Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 19
Fðstudagur 24. jan. 1958 Monnvivnraðið 19 Bókaþáttur Framh. af bls. 11 sem utan við stendur, án tillits til staðreynda." Það er löngum viðkvæði komm únista, þegar þeir reyna að verja skipulagið í Austur-Evrópu, að framtíðin sé þeim hliðholl, hvað sem líður öllum hörmungum samtímans. Þeir séu að byggja upp algerlega nýtt þjóðfélags- kerfi, sem afsaki hinar miklu fórnir og svívirðingar kommún- istaskipulagsins, eins og það er nú. Djilas bendir á, að í komm- únistaríkjum sé ekkert nýtt nema hið algera og ótakmarkaða vald ráðamannanna, sem er í senn pólitískt, efnahagslegt og and- legt. Aftur á móti bendir hann á þessa athyglisverðu staðreynd: „Sameignarskipan í ýmsum myndum hefur tíðkazt í öllum samfélögum. Öll harðstjórn í forn öld var grundvölluð á alveldi ríkisins og eignarrétti konungs- ins. í Egyptalandi komst ræktan- legt land í einkaeign eftir lok fimmtándu aldar fyrir Krists burð. Áður höfðu einungis heim- ili manna og hús, sem þeim fylgdu, verið í einkaeign. Lendur ríkisins voru afhentar til rækt- unar, en embættismenn ríkisns höfðu yfirstjórn með höndum og heimtu skatt af þeim. Skurðir og áveitukerfi og önnur helztu mann virki voru einnig í eigu ríkisins. Bíkið átti allt, unz það glataði sjálfstæði sínu á fyrstu öld tíma- tals okkar. Þetta gerir skiljanlegra, hvers vegna egypzku faraóarnir og hin ir austurlenzku harðstjórar voru teknir í guðatölu. Þessi eignar- réttarskipan skýrir einnig, hvers vegna hægt var að framkvæma svo stórkostleg mannvirki eins og musteri, grafhýsi, konungs- hallir, skipaskurði, vegi og víg- girðingar." Það var raunar vitað fyrr, að fátt er nýtt undir sólinni, en mönnum er sennilega ekki jafn- ljost, að fatt mun vera eldra og afturhaldssamara en efnahags- kerfið, sem hin nýja stétt hefur tekið upp í rikjum sínum. Því fer fjarri, að bók Djilasar sé eingöngu neitkvætt niðurrifs- rit. í raun réttri eru skrif hans um eðli kommúnismans sprottin af jákvæðum vilja til að opna augu kommúnista sjálfra fyrir þeirra hættulegu villu, sem þeir hafa ánetjazt i góðri trú. En hann gengur lengra. Hann bendir á þá mikilvægu staðreynd, að á sama tíma og hin nýja stétt einangrar sig og neitar að horfast í augu við staðreyndir nútímalifs, þá eru önnur ríki heims á leið til nánara samstarfs og einingar, sem bygg- ist á þörfinni fyrir síaukna og bætta framleiðsluhætti og við- skipti. Vestræn ríki laga sig eftir veruleikanum og sækja fram, en kommúnistaríkin spyrna gegn broddum sögunnar og leitast við að stöðva framvindu hennar. „Það kann að hljóma kynlega, en þetta er samt rétt: hið svokallaða sam- eignarskipulag kommúnismans er meginhindrunin á einingu í heim inum“, segir hann. Hins vegar er Djilas eftir sem áður sósíalisti og gagnrýnir margt á Vesturlöndum, en hann heldur þvi fram, að þau hafi efnahags- lega og menningarlega möguleika á því að bæta heiminn, þar sem þau eru ekki xígbundin við úr- eltar fræðikenningar eða undir járnhæli valdastéttar, sem á það markmið eitt að varðveita og efla völd sín og eiginhagsmuni. Hann segir að heimur kommúnismans hafi þegar tekið að liðast í sundur og engar horfur séu á því, að komið verði í veg fyrir hrörnun hans, því sjálft kerfið, og þá einkanlega hin nýja stétt, grafi sína eigin gröf. Þessi umsögn er orðin lengri en góðu hófi gegnir, og hefur hún þó gert þessari stórfróðlegu bók mjög fátækleg skil. Enginn sá, sem lætur sig þróun heims- mála á þessari öld nokkru skipta, getur látið undir höfuð leggjast að kynna sér rit Djilasar, hvort sem hann verður sammála öllum niðurstöðum höfundar eða ekki. Þýðingin er gerð eftir banda- rísku útgáfunni, sem kom út í fyrrasumar. í eftirmála segja þýð endur, að Djilas sé talinn mikill stílsnillingur í heimalandi sínu og enska þýðingin sé af miklum vanefnum gerð. Er það skaði, en hitt verður að játa, að ekki hefur íslenzka þýðingin bætt þar neitt um nema síður sé. Þýðendum er það þó til nokkurrar afsökunar, að um þessi efni hefur lítið verið fjallað á íslenzku og orðaforðinn þvi takmarkaður. Frágangurinn á bókinni er góður, en prófarka- lestur slælegur. Verð bókarinnar er ótrúlega lágt; innbundin kostar hún 60 krónur til félagsmanna Almenna bókafélagsins, en 90 krónur í bókabúðum. Sigurður A. Magnússon. Mesti landskjálfti í sögu Noregs OSLÓ, 23. jan. — Mestu land- skjálftar, sem sögur fara af í Noregi, áttu sér stað í dag á norðvestanverðu Vestlandinu og í Norður-Noregi sunnanverðum. Fyrstu hræringanna varð vart kl. 2,36 e. h. eftir norskum tima. Þeirra varð vart jafn sunnarlega og í Sogni og jafn norðarlega og í Mosjöeen. Kippirnir urðu harð- astir í Mosjöeen og á Fröya, en alllangt er þar á milli, og segj- ast sérfræðingar eiga erfitt með að skýra þetta fyrirbæri. Mannskaði varð enginn og tjón á eignum smávæmilegt, nokkrar brotnar rúður og röskun í hús- um. Innbyrðis átök á Kýpur Einraeðisherra Vene- zuela steypt al stóli CABACAS, 23. jan. — Einræðis- I daginn með allsherjarverkfalli. herrann í Venezuela, Perez Jim- enez, flúði í dag land ásamt fjöl- skyldu sinni, eftir að stjórn hans hafði verið steypt af stóli. Byltingarmenn hafa sett á stofn fimm manna herforingjastjórn undir forsæti Wolfgangs Larraza bals sjóliðsforingja. Að svo komnu máli verður ekkert um það sagt, hvort hin nýja stjórn muni veita landinu lýðræðislega stjórnarskrá og haida frjálsar kosingar. Fréttastofan AFP skýrir frá því, að 20 manns hafi látið lífið og fjölmargir særzt, þegar um 3000 manns réðust á ríkisfang- elsið í Caracas og leystu 500 póli- tíska fanga úr haldi. Talið er, að einræðisstjórn Jimenez hafi fangelsað um 4000 manns af póli- tískum ástæðum. Fyrsta verk hinnar nýju stjórnar var að gefa út tilskipun um. að allir þessir menn skyldu látnir lausir. Þegar þessir atburðir gerðust var Juan Peron, fyrrum einræð- isherra Argentínu, á flótta til Iandamæra Colombíu, þar sem hann mun leita hælis sem „póli- tískur flóttamaður“. Hann hefur búið í Caracas undanfarið ár, en flúði í skyndi, þegar ljóst var, að Jimenez mundi ekki halda velli. Hins vegar sagði formæl- andi herforingjaklíkunnar, sem fer með völd í Colombíu, að Per- on fengi ekki að koma til lands- ins, þar sem hann hefði ekki vegabréf. Er því talið, að Peron verði stöðvaður við landamærin. Fagnandi manngrúi streymdi um götur Caracas og lét í ljós gleði sína yfir því, að 10 ára einræðisstjórn er nú á enda. Mikill fjöldi manna lét lífið í byltingunni, sem hófst á þriðju- NÍKÓSÍU, 23. jan. — Átökin milli vinstri og hægri manna innan verkalýðshreyfingarinnar á Kýp- ur leiddu í dag til fyrsta árekstr- arins í þorpinu Tricomo, eftir að vinstri öflin höfðu látið boð út ganga um 48 tíma verkfall. Verk fallið var fyrirskipað í mótmæla- skyni við það, að tveir af með- limum vinstri armsins höfðu ver ið drepnir aðfaranótt miðviku- dags. Stjórnarvöldin segja, að margir menn hafi særzt í átökunum í Tricomo, sem er fæðingarþorp Grivasar, foringja EOKA-sam- takanna, sem berjast fyrir sam- einingu Kýpur og Grikklands. í öðrum þorpum eyjarinnar kom einnig til árekstra, en þeir voru ekki jafnalvarlegir. Makaríos erkibiskup hét í kvöld á Kýpur-búa að lifa í sátt og samlyndi og taka höndum sam an í baráttunni fyrir frelsi sínu. ustu daga gætu bent til þess, að eyjarskeggjar væru innbyrðis sundraðir. r Arásarmenn negra fá þungan dóm GREENVILLE, N-CAROLINA, 23 jan. — Fjórir meðlimir í glæpa- mannafélagsskapnum „Ku Klux Klan“ fengu í dag þunga fang- elsisdóma fyrir að hýða 58 ára gamlan blökkumann. Blökku- maðurinn, sem umgekkst hvíta þjónustustúlku sína frjálslega, varð fyrir árás 11 meðlima glæpa félagsins í júlí í fyrra og hýddur í augsýn sjö hvítra barna. Leið- togi árásarmannanna var dæmd- ur í sex ára þrælkunarvinnu, en félagar hans í þriggja ára fang- elsi. í kviðdómnum voru hvítir Hann benti á. að atburðirnir síð- bændur. Einar Iírist jánsson fær lirós í Höfn KAUPMANNAHÖFN, 23. jan. — Dönsku blöðin bera mikið lof á meðferð Einars Kristjánssonar óperusöngvara á hlutverki Cajus ar í „Falstaff“ í Konunglegu óper unni í gærkvöldi. T. d. segir gagn rýnandi „Information": „Af karl- mönnunum stóð Einar sig bezt og sýndi merkilega listræn tilþrif". ★ „Information" skýrir frá því í morgun, að Bandaríkjamenn séu að leita að svæðum í Norður- Grænlandi, þar sem hægt sé að nauðlenda flugvélum. Þeir hafa þegar fundið ágætan flugvöll í Opeary-landi, og mun hann stór- lega auka öryggi flugsamgangna milli Thule-flugvallarins og dönsku veðurathugunarstöðvar- innar nyrzt í landinu. Um 400 bandarískir vísindamenn og að- stoðarmenn þeirra munu vinna í Norður-Grænlandi í surnar með það fyrir augum að auka öryggi flugsins á þessum slóðum. — PálL Nákvæmar tölur um fjölda þeirra, sem misstu lífið, verða ekki til fyrr en eftir nokkra daga. Samkvæmt útvarpssendingum, sem heyrðust til New York kom Jimenez og fjölskylda hans til Ciudad Trujillo í Dóminíska lýð- veldinu eftir hádegi í dag. í för með honura voru þrír ráðherrar úr stjórn hans. Bæði lofther, landher og floti tóku þátt í uppreisninni í Venezuela, og eru yfirmenn þeirra í herforingjaklíkunni, sem nú stjórnar landinu. Jimenez tók völdin árið 1952 með tilstyrk her- afla landsins, en þá ríkti önnur einræðisstjórn. í desember var valdatími hans lengdur um fimm ár með „þjóðaratkvæði", en þá bauð sig enginn fram gegn hon- um. Á nýjársdag kæfði hann upp- reisnartilraun í fæðingunni, en forspralckar hennar flúðu úr landi. Þeim hefur nú verið leyft að snúa heim aftur. SÍÐUSTU FRÉTTIB Frá því var skýrt seint í kvöld, að hernaðarástand ríkti nú í öllu Iandinu. í kvöld réðst óð>ur mann- fjöldi á ríkisfangelsið, eftir að það hafði kvisazt, að leynilögregl an hefði myrt þá fanga, sem enn voru í haldi. Lögregla og her áttu fullt í fangi með að hemja mannfjöldann. — Herforingja klíkan lýsti þegar yfir hernað- arástandi um gervalit landið og bannaði mönnum að vera á ferli frá klukkan níu á kvöldin til kl. tíu á morgnana. Þá segir og í siðustu fréttum, að alls hafi um 400 manns látið lífið í bylting- unni en um 2000 særzt. Vilja Rússar beita sér fyrir friðsam- legri sambúð ? TEL AVIV, 23. jan. — ísraels- stjórn fór þess á leit við Sovét- stjórnina í dag, að hún beitti áér fyrir því að Arabarikin tækju upp samningaviðræður við fsra- elsmenn með það fyrir augum að gera friðarsáttmála. Var þessi beiðni borin fram í svarbréfi ísraels við bréfi Búlganins. Seg- ir í bréfinu, að Sovétríkin geti lagt álitlegan skerf til eflingar friðarins með því að fá Araba- ríkin til að virða núverandi landa mæri ríkisins og taka þátt í frið- samlegu samstarfi allra ríkja við austanvert Miðjarðarhaf. fsrael krefst ekki annars af Arabaríkj- unum en friðsamlegrar sambúð- ar á þeim forsendum, sem Sovét- ríkin hafa svo mjög prédikað, segir í bréfinu. Berlín, 21. jan. — Nýlega hafa Rússar gefið Austur-Þjóðverjum þrjá tundurspilla. Með þessu er efldur „alþýðu-floti“ Austur- Þýzkaiands. TiSboð óskast í finnska flutningaskipið ,,VALBORG“, eins og það nú liggur á strandstaðnum Garðskagaflös, ásamt öllu því er í skipinu er og því tilheyrir og í núverandi ástandi þess. Væntanleg tilboð afhendist í skrifstofu okkar við Klapparstíg 26, Reykjavík, fyrir kl. 12 á hádegi þriðju- daginn 28. janúar 1958. F. h. eigenda og vátryggjenda skipsins TROLLE & ROTHE HF. Ég þakka hjartanlega öllum þeim, er glöddu mig með skeytum, heimsóknum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu. Sérstaklega þakka ég sóknarpresti og frú, sóknarnefnd, kirkjukór Útskálasóknar, kvenfélaginu Gefn, og sam- starfsmönnum mínum í hreppsnefnd, höfðinglegar gjafir. Guð blessi ykkur öll. Þorlákur Benediktsson. Faðir okkar SÆMUNDÚR TRYGGVI SÆMUNDSSON fyrrum skipstjóri frá Stærra-Árskógi andaðist á heimili sonar síns á Akranesi 23. janúar. Systkinin. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÖLAFfU ÖLAFSDÓTTUR Gerði, Sandgerði, fer fram frá Útskálakirkju laugardag- daginn 25. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu klukkan 2 e. h. Guðrún Eyþórsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Helga Eyþórsdóttir, Óli Þór Iljaltason. i ..... Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HELGU HANSDÓTTUR, Oddhól, Rangárvallasýslu Marta Sigurðardóttir, Frímann íslcifsson. Þökkum sýnda samúð og rausn einstaklinga og félags- samtaka vegna andláts og útfarar ÁGÚSTS STEINGRÍMSSONAR byggingarfræðings Vandamenn. Innilegar þakkir vottum við öllum þeim nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar GUÐRÚNAR KLAHN Fyrir mína hönd og ættingjanna. Albert Klalui.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.