Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. jan. 1958 MOKCUNBLAÐ1Ð 1S X kcimj.xuai.uiui lijá isuiii Gudmundssyni. Ljósm. Ol. K. M. 100 málgölluð börn í barno- skólum Rvíkur njóta talkennslu Mikill meirihluti barnanna fær fulla bót á einum vetri eöa skemmri tima Benda má á, að þó þessi sér- kennsla sé fyrst og fremst miðuð við það, sem er afbrigðilegt eða sjúklegt i málfari barnanna, þá má nota sömu aðferðir eða líkar til hvers konar þjálfunar á fram- burði eða framsetningu fyrir heilbrigð börn með heilbrigðar raddir. Sannleikurinn er sá, að öll börn hefðu mjög gott af því að læra rétta öndun og raddbeitingu, rétta myndun, lengd og áherzlu hljóða og hljóðasambanda og hæfilegan hraða, raddstyrk, radd blæ og þagnir við tal og lestur eða framsögn, segir Björn að lokum. ★ ★ ★ Það var geysimikið framfara- spor er talkennsla var tekin upp í barnaskólunum. Ýmiss konar mál gallar há börnum' og verða oft til þess, að þau dragast aftur úr til muna eða fá minnimáttar- kennd og bíða þess ekki bætur alla ævina. Talkennsla er því tvímælalaust mjög mikilvægur þáttur uppeldis og heilbrigðis- I þjónustunnar í skólunum. Guðrún Klahn — minnsng OG nú skulum við lesa kafla í sögunni um kóngulóna, segir kennarinn. Drengurinn les ró- lega og þó hiklaust með góðum áherzlum og af þrótti. Kennar- inn les fyrir, og drengurinn hefir eftir hverja setningu. Síðan hefir drengurinn yfir Vorið góða grænt og hlýtt — og varla vottar fyrir því, að hann eigi við tal- örðugleika að etja. ★ ★ ★ Við erum stödd í kennslustund hjá Birni Guðmundssyni, tal- kennara. í kennslustofunni eru m.a. myndir af öndunar- og tal- færum, mikið af barnabókum og segulbandstæki. Björn er að kenna 11 ára gömlum dreng, sem átt hefir mjög erfitt um lestur og mál vegna þess, að hann stam ar. Með hliðsjón af því, hvað þess um dreng gekk illa að tala og lesa, er hann byrjaði í talæfing- um, verður árangurinn að teljast mjög góður, segir Björn. Ofur-. lítið örlar enn á örðugleikunum, einkum er drengurinn talar frá eigin brjósti.. Finnst þér erfitt að stunda æf- ingarnar- spyr ég þennan jarp- hærða myndarpilt. Hann kveður nei við og segir. að það sé gaman að finna, hvernig sér fari fram með degi hverjum. Með auknutn bata verði auðveldara að stunda skólanámið. ★ ★ X Þegar kennslustundin er á enda, kveður drengurinn, en Björn tekur fram segulband, sem drengurinn hafði lesið inn á, áður en hann byrjaði í talkennslunni. Þar er rödd hans þróttlítil, og stamið áberandi. Önnur upptaka á segulband sýnir, að eftir 10—15 kennslustundir hefir drengnum farið töluvert fram. Og nú er hann í þann veginn að yfirstíga stamið að fullu. Nauðsynlegt að koma önduninni í lag Margs konar æfingum er beit.t til að lækna stam, segir Björn. Aðallega er um að ræða öndunar- og afslöppunaræfingar, hátt- bundnar raddæfingar, framburð aræfingar og óundirbúna frarn- sögn, þegar fram í sækir. Nauð- synlegt er að koma önduninni í lag, fá sjúklinginn til að anda rétt, þ. e. beita þindinni við öndunina, ekki brjóstkassanum. Til þess að árangur náist er nauð synlegt, að sjúklingurinn læri að „slappa af“ og anda eðliiega. Verður það bezt gert með því að leggjast endilangur og slaka á öllum vöðvum. Sjúklingurinn getur þá sjálfur fylgzt með önd- unarhreyfingunum. ★ ★ ★ Á þessum vetri munu m 100 börn í barnaskólum njóta tal- kennslu — um 40 börn í Mið- bæjar- og Austurbæjarskólan- um, e'n um 60 í hinurn skólunum. Nokkur börn hafa þegar fengið fulla bót á þessum vetri. Tak- markaður fjöldi barna nýtur kennslu í senn. Nú eru innrituð hjá mér 28 börn, en um 20 hjá samkennara rnínum, Guðborgu Þorsteinsdóttur, sem kennir við Miðbæjar- og Austurbæjarskól- ann. Á síðasta ári nutu um 100 börn kennslu í lengri eða skemmri tíma eftir því, hversu mikla málgalla var um að ræða, segir Björn. Stam er mjög algengt Af talörðugleikum má í fyrsta lagi nefna stamið, sem er mjög algengt. Þau börn, sem stama, eru oft verulega málhölt , jafn- vel svo að þau eiga erfitt með að fylgjast með í skólanum. í öðru lagi nefmæli, opið og lokað. Opið nefmæli stafar af hotgóm eða lömun og slappleika í góm- fillunni (lina gómnum), en lokað nefmæli af þrengslum í nefgöng- um eða ofvexti og bólgu í slím- húð nefsins, bólgnum kokeitlum eða ávana. Mjög algengt er kverk mæli og rangur framburður á r- hljóðinu, smámæli og hvers kon- ar ágallar á framburði s-hljóðs- ins. Þá er einnig um að ræða margvíslega örðugleika við fram burð annarra einstakra hljóða og hljóða sambanda og hljóðvillu. Talörðugleikar geta stafað af veiklun eða skemmdum á radd- böndunum og lömun í vöðvum barkakýlisins. Röddin verður þá mjög hás- og þróttlitil. Reyndar geta orsakirnar fyrir veiklun og skemmd raddarinnar verið marg- víslegar. Eru ekki tök á að gera grein fyrir þeim hér. f vetur hefi ég fjallað um eitt mjög erfitt tilfelli. Er það lítil telpa, sem hefir um langt skeið verið hér um bil raddlaus af hæsi, og því átt mjög erfitt með lestur og nám. Hún er nú á góðum batavegi. Mismunandi aðferðum verður að beita til að lækna hina ýmsu málgalla. Þarf fyrst að greina (dagnostisera) málgallann ná- kvæmlega og haga aðgerðinni eftir persónulegum vandkvæð- um hvers einstaklings, segir Björn. Þáttur í margháttaðri sérfræðilegri aðstoð Talkennsla fyrir börn, sem eru málhölt eða eiga við málgalla að etja, er einn þáttur í marg- háttaðri sérfræðilegri aðstoð, sem nauðsynleg er fyrir þau börn er á einn eða annan hátt þarfn- ast sérhæfðari kennslu en allur fjöldinn. Hefir slík sérkennsla mjög rutt sér til rúms í nálæg- um löndum á síðari tímum jafn- hliða aukinni heilbrigðisþjón- ustu. í þessu sambandi má nefna sérkennslu fyrir treglæs og les- blind, sjón- eða heyrnardauf, vangefin eða á annan hátt fötluð eða veikluð börn. ★ ★ ★ Talkennsla hófst í barnaskól- unum 1953—54 að undangenginni könnun á fjölda þeirra barna, sem slíkrar sérkennslu þörfnuð- ust. Öllum undirbúningi var lok- ið í byrjun árs 1954, og nutu 22 börn kennslu það, sem eftir var af þvi skólaári. Á öðrum vetri kennslunnar var Guðborg Þor- steinsdóttir ráðin, og hefir hún haft fulla kennslu sl. tvö ár. Á sl. ári höfðu alls 238 börn inn- ritazt til kennslu, og liafa 178 börn fengið fulla eða svo til fulla bót meina sinna á einum vetri eða skemmri tíma. Hin 60 börnin hafa orðið að vera fleiri en einn vetur, og eru það þau, sem hafa átt við mesta málgalla a# etja. Ekkert barn hefir þurft að vera l'rá upphafi kennslunnar og fram til þessa, en þess eru dæmi, að börn hafa notið talkennslu tvo vetur og jafnvel lengur. Kennslunni er þannig hagað, að börnin eru hjá talkennaranum í 15—20 mín. í senn. Leitazt er er við að koma því svo fyrir, að þau þurfi ekki að gera sér sér- staka ferð í skólann vegna tal- kennslunnar, þó hefir ekki alltaf verið hægt að komast hjá því. ★ ★ ★ Með talkennslunni í barnaskól- unum er stefnt að því, að náist að laga framburð og málfar allra þeirra barna, sem eitthvað er verulega ábótavant í því efni. Með aukinni og bættri almennri framsagnarkennslu í skólunum má stórum bæta og fegra fram- burð móðurmálsins og útrýma minni háttar göllum í tali og lestri ,segir Björn. Þess ber að minnast, að hinn „hljómandi þáttur málsinsí* er engu þýðingarminni í daglegu lífi en stíll og stafsetning hins ritaða máls FRÚ Guðrún Klahn andaðist þ. 12. þ.m., og hefir nú maðurinn með Ijáinn látið skammt stórra högga í milli. Bróðir hennar var kallaður héðan fyrir rúmu ári síðan. Mikill dugnaðarmaður, einnig á bezta aldursskeiði. Guðrúnar er nú sárt saknað af ástríkum eiginmanni, systkinum og aldraðri móður. Þrátt fyrir að við vitum vel að dauðinn fylg- ir okkur frá upphafi lifsins, kem ur hann okkur samt oft á óvart. Hversu hugheilar óskir sém mað ur ber í brjósti um að geta veitt einhverja huggun þreyttum hjört um, sem svo þungum harmi eru slegin, þá segja því miður orðin ekkert, og þær óskir verða eins og viðurkenning á hinum mikla vanmætti okkar litlu mannanna Aðeins get ég nú áfríað til himn- anna háu, í bæn til almættisins um að senda hinni öldruðu syrgj andi móður shi ijuj, ug oiyi k, til að geta þrátt fyrir allt, litið bjart fram á ævikvöldið, í samvistum við ástrík börn sín sem enn dvelja hjá ‘henni. Guðrún Siðríður Guðmunds- dóttir Klahn var fædd að Nesj- um á Miðnesi þann 12. des. 1910. Foreldrar hennar voru þau hjón- in Þórunn Símonardóttir og Guð mundur Guðmundsson útvegs- bóndi d. 1941. Þar ólst Guðrún upp í systkinahópi, en þau voru 5 þrjár systur og tveir bræður Laust eftir fermingu fluttist Guðrún til Reykjavíkur, og dvaldi hér síðan. Hún gekk að eiga Albert Klahn hljómsveit.ar- stjóra þ. 13. apríl 1946. Hún bjó manni sínum svo yndislegt heim- ili sem hugsazt gat, enda var hon um enginn blettur eins sólríkur og heimili þeirra. Guðrún var líka í orðsins bezta skilningi svo mikil og góð húsmoðir að ég hef vart þekkt aðra eins. Fyrir utan gleðhlýju og yndisþokka lék allt í höndum hennar, hvort heldur sem það voru húsmóður- störfin eða hannyrðir þá var það allt með snilldarbrag. Vinur minn Klahn hefir nú misst mikið, já, svo mikið að mér finnst að hann hafi misst allt — en þótt skarð sé nú fyrir skildi á heimili þerra, þá syrgja þau ættingjarnir og eiginmaður- inn ekki einsömul, nei Guðrún mín, við öll söknum þína sáran, allur vinahópurinn þinn, vlS þökkum þér öll innilega fytir samveruna, fyrir þitt ljúfa og glaða viðmót sem ávallt brosti á móti okkur á þínu fagra og bjarta heimili, þar var sannar- lega hlýtt og gott að vera Það eru okkur öllum ógleymanlegar yndisstundir, og sérstaklega ber mér að þakka þér þína fölskva- lausu vináttu við mig og mitt heimili. Kæra vina Guðrún Klahn! „Nú vel í herrans nafni, fyrst nauð- syn ber til slík“, að við verðum nú að kveðjast um örstutta stund, þá vil ég óska þér góðrar ferðar til hinna miklu huliðsheima, þang að sem ég vissi að þú hugsaðir svo oft, og þú sem unnir svo mjög fagurri tónlist. Ég veií að á þessari leið fylgja þér mikil fegurð og birta, því líf þitt hér var allt bjart og fullt af hrein- leika. Nú bíður þín birta geisl- andi sólna eilífðarlandsins þar sem kórar og hljómsveitir milljón anna syngja lof og dýrð almætt- inu um eilífar aldir. Þar veit ég að þér líður vel. — Þórh. Árnason. ★ FRÚ Guðrún Klahn er látin. Það fer ekki hjá því að þar sakna margir vinar í stað. Guðrún var þannig að frá henni stafaði góð- vild til alls og allra. Heimili hennar og manns hennar var ailt af ástúðlegt. Þar leið manni vel og margar ánægjulegar minning- ar eru við það tengdar. Vinátta þeirra hjóna er og var mér ómet- anleg, og munu fleiri geta sagt hið sama. Albert Klahn hefir mikið misst. Það vita þeir bezt, er til þekkja. Ég sendi honum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans ágætu konu. — Á. H. Kefk- 4 vík KOSNINGASKRIFSTOFA Sjáll- stæðismanna á Suðurnesjum er í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík og er hún opin dagiega frá kl. 10 til 10. — Sími 21. Sjálfstæðismenn á Suðurnesj- um er hvattir iil að hafa sam band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosn ingarnar. Styrkur Menntamálaráðs 1. Styrkur til visinda- og fræðimanna Umsóknir um styrk til vísinda og fræðimanna (sbr. fjárlög 1958, 15. gr. A XXXVII) skulu vera j komnar til skrifstofu Mennta- málaráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 1. marz nk. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu ráðsins. Umsóknir um styrk, sem Menntamólaráð veitir til náttúru fræðirannsókna á árinu 1958 skulu vera komnar til ráðsins fyr ir 1. marz nk. Umsóknum fylgi skýrslur um rannsóknarstörf um sækjenda síðastliðið ár. Þess skal og getið, hvaða rannsóknarstörí þeir ætla að stunda á þessu ári. Skýrslur eiga að vera í því formi, að hægt sé að prenta þær. Umsóknareyðublöð fást í skrií- stofu Menntamálaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.