Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
föstudagur 24. jan. 1958
Hvers vegna kýs ég Sjálfsfæðisflokkinn ?
MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til nokkurra Reyk-
víkinga í tilefni af bæjarstjórnarkosningunum nk.
sunnudag og beðið þá að skýra lesendum frá því,
hvers vegna þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Nokkur
svörin fara hér á eftir:
Húsmæður vita um
verðhækkanirnar
FRÚ GÍSLEY GÍSLADÓTTIR,
Sogavegi 42, segir:
„í svari mínu við þessari spurn-
ingu vil ég taka það fram, að
ég er ekki mikið pólitísk.
Hver Reykvíkingur, sem gefur
sér tíma til að líta í kringum
sig, hefur getað og getur séð hin-
ar öru framfarir undanfarinna
ára. Sjúkrahús, glæsilegir skól-
ar og stór bæjarhverfi hafa risið
af grunni, — íbúðarhverfi, þar
sem einstaklingum er gefið tæki-
færi til að byggja eftir efnum og
ástæðum.
Reykjavíkurbær hefur tekið
þeim stakkaskiptum á undan-
förnum áratug,- að slíkt getur
ekki farið fram hjá neinum, sem
ekki er blindur af pólitísku of-
stæki. í jafnört vaxandi bæ og
Reykjavík, hafa skapazt og munu
skapast erfiðleikar í húsnæðis-
málum. En ég tel, að forystu-
mönnum bæjarins hafi tekizt að
leysa þau vandamál giftusam-
lega og muni takast það.
Ég hef ekki trú á 3—4 flokka
stjórn í Reykjavíkurbæ. Starfs-
aðferðir andstöðuflokkanna hafa
komið glögglega í ljós, síðan þeir
settust í ríkisstjórn. Þar fer fram
innbyrðis barátta um valdaað-
stöðu og embætti, en „bjargráð-
in“ gleymast. Slík samsteypa
verður hvergi til heilla. Allar
þær gífurlegu hækkanir, sem orð-
ið hafa á síðastliðnu ári á bús-
áhöldum, heimilistækjum og öll-
um vörum til fæðis og klæðis
fara ekki fram hjá okkur hús-
mæðrunum.
Um hægri og vinstri stefnu má
lengi deila. Það verður gert,
meðan málfrelsi ríkir. En ég tel,
að Sjálfstæðismeirihlutinn í
bæjarstjórn hafi sýnt það, að
hans stefna hentar okkur bezt.
Þess vegna kýs ég D-listann við
bæjarstjórnarkosningarnar á
sunnudaginn. Og þess vegna ber
að vinna að hreinum meirihluta
Sjálfstæðisflokksins við næstu
Alþingiskosningar.
Gísley Gísladóttir".
Innan Sjálfstæðis-
flokksins geta stétt-
irnar unnið saman
HARALDUR Jónsson, bifvéla-
virki, Sogabletti 14, segir:
„Oft hef ég heyrt menn tala
um það, hvað bæjaryfirvöldin
legðu á þá þungar byrðar með
miklum álögum, sem þeir sjái
sér illa fært að standa skil á af
tekjum sínum. Vitanlega er ég
ekkert settur þar hjá. En ef við
athugum þetta rólega á heilbrigð
um grundvelli, þá hljótum við að
viðurkenna, að þessu fjármagni
er varið til þess að búa á allan
hátt sem bezt í haginn fyrir okk-
ur, sem byggjum þetta bæjarfé-
lag. Sannanirnar höfum við dag-
lega fyrir augum. Ég á erfitt með
að skilja þá kenningu andstöðu-
flokkanna, að stórauka eigi allar
framkvæmdir með því heillaráði
að minnka öll fjárframlög til
þeirra. Ekki virðist það ráð vera
notað hjá háttvirtri ríkisstjórn.
Skyldi henni reynast það erfitt?
Og ekki hef ég trú á minni álög-
um, ef Reykjavík væri stjórnað
af samsteypu minnihlutaflokk-
anna, eins og reynslan frá öðrum
kaupstöðum sýnir.
Mér er það fyllilega Ijóst,
hvert feiknaátak þarf til að und-
irbúa byggingar í heilum bæjar
hverfum árlega, fyrir utan alit
annað, sem Reykjavíkurbær
framkvæmir. Og óþarft er fyrir
mig að telja það upp hér, því að
hver sá, sem vill fylgjast með því
af sanngirni, getur gert það, ef
hann kærir sig um.
Ég býst við, að flestir séu mér
sammála um það, að þeim sé
ekki sama, hvernig þeim pening-
um er varið, sem þeir leggja til
bæjarfélagsins. Mér er það ekki.
Það er ein af ástæðunum til þess,
að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.
Og hvernig færi fyrir okk
ur, ef við fengjum þrjá eða jafn-
vel fjóra húsbændur yfir bæjar-
búskapnum með alls ósamrýman-
leg sjónarmið? Það hlýtur að
vera hverjum kjósanda mikið
íhugunarefni.
Ég hef alla tíð verið andvígur
höftum og skerðingu á einstakl-
ingsframtakinu og tel að slíkt
muni draga um of úr sjálfsbjarg-
arviðleitni einstaklingsins og
lama þar með þjóðarheildina.
Eftir þeim kynnum, sem ég hef
haft af stjórnarflokkunum, er
Sjálfstæðisflokkurinn eini flokk-
urinn, sem í mínum augum er
sannur lýðræðisflokkur. í stefnu-
skrá hans er lýðfrelsi í heiðri
haft. Innan hans geta allar stétt-
ir þjóðfélagsins sameinazt í einá
heild og unnið saman að heill
bæjar og þjóðfélags.
Þó margt sé enn ósagt í tilefni
af spurningunni læt ég þetta
nægja sem svar við því, hvers
vegna ég kýs Sjálfstæðisflokk-
inn.
Haraldur Jónsson“.
Treysti ekki sam-
stjórn sundur-
lyndra flokka
ÞORVARÐUR J. Júlíusson hag-
fræðingur segir:
„Það er ekki lítið vandaverk
að stjórna hinni hraðvaxandi
höfuðborg landsins. Verkefnin
eru ótæmandi og óskir og þarfir
borgaranna miklar, en hins veg-
ar að sjálfsögðu takmörkuð fjár-
ráð. Löggjafinn hefur lagt aukn-
ar skyldur á herðar bæjarins, en
jafnframt þrengt svigrúm hans
til fjáröflunar.
Ég kýs lista Sjálfstæðisflokks-
ins við bæjarstjórnarkosningarn-
ar á -sunnudaginn vegna þess, að
ég treysti frambjóðendum hans
betur en samstjórn þriggja eða
fjögurra sundurlyndra flokka til
þess að finna hinn rétta meðal-
veg í þessum efnum og tryggja
frelsi og öryggi borgaranna.
Hin mikla „föðurumhyggja"
andstæðinga Sjálfstæðisflokks-
ins stjórnast af ofmati á eigin
stjórnvizku, oftrú á ágæti víð-
tæks skipulags, vanmati á hæfi-
leikum hins einstaka borgara og
óraunhæfu mati á samhengi
hinna ýmsu þátta félags- og efna-
hagslífsins.
Hin .bezta stjórnvizka er sú,
sem hlynnir að sjálfstæði, fram-
takssemi og ábyrgðartilfinningu
einstaklingsins.
Þorvarður J. Júlvusson".
Sjálfstæðisflokkur-
inn trúir á einstak-
linginn
GÍSLI ÓLAFSON, forstjóri Trygg
ingamiðstöðvarinnar h. f., segir:
„Ég hef ávallt fylgt Sjálf-
stæðisflokknum og greitt honum
atkvæði. Ein meginástæðan er sú,
að stefna flokksins er byggð á
trausti á einstaklinginn og við-
urkenningu á honum. Flokkur-
inn lítur svo á, að þjónusta hins
opinbera — ríkis og bæjar —
sé til fyrir einstaklinginn, en ein-
staklingurinn ekki til fyrir rík-
ið. Sjálfsbjargarviðleitnin er því
viðurkennd sem hornsteinn að
farsæld þjóðarinnar allrar.
Valið hefur að mínum dómi
aldrei verið jafnauðvelt og nú
fyrir þessar bæjarstjórnarkosn-
ingar. Kemur þar fyrst og fremst
til, að nú liggur fyrir samanburð-
ur annars vegar á 18 mánaða
„starfi“ ríkisstj órnarf lokkanna,
— þeirra, sem nú bjóðast til að
taka að sér stjórn bæjarins, lík-
lega ásamt Þjóðvarnarflokknum,
og hins vegar á samhentri
og farsælli meirihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn.
Enginn, sem lætur heilbrigða
dómgreind ráða atkvæði sínu,
getur kosið ríkisstjórnarflokk-
ana, flokka, sem t. d.: — myndu
ekki skirrast við, næðu þeir
meirihlutaaðstöðu, að hlaða upp
þreföldu eða fjórföldu stjórnar-
kerfi hjá bænum, eins og þeir
hafa gert í ríkisrekstrinum, sbr.
lögin um húsnæðismálastjórn og
bankalögin;
— ætla sér að kúga einstakling-
inn undir alræðisvald ríkisins,
sbr. húsaleigulögin, sem stinga
átti undir stól fram yfir kosn-
ingar; um þetta mál fer eins og
um loforðin fyrir síðustu Al-
þingiskosningar: afneitað fyrir
kosningar, framkvæmt eftir kosn
ingar;
— hafa orðið sannir að sök að
berjast gegn framförum í höf-
uðborginni, sbr. samþykktir
þeirra um lækkandi fjárframlög
Alþingis til verklegra fram-
kvæmda í Reykjavík og skulda-
söfnun ríkisins gagnvart bæjar-
félaginu.
Hins vegar er hin farsæla fram
farastefna bæjarstjórnarmeiri-
hlutans, — stefna, sem tryggir
betur og betur atvinnuöryggi
borgaranna, stefna, sem allir sjá-
andi menn geta dæmt um af eig-
in raun.
Gísli Ólafson“.
Sjálfstæðisflokkur-
inn einn fær um að
stjórna bænum
STEFÁN RAFN, rithöfundur,
segir:
„Ég kýs Sjálístæðisflokkinn .
við næstu bæjarstjórnarkosning-
ar. Hann einn er fær um að
stjórna bænum, án hans væri
bæjarfélagið í rústum, og pað
er það sem glundroðaliðið stefn-
ir að. Verum því á verði og greið-
um Sjálfstæðisflokknum atkvæði
á kjördegi. — x-D.
Stefán Rafn",
sbrifar úr
daglega lifinu
Konur meðal
skipbrotsmanna
Velvakandi haft aðstöðu til að
spyrjast nánar fyrir um þetta.
inu 1957. Taka á skyldusparnað-
arfé af tekjum, sem aflað er eftir
AÞRIÐJUDAGINN var sagt
nokkuð frá björgun áhafnar-
innar á finnska flutningaskipinu
Valborg, sem strandaði á Garð-
skagaflös á laugardagskvöld.
Þess var getið, að í hópnum voru
3 konur og tekið fram, að það
myndi sennilega vera í fyrsta
skipti, að konur væru meðal
skipsmanna, sem björguðust á
land af strönduðu fleyi við ís-
landsstrendur.
Nú hefur maður, sem nefnir
sig „Skaftfelling", sent Morgun-
blaðinu smápistil úm þetta atriði.
Segist hann minnast þess, að fyr-
ir löngu muni franskt skip hafa
strandað á Meðallahdsfjöru.
Meðal strandmanna mun hafa
verið ein kona, að sögn Skaft-
fellingsins.
Eins og venja var, heldur hann
áfram, voru strandmenn vistaðir
um skeið á ýmsum bæjum í Með-
allandi. Franska konan fékk inni
á litlum bæ, þar sem heldur var
þröngt í búi. Fór vel á með henni
og húsfreyju, og kom þar, að fólk
talaði um, að hin íslenzká bónda-
kona héldi gest sinn um efni
fram. Höfðu einhverjir orð á því
við hana, en húsmóðirin svaraði:
Af því ber ég enga sút
er mér bættur skaðinn.
Silfurskeið og silkiklút
sit ég með í staðinn.
Ekki kunni Skaftfellingur
sögu þessa lengri, og ekki hefur
Skyldusparnaðurinn
ELVAKANDI mætti ungum
kunningja sínum á förnum
vegi fyrir skemmstu. Hann var
heldur reiðilegur að sjá, og kom
í ljós, að ástæðan var sú, að hann
hafði nýlega verið krafinn um
skyldusparnaðarfé i fyrsta skipti.
Ef Velvakandi hefur skilið hann
rétt, stóð þannig á, að kunning-
inn hefur tekið að sér aukastörf,
en hann er skólanemandi að „að-
alatvinnu". Af kaupinu sem hann
fær fyrir aukastarf þptta, er tekið
skyldusparnaðarfé.
Nú, en færðu það ekki strax
endurgreitt, spurði Velvakandi?
— Ó nei, var svarið. Það verður
nú ekki, fyrr en einhvern tíma
í sumar, sagði kunninginn. Til
að námsmenn njóti undanþágu
þurfa þeir að hafa verið við nám
6 mánuði á sama ári og teknanna
er aflað.
Þó að ég hafi verið í skóla í 15
ár, hef ég enn ekki verið nema
15 daga í skóla á þessu ári, svo
að ég verð að fcíða um stund
eftir endurgreiðslw á fénu, sem
tekið er af kaupinu mínu!
Þetta er talsvert flókið mál og
glöggt dæmi um alla þá skrif-
finnsku og dellu, sem mun fylgja
skyldusparnaðinum hans Hdhni-
bals.
Um skyldusparnaðinn gilda 2
reglugerðir.
1) Reglugerð staðfest 1. októ-
ber s.l. um skyldusparnað á ár-
1- júní í fyrra.
Skyldusparnaðurinn fyrir 1957
verður ákveðinn um leið og skatt
arnir eru reiknaðir út nú á fyrri
hluta ársins. Hann bitnar m.ö.o.
á unga fólkinu sem viðbótarskatt
ur.
2) Reglugerð staðfest 27. nóv-
ember. Hún gildir um sparnað-
inn frá siðustu áramótum og pað
eru ákvæði hennar, sem menn eru
nú farnir að finna fyrir.
Skyldusparnaðarféð er nú inn-
heimt á þann hátt, að kaupgreið-
andi tekur það af laununum. 'Sem
kvittun fær svo hinn ungi laun-
þegi afhent sparimerki.
Skyldusparnaðui'inn tekur til
allra á aldrinum 16 til 25 ára,
Hann nemur 6% af launum.
Undanþegnir sparnaðinum eru:
a. Gift fólk, sem hefur stofnað
heimili.
b. Skólafólk, sem stundar nám
6 mánuði eða meira á ári, og
iðnnemar meðan þeir stunda nám.
c. Þeir, sem hafa börn eða aðra
skylduómaga á framfæri.
Þetta gildir þó ekki um þá, er
hafa yfir 30 þúsund króna skatt-
skyldar tekjur, og ekki hafa fyrir
heimili að sjá.
Eins og áður er fram komið,
verða þeir,' sem hafa undan-
þágu. að hlíta því, að tekið sé af
kaupi þeirra, þeir eiga síðan að
snúa sér einu sinni í mánuði til
næsta pósthúss og fá féð þar
endurgreitt.