Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1958, Blaðsíða 18
18 MORGTIN BLAÐ1Ð * Föstudagur 24. jan. 1958 285 börn hafa komið I barnadesld Landspítalans Hringurinn efnir til fjáröflunar n.k. sunnudag — kosningadaginn Þessi mynd er af málverkinu „Kvöld“ eftir Jón Engilberts listmálara. Er það eitt af þeim mál- verkum listamannsins, sem verið hafa til sýnis undanfarið á vegum listkynningar Mbl. Kristín Þórarinsdóftir Kennari — Er miklast nótt og máttur vonar dvin á margan hátt eru vitar andans fengnir. í>á eiga stundum erindi til þín þeir, sem undan þér á djúpið eru gengnir. Á margan hátt eru leyst og bundin bönd um bládjúp vegir fleir. en nokkur hyggur. Stundum þú verður var við hjálparhönd hjúpaða dul, er allra mest á liggur. ★ Kristin er dáin. Þessi fáorða fregn, sem þó segir svo mikið, er okkur flutt ó kennarastofu Mela- skólans morgunstund þann 18. janúar síðastliðinn. Sjálfsagt höfum við flest áður vitað til hvers dró, en það er erfitt að trúa því að félagi, sem fyrir örfáum vikum var einn sterkasti starfsmaðurinn í hópn- um hafi svo skyndilega kvatt. En þetta er samt veruleiki, dapur og dökkur eins og dimma élið, sem dregur um brún fjallanna og nap- ur eins og vetrarstormurinn, er blæs um firðina og nesið. Þegar öldungur, sem lifað hefir langa ævi lýtur lögmáli dauðans, kveðj- run við hann með þökk fyrir lið- inn dag og sættum okkur við þau lífsins rök að eitt sinn skal hver deyja, en þegar stofninn sem fell- ur, er sterkur og beinn og fram- undan sýnist ennþá langur starfs dagur, finnst okkur erfiðara að lúta þessum lögum. Kristín Þórarinsdóttir var Vest firðingur, fædd og uppalin í Bol- ungarvík við ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónsson sjómaður og kona hans Ingibjörg Salome Guðmundsdótt- ir Jóhannessonar á Grundum í Bolungarvík. Móður sína missti Kristín þegar hún var 8 ára göm- ul. Sá atburður dró dökkan skugga um bjartan vorhimin bernskuáranna. Kristín stundaði nám í Kenn- araskólanum og lauk þaðan prófi 1939 og stundaði kennslustörf ávallt síðan. Hún var um þriggja ára tímabil kennari við barna- skólann á Suðureyri í Súganda- firði og kennari við Melaskólann í Reykjavík frá 1946. Margir telja að umhverfið — náttúran — svipbrigði í línum og minningarorð litum láðs og lagar eigi þátt í því að móta skapgerð og lífsviðhorf mannsins. Þeir, sem kynni höfðu af Krist- ínú og þekkja svipmót þess hér- aðs er hana ól, hygg ég að muni geta fallizt á þessa skoðun. Skap- gerð hennar var traust og hönd hennar styrk eins og stuðlaberg fjallanna og undirtónn úthafsins. Hún sýndi hvorki hik né hálfleik í skiptum sínum við samferða- mennina og öll hennar störf voru unnin af skapfestu og heiðarleik. Þessar eðliseigindir ásamt ágæt- um hæfileikum gkerðu starf henn- sj úklingaf jölda og legudaga í sjúkrahúsum ríkisins, en þar ^eg- ir m.a. að tala sjúklinga á árinu 1957 hafi orðið 5613 á móti 5182 á árinu 1956. Legudagar sjúklinga 19o7 voru 268.969. Síðan segir í skýrslunni að allt rúm fyrir sjúklinga í Kleppsspít alanum, Landsspítalanum og fá- vitahælunum hafi verið notað til hi»s nýtrasta og hafi að jafnaðri verið í notkun allmörg aukarúm í sjúkrastofum þessara spítaia. Þá er þess getið að sjúklingum í Vífilsstaðahæli fækki stöðugt og hafi verið þar 122,4 að meðaltali árið 1956, en þessi tala komst nið ur í 99. árið sem leið. Þar voru 82 sjúklingar um áramótin síð- ustu, en þar stóðu þá ónotuð 45 'sjúkrarúm. Norður á Kristnes- ar sem kennara giftudrjúgt og árangursríkt, því enda þótt hún hefði ekki á sér yfirbragð hins mjúkláta manns, þá átti hún til þá hjartahlýju, sem ávann henni traust og vináttu barnanna, sem hún starfaði með og gerði þau örugg í návist hennar. Sá, sem þessar línur skrifar, hefur verið samstarfsmaður Kristínar um árabil, bæði hér í Reykjavík og við erfiðari skil- yrði úti á landi. Það er ekki of- sögn að hún var mörgum færari að leggja rétt mat á aðstæðurnar og leysa vandann á farsælan hátt. Ungt fólk, sem notið hefur handleiðslu hennar, hefir í sam- starfinu hjá henni fengið margt það, er orðið getur því vegvísir til þorska og manndóms. Með Kristínu kveður einn af beztu starfsmönnum islenzkrar kennarastéttar, vinnufús, trúr og heiðarlegur. Að henni er mann- skaði. Hún skilur ekki eftir sig spor sem hræða, heldur hefir hún gengið þá götu sem aðrir mættu gjarnan á eftir fara. „Þeir eiga stundum erindi til þín sem, undan þér á djúpið eru gengnir“. Vinir og vinnufélagar Kristín- ar þakka henni samstarf og vin- áttu liðinna daga. Starfsdagurinn varð of stuttur, þótt vel væri unnið. Framtíðin er hjúpuð dul, en það er gott að trúa því, að eftir liðinn lífsdag komi yndisleg draumanótt og síðar sólbjartur dagur. Þ. M. mótin. Zhukov bregður fyr- ír í Moskvu MOSKVA — Zhukov hefur nú sézt í Moskvu í fyrsta sinn síðan honum var vikið úr öllum em- bættum. hinn 26. október sl. Var þá skýrt frá því, að marskálkur- inn hefði fengið orlof, en síðar mundi honum fengin „staða við hans hæfi“ Sennilegt er talið, að nú hafi Krúsjeff og félögum hans tekizt að finna stöðu fyrir hann „í samræmi við hæfileika hans“, en ekki er kunnugt hvers eðlis starfið verður EINS og við síðustu bæjarstjórn- arkosningar hefir Barnaspítala- sjóður Hringsins fengið leyfi dómsmálaráðuneytisins til þess að selja merki Barnaspítalans á kosningadaginn, 26. janúar, en hann ber einmitt upp á 54. af- mælisdag Kvenfélags Hringsins. Á þessum langa starfstíma hefur félagið starfað margt að mann- úðar- og líknarmálum. Það reisti á sínum tíma hressingarhælið í Kópavogi og rak það um margra ára skeið. Kópavogshælið var byggt í sama skyni og Reykjalundur síð- ar, en það náði því miður aldrei þeim tilgangi sínum. Brýn nauð- syn bauð að nota það frá upphafi sem berklahæli, því að þá skorti sjúkrarúm í berklahælum lands- ins. Árið 1939 afhenti Hringurinn ríkinu Kópavogshælið að gjöf, og hefur það síðan verð notað fyrir aðra heilbrigðismálastarfsemi hins opinbera. Undanfarið hefur Hringurinn nær eingöngu helgaþ starfsemi sína fjársöfnun til Barnaspítal- ans, sem ætlað er húsrými í hinni myndarlegu nýbyggingu Land- spítalans. Fyrir atbeina Barna- spítalasjóðs og með stuðningi hans var í sumar leið opnuð myndarleg barnadeild í Land- spítalnum, og verður hún starf- rækt þar til Barnaspítalinn sjálf- ur tekur til starfa. Enda þótt barnadeild Land- spítalans hafi aðeins verið starf- rækt í sjö mánuði, hefur hún fyrir löngu sannað nauðsynina á sérstökum barnaspítala, því að 1 GÆRDA6 hrindi til blaðsins Þorvaldur bóndi Guðmundsson á Bíldsfelli í Grafningi. Hann kvaðst hringja út af frásögn í Isafold frá 15. janúar, þar sem frá því er sagt að vonlaust sé að hægt verði að bjarga 14 kindum frá hungurdauða úr norðanverð- um Tindastóli. Þorvaldur kvaðst hafa orðið mjög undrandi, er hann las frá- sögn þessa í blaðinu, einkum yfir því, að s-vo virðist sem enginn op- inber aðili hafa hugsað sér að taka sig fram um það að koma til skjalana, úr því að leiðangrar UPP í fjallið hafa orðið frá að snúa án þess að fá að gert. Ég myndi vilja beina því til Dýraverndunarfélags Islands, að láta þetta mál þegar í stað til sín taka, annað er með öllu óverjandi. Benda mætti á leiðir, sagði Þor- valdur. T.d. væri ekki úr vegi að leita til varnarliðisins á Keflavík- urflugvelli, fá það til af senda flugvél eða þyrilvængju, svo hægt sé úr henni að skjóta kindurnar, sem bíða hungurdauða á „klökug- um klettum", eins og í ísafold seg ir. Einnig mætti neyna að leita til góðs skotmanns, um að fara í leiðangur með Birni Pálssyni, flug Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans r Kópavogi. Hafið samband við • skrifstofuna fram til þessa hafa 285 börn kom- ið í deildina, en í henni eru þó ekka nema 30 legurúm. Barnaspítalanum er ætlaður staður á tveim hæðum í vestur- álmu hinnar nýju byggingar Landspítalans samkvæmt samn- ingi við ríkisstjórnina. Leggur Barnaspítalasjóður fram sinn hluta af heildarverði byggingar- innar, en hluti Barnaspítalans er reiknaður 2/9 hlutar af allri nýbyggingunni. En auk þess ætl- ar sjóðurinn að kosta sérstaklega alla innanstokksmuni og búnað spítalans í sjúkrastofum og leik- herbergjum. Til sameiginlegs byggingarkostnaðar hefur sjóð- urinn þegar lagt fram 3 milljónir króna. Hluti Barnaspítalans er áætlaður 15—16 milljónir króna, og leggur ríkissjóður þar helm- ing á móti. Er þá enn eftir að leggja fram 4—5 milljónir króna, en af því fé er um 1,5 milljón króna í sjóði. Hinir stöðugu tekjustofnar Barnaspítalasjóðsins eru ekki miklir og verður því að afla þessa fjár að mestu leyti með frjálsum framlögum. Þess vegna verður Hringurinn enn sem fyrr að treysta á rausn og góðvild bæjarbúa í garð Barnaspítalans. Það eru vinsamleg tilmæli Hringsins til foreldra, að þeir leyfi börnum sínum að aðstoða við merkjasöluna. Börnunum eru auðvijað ætluð sölulaun, og for- eldrar eru áminntir um að búa ■ þau hlýlega. Hjálpumst öll að því, að búa ' upp litlu hvítu rúmin. manni og reyna að stytta kindun- um 14 kvalirnar með því að skjóta þær úr flugvélinni. Ekki er að sjá að leitað hafi verið til Flugbjörgunarsveitarmanna, um að reyna þarna uppgöngu, en vafalítið er að finna má dugleg- ustu og bezt búnu fjallgöngu- menn hér á landi í þeirri sveit, sagði Þorvaldur. Ég skyldi með glöðu geði leggja fram 500 kr. í því skyni að Dýra- verndunarfélagið beitti sér fyrir því nú þegar að veslings skepnun- um ver&i banað, því að þær virð- ast ekki eiga annað fyrir höndum en að deyja úr hungri í klettabelti Tindastóls. Það er ekki hægt að hugsa til þess, að vegna afslcipta- leysis séu kindurnar látnar verða hungurmorða, ef á annan hátt er hægt að stytta þeim kvalastund- irnar, sem munu þegar vera orðn ar margar, sagði Þorvaldur á Bíldsfelli. — Ræða Oiafs Thors Framh. af bls. 3 gaman og nú að mega greiða atkvæði. Það hefir heldur ekki oft verið jafnrík nauðsyn og nú, að sá helgi réttur sé notaður. Sjálfstæðismenn. Við verðskuldum ekki heitið Sjálfstæðismenn, ef við ekki laun um borgarstjóra og bæjarfulltrú um okkar frábær störf og ágæt afrek í þágu okkar og allra Reyk víkinga með því að tryggja flokki okkar stóran sigur — og sýna stjórnarvöldum landsins í leið- inni, hve illan endi ódyggð og svikin fá. Heill höfuðstaðnum. Heill þjóð vorri. Landspítalinn, Kleppur og fávitahœlin yfirfull KRIFSTOFA * ríkisspítalanna hæli var legudagafjöldi sjúklinga . r i. 1 ■ í • / cvínaXnv árin 1 QFiíi r\re 1 0^7 Tv„,, sent blaðinu yfirlit um svipaður árin 1956 og 1957. Þar vnvn 1 H RÍlllrrflvnm ono* Vill láta Dýraverndunar félagið stytfa kvalir Tindastólskinda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.