu Bandaríkjanna til rauð- STAkSTEINAR um, og til að prýða bæinn okkar. Reykjavík er mynd af stefnu Sjálfstæðisflokksins Við Sjálfstseðismenn trúum ekki í blindni. Dómar okkar eru byggðir á bjargi reynslunnar. Reykjavik, hin volduga Reykja- vík, hin fagra Reykjavík, hin stóra Reykjavík, Reykjavík, höfuðstaður ættjarðar okkar, Reykjavík höfuðvígi, höfuð- prýði og höfuðstolt Sjálfstæðis- flokksins, er ekki soramörkuð handbrögðum rauðliða. Ekki byggð úr efniviði þeirra, sem svíkja sér út nægilegan trúnað til þess að krækja sér í valdastóla en vilja síðan öllu ráða fyrir alla, enda þótt þeir séu sjálfir þekk- ingarlausir, getu- og úrræðalitlir. Reykjavík er mynd af stefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún nýtur sín sæmilega. Reykjavík er það sem hún er í dag, þrátt fyr ir látlausa skothríð eiturörva hat- ursfullra utangarðsmanna fram- sóknar úr æðstu valdasætum rík- isins og uggvænlega aðstoð hinna rauðu, sem hafa unnið sér það til ævarandi óhelgi, að kaupa sér valdastóla stjórnarráðsins því verði, að skipa sér undir merki hatursmanna Reykjavíkur. _______ Reykjavík er það sem hún er vegna þess að borgararnir sjálf- ir hafa frá öndverðu byggt sér skjólgarð með því að fá Sjálf- stæðisflokknum öil yfirráð bæj- armálana. Tölur og myndir af efndunum. Margan stuðningsmann hans lang ar án efa að sjá t.d. bakmynd af hermönnunum, sem stíga á skips fjöl og kveðja hinztu kveðju for- sætisráðherrann, sem heldur vildi vanta brauð en hafa her. Þjóðin krefst endurgreiðslu En miklu fleiri eru þó þeir, sem langar til að heyra sagnir af og sjá skýrslu um hvernig nýju úr- ræðin í efnahagsmálunum hafa reynzt, úrræðin sem Hermann Jónasson lét kjósa um og sagði, að enginn þyrfti að fórna neinu fyrir. Þessu langar menn að kynn ast meðal annars til þess að þjóð- in geti krafið stjórnina um þrjú hundruð milljónirnar sem á hana voru lagðar, og þá að óþörfu, í árslok 1956, og losnað við óttann við nýjar drápsklyfjar strax og búið er að kjósa. Menn langar líka að sjá þess ar myndir til þess að vita, að ekki eigi að fella gengið, draga inn peninga, framkvæma nýtt eignarrán, svo sem sögur fara nú af, en sem stjórnin þorir ekki að neita og er hún þó ó- sannsöglust allra stjórna, sem hér hefur farið með völd. Ósannsöglar eiginkonur Þá þyrstir launamennina í að fá skýringu á því að konurnar þeirra eru allt í einu orðnar svo ósannsöglar. Þær segja allar að peningarnir endist ekkert. En „stjórn hinna vinnandi stétta“ fullyrðir látlaust og segir það væntanlega satt eins og annað, að liða fyrir au ia „o verja ísland. Forvitni manna í þessum efnum — og óhugur — hefur margfald- azt eftir að sú „prentvilla" hefur slæðzt inn í nýja opinbera skýrslu stjórnar Bandaríkjanna, að þessir peningar, — allir þessir peningar — séu lánaðir íslandi „í varnarstyrk". Sumir segjast ekki vita hvað „varnarstyrkur“ sé. Aðrir segja, að þessar milljón- ir séu látnar í té til þess að „styrkja“ þá stjórn, sem 28. marz 1956 ákvað að ísland skyldi „ó- varið“ og „styrkja“ hana sjálfa í trúnni á að rétt sé að leyfa þeim sem á jötuna gefa, þ.e.a.s. Banda- ríkjunum, að verja ísland enn um skeið meðan stjórnina vantar fé. Þetta þýðir á óbrotnu máli, að stjórnin hefur selt réltinn til að vérja landið og bætt því ofan á að þverneita staðreyndum og það frammi fyrir öllum vestræn- um þjóðum, sem auðvitað þekkja sannltikann. Og þetta þýðir, að Eendaríkin hafi nú í ógáti -;agt frá þessu og ineð því afh.iúpað víni sma. Hinn óttalegi leyndardómur En hættum hér. Gula eða rauð- gulabókin kemur aldrei. Sjálfstæðisflokkurinn gefur út skýrslu um störf sín, af því hún sannar efndir en ekki svik. Stjórn, sem búin er að svíkja öll sín fyrirheit og alltaf mun svíkja orð og eiða, ef henni hent- ar, etur fyrr og drekkur þurr- an ríkissjóðinn en hún kaupi pappír og prentsvertu til að sanna svik sín og pretti. Er nokkuð að frétta? Ég hef verið að leita að ein- hverri gagnlegri nýjung í tillög- um stjórnarliða. Ekki vegna þess að mér detti í hug að þeirra verði ríkið og mátturinn hvað þá dýrðin eftir kosningar. Og enn siður af því að mér detti í hug að nokkuð væri á að byggja á loforðunum, þótt þeir ynnu. Nei, ég var aðeins að athuga hvort hvort tveggja væri: Týnd æra, og töpuð sál. Svikin loforð og tómir hausar. Kannske leitaði ég ekki nógu vel. Það sem mér kom einna undarlegast fyrir sjónir er, að þegar Gunnar Thor- oddsen telur sér til sóma að hafa á fjórum árum aukið eignir bæj- arins úr 240 millj. króna í 410 eða um 170 milljónir þá telur ríkis- stjórnin það sitt höfuðafrek að hafa aukið skuldir ríkissjóðs um 386 milljónir á 18 mánuðum, sem jafngildir rúmum eitt þúsund. milljónum króna á fjórum árum. Öðru vísi mér áður brá, segi ég við Eystein Jónsson. Mongólapestin Þá er það Gula bókin. Þú mátt ekki selja íbúð þína, ekki leigja íbúð þína, ekki nota íbúð þína, nema með leyfi stjórnarvaldanna. Frá þessu eru þau ein afvik, að maðurinn, sem markar stefnu Framsóknarflokksins í öllum hús næðismálum, vildi víst eitthvað frjálslegri reglur um salernið. Það má hann eiga, maðurinn, sem passar pott framsóknar. En annars er þetta ekkert gamanmál. Gula bókin sýnir okkur inn í innstu sálarfylgsni Framsóknar & Co. Ég kannast við þennan hugsunarhátt and- stæðinga okkar. Þessa sýki, að vilja alltaf svipta sem flesta frelsi. Hér er á ferð mongóla pest, sem mun drepa íslenzku þjóðina, gera þetta fagra land óbyggilegt, ef okkur Sjálfstæð ismönnum tekst ekki að halda henni í skefjum. Ráð gegn gengislækkun Aður en ég lýk máli mínu langar mig að minna á, að Þjóð- viljinn segir í gær að fimm félög muni græða þrjú hundruð millj- ónir króna á gengisfalli. Slíkt skuli aldrei henda, ef kommúnistar ráði. Nú spyr ég. Þora Hannibal og Eúðvík að lýsa því yfir skýrt og skorinort og strax, að þeir segi sig úr stjórninni, ef gengið verði fellt, beint eða óbeint, t. d. með hækk- un áyfirfærslugjaldinu? Lofi þeir því, sem er ótrúlegt, og standi við það, sem er að vísu enn ótrúlegra, þá tryggja þeir sér að minnsta kosti atkvæði forsætisráðherra gegn gengislækkun, því enda þótt hann kunni að vilja fall krónunnar vill hann ekki falla sjálfur. Hvers vegna harf aukið skólarými í Reykjavík? Hvergi hefur verið byggt ein* mikið af glæsilegum og góðum skólahúsum og einmitt hér i Reykjavík. Hvert stórhýsið á fæt- ur öðru hefur verið reist yfir skólaæsku Reykjavíkur. En engu að síður vantar alltaf skólahús- næði. Hver skyldi vera ástæða þess? Ástæðan er engin önnur en sú að bæjarbúum hefur fjölgað svo ört að hinir nýju skólar hafa verið orðnir of litlir um Ieið og þeir voru teknir í notkun. Skólaskyldum börnaim í Reykja- vík fjölgar á hverju hausti um 5—600. Auðvitað eru það aðflutning- arnir í bæinn, sem fyrst og fremst valda þessu. Það er engin furða þótt ekki skorti skólahúsnæði á þeim stöð- um á landinu, þar sem fólkinu hefur stöðugt verið að fækka undanfarin ár eða íbúafjöldinn hefur staðið í stað. Kjarni málsins er sá, að undir forystu Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur verið unnið af framsýni og dugnaði að byggingu nýrra skóla. En vöxtur bæjarins hefur verið svo ör að ekki hefur hafzt við að byggja. Þess vegna hefur verið hér skortur á skóla- húsrými. Góða veizlu gera skal Rógberar Gunnars Thoroddsen, segja að hann sé þó að minnsta kosti góður veizlustjóri. Það kemur sér vel fyrir okkur, því góða veizlu gera skal á sunnu daginn kemur. Þá verður mörgum kálfum slátrað, jafnvel alikálfum. En þeir verða ekki étnir, heldur verða þessir glötuðu synir sendir til sinna föðurtúna. Er ekki ólík- legt, að borgarstjóraefni Her- manns verði þá frægur af'Tleiru en framboðinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar sem hann féll, eins og hent hefur fleiri, en felldi í leiðinni alla sína stuðningsmenn, sem mun einsdæmi. En það gerði hann svo sem bezt sést á því, að í síðustu alþingiskosningum, er hann lánaði Guðmundi í. Guð- mundssyni fylgi sitt, jók Guð- mundur atkvæðatölu sína um 20%, en aðrir frambjóðendur í kjördæminu um 60%. Höldum höfuðstaðnum — Vinn- um landiS SjálfstæSismenn. LokaáhlaupiS er framundan. Á gunnfána okkar er letraS: Höldum höfuSstaSnum — Vinnum landiS. Það hefir ekki oft verið jafn: Framh. á bls. 18 Fjaðrafok í vinstri herbúðum. MikiS fjaðrafok er nú í her- búðum vinstri flokkanna vegna þess að áform þeirra um ofbeldis aðgerðir í húsnæðismálum hafa komizt upp. Fyrst reyndu stjórn- arflokkarnir að þegja þetta hneykslismál í hel. Síðar reyndi Tíminn að láta líta svo út að „tveir borgarar" stæðu að „gulu bókinni“. Þjóðviljinn hefur það svo eftir Hannibal að hann hafi skipað „nefnd þriggja kunnra húseigenda í Reykjavík" til þess að finna púðrið í húsnæðismál- unum. Þar með játaði vinstri stjórnin að hvorki meira né minna en stjórnskipuð nefnd stæði að „gulu bókinni“. En svo hrætt er stjórnarliðið nú orðið við þetta hneyksli sitt, að fulltrúar Alþýðuflokksins lýsa því yfir í útvarp á þriðjudags- kvöld, að fulltrúar Alþýðuflokks ins í nefndinni, sem Hannibal skipaði hafi „skilað séráliti“. Al- þýðuflokkurinn standi því alls ekki að hinu „gula“ nefndaráliti. Það sé lionum „óviðkomandi með öllu“. Svo bætir Alþýðublaðið í fyrradag við: „Gula bókin er þannig ein- göngu verk fulltrúa Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins í nefndinni". Það vantar svo sem ekki heil- indin hjá stjórnarliðinu. Enginn vill glundroðastjcu-n---------- Enginn bæjarbúi vill glund- roðastjórn í málefnum bæjarfé- lags síns. Þannig komst einn af ræðumönnunum Alþýðuflokksins m. a. að orði í útvarpsumræðun- um. Það er sennilega rétt, að meiri- hluti Alþýðuflokksmanna vill alls ekki að kommúnistar verði for- ystuflokkur vinstri meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur. Margir aðrir lýðræðissinnar, sem þó hafa ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn hugsa áreiðanlega á sama veg. Þetta fólk hlýtur að kjósa D-Iist- ann og hindra þannig þá þjóðar- smán, sem að því væri að komm- únistar yrðu forystuflokkur í i bæjarstjórn höfuðborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.