Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 10
10
MORninVBT, AÐIÐ
Fostudagur 24. jan. 1958
►
JMttpœM&MI)
Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðairitstjorar: Valtýr Stetánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
UTAN UR HEIMI
Olían veldur tortryggni milli þjóða
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftarg-iatri kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 emtakið.
BARÁTTAN STENDUR UM ÞAÐ
„GLUNDROÐASTJÓRN „vinstri
flokkanna" dæmir sig sjálf, hún
hefur setið nógu lengi í stjórn-
arráðinu til þess að sýna þjóð-
inni hvað hún getur, hvað hún
gerir og hvað hún mun gera. Ég
kýs D-listann til þess að forða
Reykjavík frá slíkri stjórn“.
Þannig komst Gunnar Stein-
þórsson sjómaður m.a. að orði
hér í blaðinu í gær, í svari sínu
við spurningunni um það, hvers
vegna hann kysi Sjálfstæðisflokk
inn í bæjarstjórnarkosningunum
á sunnudaginni. Óhætt er að full-
yrða að í þessu svari hins reyk-
víska sjómanns komi einkar vel
fram afstaða mikils meirihluta
fólksins í Reykjavíkurbæ til
bæjarstjórnarkosninganna. Al-
menningur hefur átt þess kost að
kynnast starfi og stefnu vinstri
stjórnar á íslandi sl. eitt og hálft
ár. Spor þessarar stjórnar hræða.
Valdatímabil hennar hefur fyrst
og fremst mótazt af tvennu: Ein-
stæðum svikum við gefin loforð
og glundroða og úrræðaleysi.
Almenningrur í Reykjavík
vill, eins og sjómaðurinn
sagði, „forða Reykjavík frá
. slikri stjórn“.
Stjórnmálaflokkau-nir
og konurnar.
í hinni ágætu ræðu sinni í út-
varpsumræðunum í fyrrakvöld
komst frú Auður Auðuns, forseti
bæjarstjórnar Reykjavíkur, m.a.
að orði á þessa leið:
„Nú eru eftir tvo daga liðin 50
ár síðan konur voru í fyrsta sinn
kosnar í bæjarstjórn Reykjavík-
ur. Þessa afmælis, þessa áfanga i
baráttu íslenzkra kvenna fyrir
pólitískum réttindum sínum minn
ast andstæðingar okkar Sjálf-
stæðismanna á þann hátt, að eng
inn þeirra hefur konu í því sæti
á lista sinum að nokkur von sé
til að hún nái kosningu. Komm-
únistar, sem hafa þó mest stát-
að af því að hampa kvenfólkinu
hafa ýtt konunni úr þriðja og
niður í sjötta sæti á sínum lista.
En reykvískum konum gefst tæki
færi til að þakka þessum flokk-
um hugulsemina á viðeigandi
hátt í kjörklefanum á sunnudag-
inn kernur", sagði frú Auður
Auðuns að lokum.
Það er vissulega eftirtektar-
vert, að enginn hinna svokölluðu
vinstri flokka skuli hafa konu
í þeim sætum lista sinna, sem
hefur minnstu vonir um að nái
kosningu. Kemur það óneitanlega
illa heima við raup þessara
flokka af hollustu sinni við jafn-
rétti karla og kvenna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sýnt skilning sinn í þessum efn-
um með þvi að gera vel mennt-
aða og greinda konu að forseta
bæjarstjórnar Reykjavíkur. Hef-
ur frú Auður Auðuns skipað þann
sess með sæmd, auk þess sem hún
hefur haft margþætta forystu
um framkvæmdir í skólamálum,
heilbrigðis- og barnaverndarmál-
um bæjarbúa.
Er það reykvískum konum
áreiðanlega fagnaðarefni að
eiga kost á því að endurkjósa
þessa merku og frjálslyndu
konu i bæjarstjórn sína.
Þá má á það benda að á Flat-
eyri skipar dugandi og vei gefin
kona efsta sætið á framboðslista
Sjálfstæðismanna. Er það frú
Guðrún Guðmundsdóttir, sem nýt
ur trausts og vinsælda í byggðar-
lagi sínu.
Gögnin lögð á borðið.
í hinni löngu og hörðu kosn-
ingabaráttu, sem háð hefur verið
undanfarnar vikur hér í Reykja-
vík hafa Sjálfstæðismenn lagt
gögnin á borðið fyrir kjósendur
höfuðborgarinnar. Þeir hafa skýrt
frá framkvæmdum þeim, sem
unnar hafa verið og frá ástandi
og horfum i hinum einstöku þátt-
um bæjarmálanna. Jafnframt hef
ur stefnan verið mörkuð gagn-
vart framtíðinni.
Almenningur í Reykjavík hef-
ur því glöggar og góðar upplýs-
ingar um það, hvernig Sjálfstæð-
ismenn hafa stjórnað bæjarfélag-
inu og hvernig þeir muni snúast
við málunum í framtíðinni. Og
fólkið finnur og veit, að hve. gi
hefur verið unnið jafn markvíst
að raunhæfum umbótum og ein-
mitt undir stjórn Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. En enginn
veit, hvað við tæki ef Sjálfstæð-
ismenn misstu hér meirihluta. Að
eins eitt er víst: Kommúnistar
yrðu þá forystuflokkur bæjar-
stjórnarinnar og að því væri þjcð
arsmán. Það er einnig víst, að
sú forysta þýddi glundroða og
upplausn í stjórn bæjarmálefn-
anna. í ríkisstjórn standa hinir
svokölluðu vinstri flokkar uppi
ráðvilltir og sundraðir. Þeir eiga
engin sjálfstæð úrræði í vanda-
málum þjóðfélagsins. Þeir geta
ekki komið sér saman um neitt,
nema að sitja í ráðherrastólunum
og vinna pólitísk hermdarverk
gegn andstæðingum sínum.
„Ég kýs D-listann til að
forða Reykjavík frá slíkri
stjórn“, sagði hinn reykvíski
sjómaður. Undir þau orð taka
allir hugsandi og ábyrgðir
Reykvíkingar á sunnudaginn
kemur.
Baráttan stendur um það
í lok síðustu ræðunnar, sem
haldin var í útvarpsumræðunum
um bæjarmál höfuðborgarinnar
komst Gunnar Thoroddsen borg-
arstjóri að' orði á þessa leið:
„Baráttan stendur nú um þ. ð,
hvort Sjálfstæðismenn eiga á-
fram að fara með stjórn bæjar-
mála og vinna áfram sem hing-
að til að auknu atvinnulífi, vax-
andi velmegun og lífsþægindum
eða hvort nú á að steypa bæjarfé-
laginu okkar út í óreiðu og á-
byrgðarlausan leik með fjöregg
bæjarins. Hvaða flokki sem þið
Reykvíkingar áður hafið fylgt,
þá verðið þið að skoða hug ykkar
aftur nú. Hvaða lýðræðissinni
vill vera valdur að þeirri þjóð-
arsmán að gera kommúnista,
samherja hinna blóði drifnu
böðla Ungverj alands að forystu-
flokki í höfuðborg íslands?
Við skorum á ykkur Reyk-
víkinga, að kynna ykkur sem
bezt þær framkvæmdir og
framfarir, sem gert hafa
Reykjavík að eftirsóttasta
verustað á íslandi. Tryggið
ykk’ur, Reykvíkingar, trausta
fjárstjórn, frjálslynda fram-
kvæmdastefnu og þróttmiklar
athafnir með því að veita
Sjálfstæðismönnum öruggan
meirihluta í bæjarstjórn
Reykjavíkur".
ÞAÐ er undarlegt við olíuna,
þennan orkugjafa nútíma véla-
þjóðfélags, að hún finnst yfir-
leitt ekki þar í jörðu, sem mest
þörf er íyrir hana.
f þeim löndum, sem nota mestu
olíuna, svo sem Evrópulönduni
er sama og engin olía. Það er að-
eins í Þýzkalandi og á Ítalíu, sem
nýtilegar olíulindir hafa fundizt,
en þær fullnægjæ ekki nema ör-
litlu broti af olíuþörf þessara
þjóða. Lítil olia hefur fundizt í
Indlandi og í Ástralíu og Nýja
Sjálandi er engin olía og ekki
heldur í Japan.
ar og afkastamiklar olíuleiðslur.
★
Með hverju ári sem líður eykst
olíuvinnslan og olían fær sí-
aukna þýðingu í atvinnu og efna
hagslífi þjóðanna. Hér skulum
við líta á svolitla töflu um heild-
arvinnslu olíu í heimiixum.
1888 4 millj. smá).
1900 20 —
1918 69 — —
1938 281 —
1950 518 — —
1955 770 — —
1956 834 — —
Aukning olíuvinnslunnar
mun megin fjárins hafa farið til
að bæta lífskjör þjóðanna, sem
olíulöndin byggja, mennta þær
og færa þeim í hendur fljótvirk
og fullkomin tæki. Þessi ríki eru
nú orðin svo vön því að styðjast
við olíugróðann, að ef hann stöðv
aðist skyndilega af einhverjum
ófyrirsjáanlegum atvikum, myndi
verða hjá þeim algert efnahags-
legt hrun.
Tortryggni í viðskiptum
Neyzluþjóðirnar lifa einnig í
stöðugum ótta um að skorið verði
á æðar olíuflu.tninganna til þeirra.
Er þess skemmst að minnast, hve
mikinn ótta þjóðnýting Egypta
á Súez-skurðinum vakti meðal Ev
rópubúa, ótta sem leiddi jafnvel
Breta og Frakka út í hernaðar-
árásina á Egypta. í rauninni er
það engin furða, þótt menn séu
hræddir við þetta, því að ef hin-
ir vélvæddú atvinnuvegir Evrópu
fá ekki sína olíu og benzín hryn-
ur atvinnulífið saman.
Hinum löngu flutningaleiðum
olíunnar fylgir jafnvægisleysi og
öryggisleysi. Og það er óheppi-
legt, að í viðskipti vinnsluþjóð-
anna og neyzluþjóðanna hefur
blandazt stöðug tortryggni. Má
vera að ein helzta orsök þess sé
hin skefjalausa samkeppni olíu-
félaganna, sem beita öllum ráð-
um í samkeppnisbaráttunni. Það
væri mikilvægt, ef þjóðir ná-
lægra Austurlanda og Evrópu-
þjóðirnar skildu að báðum er
nauðsynlegt að halda uppi þess-
um viðskiptum og að milli þeirra
ríki meiri eining.
Rússar hafa einnig spilað á
strengi tortryggninnar en þeir
ágirnast völd yfir hinum smáu
Arabaríkjum. Ekki er það þó af
því að þeir þurfi ásælast olíuna
frá þeim því að olíuvinnsla í
Sovétríkjunum mun nægja þeim.
Arabaríkin myndu ekki fá maik-
að í Rússlandi fyrir sína olíu,
þótt þau slitu samskiptum við
Evrópu.
Erópumenn una á ýmsan hátt
illa við þetta ástand. Hafa þeir
nú síðu«tu ár haldið uppi stöðugri
leit að olíu, á landssvæðum sem
nær þeim eru. Þar koma fyrst til
greina olíulindirnar í Sahara-
eyðimörkinni.
ÁLASUNDI 22. jan. — Síldveiði-
flotinn er nú allur kominn út. í
dag varð mikillar síldar vart, en
þegar síðast fréttist hafði enginn
kastað. Hins vegar er líklegt tal-
ið, að fyrstu síldarinnar megi
vænta að landi með morgninum,
því að mesta síldarmagnið hefur
mælzt skammt undan landi, að-
eins 20 mílur — og þar er megin-
hluti flotans. Stærstu torfurnar
standa þó enn djúpt, en grynna
stöðugt á sér.
Borað' cftir oiiu.
Stærstu olíulindir heimsins
hafa hins vegar fundizt í lítt
þroskuðum fátækum ríkjum, jafn
vel eyðimerkurlöndum, sem lítið
hafa við hana að gera.
Að þessu leyti hefur meðferð
og hagsaga olíunnar, orðið mjög
frábrugðin því sem er um kolin,
sem voru og eru enn þýðingarmik
ill orkugjafi.
Sagnfræðingar, er skrifa um
19 .aldar sögu Evrópu og Ameríku
segja gjarnan, að frumorsök hinn
ar miklu iðnbyltingar í Evrópu
og síðar í Pennsylvaniu hafi ver-
ið. að kol fundust þar í jörðu.
Kolin urðu undirstaða hins mikla
stáliðnaðar og þar með upphaf
vélaaldar. Það var ekki nema eðli
legt að nýi tíminn hæfi fyrst
innreið sína þar sem mest var um
kol.
svo stórfelld, að þar má heita að
séu eintómar stökkbreytingar.
Sú aukning heldur enn áfram,
sem sjá má af þvi, að árleg aukn-
ing mun nú vera um 70 rn’llj.
smálestir.
Olían hefur efnahagslega þýð-
ingu bæði fyrir vinnslulandið,
sem að jafnaði hlýtur um helm-
ing af ágóða olíufélagsins, og fyr-
ir neyzlulandið.
Fyrir vinnslulandið hefur olían
yfirleitt þá þýðingu að frum-
stæðar þjóðir hafa allt í einu
þotið inn í 20. öldina. Olíugróð-
inn hefur verið geysilegur í lönd-
um eins og Persxu, írak, Arabíu
og Venezuela. Því ber ekki ieng-
ur að neita að þessu fé hefur
verið misjafrxlega varið, en þó
Evrópuþjóðix-nar nýttu sjálfar
sín eigin kol og lögðu með því
gx’undvöll að stórveldatímabili
sínu. En þjóðirnar sem búa í
ríkustu olíulöndunum hafa hins
vegar ekki getað fært sér þau
auðæfi í nyt. Þvert á móti voru
það einmitt evrópskir ferðalang-
ar sem fundu olíulindirnar í
Persíu, írak og Arabíu eða t.d.
í Venezuela. Þjóðirnar sem þarna
búa höfðu hvorki tæknilega
þekkingu né fjárhagslegt bol-
magn til að nýta þessar auðlinair
sínar. Þar komu hin vestrænu
milljónafélög til sögunnar.
Síðan hefur það ætíð verið ein
kenni olíunnar, þvert á móti því
sem tíðkaðist um kolin, að megin
hluti hennar hefur verið fluttur
langar leiðir, svo skiptir þús-
undum kílómetra frá vinnslustað
til neyzluþjóðar. Þessir flutningar
eru mjög áberandi. Við sjáum
þúsundir olíuflutningaskipa á
öllum heimsins höfum, olíubirgða
stöðvar í öllum höfnum og breið-
Kjósendahandbókin
KJÓSENDAHANDBÓKIN við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
26. janúar 1958 er komin út. í bókinni eru listabókstafir og nöfn
frambjóðenda, ásamt mjög fullkomnum tölfræðilegum upplýsing-
um úr undanförnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. í bókinni
eru hlutfallstölur til samanburðar og tölur, eins og þær bárust við
talningu í siðustu kosningum. Bókin er í handhægu broti, þver-
broti, og fæst í öllum bókabúðum bæjarins.